Morgunblaðið - 06.01.1989, Blaðsíða 8
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 6. JANÚAR 1989
8 C
Louis Vuitton
töskur
Þessar einu sönnu Vuitton töskur
Stöðutákn
eða góð vara ?
Þessar brúnu plasttöskur með
upphafsstöfunum LV grópuðum
i þykja eftirsóknarverðar hjá
mörgum konum og þær eru ófáar
sem telja sig hafa himin höndum
tekið eignist þær ekta Louis Vu-
itton tösku. Hversvegna? Jú þær
eru tákn um að á ferðinni só góð
og vönduð vara. Sumir vilja hins-
vegar haida því fram að hægt só
að líkja þessu við söguna um
nýju fötin keisarans, töskurnar
sóu ekkert sérstakar og alls ekki
peninganna virði heldur só það
merkið sem sé aðalmálið og því
ákveðið stöðutákn að eignast
slíkan grip.
Hvað sem rétt reynist í þessu
máli þá er víst að töskukóngurinn
Louis Vuitton bar nafn sitt með
réttu. Á sínum lífsferli náði þessi
Frakki að móta nýjan töskustíl og
að hanna töskur sem enn í dag, á
annað hundrað árum síðar, eru
jafn ef ekki vinsælli en þá.
Viðskiptavinir Louis Vuitton
voru úr röðum heldra fólks.. Kon-
ungsfjölskyldur og fyrirmenn um
víða veröld urðu sér úti um tösk-
urnar í öllum stærðum. Louis vissi
að ef konungsfjölskyldur keyptu
sér töskur frá honum myndu fljótt
aðrir sem ættu gnægð peninga
fylgja á eftir. Hann auglýsti sjaldan
en í þau fáu skipti sem hann gerði
það hljóðuðu auglýsingarnar á eft-
irfarandi hátt: „Gerið eins og kóng-
arnir — ferðist með Vuitton."
í dag 133 árum eftir að Vuitton
markaðssetti vöru sína stendur
fyrirtækið traustum fótum.
í rauninni var það ekki Vuitton
sjálfur sem ákvað að greypa upp-
hafsstafi sína á töskurnar heldur
sonur hans Gaston. Hann taldi að
með því að setja stafi föður síns
á töskurnar myndi ekki leika nokk-
ur vafi á því hverjir væru að ferð-
ast með ekta Vuitton töskur. Þeg-
ar fjárfest var í tösku sem ekki var
einu sinni úr leðri en kostaði marg-
falt verð venjulegrar leðurtösku
varð það að vera Ijóst umheimin-
um hvers konar taska var á ferð-
inni.
Vuitton fyrirtækið er elsta starf-
andi töskufyrirtækið á markaðnum
í dag auk þess að vera eitt það
dýrasta.
Frekar Vuitton en Mona
Lisa
Vuitton gamli vissi að hann var
með góða vöru í höndunum þegar
ferðatöskurnar hans voru annars-
vegar. Varla hefur hann þó órað
fyrir eftirspurninni sem varð á
töskunum mörgum áratugum eftir
dauða hans.
Verslunin í París svaf nefnilega
hálfgerðum Þyrnirósarsvefni fram
á áttunda áratug þessarar aldar
en vaknaði þá óþyrmilega við
kaupóða viðskiptavini. Þegar
starfsmenn verslunarinnar ræða
um þessar viðburðarríku tíma tala
þeir um „storminn um Louis Vuitt-
on“.
Það eru ekki til nokkrar tölur því
til staðfestingar en margir eru á
þeirri skoðun að fleiri komi í Louis
Vuitton búðina en á Louvre safnið
til að skoða Monu Lisu.
Sá orðrómur hefur komist á
Louis Vuitton
kreik að viðskiptamannaskráin í
Vuitton versluninni í París væri
samhljóða Bláu bókini og Gotha
almanakinu, en í þeim útgáfum er
að finna skrár yfir aðalsættir og
konungsfjölskyldur Evrópu.
„Búðin ilmar af góðum smekk“
sögðu Ameríkanarnir sem komu
heim aftur úr ferðalögum með út-
troðnar Vuitton töskur. Hvarvetna
í heiminum varð nafn töskusalans
Vuitton þekkt.
