Morgunblaðið - 28.01.1989, Blaðsíða 8
8 B
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. JANÚAR 1989
„Óvitar“ í Þjóðleikhúsinu:
Bofðiö lílið og minnkið mikið
- svo þið verðið einhvern tímann fullorðin
Hef leikið gamlar
konur áður
Og amman á peysufötunum er
spurð að því hvort hún noti sína
ömmu sem fyrirmynd.
„Nei, hún er of feit til að vera
í peysufötum. En ég hef tvisvar
áður leikið gamla konu í
skólaleikritum. Ég er alltaf að leika
gamlar konur. Ég lék líka einu
sinni sól.“
Hefurðu áður leikið í leikhúsi?
„Já, ég reyni alltaf að fá að leika
þegar börn eru í sýningum. Ég lék
í Góða sálin í Sesuan, strák að éta
upp úr ruslatunnu. Það var sett
kaka í poka í tunnuna, sem ég tók
upp og át. Einu sinni var kakan
sett í vindlapakka. Ég stakk
hendinni í kassann og stakk
kökunni upp í mig, en það var þá
vindill. Síðan finnst mér alltaf vera
vindlabragð af svoleiðis kökum.“
Hvemig kaka var það?
„Bara svona kaka, ekki
súkkulaðikaka og ekki ijómaterta,
bara kaka eins og kex.“
Hvað langar þig mest að leika?
„Mig langar mest til að
leika ...
. . . ekkimús."
Hrafnkell
Sviðsvanur níu ára
Freyr Ólafsson er í 2. bekk í
Landakotsskóla. Hann byijaði að
leika sex ára og hefur meðal
annars komið fram í
áramótaskaupi Sjónvarpsins og lék
í smámyndinni Símon Pétur sem
sýnd var á Listahátíð í fyrra. Um
þessar mundir leikur hann í
Sveitasinfóníu hjá Leikfélagi
Reykjavíkur. Og hann lærir á
píanó. En hvers vegna er hann að
þessu puði?
„Mér þykir þetta bara svona
gaman. Veistu það, að mér finnst
gaman að vinna, svo fær maður
peninga fyrir að gera það sem
manni finnst gaman.“
En til hvers vantar þig svona
mikla peninga?
„Til að kaupa það sem mig
langar í. Ég er nýbúinn að kaupa
mértölvu á 70.000 krónur. Hana
get ég notað fyrir tölvuleiki og
þegar ég verð stærri, get ég skrifað
á hana, bæði fyrir skólann og
annað.“
Freyr segist hafa fengið
leikhúsbakteríuna frá mömmu
sinni, hún sé leikkona og honum
fínnist ekkert skemmtilegra en að
leika. í Óvitum fer hann bæði með
Freyr
hlutverk langafans og löggu. Hvort
skyldi honum finnast
skemmtilegra?
„Löggan er miklu skemmtilegri,
þrátt fyrir það að ég hef miklu
meira gervi í Iangafanum.“
Finnst þér löggur eins merkilegt
fólk, eftir að þú hefur sjálfur
íklæðst löggubúningi?
„Nei, nei. Þetta er bara
venjulegt fólk, sem er búið að fara
á námskeið og fá kylfur."
Ætla að verða Ieikari
Hrafnkell Pálmarsson er að
verða þrettán ára, er nemandi í
Garðaskóla og er orðinn æði
sviðsvanur. Hann hefur leikið
smáhlutverk í Sjónvarpinu, meðal
annars engil í Gullna hliðinu. Þegar
hann minnist á það, veina þær
Alfrún og Melkorka upp og
skellihlæja og segja að hann sé sko
enginn engill, en hann sé samt
voða góður. Hann lék strákinn
Remo í Kardimommubænum og
hefur verið statisti í tveimur
óperum, Grímudansleik og Toscu.
En hvaðan kemur
leikhúsbakterían?
„Ég hef verið í ballett síðan ég
var átta ára. Ég kynntist
ballettinum í gegnum systur mína
sem lærði í níu ár. Ég hef líka
leikið í öllum skólasýningum sem
voru í Flataskóla, áður en ég kom
í Garðaskóla — og svo hef ég
starfað í skemmtinefndum.
