Morgunblaðið - 07.01.1989, Page 3

Morgunblaðið - 07.01.1989, Page 3
, MOftGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. JANÚAR 1989 B 3 stendur í ströngu til að ekki fari allt úr böndunum. En þetta gerist ekki allt saman í dansinum sjálfum, þótt hann sé stór hluti af verkinu, heldur er öðru hverju hoppað aftur í tímann og við kynnumst, til dæmis, Róbert og Gloríu nánar, og því hvemig þau kynnast og ákveða að taka þátt í þessari keppni. I söngnúmerunum fáum við líka að skyggnast inn í þeirra hugarheim og kynnast draumum þeirra betur. Auk þessa er framið morð í verk- inu og í rauninni er það umgjörð utan um yfírheyrslumar vegna þessa morðs. Þetta er saga af morði og sá sem er ákærður og verið er að yfírheyra er að endursegja keppnina. En ástandið í þjóðfélaginu er mikil forsenda fyrir því að svona keppni er haldin og þær vom haldn- ar á kreppuámnum í Bandaríkjun- um. Meira að segja tók höfundur verksins sjálfur þátt í danskeppni einu sinni. Á þessum tíma var fólk til i að gera hvað sem var til að ná Leikmynd og búninga hannaði Karl Júlíusson, útsetningar og tón- listarstjóm er I höndum Jóhanns G. Jóhannssonar. Lýsingu annast Egill Öm Ámason, Auður Bjama- dóttir sá um dansa og steppþjálfun var í höndum Draumeyjar Aradótt- ur. Átta manna hljómsveit tekur þátt í sýningunni. Hana skipa Jó- hann G. Jóhannsson, Pétur Grétars- son, Birgir Bragason, Stefán S. Stefánsson, Gunnar Egilsson, Sveinn Birgisson og Eiríkur Öm Pálsson. * uvmiu met sett, eins og heimsmet í því að sitja uppi á flaggstöng í hálfan mánuð. Þama kemur fólk til að fylgjast með eymd og örvæntingu annarra og sjálfsagt til að gleðjast yfír því að vera ekki eins illa státt sjálft. Skemmtanastjórinn tekur upp á ýmsum þrekraunum handa keppendum, til að auka spennuna fyrir áhorfendur, til dæmis að láta þá hlaupa í hringi í 15 mínútur. Það par sem kemur síðast í mark, dettur út úr keppninni — til að auka spennuna." Er engin mannúð og miskunn i kreppunni? „Nei. Og þetta verk vísar út fyr- ir sig, því það lýsir bara samfélagi þar sem allt gengur út á sam- keppni. Þarna er sterkur stjómandi sem hefur óskorað vald og fólkið hlýðir öllu sem hann segir. Það miðast allt við að vera sterkastur og bera mest úr býtum, jafnvel á kostnað annarra. Þetta er hið eilífa frumskógarlögmál." Með hlutverkin í sýningunni fara Pétur Einarsson, Helgi Bjömsson, Hanna María Karlsdóttir, Einar Jón Briem, Theodór Júlíusson, Ólafía Hrönn Jónsdóttir, Valgeir Skag- fjörð, Erla B. Skúladóttir, Harald G. Haraldsson, Soffía Jakobsdóttir, Anna Sigríður Einarsdóttir, Guðný Helgadóttir, Andri Öm Clausen, Hallmar Sigurðsson, Kormákur Geirharðsson, Draumey Aradóttir, Ingólfur Bjöm Sigurðsson, Guðrún Helga Amarsdóttir og Ingólfur Stefánsson. óforbetranlegur lygari og „lætur dumma“, eins og Laxnes segir. En lesanda fínnst samt vænt um hann. Seinna kemur að því í sögunni að Tim hefnist fyrir, ef svo mætti segja. Daisy, kærastan hans, er líka skemmtileg persóna, alkóhólsémð og mddaleg, en ljúf. Iris Murdoch er írsk, þess vegna ættu þessi hugtök, trú og föður- landsást, að standa henni nærri, en sagan er þó ekki bundin neinu þjóð- emi, hún er yfír það hafin, jafnvel þó hún taki bæði Pólland og Eng- land fyrir og noti sem mótív.