Fólk stóð í röðum langt út á
götu fyrir utan búðina og stórar
rútuf komu með Ameríska og Jap-
anska ferðamenn til að fjárfesta í
dýrðinni. Að lokum var ástandið
orðið þannig að forráða menn Lou-
is Vouitton verslunarinar í París
urðu að biðjast undan heimsókn-
um rútubifreiðanna til að fæla ekki
i burtu föstu viöskiptavinina.
Þriðja kynslóð Louis Vuitton var
tekin við rekstrinum þegar Ijóst
varð hversu áfjáðir útlendingar
voru í töskurnar. Ákvákðu afkom-
endur Vuitton að færa út kvíarnar
og opna verslanir í öðrum löndum
en heimalandinu.
Fátækur malarasonur
Herra Louis Vuitton sjálfur var
fæddur árið 1821, þriðji sonurinn
í röðinni. Faðir hans var fátækur
malari í franska bænum Anchay.
Móðir hans lést þegar Louis var
tíu ára og faðir hans giftist að nýju
ungri konu sem ekki hafði mikinn
áhuga á börnum mannsins síns.
Það var því þegar Louis var orðinn
fjórtán ára að hann ákvað að yfir-
gefa heimili sitt og hélt til Parísar.
Hann átti enga fjármuni og varð
að ganga af stað til borgarinnar.
Ferðin var löng, 550 kílómetrar og
á leiöinni varð hann að vinna sér
inn fyrir mat og svefnplássi svo á
endanum tók það hann tvö ár að
komast til borgarinnar.
Á þessum tíma var það aðeins
ein leið fyrir ungan fátækan mal-
arason að komast áfram og það
var með mikilli og erfiðri vinnu.
Pökkunarmeistari
keisaraynjunnar
Eftir nokkra leit komst Louis f
vinnu sem pökkunarmaður hjá
þekktu pökkunarfyrirtæki í París. í
frístundum sínum tók hann svo að
sér að pakka farangri fyrir heldra
fólk. Einu sinni auðnaðist Vuitton
að fá að pakka klæönaði tveggja
fínna kvenna sem voru að leggja
upp í ferðalag. Önnur þessara
kvenna var Eugénie, eiginkona
Frakklands keisarans Napoleons
III. Honum þótti takast verkið svo
vel að hann var útnefndur konung-
legur pökkunarmeistari. Hann ák-
vað að láta ekki staðar numið og
stefna hærra. Með bakgrunn sinn
sem pökkunarmeistari vissi hann
nákvæmlega hvernig góðar ferða-
töskur áttu að vera.
Það var árið 1854 sð hann
kynnti fyrstu ferðakisturnar. Og
þegar Vouitton var Ijóst að hest-
vagnar voru að líða undir lok hann-
aði hann nýjar ferðakistur sem
voru hentugar í lestarferðalög.
Það var ekki að sökum að
spyrja, töskurnar urðu strax vin-
sælar og aðrir töskuframleiðendur
hófu að framleiða eftirlíkingar.
Kisturnar sem urðu hvað eftirsótt-
astar hjá Vuitton voru þær sem
hægt var líka að nota sem rúm eða
skrifborð.
Með því að gera sérpöntun
framleiddi fyrirtækið einnig sér-
stakar ferðatöskur fyrir bækur,
hljóðfæri og svo framvegis. Enn í
dag er sérstök deild hjá fyrirtækinu
starfrækt sem tekur á móti sér-
stökum óskum.
Þegar líða tók á tuttugustu öld-
ina fóru eftirlíkingar af Vuitton
töskum að sjást víða og hefur fyrir-
tækið stöðugt átt í erjum vegna
þess. Fyrir nokkrum árum var FBI
maður ráðinn til að finna þá sem
væru að framleiða eftirlíingar. Þeg-
ar búið var að finna framleiðend-
urna fóru fram viðskipti sem tekin
voru upp á myndband sem síðan
var fengið lögreglunni.
Eftirlíkingarnar eru miklu ódýrari
en ekta Vuitton töskur. Samt eiga
margir mjög erfitt að sjá nokkurn
mun á töskunum, nema þá kannski
helst þeir sem eiga ekta Vuitton...
GRG
Legustóll úr frauðplasti fró Þjóðverjanum Wólfgang Gubalke.
Stflhreint rúm
úr reyniviði frá
þýska hönnuð-
ínum Marc Di-
etrich.
Mona Reichet frá Þýskalandi á heiðurlnn af þessum skáp sem
er skemmtilegt sambland af gömlu og nýju.