Núna finnst mér frábært að
vera með í Óvitum. Ég sá
María
sýninguna 1979, þátveggja ára
og mér fannst ofsalega gaman.“
En hvaðan kemur þessi
leikhúsáhugi?
„Foreldrar mínir hafa farið með
mig í leikhús frá því ég man eftir
mér, ég held ég megi meira að
segja fullyrða að ég hafi séð allar
sýningar hjá íslensku óperunni frá
upphafi og man ennþá mjög vel
eftir Sígaunabaróninum.“ Og ekki
er það bara leiksviðið sem heillar
Hrafnkel, aðrar listgreinar eiga
líka pláss hjá honum, því hann
hefur verið að læra á fíðlu síðan
hann var fimm ára. „En ég er
staðráðinn í að verða leikari," segir
hann.
Hvers vegna?
„Það er bara svo gaman að leika.
Mér finnst gaman að standa á
sviði, inni í leiktjöldum. Mér finnst
gaman að velta leikritum fyrir mér
og það sem mér finnst
skemmtilegast af öllu er að skoða
hvernig aðrir leikarar vinna. Ég
horfí til dæmis aldrei á bíómyndir
í sjónvarpinu án þess að velta því
fyrir mér hvemig leikararnir
vinna.“
Álfrún
Amma fýrirmynd
„Vinur bróður míns sagði Brynju
frá því að ég væri góð í þetta
hlutverk og ég er voðalega fegin
því mér finnst gaman að leika.“
Hefurður einhveija fyrirmynd
að gömlu konunni?
„Já, bara ömmu, hún er kannski
ekki alveg svona gömul, en ég
hegða mér eins og hún. Hún er
svona gömul góð kona.“
En hvað er svona gaman að leika
gamla konu?
„Þær hegða sér öðruvísi en
krakkar og það er gaman að vera
ekki alltaf eins.“
Nú leikur þú á móti Flosa, sem
er lítið barn í kerm. Ertu ekkert
hrædd um að fara að flissa á
sýningum?
„Nei, mér fannst hlægilegt fyrst
þegar hann var að fíflast, en nú
er hann búinn að gera það svo oft
að það er ekkert hlægilegt.“
Hvernig gengur þér í skólanum
þegar þú þarft alltaf að vera á
leikæfingum?
„Ágætlega. Ég er í
Vesturbæjarskóla, kann að lesaog
svo læmm við voða lítið, emm nú
að læra um tennurnar."
Nú er Álfrún peysufatakona
mætt á staðinn, ásamt ungum
hermm sem ætla að spjallayið
undirritaða og það er eins og
fjandinn sé laus, því
kveneðli/karleðli er augljóslega
farið að gera vart við sig. Þær
stöllurnar ráðast á Hrafnkel
Pálmarsson, sem leikur öskukarl
og ungling. Þegar þær era spurðar
hvort þær séu skotnar í honum,
verða þær óðar og upphefja mikinn
fyrirlestur um það hver sé skotin
í hveijum í þessari sýningu.
Pjölskylda með bakteríuna
Helgi Páll Þórisson, leikur
strætisvagnastjóra og
lögregluþjón. Hann var spurður
hvaðan hann komi.
„Ég er úr Garðabæ, er í
Flataskóla sem var stofnaður 1958
— veit allt um hann, spurðu bara.“
Finnst þér eins gaman á leiksviði
og Hrafnkatli?
„Já, nema mér finnst leiðinlegt
þegar ég þarf að vera að skipta
um búninga. En það var fundin
ágætis lausn á því máli hér. Ég
kem líka fram sem öskukarl
snemma í sýningunni og þá er ég
bara í löggubúningi innanundir,
þarf svo bara að skreppa og sækja
hattinn. Helgi Páll, sem verður 11
ára 10. mars, hefur leikið í
skólasýningum, en langaði nú að
prófa eitthvað nýtt. „Ég hef aldrei
leikið í heilu leikriti áður. Bróðir
minn, Friðrik Geirdal Júlíusson, lék
þessi sömu hlutverk í Óvitum 1979
og Hreiðar Ingi, annar bróðir minn,
lék þá pabba Guðmundar. Mamma
lék líka í þeirri sýningu, var .
staðgengill Guðrúnar Þórðardóttur
í hlutverki Dagnýjar. Þannig að
það má segja að leikhúsbakterían
sé í fjölskyldunni.“
Kvíðir þú ekkert fyrir
framsýningu?
