Morgunblaðið - 07.01.1989, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 07.01.1989, Blaðsíða 7
í.f.ai R^'V/Al ¦\IOflOM MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. JANUAR 1989 3 3. B 7 ¦ JARÐARSKRÚÐI 100x85x45 sra. Eftir Anita Wahlén firá Svíþjóð. ¦ TUNGL- SKINSNÓTT 185x175 sm. Eftir Ingunn Skagholt frá Noregi. arkitekt sem Listamiðstöðin í Svea- borg réði til að setja upp þríæring- inn og fylgja honum um Norður- löndin, því á hverjum stað eru að- stæður mismunandi og húsnæði og sýningarsalir ólík. Þetta segir Hannele Grönlund þegar spurt er í hverju starf hennar við þríæringinn sé fólgið. Hannele hefur einnig veg og vanda af ítarlegri sýnihgarskrá sem gefin er út í tengslum við sýn- inguna og útlit alls þess er að sýn- ingunni lýtur fellur undir verksvið hennar. „Vegna þess hversu víða sýningin fer þá er nær ómögulegt að hanna hana fyrirfram nema að mjög litlu leyti," segir Hannele. „Áður en ég kom hingað var ég auðvitað búin að skoða verkin og ég hafði einnig grunnteikningarnar af Kjarvalsstöðum, en ég vissi ekki hvemig húsið liti út í rauninni. Veggir, hurðir, giuggar, lýsing og þess háttar voru hlutir sem ég vissi ekki um fyrr en ég kom á stað- inn," bætir hún við. Hvort algengt sé að arkitektar sjái um uppsetn- ingu sýninga í Finnlandi segir Hannele að slíkt tíðkist nokkuð og það sé reyndar nauðsynlegt þegar um jafn stóra farandsýningu er að ræða og vefiistarþríæringinn, að ein manneskja fylgi sýningunni. Veflist eða trefjalist Það kemur fram í samtali við þær Guðrúnu, Önnu Þóru og Hannele að við val á verkum til sýningarinn- ar að þessu sinni hafí hvert verk verið vegið og metið á sínum eigin forsendum; sýningin er ekki byggð upp í kringum ákveðið þema né eru önnur sjónarmið látin ráða ferð- inni. „Eina skilyrðið af hálfu dóm- nefndar var að verkin væru ekki eldri en tveggja ára gömul," segir Guðrún. Fyrir vikið eru verkin af- skaplega ólík innbyrðis og efnistök listamannanna margs konar en um leið gefur sýningin mjög greinar- góða mynd af því sem er að gerast í veflistinni á Norðurlöndum unr þessar mundir. Sum verkin en; reyndar þess eðlis að vandséð er hvort skilgreina á þau sem veflist, frekar en t.d. málverk eða skúlpt- úra. Slík skilgreining skiptir kannski ekki meginmáli, en hefur samt valdið þeim vanda að orðið VEFLIST nær tæpast lengur utan um listgreinina að sögn þeirra Guð- rúnar og Önnu Þóru. Guðrún segir að samnefnarann í verkunum á þessari sýningu sé að finna í öðrum en vefnum því sum verkanna eru hvorki ofin né þrykkt heldur límd með pappír og ýmsum efnum og máluð með akrýl. Til að mæta þess- um hræringum í listgreininni hafa menn reynt að finna henni nýtt heiti og enskumælandi listamenn hafa dottið niður á orðið FIBER ART sem vísar til þeirra þráða eða trefja sem listamaðurinn notar. „En þá getur verið um stálþráð að ræða ekki síður en hör eða band," bætir Anna Þóra við. ¦ Skálin í forgrunni myndarinnar er cftir sænsku listakonuna Inu Palm. Teppin tvö á veggnum eru eftir íslensku listakonuna ínu Salóme og súlan til vinstri eftir Lenka Janeson Dekar firá Svíþjóð. Teppið lengsl til vinstri er eftir Per Petterson frá Svíþjóð. ¦ SKRIFAÐ Á VEGGINN 270x160 sm. Eftir Gudrun Pagt- er firá Danmörku. ¦ HVÍTT 60x60x50 sm. Eftir Annaliisa Troberg firá Finnlandi. Karlmenn ekki síður en konur Þegar þær eru spurðar hvort textíll sé kvennalistgrein og hvort öll verkin á sýningunni séu eftir konur segja þær að þetta sé spurn- ing sem lögð hafi verið fyrir þær oft á ári í mörg ár. En engu að síður eru nær öll verkin á þríær- ingnum eftir konur þó Guðrún vilji undirstrika að karlmenn eigi þar einnig verk. „Á Norðurlöndunum hefur þetta verið kvennagrein og á rætur sínar í kvennahreyfingunum upp úr 1970. En annars staðar í heiminum t.d. í Japan sem stendur mjög framarlega eru karlmenn ekki síður en konur að vinna í textíl," segir Anna Þóra. Veflistarþríæringnum er ætlað að sýna þverskurð af því helsta sem er að gerast í þessari listgrein á Norðurlöndum. Lokaspurningin til Guðrúnar og Önnu Þóru er hvað megi lesa út úr þessari sýningu? Er um greinilega breytingu að ræða frá síðasta þríæringi 1986, eða er verið að spila á svipuðum nótum? „Það er svolítið erfitt að svara þessu því dómnefndin fékk 600 verk til skoðunar og valdi aðeins 81 verk úr þeim fjölda. Þess vegna getur verið að ýmislegt sé að ger- ast sem við ekki sjáum á þessari sýningu," segir Anna Þóra. „Sam- setningin er svipuð en þó virðast verkin orðin einfaldari frá því sem var 1986," bætir hún við. Guðrún segir að sér virðist sem minna fari fyrir ofnum teppum á þessari sýn- ingu. „Þau eru kannski ekki færri en þau eru ekki eins áberandi," segir Guðrún. "¦<- Veflistarþríæringurinn opnar sem áður sagði næstkomandi laug- ardag og stendur til 22. janúar. Rétt er að vekja athygli á breyttum opnunartíma Kjarvalsstaða en frá áramótum er opið alla daga frá klukkan 11-18 en auk þess er hægt að fá opnað fyrir hópa utan þess tíma eftir nánara samkomulagi. H.Sig.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.