Morgunblaðið - 07.01.1989, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 07.01.1989, Blaðsíða 2
2 B MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. JANÚAR 1989 Þessi danskeppni fer fram í samkomusal við höfnina í Los Angeles og þarna er hverjum sem er boðið að taka þátt. Keppninni lýkur ekki fyrr en allir eru fallnir í valinn, utan eitt par og verðlaunin eru þúsund dollarar. A þessum tíma voru það sæmileg árslaun verkamanns. I verkinu eru þijú aðalpör. Fyrst og fremst Róbert og Gloría, sem bæði eiga sér stóra framadrauma; hann vill verða kvikmyndaleikstjóri og hún bíóstjama. Þeim hefur ekki tekist að koma sér áfram í Holly- wood og þama eygja þau tækifæri til að koma sér á framfæri — það er möguleiki að einhver kvikmynda- leikstjóri reki augun í þau. Hann er nýkominn til Los Angeles, hún hefur verið þar nokkuð lengur og það eru aðeins fáeinir dagar síðan þau kynntust og létu skrá sig í keppnina. Síðan em það hjónin Ruby og Mario. Þau eiga von á bami, Ruby er komin fimm mánuði á leið þegar keppnin hefst. Þau era eina parið sem hefur lent í svona keppni áður og vita því að hveiju þau ganga. I annarri borg höfðu þau dansað samfleytt í sex vikur. Mario er inn- flytjandi og danskeppnir era þeirra lifibrauð. Hann er innflytjandi og á því erfítt með að fá vinnu í krepp- unni. Eins og gera má sér í hugar- lund, þá hefur þessi keppni alvar- legar afleiðingar fyrir þau og það kemur -í ljós að Mario er ekki allur þar sem hann er séður. Þriðja aðalparið era Vee og Mary. Þau þekkjast ekkert fyrir keppnina, heldur slá sér saman við innganginn og vita því ekkert hvort um annað þegar keppnin hefst. Hann er léttlyndur Kalifomíubúi og tekur þátt í þessu út úr neyð, því hann er skuldum vafínn. Hún hefur aftur á móti verið að freista gæf- unnar í Kalifomíu um tíma, en hvorki gengið né rekið og er þama til að vinna sér fyrir fari heim aftur — til Suðurríkjanna. Þetta era meginástæðumar fyrir þvi að þetta fólk er statt þama; von um verðlaun og að reyna að koma sér á framfæri. En fyrir utan þetta er ein stór ástæða. Hún er sú að þama sér fólk tækifæri til að fá húsaskjól og mat þann tíma sem keppnin tekur. Maðurinn sem heldur utan um allt saman er Rocky Gravo. Hann stendur fyrir keppninni, er dans- stjóri og sér um alla aðra stjómun. Það er auðvitað hans hugmynd að kalla þetta heimsmeistarakeppni, en þessi keppni hefur ekkert tilka.ll til þess að kalla sig því nafni frem- ur en aðrar, en er vænlegra til að fá fólk til að flykkjast að til að horfa á. Síðan kynnumst við þessu fólki, og bakgrunni þess, auk þess sem rosalegir atburðir gerast í keppn- inni sjálfri, en hún fer fram á 76 sólarhringum. Það er dansað dag og nótt, samfleytt í eina klukku- stund og 50 mínútur og þá er hlé í tíu mínútur. Atökin í sýningunni era mikil, milli paranna og milli þeirra sem hafa valist saman og fólk beitir ýmsum brögðum til að verða ofan á. Það útheimtir líka mikla stjóm- kænsku hjá Rocky að halda öllu saman og hann, ásamt sínu fólki, I Karl Ágúst Úlfsson, leikstjóri Ástin, trúin og föðurlandið — og sektin Sagan er það skapandi og margslungin að mér fínnst réttast að hver lesandi fínni sinn boðskap. Eg vil ekki hampa ákveðn- um boðskap og fínnst það hálfgerð móðgun við höfundinn. Það er hins vegar engin prédikun í sögunni, en sterkustu pólar hennar snúast um ást, trúmál og föðurlandsást. Þetta er ástarsaga, spennandi ástarsaga. Það era mjög fallegar ástarlífslýs- ingar í sögunni, en ástin er marg- ræð og djúp, en getur líka verið ljót og eyðileggjandi. Það er ekkert gefíð. Sagan er þrangin ástríðum og heimspeki, en aldrei vottar fyrir kaldrænum spekúlasjónum. Það er fjallað um sektina. Allar aðalper- sónur sögunnar era þjakaðar af sektarkennd, sérstaklega greifinn og Anne, sem berst stöðugt við timburmenn klausturlífsins og það er mögnuð saga, þegar Jesús vitr- ast henni. Greifínn á í höggi við drauga fortíðarinnar, heimsstyij- öldin fer