Morgunblaðið - 06.01.1989, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 6. JANÚAR 1989
C 3
sem fljótlega var fjölgað í 17, en
talsverð þrengsli urðu á deildinni
þegar fram liðu stundir sbr. að
fyrsta starfsárið fæddu þar 254
konur, en það síðasta, 1948, 609
konur. Vegna þrengslanna var haf-
ist handa eftir stríðsárin við að
undirbúa byggingu nýrrar fæðing-
ardeildar á Landspítalalóðinni og
tók hún til starfa sem fyrr segir í
janúarbyrjun 1949 og hafði þá 53
sjúkrarúm. Nefndist hún fæðingar-
deild Landspítalans og hélt því
nafni til ársins 1974 þegar hún var
mikið stækkuð og nafnið breyttist
í kvennadeild Landspítalans og
kom sú deild þá í staö þriggja
deilda áður. Við þá stækkun jókst
öll aðstaða til muna, t.a.m. var
áður á fæöingardeild ekkert afdrep
fyrir konur nema þá á ganginum
og þess vart kostur að leyfa feð-
rum að vera viðstöddum fæðingar.
Stóraukin starfsemi
í dag eru deildir kvennadeildar
tíu talsins, auk vökudeildar, sem
hefur frá upphafi verið staðsett
með kvennadeild, en tilheyrir
Barnaspítala Hringsins. Má segja
að starfsemi kvennadeildarinnar
sé í grófum dráttum tvískipt, þ.e.
annars vegar það starf sem við-
kemur fæðingarfræði, s.s. á fæð-
ingardeild, sængurkvennadeild,
meðgöngudeild og í mæðraeftirliti
og hins vegar kvensjúkdómum al-
mennt og krabbameini í kynfærum
kvenna.
Á kvennadeild starfa nú alls 15
sérfræðingar og níu aðstoðar-
læknar, auk þess sem stöðugildi
Ijósmæðra eru 26 talsins, en alls
eru á deildinni 192,2 stöðugildi.
Það hefur því aukist talsvert starfs-
liðið frá því prófessor Pétur H. J.
Jakobsson var fyrsti deildarlæknir
þar með 51 starfsmann 1949 og
þá að meðtöldum nemum og Ijós-
mæðrum í hlutastarfi. Fyrsti yfir-
læknir deildarinnar var Guðmund-
ur Thoroddsen, þá prófessor og
yfirlæknir handlækningadeildar
Landspítalans, en deildarlæknis-
staða Péturs breyttist síðar í yfir-
læknisstöðu, auk þess sem hann
varð fyrsti prófessorinn í kvensjúk-
dóma- og fæðingarfræði og síðar
skólastjóri Ljósmæðraskólans.
Minnisverðir forverar
í ræðu sem Kristín I. Tómas-
dóttir yfirljósmóðir flutti á afmælis-
daginn 2. janúar minntist hún Pét-
urs m.a. sem afskaplega minnis-
verðs manns, vinnusams, duglegs,
skapstórs og fróðs. Undir það taka
aðrir sem hjá honum störfuðu,
m.a. Gunnar Biering, yfirlæknir
vökudeildar, sem kynntist Pétri í
læknanámi sínu.
„Pétur gerði ákveðnar kröfur til
sinna stúdenta og ein þeirra var
að þann mánuð sem þeir væru í
námi á deildinni færu þeir ekki úr
húsinu. Fyrir vikið man ég að ég
var viðstaddur einar 15 fæðingar
sem var ánægjulegt. En ég minnist
þess líka að hafa stolist tvisvar
sinnum úr húsi þennan mánuð,
einu sinni heim í mat, í annað
skipti í bíó og í báðum tilvikum
með vonda samvisku gagnvart
þeim góða manni."
Auk Péturs og Gunnlaugs síðar,
var Sigurður S. Magnússon pró-
fessor deildarinnar, hann lést 21.
október 1985. „Sigurður vann mik-
ið og merkt starf hér á deildinni.
Hann átti ríkan þátt í að byggja
upp fræðibókasafn deildarinnar og
endurskipulagði m.a. námskeið
fyrir stúdenta og Ijósmæður, sem
var bylting í starfsemi okkar á
deildinni," segir Jón Þ. Hallgríms-
son yfirlæknir sem minntist Sig-
urðar m.a. með þessum orðum f
minningargrein:
„Ekki er hægt að skilja við þessa
upptalningu án þess að minnast á
frumkvæði Sigurðar að sívaxandi
rannsóknarstarfsemi á kvenna-
deild Landspítalans á undanförn-
um árum, en hann beitti sér fyrir
því að ungum læknum voru sköpuð
skilyrði til rannsóknastarfa og að
þeim hlúð á allan hátt. Árangurinn
hefur þegar birst í fræðiritum hér-
lendis og erlendis og hvarvetna
vakið athygli. „Við skulum koma
kvennadeildinni á landakortið,"
sagði Sigurður oft við mig og má
með sanni segja að þar hafi vel til
tekist enda voru rannsóknir og
vísindastörf Sigurði mjög hugleik-
m' Alltaf á vakt
En áður fyrr voru það ekki ein-
göngu læknanemar sem fóru ekki
úr húsi, ef svo má að orði kom-
ast. Ljósmæðranemar bjuggu á
heimavist í Ljósmæðraskólanum
og til skamms tíma bjuggu yfirljós-
mæður þar einnig. Kristín yfirljós-
móðir nefnir t.d. Sigurbjörgu Jóns-
dóttur sem gegndi starfinu frá
1952 til 1956 „var alltaf á vakt og
mætt til vinnu þegar á þurfti að
halda, þó hún ætti að vera í fríi“,
segir Kristín og minnist oft gífur-
legs álags á fæðingardeildinni.
Reyndar hlaut hún sína „eldskírn11
sem Ijósmóðirviðslíkaraðstæður.
„Þetta var í byrjun janúar 1955,
þegar ég hafði verið í Ijósmæðra-
skólanum í nokkra mánuði en ekki
enn tekið á móti barni og var vissu-
lega orðin nokkuð langeyg eftir
því. En maður var auralítill í námi
og ekki mikið um skemmtanir,
þannig að ég hlakkaði mikið til að
fara á árshátíð Þingeyinga sem
búið var að bjóöa mér á þetta kvöld
og ætlaði að fá að fara fyrr af vakt
en ella. Á deildinni var hins vegar
allt yfirfullt og búið um konur á
ganginum og baðinu, þar sem ég
beið fæðingar með einni þeirra.
Allt í einu segir hún að nú sé barn-
ið að koma og ég veit ekki fyrr en
grillir í kollinn. Greip bjöllu sem óg
átti að hringja til að láta vita af
fæðingu og fá Ijósmóður til að
koma og taka á móti baroinu, en
það stóð á endum, þegar Ijósmóð-
irin kom úr annarri fæðingu að ég
var búin að taka á móti mínu fyrsta
barni. Var auðvitað stolt yfir því
að hafa gert þetta ein, en þótti
verra með ballið og hafði nú dálít-
ið samviskubit gagnvart konunni."
Kristín hefur verið yfirljósmóðir
sl. 20 ár og er sú sjöunda í röð-
inni frá upphafi, en fyrsta yfirljós-
móðir deildarinnar var Jóhanna
Friðriksdóttir. „Allar þær konur
sem gegnt hafa þessu starfi hafa
gert það af mikilli umhyggju og
eljusemi og starf Ijósmóður er líka
ríkulega launað, því fáar stóttir
hafa jafn oft yfir eins miklu að
gleðjast," segir Kristín.
Undir þessi orð taka aðrir yfir-
menn kvennadeildar og Gunnar
Biering, sem upphaflega var
barnalæknir fæðingardeildar og
síðar yfirlæknir vökudeildar með
tilkomu hennar 1976, bætir við:
Hvert barn sérstakt
„Það er afskaplega ánægjulegt
fyrir okkur sem vinnum við nýbura-
lækningar að fá að hjálpa þessu
nýja lífi áfram og fylgjast með því
oftar en ekki sigrast á erfiðleikum.
Svo er ekki síður ánægjulegt hlut-
skipti að vinna á sængurkvenna-
gangi og sannfærast þar upp á
hvern einasta dag um að flest
börn fæðast heilbrigð. Þetta verð-
ur heldur aldrei að „færibanda-
vinnu“ því á hverjum degi ræðum
við við foreldra og í öllum tilvikum
erum við minntir á að „þetta" barn
►
Hugsaði þetta ekki
sem vígsluathöfn
- segir Hólmfríður Jónsdóttir, fyrsta sængurkonan
sem fæddi barn á fæðingardeild Landspítalans
HÓLMFRÍÐUR Jónsdóttir vígði fæðingardeild Landspítalans er hún
lagðist þar inn fyrst sængurkvenna og eignaðist son, aðfaranótt
2. janúar 1949. Hólmfrfður var búsett í Reykjavík á þessum árum,
en býr nú á Akureyri og starfar á Amtsbókasafninu. Sonurinn var
skfrður Jón og hált upp á fertugsafmæiið á mánudaginn var, er
blaðamaður ræddi við Hólmfrfði.
Deildin var opnuð formlega
á nýársdag og allt starfs-
fólkið var tilbúið að taka á móti
sængurkonu með nýju ári. Það
voru því allir tilbúnir þegar ég
kom,“ sagði Hólmfríður. Jón var
hennar annað barn, fyrir átti hún
tveggja ára dreng sem hún eign-
aðist heima. „Ég komst ekki að
á gömlu deildinni þegar ég átti
hann. Þar var alltaf fulltl" Hólm-
fríður sagði gott að eignast barn
heima — „ef aðstæður leyfa, því
það er auðvitað ekki sjþkdómur
að eignast börn. En engu að
síður þarf maður á hlýju og um-
hyggju að halda. Það gekk allt
vel er ég fæddi í fyrsta skipti.