„Jú. Bróðir minn sagði að þetta
væri eins og að lyfta 5.000 kílóum.
En það besta við frumsýningar er
að ljúka þeim af.“
Ætlar j)ú líka að verða leikari?
„Nei. Ég ætla að verða
fomleifafræðingur. “
Gaman að sjá krakkana
styrkjast og dafha
Þó unun sé að horfa á og tala við
börn sem era fullorðinn í Óvitum,
era hlutverk fullorðinn sem barna
Melkorka
ekki síður skemmtileg. María
Ellingsen, bráðung leikkona, fer
með hlutverk Dagnýjar, systur
Guðmundar, og er hún miðstærðin
í leikritinu, sem hæðaval annarra
er unnið út frá. Dagný þessi er
„erfiður" unglingur, svo ekki sé
meira sagt. Varla mátti heyra
mannsins mál fyrir látunum í
líflegu krakkagerinu, þegar
undirrituð spjallaði við Maríu og
spurði hvemig henni þætti að vinna
með þeim.
„Mér fínnst það ofsalega
gaman,“ svaraði María. „Þegarég
fór út í leiklist, var það af því að
mig langaði til að vinna með
krökkum. Það hefur ekkert breyst,
þótt ég vilji líka vinna í leikhúsi.
Helgi Páll
Ég vona bara að ég f ái tækifæri
fljótlega til að vinna í skólunum,
að það myndist svigrúm til þess
innan skólakerfisins. Ég held að
leiklist sé ákaflega holl fyrir
krakka og það er ákaflega gaman
að sjá þau styrkjast og dafnast,
eftir þvi sem líður á
' æfingatímann.“
Nú ert þú stærðin sem allt
verkefnavalið er miðað við.
Hverfur Dagný ekki fyrir öfgunum
í báðar áttir?
„Veistu, ég hélt fyrst að svo
mundi verða, en svo er Dagný sjálf
svo ýktur, skemmtilegur og erfiður
unglingur að hún fer ekkert fram
hjá neinum. Þetta er alveg
frábærlega skemmtilegt hlutverk.
Hugsaðu þér að fá að öskra á tíu
ára pabba sinn. Maður fær alveg
útrás fyrir þann hluta af
unglingaveikinni sem maður tók
ekki út á sínum tíma — það er að
segja ef maður hefur þá gleymt
einhvera."
María leikur þijár fimmtán ára
stúlkur á sviði Þjóðleikhússins í
vetur. Auk Dagnýjar eru það
Cecile í „Hættuleg kynni“, sem er
nýkomin úr klaustri í París árið
1780. Hin er Miranda í „Ofviðrinu
“ eftir Shakespeare, þar sem hún
leikur prinsessu sem lendir á
eyðieyju með pabba sínum. En var
hún komin með leikhúsbakteríuna
í frambernsku, eins og krakkarnir
í Óvitum virðast vera?
„Já. Ég var alltaf að leika,
Jeikstýra og semja í skólanum
þegar ég var krakki. Þó stefndi
ég ekki, nema kannski óbeint, í
leiklistina. Ég ætlaði áð verða
læknir. En ég heillaðist af
leikhúsinu og nú stend ég hér.“
Hafðirðu engar efasemdir um
krakkana í Óvitum á
æfingatímanum?
„Nei, ég hafði engar efasemdir,
af því að þetta hefur verið gert
áður. Ég hélt kannski að það þyrfti
að vinna þetta öðravísi en þegar
aðeins era atvinnuleikarar. En
þessir krakkar era sífellt að koma
manni á óvart. Þau skilja allar
nótur sem þau fá eins og skot og
vinna mjög fagmannlega úr þeim;
slá manni jafnvel við í úthaldi og
þreki. Þau eru ótrúleg.“ §SV