Morgunblaðið - 16.12.1988, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 16.12.1988, Blaðsíða 2
MORQU.NPLAÐIÐ, FÖSTUDAG.UR 16. DESEMBER 1988 AÐ VEIMJA A „Við eigum i verulegum erf- iðleikum með drenginn okkar. Hann er núna þriggja ára og fjögurra mánaða. Hann neitar alveg að lœra á kopp. Ég er á móti því að þvinga börn og við höfum reynt allt mögu- legt, að lesa fyrir hann, reynt að vekja honum metnað, tala hann til, verðlauna hann, en ekkert virkar..." Það eru örugglega margir for- eldrar sem þekkja sig í þess- ari frásögn og hafa svipaða sögu að segja. Reyndar er þessi saga tekin upp úr nýútkominni bók, „Að venja á kopp á einum degi" sem bókaforlagið Iðunn gef- ur út. í bókinni er uppalendum kynnt ný aðferð við að venja krílið á kopp, — aðferð sem á ekki að taka langan tíma og markmiðið með henni að gera þetta skeið i lífi barnsins að þægilegri lífsreynslu. „Refsingar og reiðiköst eru algjörlega úr sögunni. Á með- an á þjálfuninni stendur er barnið miðdepill athyglinnar, það fær ástúð, hrós, snertingu og umhirðu A EINUM DEGI í rikum mæli. Barnið bregst venju- lega við þannig að það brosir og hlær. í lok þjálfunartímabilsins sýna börnin venjulega merki stolts og ánægju og það eru bestu laun erfiðisins." Bókin er um 85 síður og skiptist í sjö kafla. Til að gefa lesendum nokkra hugmynd um efni bókarinnar gripum við niður í fjórða kafla: ” Hvernig fara skal að Gagnlegar ábendingar áður en hafist er handa. Hvað þarf barnið að vera gam- alt? Ef barnið þitt er orðið tuttugu mánaða getur það að öllum líkind- um lært eftir hinni nýju 'aðferð. En hafa skal hugfast að börn eru mjög misjöfn að þroska, líkamlegum og andlegum og það gildir einnig um að stjórna þvaglátum. Þannig get- ur verið að barnið þitt sé reiðu- búið örlítið yngra, t.d. átján mán- aða. Það eru þrjár spurningar sem þarf að svara til að ákvarða hvort barnið er reiðubúið. Sú fyrsta fjall- ar um stjórn á þvagblöðrunni, næsta um líkamsþroska og sú þriðja um skilningsþroska barns- ins... Langflest börn eldri en tuttugu mánaöa reynast vera reiðubúin varðandi þetta þrennt. Ef barnið hefur ekki næga stjórn á blöðrunni eða nægan líkamsþroska þá skaltu bíða uns það hefur náð þessu. Þessi atriði fylgja almennum þroska barnsins. Að nota umbun og verðlaun sem hvatninau Sýndu hrifningu Hve fljótt barnið lærir og langar til að standa sig vel af eigin hvötum Gestur Jóhannesson, fyrrum sótari. dag þegar lítil börn horfa á húsin sem eru að rfsa spyrja þau. Hvar er strompur- inn? Af hverju er bara strompur á sumum húsum? Er bara strompur hjá góðu börnunum? Hvernig á jóla- sveinninn að geta gefið okkur i skóinn þegar það er enginn strompur? Foreldr- arnir segja þeim að jólasveinarnir þurfi ekki lengur að nota skorsteininn til að gefa þeim i skóinn. Eftir að hitaveitan var tekin í notkun í Reykjavík árið 1945 fór þörfin fyrir sótara stöðugt minnk- andi. Það var svo fyrir einum 16 árum að síðasti sótarinn hætti störfum. Síðustu árin sem sótarar störfuðu var skorsteinahreinsun boðin út í ákvæðisvinnu. Þegar sótarastéttin var fjölmennust þá voru 6 sótarar sem skiptu bænum á milli sín. Gestur Jóhannesson vistmaður á Dvalarheimilinu Hlíð, Akureyri, starfaði sem sótari hjá Akur- eyrarbæ í 20 ár frá 1934-'54. Þegar ég byrjaði sem sótari voru rúmlega fjögur þúsund íbúar á Akureyri. Starf mitt var fólgið í því að fara um bæinn og hreinsa skorsteina. Ég fékk 450 krónur fyrir umferðina og fór ég fjórar umferðir á ári um bæinn. Trygging- arfélögin settu það skilyrði að hver skorsteinn yrði hreinsaður fjórum sinnum á ári. Seinni árin voru þetta orðnar 3 umferðir á ári. Þegar ég byrjaði lækkuðu útgjöld bæjarins um 200 krónur því Jóhannes Frið- riksson sem verið hafði á undan mér hafði 500 krónur fyrir um- ferðina. Þeim hjá bænum hefur HVAÐVARÐUM tarana? Þeir hafi öðruvísi aðferðir núna. Börnin trúa þessu ekki of glatt og ganga úr skugga um að glugginn sé galopinn þegar þau fara að sofa. Jú og viti menn. Nýju að- ferðirnar gefast eins vel og þær gömlu. Á morgnana er yfirleitt eitt- hvert góðgæti í skónum. Þá vaknar spurning. Hvaða hlut- verki gegnir skorsteinninn? Og af hverju eru sum hús í dag byggð með skorsteinum? Arinn er tískufyrirbrigði. Sum árin byggir fólk hús með arni önn- ur ár sjást ekki arnar. Eina ástæð- an fyrir því að fólk þarf að hafa stromp á húsinu sínu í dag er sú að arinn er í húsinu. Yfirumsjón með frágangi á arninum hefur slökkviliðsstjóri á hverjum stað. í dag eru engar reglur um hreinsun á skorsteinum. Þeir arineigendur sem ég hafði samband við fullyrtu að skorsteinninn hefði aldrei verið hreinsaður þau ár sem arinninn hefði verið á heimilunum. Hjá hreinsunardeild Reykjavíkurborgar fengust þær upplýsingar að sára- sjaldan væri beðið um hreinsun á strompum. Ef slík beiðni kæmi þá bentu þeir á „privat" menn útí bæ sem tækju þetta að sér. Kaðlar voru bundnir við skor- steininn og hélt ég mér í þá til að detta ekki. Ég man aöeins eftir einu atviki þar sem ég var hætt kominn. Þá slitnaði kaðallinn og náði ég taki á þakglugga og hékk þar þangað til ég gat kallað á veg- faranda sem átti leið þarna um. þótt rétt að nýgræðingur í starfinu fengi lægri laun en sá sem hafði þegar öðlast reynslu. Launin hækkuðu ekki þó húsunum fjölg- aði. Eftir fjögur ár var ég settur á fastar mánaðargreiðslur og man ég að mánaðarlaun mín voru 300 krónur síðasta árið sem ég starf- aði sem sótari. Ég notaði tvær stærðir af kústum því skorsteinarnir voru misjafnlega víðir. Fyrst setti ég annan kústinn niður í einu horninu og dró hann svo upp í næsta horni og setti síðan kústinn niður í þriðja horninu og dró hann upp í því fjórða. Lúga var neðst á skorstein- inum og féll allt sótið niður þegar kústurinn var dreginn upp og nið- ur. Ég fór síðan niður í kjallara opnaði lúguna og setti allt sótið sem safnast hafði þar saman í fötu sem ég losaði utandyra. Það kom stundum fyrir að það kviknaði í sótinu. v Börn áttu það til að hræðast mig. Það voru sérstaklega litlar stúlkur sem hræddust mig. Líkast til hafa það verið óhreinindin sem þær hafa óttast. Drengirnir fylgd- ust frekar með störfum mínum og voru þá oft skammaðir fyrir að ata sig alla út í sóti. í kjallaranum voru stíur með kolum. Kolaskipin komu á haustin og voru þá oftast tekin kol eins og geymslur og efni leyfðu. Öll kol voru innflutt og þóttu þau misjöfn að gæðum eftir því hvaðan þau komu. Sum kolin fuðruðu upp, en

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.