Ljósmóðir kom heim til að fylgj-
ast með okkur og það sem var
fyrir mestu var að barnið var
heilbrigt."
Hólmfríður sagðist hafa vitað
að opna ætti nýja fæðingardeild
á Landspítalanum um áramótin
1948/49, en ekki hafa hugsað
neitt um það. „Ég hugsaði fyrst
og fremst um að fæða heilbrigt
barn í heiminn. Eftir fæðinguna
lá ég svo þarna á einmennings-
stofu, sem sennilega má segja
að hafi verið hefndargjöf því ég
er mikil félagsvera — en það var
auðvitað til að gera mér vel til.
Allir vildu mór vel á fæðingar-
deildinni, þegar ég kom raðaði
sér hvítklætt fólk í kringum rúmið
mitt, þarna var bjart og hlýtt og
ég man hve mór þótti glugga-
tjöldin falleg. Allir voru afskap-
lega góðir við mig þarna á deild-
inni, viðmót starfsfólksins var
alveg eins og maður þarf á að
halda." Ekki sagðist Hólmfríður
hafa búist við því á sínum tíma
að eitthvert tilstand yrði vegna
þessa atburðar síðar, en henni
hefur nú verið boðið til Reykjavík-
ur í afmælishóf sem haldið verð-
ur ídag.„Mér fannst að sjálf-
sögðu mestu máli skipta að fæða
heilbrigt barn, og finnst það und-
ur lífsins þegar slíkt gerist; að
ekki skuli vanta tá eða litla fing-
ur. En auðvitað var ég ánægð
með að hafa vígt deildina — ég
var stolt yfir því." Eftir að Hólm-
fríður hafði eignast barnið og þar
með vígt deildina, lá hún þar í
„sex eða sjö daga í góðu yfir-
læti. Það var stjanað við mig eins
og drottningu,11 sagði hún.
Hólmfríður á fimm börn, það
fyrsta eignaðist hún í heimahúsi
sem fyrr segir, en næstu tvö átti
hún á fæðingardeildinni. „Ég
minnist þess að fæðingardeildin
þótti stór og mikil þegar hún var
tekin í notkun, en þegar ég átti
fjórða barnið, 1952, fæddi ég
inni á baði — og á sama tíma var
önnur kona að eiga frammi á
gangi! Þá sýndi sig að þörfin fyr-
ir fæðingardeildina var mikil. Þá
sem fyrr fékk ég samt ágæta
aðhlynningu og var afskaplega
þakklát starfsfólkinu eins og áður
— það sýndi mér vinsemd og
hlýju, sem ég efa ekki að það
gerir við allar sængurkonur."
Þegar Hólmfríður var beðin að
hugsa til baka, til aðfaranætur
2. janúar 1949, sagði hún það
minnisstæðast hve allt hefði
gengið vel og allir verið góðir við
sig. „Maður gleymir kvölunum,
sem alltaf fylgja því að eignast
barn, strax og barnið hefur upp
raust sína." Jón „söng" fljótlega
eftir að hann kom í heiminn að
sögn Hólmfríðar, „og það er ein-
hver ánægjulegasti söngur sem
maður heyrir — að heyra í ný-
fæddu barni sínu.“
Hólmfríður vissi að opna ætti
nýja deild um áramót, sem fyrr
segir, en vissi ekki er hún fór að
heiman að hún yrði fyrsta konan
sem fæddi þar. „Á leiðinni á
fæðingardeildina hugsaði ég ein-
ungis um að koma barninu heil-
brigðu í heiminn. Ég vissi ekki
er ég fór að heiman að ég yrði
fyrst, en mér var sagt það um
leið og ég kom á staðinn. Ég
hugsaði þó mest um barnið —
ekki að ég væri að fara í ein-
hverja vígsluathöfn,“ sagði
Hólmfríður Jónsdóttir.
SH
Morgunblaðið/Rútiar Kor
Hólmfríður ásamt syninum Jóni Árnasyni, á fer-
tugsafmæli hans og kvennadeildarinnar.
Á innfelldu myndinni erfyrsta fæðingarskýrslan
sem útfyllt var á hinni nýju deild 1949, en á
móti Jóni tóku þau Pétur H.J. Jakobsson, yfirlækn-
ir, og Jóhanna Friðriksdóttir, yfirljósmóðir. Eins
og sést var Hólmfríður skráð sængurkona númer
tvö, en eignaðist fyrsta barnið eigi að sfður.
Önnur kona kom fyrr þann dag á deildina, en fór
heim aftur án þess að fæða.