Morgunblaðið - 06.01.1989, Blaðsíða 12
12 C
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 6. JANÚAR 1989
Eliki á brauði
einusaman . . .
Hsefileg hreyfing og
hollt mataræði eru af
hinu góða en maður-
inn lifir ekki á brauði
einu saman. Félagslegt öryggi,
góð fjölskylda og nánir vinir, er í
raun og veru bezta lyfið gegn
sjúkdómum. Einmanaleiki og
vansæld hafa bein áhrif á löngun
og hæfni til að lifa, hversu holla
lifnaðarhætti sem maður temur
sér. Þetta hefur verið sannað
með rannsóknum sem hér er sagt
frá:
Þeim sem lifa góðu fjölskyldulífi
og eiga nána vini hlotnast ekki að-
eins það að þurfa ekki að sitja ein-
ir yfir sunnudagskaffinu eða að
hafa einhvern til að fara með í sum-
arleyfi. Og þeir sem taka ástfóstri
við skepnur bera fleira úr býtum
en tryggð þeirra og fyrirhöfnina af
þeim. Að auki bera þeir úr býtum
löngun og hæfni til að lifa góðu lífí
af því að heilbrigði — jafnt líkamlegt
sem andlegt — er nátengt því
hvernig sambandi okkar við aðrar
lifandi verur er háttað. Það má orða
það þannig að líflíkurnar aukist í
samræmi við fjölda þeirra sem við
eigum traust fólagsleg tengsl við.
Maður er manns gaman, segir
hið fornkveðna, en það er ekki nóg
með það. Við þurfum nauðsynlega
á náunganum að halda til að þrosk-
ast og dafna. Enginn þrífst til lengd-
ar án þess að finna að hann til-
heyri öðrum. Náin mannleg sam-
skipti styrkja einstaklinginn, eins
og greinilega kom fram í þeirri rann-
sókn sem hér segir frá, en hún er
kennd við Alameda í Kaliforníu, þar
sem víðtæk rannsókn var gerð á
lifnaðarháttum 5000 einstaklinga.
Um níu ára skeið var hvað eftir
annað rætt við hvern og einn þeirra.
Með því að skrá t.d. veikindi og
andlát var unnt að draga fjölda
ályktana þegar loks var unniö úr
niðurstöðunum.
Einangrun er hættuleg
í framhaldi af þessari rannsókn
hafa vestrænir vísindamenn leitað
skýringa á „umframdánartíöni" ein-
staklinga sem búa við skert félags-
leg tengsl, þ.e. eiga hvorki nána
vini né fjölskyldu að bakhjarli.
Þátttakendum í Alameda-rann-
sókninni var skipt í fjóra hópa eftir
aldri og kynjum. Fyrsti hópurinn var
á aldrinum 30-49 ára, annar 50-59
ára, þriðji 60-69 ára og í fjórða
hópnum var fólk á aldrinum 70-79
ára. Athugun á þeim sem voru
50-59 ára leiðir m.a. í Ijós að dánar-
tiðni einhleypra karla er þrisvar
sinnum meiri en meðbræðra þeirra
sem eiga sér traustan félagslegan
bakhjarl. Dánartíðni einhleypra
kvenna á sama aldri var helmingi
meiri en hjá kynsystrum með slíkan
bakhjarl. Hjá fólki á aldrinum 30-49
ára reyndist niðurstaðan þveröfug,
þ.e. á þeim aldri dóu fimmfalt fleiri
einstæðar konur á meðan munur
meðal karla var aðeins einn á móti
þremur. Yngri konur eiga semsé
bágara með að þola einsemd en
eldri konur en hjá körlum er því
þveröfugt varið.
Ein helzta niðurstaðan var sú að
hjónaband eða sambúð sé örygg-
asta vörnin gegn ótímabærum
dauðdaga og í skýrslu sem samin
var á grundvelli rannsóknarinnar
var því slegið föstu að það sé jafn-
hættulegt ríkum sem fátækum að
lifa í einangrun.
Langlífi og náin tengsl
Greinileg fylgni er milli dánartíðni
og mannlegra tengsla burtséð frá
heilsufari. Heilbrigðir lifnaðarhætt-
ir, m.a. hæfileg líkamleg hreyfing,
er af hinu góða, eins og alkunna
er. Það fer t.d. ekki á milli mála að
þeim sem eru í góðri líkamsþjálfun
er síður hætt við hjarta- og æða-
sjúkdómum um leið og þjálfun á
sinn þátt í því að viðhalda æskilegu
holdafari. Það leikur semsé ekki
vafi á því að þeir sem rækta líkam-
ann eru mun betur settir en þeir
sem skeyta litið eða ekki um ástand
hans hvað líflíkum og heilbrigði
viðvíkur. I Alameda-rannsókninni
var hins vegar tekið tillit til fjöl-
margra annarra þátta sem máli
skipta í mannlífinu og niðurstaðan
tók af öll tvímæli um það að lítt
stoðar að vera í fínu formi ef maður
er einmana og óhamingjusamur.