fram í heilanum á honum, og hann er með mannkynssöguna á herðunum. Honum fínnst stríðið nánast vera eigin sök. Gertrade á í togstreitu, hvort hún sé að svíkja Guy, með því að giftast aftur. Tim Reed, elskhugi hennar, er sennilega minnst þjakaður af sektarkennd, eða hefur löngu hætt að hlusta á þá rödd. En trú og föðurlandsást, þetta era þættir sem hafa haldið heilu þjóðfélögunum og menningarheild- unum saman, en Iris Murdoch sýn- ir okkur togstreitu einstaklingsins, þegar kemur að hugmjmdum um trú og föðurlandsást. Sagan lýsir líka vel félagslegum þrýstingi og hvaða áhrif hann hefur á einstaka manneskju. Sigurður G. Tómasson, þýðir „Nunnur og hermenn“, eftir Iris Murdoch, sem Iðunn gefur út um jóiin. Þetta er fyrsta skáldverk Iris sem þýtt er á íslensku. Þegarsagan hefst, liggur Guy fyrir dauðanum. Ættingjar og vinir safnast að dán- arbeði hans. Aður en hann deyr biður hann konu sína, Gertrude, að giftast aft.ur. Anne, gömul vinkona, birtist og hefúr snúið baki við margra ára klausturlífi. Greifínn er heimilisvinur, ástfanginn af Ger- trude, pólskur að ætt, og Tim, mis- Sigurður G. Tómasson, í viðtali vegna þýðingar sinnar á Nunnur og hermenn, eftir Iris Murdoch heppnaður málari í stormasamri sambúð með listakonu. Fýrir tilvilj- un eru Tim og Gertrude samtíða í sumarhúsi í Frakklandi og verða alvarlega ástfangin, og það kemur þeim jafnmikið á óvart. Þýðandi sögunnar, Sigurður G. Tómasson, hefur unnið við þýðing- ar, lausamennskustörf á dagblöðum og útvarpsrásum, hann er pistlahöf- undur og var borgarfulltrúi Al- þýðubandalagsins um skeið. En er vafalaust þekktastur fyrir umsjón sína með þættinum Daglegt mál. Sigurður býr í hljóðlátu hverfí uppi í Breiðholti og húsið er fullt af böm- um og dýrum, sum eru á málverk- um. „Það var mikil vinna að þýða söguna. Orðkynngi Iris Murdoch var stundum að gera út af við mig. Hún hefur óskorað vald, bæði yfir frásögn og tungumáli og beitir því á blæbrigðaríkan hátt. Það er mik- il heimspeki í sögunni og hún er fjársjóður af ólíkum fróðleik. En fyrst og fremst er þetta stórgóð dramatísk saga, þar sem persónu- sköpun er bæði óvenjuleg og vel gerð. Persónur hennar era marg- brotnar og hún nær að sýna marg- ar ólíkar hliðar á hverri þeirra. Á seinni áram hefur oft verið talað um það, að karlrithöfundar lýstu bara körlum og kynnu ekki að lýsa konum innan frá. En karlpersónur Iris Murdoch era sannfærandi, og hvergi nein brotalöm. En jafnframt því að höfundur skrifar góða ástarsögu, er hún að fást við spumingar, sem snerta lífið og tilveruna. Spurningar sem standa á vissan hátt utan við sjálfa atburðarásina, en Murdoch vefur heimspeki sinni og lífssýn listilega inn í söguþráð og mannlýsingar, þannig að allt verður órofa heild, þar sem ekkert má missa sín. Og það er mikill skáldskapur og lýrikk í sögunni og samtöl og atburðir afar dramatískir." — Þú segir að hún sé heim- spekilegur höfundur. Finnst þér vanta heimspeki í skáldskap? „Skáldskapur og heimspeki, era svo samtvinnuð, og ég held að það hafi alltaf verið þannig. En vegna þess að hún er menntaður heim- spekingur era vinnubrögð hennar þess eðlis. En heimspekin ber skáld- skapinn aldrei ofurliði. Murdoch heppnast að setja heim- speki sína fram á alþýðlegan hátt, þó þannig að lesandi kemst ekki hjá því að lenda í vangaveltum, vilji hann fá allt það út úr sögunni, sem hún býður upp á.“ — Sagan heitir Nunnur og hermenn. Á hvað vísar þetta nafii? „Ég held að hún sé að vísa til kynhlutverkanna. Nunnur og her- menn era ýktustu útgáfur þeirra hlutverka. Anne er fyrrverandi nunna og Gertrude er nunna á sinn hátt. Greifínn hefur í raun aldrei verið hermaður, og ef til vill þess vegna er hann þjakaður af sektar- kennd. Hann er utanveltu og ætt- jarðarlaus og veltir því stöðugt fyr- ir sér, hvort hann hafí svikið Pól- land. Tim Reed er öðravísi hermað- ur. Hann er í hlutverki elskhugans,

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.