Morgunblaðið - 06.01.1989, Blaðsíða 2
2 C
>8Cí flAOKAI, .8 flUÖAaUT3ð’5 .GIOAUHi4UOflOM
MORGUNBLABIÐ, FÖSTUDAGUR 6. JANÚAR 1989
KVENNADEILD LANDSPÍTALANS 40 ÁRA
Ljósmynd / Friðþjófur Helgason
Það verður ekki annað sagt en að bjart sé yfir kvenna-
deild Landspítalans í upphafi fertugasta og fyrsta
starfsársins. Að baki er ár hinna stóru meta ef svo
má að orði komast, en 1988 fæddust fleiri börn á
deildinni en nokkru sinni fyrr, eða 2.840 og tvisvar
gerðist það á liðnu sumri að hvorki fleiri né færri
en 18 litlir einstaklingar litu dagsins Ijós sama sólar-
hringinn, sem er hið mesta frá upphafi deildarinnar.
Það var þann 20. júní og 12. júlí, en í júlímánuði
fæddust alls 285 börn sem er enn eitt metið. Þá
má ekki gleyma þeim merka viðburði þegar fjórburar
fæddust þar nýlega. Það hefur því margt breyst í
barnsburðarmálum þjóðarinnar frá því undirrituð
hafði eftir frammámönnum í heilbrigðisgeiranum í
þriggja ára gamalli Morgunblaðsgrein mikið áhyggju-
tal um að íslendingar stefndu hraðbyri á núllpunktinn
íendurnýjun landsmanna. Þessi aukning nú ertals-
vert umfram það sem bjartsýnustu menn þorðu að
vona og samkvæmt heimildum kvennadeildarinnar
lítur ekki út fyrir að breyting verði á í bráð.
i
að var í byrjun vik-
unnar sem starfsfólk
kvennadeildarinnar
fagnaði því að fjör-
utíu ár voru liðin frá
því að Hólmfríður
Jónsdóttir fæddi þar son 2. janúar
1949, fyrsta barn deildarinnar. Á
þeim tíma hafa svo 68.815 börn
fæðst á deildinni eða hátt í þriðj-
ungur þjóðarinnar og því ekki að
ástæöulausu sem Kristín I. Tómas-
dóttir yfirljósmóöir segir að þeir
sem þarna starfi hafi yfir miklu að
gleðjast. Það að hlúa að litlu Iffi í
móðurkviði, hjálpa því í heiminn
og hlynna að því þar, er jú með
einu eða öðru móti vinna flestra
starfsmanna deildarinnar, sem eru
um 200 talsins.
Og þó vissulega sé það ekki
eintóm gleði ber að geta þess að
tíðni burðarmálsdauða, þ.e. barna
sem fæðast andvana eða deyja á
fyrstu viku eftir fæðingu, er hvergi
lægri í heiminum en hér á iandi og
í Svíþjóð.
„Þessa staðreynd má rekja mik-
ið til þess að öll aðstaða hefur
stórbreyst og batnað á deildinni
eftir því sem tæknivæðingin hefur
náð lengra inn í fagið. Öll umönnun
í fæðingu og rannsóknir á með-
göngu hafa aukist feikilega og það
hefur launað sig í þessum góða
árangri. En við stefnum á að
minnka buröarmálsdauða enn
meira," segir prófessor Gunnlaug-
ur Snaedal, einn yfirlækna deildar-
innar.
Kvennadeildin þjónar ekki ein-
vörðungu höfuöborgarsvæðinu og
segir Gunnlaugur það þakkarvert
hversu vel öll mæöraskoðun í
landinu sé innstillt á að þau tilvik
þar sem einhver möguleiki er á
erfiðleikum eða afbrigðilegri fæð-
ingu, komi á kvennadeildina. Auk
Gunnlaugs eru yfirlæknar deildar-
innar þeir Jón Þ. Hallgrímsson, Jón
Hilmar Alfreðsson og Kristján Sig-
urðsson.
Breytingar á 5. áratugnum
Upphaf kvennadeildarinnar má
rekja til fyrstu fæðingardeildar
landsins á sjúkrahúsi, en sú deild
var opnuð í Landspítalahúsinu í
ársbyrjun 1931, tæpum mánuði
eftir að sjúkrahúsið tók til starfa.
Fram að þeim tíma fóru flestar
fæðingar fram í heimahúsum
mæðra eða á fæðingarheimilum
Ijósmæðra sem komu til sögunnar
1848, en stöku sinnum á sjúkra-
húsum og þá heist ekki nema sér-
stakra aðgerða væri þörf eða um
sérstaka sjúkdóma að ræða. Kom
þetta aðallega til vegna smithættu
og barnsfararsóttar á fæðingar-
stofnunum, enda fylgdi því nokkur
áhætta að safna sængurkonum
og börnum þeirra saman á einn
stað í stað þess að tryggja ein-
angrun þeirra í heimahúsum. Það
var ekki fyrr en á fimmta áratugn-
um að sýklaeyðandi lyf komu til
sögunnar og gjörbreyttu aðstæð-
um og viðhorfi manna til smit-
hættu.
Gamla fæðingardeildin hafði í
upphafi aðeins 12 rúm til umráða,