“ — Viltu segja mér eitthvað frá starfí þýðandans? „Ég lenti stundum í vandræðum, með ótrúlega mælsku höfundar. Islenskan er heldur ekki eins blæ- brigðaríkt mál og enskan. íslenskan er alþýðumál, verkfæra- og vinnu- mál. Myndmál í íslensku er mikið sprottið upp úr daglegum störfum fólks, og það em mjög lifandi mynd- ir. Verkamenn í Englandi hafa hins vegar ekki mótað tungumálið í mörg hundmð ár, og enskan er frekar tungumál menntamanna. Áður hef ég þýtt Alistair Maclean úr ensku, og það er auðvitað gjör- ólíkur heimur sem Murdoch kynnir fyrir okkur. Ég man ekki eftir sér- stökum nýyrðum, sem ég bjó til, en held að þau hljóti að vera ein- hver. Annars er ég viss um að það er auðveldara og réttlætanlegra að búa til nýyrði í skáldskap en þýðing- um. En þar sem textinn er bæði heimspekilegur og Iris óvenju mælsk, varð ég að sæta lagi, til þess að textinn yrði ekki of fram- andlegur. Henni er lagið að nota margræð orð og í ólíkum merking- um, og setur innan sviga það sem hún kemur ekki að í aðaltexta. Ég þurfti því að elta uppi gamlar merk- ingar orðanna, og gjörkanna orðabækur, til að skilja hvað hún var að fara. Ég stúderaði jarðfræði á sínum tíma og það kom sér vel þegar kom að náttúrulýsingum og gróðri. En plöntunöfn hafa iðulega verið helsti hausverkur íslenskra þýðenda. Það er kannski mikil bíræfni að ráðast í þýðingu þessa verks, en verkið var skemmtilegt þó það væri erfítt. Lífið snerist um söguna í átta mánuði og eftir á finnst mér að það hafi verið hálfgerð geggjun. Það er líka skrítin tilfinning að hafa aldrei hitt Iris Murdoch eftir þá undarlegu nálægð, sem þýðing- arstarf er. í raun eru þýðingar ósættanlegar andstæður. I fyrsta lagi verður að koma sögunni yfir á gott mál, og í öðru lagi, verður að fylgja frumtexta. Þannig skapast togstreita og þá reynir á sköpun- argáfuna. Sumir eru þeirrar skoð- unar að ekki sé hægt að þýða skáld- skap, en ég er ekki sammála því. Það er mikilvægt að við eignumst góðar þýðingar. Það auðgar íslenska bókmenntahefð og hjálpar upp á máluppeldi almennt. A blóma- skeiði íslenskra bókmennta var mik- ið þýtt, þáttur sem oft vill gleym- ast. Þá voru þýddar evrópskar samtímasögur, heilagramannasög- ur og kaflar úr biblíunni svo eitt- hvað sé nefnt. Mér dettur í hug Nýja testamenti Odds biskups Gott- skálkssonar, sem er að koma út núna. Ég er ekkert svo viss um að íslenska væri yfírleitt töiuð í landinu, hefði Oddur ekki tekið til hendinni á sínum tíma. Svo þegar kemur fram á 19. öld, fara menn að þýða á nýjan leik. 1001 nótt er til í yndislegri þýðingu, frá þeim tíma. Ég las hana sem barn, og las hana aftur á meðan ég var að þýða Nunnur og hermenn, og sótti kraft í sögumar. Ég er líka mjög hrifinn af Snorra Sturlusyni og tungutaki hans, og ég sæki þrótt og innblást- ur í bæði Islendingasögur og þjóð- sögur okkar." — Þú talar um að sækja kraft i bókmenntir. „Það er mjög gott að lesa eitt- hvað á meðan maður er að þýða. Þýðandi á á hættu að einangrast og verða samdauna verki sínu. Þannig er lestur eins og vítamín- sprauta. Og ég endumærist við lest- ur. Það gefur mér innblástur og annað viðhorf til lífsins. Eitthvað sem ekki er hægt að útskýra alveg, en lestur er nautn, uppbyggjandi nautn. Ég hef líka tekið eftir því með strákana mína, sem ég hef lesið fyrir frá því þeir vom agnarsmáir, og ég held að það hafí haft góð áhrif á þeirra heim." Viðtal: Elísabet K. Jökulsdóttir

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.