Ákveðið samhengi er milli þess hve
lífseigir menn eru og hve áhuga-
samir þeir eru um að rækta líkama
sinn. Af þeim sem eru í góðri þjálf-
un deyja samt fleiri einstæðingar
en þeir sem eiga heimili með öðru
fólki. Sama verður uppi á teningn-
um þegar mataræðið er annars
vegar. Það nægir ekki að borða
hrásalat upp á hvern dag og drekka
ölkelduvatn. Þeir sem borða holl-
ustufæði eru að vísu betur settir
en þeir sem reykja, úða í sig sætind-
um og feitmeti og neyta áfengis að
jafnaði, en miðað við aðra sem lifa
alveg jafnheilbrigðu lífi eiga ein-
stæðingar langtum fremur á hættu
að deyja fyrir aldur fram.
Því hefur lengi verið haldiö fram
að roskið fólk og gamalmenni eigi
að háfa hægt um sig en Alameda-
rannsóknin leiddi í Ijós að þetta á
ekki við rök að styðjast. Þeir sem
komnir eru til ára sinna ættu að
vera sem mest innan um annað
fólk og við andlát maka er jafnvel
ástæða til þess að mynda ný tengsl.
Vafi leikur semsé ekki á því að sá
sem býr við félagslega einangrun
og lætur sér e.t.v. fyrst og fremst
annt um efnisleg gæði fer mikils á
mis.
. . . enþeirraer
kærleikurinn mestur
Darwin kvað kærleikann vera ein-
hverja sterkustu tilfinningu sem
mannshugurinn væri fær um að
skynja. Þó er varla hægt að segja
að þessi tilfinning verði tjáð með
einhverjum ákveðnum eða dæmi-
gerðum hætti. Því er erfitt að lýsa
kærleikanum en þó vita allir hversu
dásamlegt það er að vera með
þeim sem manni þykir vænzt um,
að finna mjúka barnsarma um háls-
inn, að finna faðmlag elskhuga síns,
að kætast í góðra vina hópi eða
ræða við þá í trúnaði.
Kærleikurinn hefur margar hliðar
og skepnur geta líka átt sinn þátt
í góðri líðan. Það er sama á hvaða
aldri fólk er, ef það á ekki heimili
með öðru fólki lifir það þó lengur
og er við betri heilsu ef það hefur
hjá sér skepnur eða gæludýr. f
ýmsum löndum er einhleypt fólk
hvatt til þess að hafa hjá sér dýr
og vistmönnum á elliheimilum er
heimilt að gera slíkt hið sama.
Af sumum elztu hellamyndum í
Afríku og Evrópu má ráða að þegar
á forsögulegum tíma hafi maðurinn
tekið ástfóstri við dýr og meðal
þeirra sem nú á tímum hafa vakið
athygli á mikilvægi slíkra tengsla
er atferlissálfræðingurinn Desm-
ond Morris. Hann telur eðlisávís-
unina segja manninum hvað sé
honum heilsusamlegt en það er
ekki fyrr en nýlega að vísindamenn
beindu athygli sinni fyrir alvöru að
tengslum dýra og manna. Um nokk-
urra ára skeið hafa þeir Alan Beck
og Aaron Katcher leitazt við að
varpa Ijósi á áhrif þeirrar umgengni
sem menn eiga við dýr. Þeir hafa
m.a. komizt að því að hún geti átt
sinn þátt í að halda blóðþrýstingi
innan hæfilegra marka. Einnig hafa
þeir slegið því föstu að hún geti
dregiö úr hættunni á hjartaslagi og^
þeir benda ennfremur á að svo
framarlega sem fólk hafi gaman af
dýrum geti verið heilsusamlegt fyrir
bæði líkama og sál að hafa þau í
návist sinni. Vissulega eru skepnur
ekkert töfralyf, segja vísindamenn-
irnir, en þær geta þó lagt talsvert
af mörkum til að bæta heilsufarið.
Þegar hjartað brestur
Enn sem komið er eiga vísindin
ekki svör við því hvers vegna kær-
leikur og náin tengsl við annaö fólk
eiga að öllum líkindum mestan þátt
i því að auka líflíkur okkar. Banda-
rískur læknir, að nafni James H.
