Morgunblaðið - 24.01.1989, Qupperneq 2
2 B
MORGUNBLAÐŒ) IÞROTTIR ÞRIÐJUDAGUR 24. JANÚAR 1989
KNATTSPYRNA / HM
Spánverjar
unnu á Möltu
Spánvetjar héldu áfram sigurgöngu sinni í
heimsmeistarakeppninni á sunnudaginn.
Þeir lögðu Möltubúa að velli, 2:0, í Valleta á
Möltu.
20 þús. áhorfendur sáu leikinn og léku Spán-
veijar aðeins tíu undir lokin. Manolo Sanchez
var rekinn af leikvelli á 73. mín. fyrir háska-
leik. Hann mun því ekki leika með Spánveijum
gegn N-írum í Belfast 8. febrúar.
Michel Gonzalez skoraði fyrra mark Spán-
veija úr vítaspymu á 16. mín., eftir að Sanc-
hez var felldur. Aitor Beguiristain seinna mark-
ið.
TENNIS
Becker úr leik
Boris Becker tapaði mjög óvænt fyrir Svíanum Jonas Svens-
son í 3. umferð opna ástralska tennismótsins. Tapið kom
mjög á óvart því Becker hefur leikið vel í vetur og var búist við
að hann næði langt að þessu sinni.
Það voru uppgjafímar sem urðu Becker að falli. Rúmlega
helmingur þeirra var utan vallar. Becker hefur reyndar alltaf
gengið illa á þessu móti og yfírleitt fallið snemma úr keppni.
Becker var annar af efstu mönnum á mótinu til að falla úr
keppni. Áður hafði Mats Wilander, sem talinn var besti maður
mótsins, tapað fyrir óþekktum Indveija.
Að öðru leyti gekk allt sinn vanagang. Ivan Lendl og Stefan
Edberg áttu greiða leið í 4. umferð og John McEnroe fékk
aðvömn fyrir að rífast við dómara, rétt eins og venjulega. Hann
var sektaður og einnig Pat Cash, en hann hefur átt í mestu
vandræðum í fyrstu umferðunum. Hann komst þó áfram og
ætlar sér stóra hluti á mótinu, enda á heimavelli.
í kvennaflokki hafa Steffí Graf, Gabriela Sabatini og Martina
Navratilova leikið mjög vel. Flestir spá því að Graf og Navrat-
ilova mætist í úrslitum en Graf mætir Sabatini í undanúrslitum.
Borls Bocker er úr leik á opna
ástralska meistaramótinu.
KARFA
Haukar gegn
IMjarðvík
Haukar drógust gegn
Njarðvíkingum í 8-liða úr-
slitum bikarkeppninnar í körfu-
knattleik. Fyrri leikur liðanna
verður leikinn í Hafnarfirði.
KR-ingar leika gegn Tinda-
stól, Breiðablik mætir ÍR og
B-lið Njarðvíkinga leika gegn
B-liði ÍS. Fastlega má reikna
með að gömlu landsliðsmennim-
ir frá Njarðvík, komist í undan-
úrslit. Með liðinu leika Þorsteinn
Bjamason, Gunnar Þorvarðar-
son, Stefán Bjarkason og Brynj-
ar Sigmundsson.
ÍHémR
FOLK
■ ALÞJÓÐAKNATT-
SPYRNUSAMBANDID hefur af-
létt leikbanni af knattspymuvöllum
í íran eftir að heimamenn lögðu
fram nægileg gögn til að sannfæra
það um öryggi gestkomandi knatt-
spymumanna. Meðan Persa-
flóastríðið stóð yfír voru bæði íran
og írak í alþjóðlegu leikbanni. íran-
ir héldu upp á atburðinn með því
að taka á móti Japanska landslið-
inu. Var leikið í Teheran og skildu
liðin jöfn, 2:2.
■ PAUL WEKESA fyrsti og
eini atvinnumaður Kenya í tennis,
hefur verið dæmdur í leikbann um
óákveðinn tíma heima fyrir eftir að
hafa í annað sinn á níu mánuðum
orðið uppvís að því að keppa við
tennisfólk frá Suður Afríku.
■ BRESKA skíðasambandið
hefur sett Eddie „the Eagle“ Ed-
wards út í kuldann vegna þess að
árangur hans hefur ekki verið sem
skyldi í seinni tíð. Hefur honum
verið gert að stökkva sem nemur
fjórðungi lengdar sigurstökks hvers
móts, en því fer fjarri að hann hafí
sýnt slíka getu. Öminn er eyðilagð-
ur maður vegna þessa og segist
hafa sett niður eftir að hafa orðið
fyrir meiðslum fyrir mánuði síðan.
