Morgunblaðið - 16.12.1988, Blaðsíða 4
'4 'C
to'ORGÚNÖLAÐIÐ, F'ÖSTUDAGÚR 16. DÉSEMBER 1988
TOKU9ÝNING í GALLERÍ CmÓTI
Katrín Júlía Ólafsdóttir. Hún er í leðurpilsi og vesti
úr bómullarblöndu.
Sigrún Gunnarsdóttir og Þorkell Guðjónsson í fatn-
aði úr leðri og gallaefni.
Morgunblaðið/K.G.M.
Kári Freyr Björnsson og Sigrún Vala Þorgrímsdóttir.
Strákurinn er í leðurbuxum og jakkinn er með leður-
kraga og vasa. Telpan er í handprjónaðri peysu og
leðurpilsi.
Ingibjörg Þóra Gestsdóttir eða
Inga eins og hún er kölluð, hélt
skemmtilega sýningu á hönnun
sinni í Gallerí Grjóti í síðustu viku.
Inga lauk nýlega tveggja ára námi
í fatahönnun frá Köbenhavns
Mode og Design skole. Að þessu
sinni voru það fjórar íslenskar
stúlkur sem útskrifuðust saman,
auk Ingu, Aðalheiður Alfreðs-
dóttir, Steinunn Jónsdóttir og
Guðrún Lára Guðmundsdóttir.
Skömmu eftir að kiga kom
heim frá Danmörku var stungið
upp á því við hana að hún héldi
tískusýningu í Gallerí Grjóti og
síðan hefur hún staðið að undir-
búningi hennar. Herrafatnaðinn
sem var á sýningunni átti Inga í
fórum sínum, en hún valdi herra-
fatnað sem lokaverkefni í skólan-
um. Hinsvegar sagðist hún hafa
haft hug á að hanna barnafatnað
og vinna með leður í því sam-
bandi. Hún fékk til liðs við sig
systkinabarnahópinn sinn og
hófst handa við að hanna á hann
fatnað. Þar sem hópurinn er stór
hefur verið í mörgu að snúast
og tíminn verið naumur. Því hafa
andvökunæturnar verið margar,
sérstaklega síðustu dagana fyrir
sýninguna. „Þetta voru tíu al-
klæðnaðir sem ég þurfti að
hanna, sníða og sauma," segir
Inga. „Saumaskapinn sá ég þó
ekki um ein, því ég fékk Krist-
björgu Jóhannesdóttur í lið með
mér og hún hjálpaði mér mjög
mikiö. Einnig fékk ég fólk til að
hjálpa mér við prjónaskapinn á
barnapeysunum."
Þegar okkur bar að garði rétt
fyrir sýningu var það fríður flokk-
ur barna og unglinga sem blasti
við augum, klæddur frumlegum
og skemmtilegum fatnaði. Sýn-
ingin tókst vel, húsfyllir var og
krakkarnir stóðu sig eins og at-
vinnufólk þó að minnsta mann-
eskjan í hópnum beygði aðeins
útaf þegar mannfjöldinn starði á
hana.
En er Inga komin heim til að
vera?
„Ég er að reyna að fá inni í
skóla í París þessa dagana. Þó
.'•Tm*
í - < 1 :
mm
Kjartan Yngvi Björnsson og Óskar Vatnsdal Guöjónsson.
Bima Kristín Jónsdóttir. Hún er í leðurpilsi og
jakkinn er úr bómullarblöndu.
Þorteifur Grétarsson, Ólafur Lúövfksson og Guöjón Ingi Gestsson.
Herrarnir eru klæddir í fatnað sem var lokaverkefni Ingu. Fötin eru
úr leðri, ull og bómull.
Kolbrún Anna Björnsdóttir og Þuríður Björg Þorgrimsdóttir. Kolbrún
klæddist leðurstuttbuxum en Björg leðurjakka.