Lynch, hefur skrifað bók sem ber
titilinn Brostið hjarta. Höfundurinn
leítast við að varpa Ijósi á afleiðing-
ar einmanaleika á heilsufar. Þrátt
fyrir almennan skilning á mikilvægi
hreyfingar og heilbrigðs lífernis er
það staðreynd að sífellt fjölgar því
fólki sem deyr af völdum hjartasjúk-
dóma á bezta aldri, og Lynch held-
ur því fram að þetta eigi rót sína
að rekja til einmanaleikans sem
fari vaxandi í nútímaþjóðfélagi, um
leið og hann bendir á að erfitt sé
að stemma stigu við þessu fyrir-
bæri. Fjölgun hjónaskilnaða talar
sínu máli, svo og sú staðreynd að
þeim fer sífjölgandi sem á annan
hátt slitna upp með rótum oftar en
einu sinni á lífsleiðinni. Sem dæmi
má nefna að það verður nú æ fátíð-
ara að fólk sé á sama vinnustað
alla starfsævi sína og af því leiðir
að það á erfitt með aö festa rætur
á vinnustað. Vellíðan mannsins er
háð kærleika og samheldni en þeir
sem hafa ekki tíma eða hæfileika
til að mynda slík tengsl í nánasta
umhverfi sínu eiga það á hættu að
verða sjúkdómum að bráð.
Víða um lönd leitast sérfræðing-
ar við að skilgreina mikilvægi fé-
lagsskapar þegar heilsufar er ann-
ars vegar. Eðli málsins samkvæmt
er engin mælistika til sem komið
gæti að gagni við slíkt verkefni en
niðurstöður allra rannsókna sem
gerðar hafa verið í þessu skyni
hníga í sömu átt: Bezta fjörefnið
er kærleikur og vináttutengsl við
annað fólk.
í bók sinni segist James H. Lynch
vilja mæla með því að skrifaö sé
um mikilvægi kærleika og félags-
skapar í kennslubækur í læknis-
fræði. Sá skilningur sem þrátt fyrir
allt er fyrir hendi varðandi mikil-
vægi félagslegs öryggisnets ein-
staklingsins setur yfirleitt ekki mark
sitt á líf nútímamannsins, segir
hann.
Lynch farast m.a. svo orð: „Ég
tel að við gjöldum það dýru verði
að fullnægja ekki líffræðilegum
þörfum okkar fyrir kærleika og
manneskjulega nálægð og það
kemur að skuldadögunum. Fyrir
þetta verðum við að gjalda með
hjarta okkar og æðakerfi. Enda
þótt þessi bók fjalli um flókið efni
er tilgangur minn sá að sýna fram
á það að mannleg samskipti hafi
áþreifanleg áhrif á hjartað og að í
mannslíkamanum búi líffræðileg
þörf fyrir ástúðleg tengsl við annað
fólk sem dýrkeypt sé að taka ekki
tillit til. Þar sem mannleg tjáskipti
eru lífselexír er ákvörðunin sem við
stöndum frammi fyrir harla einföld:
Annað hvort verðum við að læra
að lifa lífinu saman eða við tökum
þá áhættu að deyja ein og yfirgefin
fyrir aldur fram."
Sjúkdómar og
einmanaleiki
Það er tízkugrilla að nútímamað-
urinn lifi lengur en fólk fyrri kyn-
slóða. Hins vegar hefur víða dregið
mjög úr ungbarnadauða og það
hefur áhrif á þær hagtölur sem
liggja slíkum fullyrðingum til grund-
vallar. í Saltaranum stendur að
ævidagar okkar séu sjötíu ár og
þegar bezt láti áttatíu ár. Af þessu
má ráða að litlar breytingar hafa
orðið á lengd mannsævinnar síðan
Davíð konungur var og hét.