Sannarlega taki hann íþrótt sína
alvarlega, ævi sig meira að segja
inni á hótelherbergjum! Talsmaður
breska skíðasambandsins sagði að
hann hefði þá trú að Öminn gæti
gert betur ef hann væri ekki alltaf
með auglýsingaskrum. Einbeitti sér
meira að íþrótt sinni.
■ EKKI voru 60.000 Líbíu-
menn alls kostar glaðir um helgina
eftir að þeir höfðu borgað sig inn
á landsleik Líbíu og Alsír, en svo
var allt í einu tilkynnt um hátalara-
kerfí vallarins, að Líbía hefði gefíð
Alsír leikinn vegna þess að þeir
væm „bræður" Líbíumanna og á
milli þjóðanna gæti aldrei verið
nein keppni. Auk þess styddi Alsír
málstað Líbíu gegn Bandaríkjun-
um. Eftir þetta flugust þúsundir
manna á við lögreglu á götum Trip-
olí langt fram á kvöld. Síðan sendi
knattspymusamband Líbíu skeyti
til FIFA þar sem beðist var velvirð-
ingar á atburðinum, en það hefði
ekki verið forsvaranlegt að láta leik-
inn fara fram þar sem keppnisvöll-
urinn væri býsna nærri efnaverk-
smiðju einni umtalaðri og þar setji
reikna mætti með bandarískri loft-
árás á hverri stundu hefði verið
tekin sú ákvörðun aðgefa leikinn.
■ MARTIN Kree, vamarleik-
maður hjá Bochum og skotfastasti
leikmaðurinn í V-Þýskalandi, mun
ganga til liðs við Leverkusen
næsta keppnistímabil.
■ FRANK MiII, sóknarleikmað-
ur Dortmund, hefur hætt við að
Sanga til liðs við Köln.
I STEFAN Engel, leikmaður
hjá Köln, hefur hug á að ganga til
liðs við Schalke.
HANDKNATTLEIKUR / EVRÓPUKEPPNI KVENNA
Fram
gerði
ekki
markí
23 mín-
útur
FRAMSTÚLKUR fengu skell í
síðari leik sínum gegn sovéska
liðinu Spartak Kiev í Evrópu-
keppni meistaraliða kvenna í
handknattleik. Spartak sigraði
örugglega, 35:14, samtals
30:57 og heldur því áfram en
Framerúrleik.
Það hefði þurft dágóðan
skammt af bjartsýni til að
ætla Fram að vinna upp sex marka
forskot Spartak úr fyrri leiknum.
Sovéska liðið er eitt sterkasta fé-
lagslið heims og möguleikar Fram
því ekki miklir.
Útkoman úr síðari leiknum var
þó heldur slakari en í þeim fyrri.
Það sem réð úrslitum var hræðileg-
ur kafli um miðbik leiksins er Fram
gerði ekki mark í 23 mínútur.
Byijunin lofaði þó góðu og Fram
var yfír 4:3. Sovésku stúlkumar
tóku þá við sér og gerðu næstu
fímm mörk. Þegar staðan var 6:10
hrökk allt í baklás hjá Fram. Ekk-
ert gekk í sókninni og næsta mark
Morgunblaðifi/Logi B. Eiðsson
Ósk Víðsdóttlr sleppur hér inn úr
hominu þrátt fyrir ákafar vamartil-
raunir Spartak.
kom ekki fyrr en um miðjan síðari
hálfleik. Þá var staðan 6:24 og ör-
uggur sigur Spartak í höfn.
Framstúlkur léku vel framan af
en virtust gefast upp þegar líða tók
á leikin. Guðríður Guðjónsdóttir var
allt í öllu og gerði rúmlega helming
marka liðsins. Aðrar áttu ekki mikla
möguleika gegn sterkri vöm sov-
éska liðsins.
Spartak mun án efa ná langt í
Evrópukeppninni. Liðið er mjög
sterkt og það er engin skömm að
falla úr leik fyrir slíku liði.
araliða í handknattleik kvenna, 2.
umferð, síðari leikur. Sunnudaginn 22.
janúar 1989.
Gangur leiksins: 0:1, 1:1, 2:2, 4:3,
4:9, 6:10, 6:16, 6:24, 7:27, 9:30, 10:31,
12:31, 13:31, 13:33, 14:36.
Mörk Fram: Guðríöur Guðjónsdóttir
8/2, Ingunn Bemódusdóttir 2, Jóhanna
Halldórsdóttir 1, Margrét Blöndal 1,
Ósk Víðiödóttir 1 og Hafdís Guðjóns-
dóttir 1.
Varin akot: Kolbrún Jóhannsdóttir 3.
