Morgunblaðið - 13.12.1988, Page 8

Morgunblaðið - 13.12.1988, Page 8
SKÍÐI / HEIMSBIKARINN í ALPAGREINUM 'OftifvgmxbKffoxb Tékknesk stúlka kom á óvart Tékkneska stúlkan Alzbeta Havrancikova, sem er lítt þekkt göngukona, kom mjög á óvart er hún sigraði í fyrstu keppni heims- bikarsins í kvennaflokki sem fram fór í La Feclaz í Frakklandi á sunnu- daginn. Hún skaut öllum bestu skíðagöngukonum heims ref fyrir rass í 5 km göngu með frjálsri að- ferð. Havrancikova, sem er 25 ára, gekk vegalengdina á 15:15.9 mínútum. Tamara Tikhonova frá Sovétríkjunum, sem vann gull og silfur á Olympíuleikunum í Calgary, varð önnur á 15:22.7 mínútum og landa hennar, Elena Vialbe, varð þriðja á 15:23.3 mínútum. Frammistaða Maijo Matikainen frá Finnlandi, sem er Olympíu- meistari í þessari grein, olli miklum vonbrigðum er hún hafnaði aðeins í 19. sæti. Anne Jahren frá Noregi var fremst Norðurlandabúa, varð í 13. sæti á 16:10.8 mínútum. „Tomba La Bomba“ sýndi sínar bestu hliðar Austurríkismenn sigruðu loks í brunkeppni eftir þrjú ár Reuter Torgny Mogren frá Sviþjóð sigraði örugglega í 15 km göngu karla í heimsbikamum á laugardag. ALBERTO Tomba frá Ítalíu sýndi það og sannaði á sunnudaginn að hann er enn besti svigmaður heims er hann sigraði í svigkeppni heimsbikarsins með miklum yfirburðum í Madonna di Campiglio. „Tomba La Bomba“ eins og hann er oft nefndur náði besta brautar- tímanum í báðum umferðum. Helmut Höflehner frá Aust- urríki varð hinn óvænti sigur- vegari í bruni karla sem fram fór í Val Gardena á laugardag. Tomba, sem varð tvöfaldur ólympíumeistari í Calgary, náði sér vel á strik í Madonna di Campiglio og var vel studdur af fjölmörgum Itölum sem komu gagngert til að hvetja hetjuna til dáða og hann brást þeim ekki. Hann skíðaði frábæriega og af miklu öryggi. Sigurinn var mikil- vægur fyrir Tomba því honum hafði ekki gegnið eins vei í fyrstu mótunum og búist var við. * -*--*-l»i ra«M „diorKOSiiogi „Þetta var stórkostlegt. Eg vissi að þetta yrði erfítt í síðari umferðinni vegna þess að Girar- delli náði það góðum tíma. Ég tók því meiri áhættu í síðari umferð- inni og gerði engin mistök," sagði Alberto Tomba. Hann fékk sam- anlagðan tíma, 1:41.19 mín. en Girardelli fékk 1:42.10 mín. og Michael Tritscher frá Austurríki varð þriðji á 1:42.44 mínútum — hans besti árangur í heimsbikam- um. Snórinn í svigbrekkunni var harður og brautimar tæknilega erfíðar. Þetta átti vel við Tomba, en aðrir frægir kappar áttu erfítt uppdráttar. Fjorir keppendur í fyrsta ráshópi féllu úr í fyrri umferð og þar á meðal Pirmin Ziirbriggen. Besta árangri Sviss- lendinga náði Martin Hangi, 23. sæti! Gamla kempan, Ingemar Stenmark, komst á blað. Hann varð í 9. sæti og náði 5. besta tímanum í síðari umferð. Austurríkismenn vinna brun- iðeftir 1001 nótt Alberto Tomba sigraði með yfírburðum í svigi í Madonna di Campiglio á Ítalíu á sunnudaginn. Hann náði lang- besta brautartímanum í báðum umferðum. Austuríkismaðurinn Helmut Höflehner vann brunið í Val Gardena á laugardag. Það var fyrsti brunsigur Austurríkis- manna í 1001 dag. FráÖnnu Jimmy Steiner Bjamadóttur Vann síðast á iSviss Whistler Mountain í mars 1986. Aust- urríkismenn hrepptu einnig annað sætið í Val Gardena. Patrick Ortli- eb varð annar með tímann 2:02,75 en tími Höflehners var 2:02,67. Svisslendingurinn Peter Miiller varð þriðji. Hann átti mjög góða ferð og var vongóður um sigur þegar Höflehner lagði af stað með rásnúmerið 23, Ortlieb var númer 30. Höflehner hafði gengið vel á æfíngum og Austurríkismenn bundu miklar vonir við hann. „Það fóru fram tvö brunmót í dag,“ sagði Peter Muller vonsvik- inn og benti á það hafi verið mik- ill mótvindur í upphafí keppninnar en hafi lægt þegar á leið. „Það var ein keppni fyrir fyrsta ráshóp og önnur fyrir hina.“ Ziirbriggen enn efstur Pirmin Zurbriggen var með óvenju slakan tíma og náði aðeins 23. sæti og fékk ekki stig. Hann leiðir þó keppnina samanlagt með 62 stig. Marc Girardelli kemur næstur með 55 stig, Peter Múller er í þriðja sæti með 40 stig og jafnir í 4. sæti eru Alberto Tomba og Helmut Höflehner með 37 stig. Tvöfalt hjá Mogren SVÍAR urðu sigursælir í heims- bikarkeppninni í skíðagöngu karla sem hófst i Ramsau í Austurríki um helgina. Torgny Mogren sigraði í 15 km göngu með hefðbundinni aðferð á laugardaginn og sveit Svía sigraði í 4 X10 km boðgöngu á sunnudag eftir harða keppni við Norðmenn. Mogren var 23 sekúndur á undan landa sínum, Gunde Svan, í 15 km göngunni á laugar- daginn. Mogren gekk vegalengdina á 42:32.2 mínútum. Uwe Bellmann frá Austur-Þýskalandi varð þriðji á 43:21.2 mínútum. Svíar komu síðan í tveimur næstu sætum, Jan Ottos- son og Lars Haland. Islandsvinur- inn norski, Pal Gunnar Mikkels- plass, varð sjötti á 43:47.6 mínút- um. Svíar sigruðu í 4 X 10 km boð- göngu á sama stað á sunnudaginn eftir hörkukeppni við Norðmenn. Svíar með þá Jan Ottosson, Lars Haland, Torgny Mogren og Gunde Svan voru aðeins einni sekúndu á undan Norðmönnum. í sveit Norð- manna voru Teije Langli, Torgeir Bjöm, Vergard Ulvang og Pal Gunnar Mikkelsplass. B-sveit Svía varð í þriðja sæti og var um einni mínútu á eftir Norðmönnum. Sovét- menn náðu aðeins íjórða sæti. KONUR SKÍÐAGANGA GETRAUNIR: X12 X 1 X XIX 1X1 LOTTO: 6 11 14 19 33 +20

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.