James H. Lynch lítur svo á að
það sé líka ranghugmynd að sjúk-
dómar steðji eingöngu að okkur frá
umhverfinu og þá megi í flestum
tilfellum rekja til sóttkveikja. Hann
telur það stafa af misskilningi að
mannlegar tilfinningar og líkamlegir
sjúkdómar séu tvö óskyld fyrirbæri,
um leið og hann heldur því fram
að margir sem láti lífið á unga aldri
séu fórnarlömb sinnar eigin hegð-
unar fremur en smits úr umhverf-
inu. ->
Einmanaleiki getur fengið útrás
í sjúkdómum 'sem þá eru sálvefræn-
ir sem kallað er. Slíkir sjúkdómar
leggjast oftast á hjartað. Því að lifa
fylgir að sjálfsögðu margvísleg
áhætta en sú áhætta sem flestum
sést yfir er skortur á mannlegum
tengslum. Hjartað er dæla sem
getur vissulega verið gölluð og eng-
inn heldur því fram að einmanaleiki
eða persónulegir erfiðleikar eigi sök
á öllum hjartasjúkdómum. Mjög
ástúðleg samskipti við aðra eru
engin trygging fyrir því að hjarta-
sjúkdómar geri ekki vart við sig, á
sama hátt og einmanaleiki þarf ekki
endilega að hafa slíka sjúkdóma í
för með sér. Þannig er engin
ástæða til að Ifta svo á að félags-
skapur og kærleikur geti komið í
veg fyrir hjartasjúkdóma. Hins veg-
ar væri fróölegt að vita hvort skort-
ur á félagsskap og langvarandi ein-
semd geti ekki átt sinn þátt í að
veikja hjarta sem er ekki sterkt fyr-
ir. Nýjustu rannsóknir sýna að
margvíslegar einstaklingsbundnar
kringumstæður geti haft áhrif þegar
hjartasjúkdómar eru annars vegar
og enski vísindamaðurinn David
Jenkins hefur staðhæft að „hinir
almennu áhættuþættir megni ekki
að skýra flest ný tilfelli hjarta- og
æðasjúkdóma. Athygli vekur sá
fjöldi rannsóknaverkefna þar sem
ákveðnar niðurstöður benda í vax-
andi mæli til þess að ákveðnar sál-
rænar, félagslegar og atferlis-
bundnar kringumstæður auki hætt-
una á hjartaSjúkdómum."
Hamingja og óhamingja
Tala dauðsfalla af völdum hjarta-
veilu eða annarra alvarlegra sjúk-
dóma er sem áður segir langtum
hærri meðal einhleypra en þeirra
sem eru í hjónabandi eða sambúð.
Á hinn bóginn er Ijóst að slík sam-
bönd eru í sjálfum sér engin líftrygg-
ing. Til eru sambönd þar sem sál-
rænn skilnaður hefur í rauninni átt
sér stað enda þótt aðilar búi enn
undir sama þaki. í slíkum tilvikum
býr fólk að sjálfsögðu við félagslega
einangrun og er einmana. Við að-
stæður af þessu tagi er ekki ólík-
legt að alvarlegir sjúkdómar geri
vart við sig, enda bendir margt til
þess að slæmt hjónaband og al-
menn vesöld og óánægja með fjöl-
skyldutengsl auki hættuna á ótíma-
bærum dauðdaga.
Enn sem komið er hafa vísinda-
menn ekki tekið upp á því að skipta
fólki í hópa eftir því hvort það lifir
í hamingjusömu hjónabandi eða
óhamingjusömu en þær vísindalegu
niðurstöður þessu viðvíkjandi sem
fyrir liggja eru þó athyglisverðar:
Gleðisnautt einkalíf, skortur á nán-
um samskiptum við annað fólk eða
ástvinamissir geta haft alvarlegar
afleiðingar fyrir andlega og líkam-
lega heilsu. Með tilliti til hjartasjúk-
dóma virðist enginn vafi á því að
mannleg samskipti gegni verulegu
hlutverki. Maðurinn lifir semsé ekki
á brauði einu saman, ef hann vill
lifa vel og lengi.
Eins og gefur að skilja er mjög
erfitt að skilgreina vandamál af
þessu tagi og útskýra í framhaldi
af því hvers vegna mannleg tengsl
eru svo mikilvæg, af hverju ein-
manaleiki hefur neikvæð líkamleg
áhrif og hvers vegna góð sambúð
bætir heilsuna eins og tölfræðilegar
upplýsingar eru um.
Nálægð er heilsubót
James H. Lynch hefur farið þá
leið að athuga hvaða áhrif mannleg
hlýja hafi á starfsemi hjartans. í
meir en áratug hefur hann fylgzt
með áhrifum snertingar á bæði
menn og skepnur. Ásamt fleiri
vísindamönnum hefur hann komizt
að þeirri niðurstöðu að þeir sjúkl-
ingar á hjartadeildum sem fái ekki
heimsóknir fái aðra staðfestingu á
því að aðrir láti sér annt um þá,
nái síður heilsu á ný en þeir sjúkling-
ar sem. njóti slíkrar umhyggju.
Mælanleg eru reyndar viðbrögð
dýra. Þau róast og ná jafnvægi um
leið og þeim er strokið eða auösýnd
blíða með öðru móti.
Náin tengsl við aðrar lifandi verur
eru einfaldlega meginatriði þegar
heilsan er annars vegar. Þó er þetta
ekki algilt. Það getur haft alvarleg
heilsufarsleg áhrif að neyðast til að
umgangast fólk sem manni líkar
ekki við eða líður beinlínis illa ná-
lægt.
(Þýtt úr New York Times)