Utan vallar: 6 mínútur.
Mörk Spartak: Inna Shevchenko 10,
Vitoria Gamusova 7, Tatiana Gorb 7,
Olga Semenova 6, Anzhela Shvaj-
koskaja 2, Tamila Oleksjuk 2, Natalia
Turchina 1 og Larisa Polaikh 1.
Varin skot: Natalia Rusnachenko 4,
Natalia Mitriuk 4.
Utan vallar: 6 mínútur.
Dómarar: Olsen og Valstadt frá Nor-
egi. Dæmdu þokkalega.
Ahorfendur: 100.
MATS Olsson, landsliðsmark-
vörður Svía, lokaði nær marki
Teka í fyrri hálfleik gegn Gran-
ollers um helgina. Gestirnir
voru með átta marka forystu í
hálfleik, 16:8, en eftir hlé sner-
ist dæmíð við og Granollers
sigraði með éinu marki, 26:25.
Granollers
lagði Teka
SPANN
KORFUKNATTLEIKUR
Létt hjá Haukum
EINI leikurinn sem fram fór í
úrvalsdeildinni íkörfu um helg-
ina var leikur ÍS og Hauka.
Öðrum var frestað vegna
ófærðar. Leikurinn var ekki
mikið fyrir augað, munurinn á
liðunum var alltof mikill til að
nokkur gæti haft gaman af
honum.
Haukar léku án Hennings Henn-
ingssonar sem var í leikbanni
en það kom ekki að sök gegn ÍS.
Það sem einna helst gladdi augað
var að Pálmar hitti
nú eins og hann á
að sér úr þriggja
stiga skotum en
hann skoraði alls 15
stig úr slíkum skotum.
Jón Amar, Hörður og Tryggvi
Jónsson léku einnig vel og sýndu
oft skemmtileg tilþrif. Hjá Stúdent-
um var Valdimar einna bestur en
hann hefði að ósekju mátt skjóta
meira í fyrri hálfleik.
Pálmar Sigurðsson, Jón Arnar
Ingvarsson og Tryggvi Jóns-
son, Haukum.
ÍS-Haukar 56 : 94
íþróttahús Kennaraháskólans, íslandsmótifi f körfuknattleik, sunnudaginn 22. janúar
1989.
Gangur leiksins: 0:6, 4:13, 7:25, 20:40, 24:49, 31:60, 42:72, 52:88, 56:94.
Stig fS: Valdimar Guðlaugsson 14, Jón Júllusson 12, Guðmundur Jóhannsson 10, Þor-
steinn Guðmundsson 8, Auðunn Ellasson 6, Kristján Oddsson 4, Gfsli Pálsson 2.
Stig Hauka: Pálmar Sigurðsson 19, Tryggvi Jónsson 18, Hörður Pétursson 14, Jón
Amar Ingvarsson 14, Reynir Kristjánsson 9,fvar Ásgrimsson 8, Eyþór Ámason 6, Har-
aldur Sæmundsson 4, Tryggvi Ásgrímsson 2.
Áhorfendur: 16.
Dómarar: Wiliiam Jones og Bergur Steingrfmsson og dæmdu þeir auðveidan leik vel.
SkúliUnnar
Sveinsson
skrilar
Frá
Atta
Hilmarssyni
á Spáni
Leikmenn Teka nýttu hraðaupp-
hlaupin vel í fyrri hálfleik eftir
frábæra markvörslu Svíans, en
sóknir Granollers gengu mun betur
eftir hlé. Kristján
Arason var með
ágæta nýtingu,
skoraði sex mörk og
þar af fjögur úr
vítum, en engu að síður hefur hann
oft verið betri. Vialdea var marka-
hæstur með sjö mörk, en Melo skor-
aði fímm. Prank skoraði sjö mörk
fyrir Granollers, en Per Carlén
fímm.
Granollers hafði sætaskipti við
Teka og er í fyrsta sæti riðilsins
með 20 stig. Teka er með 19, Caja
Madrid, sem vann Alicante 31:17,
er með 18 stig eins og Valencia,
sem vann Valladolid 24:22. For-
keppninni lýkur um næstu helgi og
fara Granollers, Teka, Caja Madrid
og Valencia í keppni um efstu sæti,
en hin fjögur liðin keppa við fjögur
neðstu liðin í a-riðli um áfram-
haldandi veru í deildinni.
í a-riðli urðu úrslit þessi: Atletico Madrid-
Uniexpress 21:21, Barcelona- Avilles 32:20,
Malaga-Tres de Mayo 30:15, Lagisa-Bid-
asoa 26:25. Atletico, Barcelona, Lagisa og
Bidasoa eru f fjórum efstu sætunum.