Morgunblaðið - 29.01.1989, Síða 2

Morgunblaðið - 29.01.1989, Síða 2
2 B MORGÚNBLAÐIÓ FASTEIGNIR Ufi&ötí3utf j'anúáIi I989 Dögnn liaupir lóö Hörpu viö Skúlagötn Hyggst reisa þar flölbýlishús með 80-100 íbúðum BYGGINGAFÉLAGIÐ Dögun hf. hefur keypt lóð Málningarverk- smiðjjunar Hörpu á horni Skúlagötu og Snorrabrautar í Reykjavík og hyggst reisa þar fjölbýlishús með 80-100 íbúðum. — Hugmyndin er að þarna verði fyrir hendi margs konar þjónusta og að eigendum- ir geta leigt út íbúðir sínar þann tíma, sem þeir nota þær ekki sjálf- ir þar, en starfsmaður hússins sér upi innheimtu á húsaleigu og útvegun allrar þjónustu, sagði Hjörtur Aðalsteinsson, framkvæmda- sljóri Dögunar hf. í viðtali við Morgunblaðið. — Fyrirhugað fyrir- komulag er nýtt hér á landi, en hefur þekkzt lengi viða erlendis. Ibúðimar verða afhentar fullbúnar með öllum húsgögnum. Eigend- umir mynda húsfélag, sem ræður umsjónarmann til að bóka pantanir og þrífa húsið, sagði Hjörtur Aðal- steinsson ennfremur. — íbúðirnar geta hentað fyrirtækjum, verka- lýðsfélögum, einstaklingum og sveitarfélögum úti á landi vegna erindreka á þeirra vegum í höfuð- borginni og ennfremur námsmönn- um, sjúklingum og aðstandendum þeirra, þingmönnum og ferðafólki. Þá gætu þær hentað vel íslend- ingum búsettum erlendis. Á milli þess, sem þessir aðilar nýta íbúðim- ar sjálfir, yrðu þær leigðar út. Hugsunin á bak við þetta fyrir- komulag er eitthvað sem kallast gæti millivegur milli hótelherbergis og leiguíbúðar. Aðrir, sem þessar íbúðir gætu hentað vel, em fyrir- tæki í höfuðborginni, sem hafa á sínum vegum erlenda og innlenda gesti. Á jarðhæðinni verða margs konar þjónustufyrirtæki eins og matvöm- verzlun, hárgreiðslustofa, veitinga- hús og þvottahús, sem leigir út sængurfatnað og handklæði. Öll þessi fyrirtæki verða í einkaeign ásamt húsnæðinu, sem þau em í. Bílageymsla fyrir almenning? Dögun hf. hefur einnig boðið Reykjavíkurborg og húseigendum á þessu svæði til kaups bflastæði í bílageymslu, sem hægt er að koma fyrir í kjallara undir húsinu. Þama yrði um 90 eða 180 bílastæði að ræða, allt eftir því hvort bílageymsl- an yrði á einni eða tveimur hæðum. - Ýmsir hafa sýnt þessari hugmynd mikinn áhuga t. d. Miðbæjarsam- tökin, sagði Hjörtur Aðalsteinsson. — Þetta myndi leysa mikinn bfla- stæðavanda á þessu svæði, ef af yrði. Hjörtur Aðalsteinsson, fram- kvæmdastjóri Dögunar hf. Hús Dögunar hf. á aö rísa á horni Snorrabrautar og Skú- lagötu á því svæöi, sem hringurinn á meöfylgjandi teikningu nær yfir. ÁMARKAÐI IKIJDIK OG \VBVGGI\GAK A AORDI KLÖADIiAIAl Auðlegð og velferðarstig landa er metið og mælt við íbúafjölda og þá með ýmsum einingum svo sem landsframleiðslu, neyslu, fjölda bíla og fjölda símtækja. Segja má að í slíkum samanburði séu íslend- ingar nær undantekningarlaust í fremstu röð og lýsi því hagsæld landans. Yfirleitt í samanburði sem þessum er miðað við önnur Norðurlönd og þá gjarnan skoðuð þróun stærða þar og sú reynsla sem af slikum samanburði fæst yfirfærð á íslenskar aðstæður og látin segja til um hvers vænta megi hér á landi. Ibúðarhúsnæði, stærð þess og gæði, er yfirleitt ekki að finna í slíkum athugunum, enda skortir á' að birtar hafi verið fjölþjóðlegar upplýsingar um íbúðarhúsnæði. Upplýsingar um íbúðarhúsnæði eru fyrst og fremst um fjölda íbúða i hveiju landi, en taka ekki til stærðar né gæða. eftir Guðmund Sama má segja að Gylfa nokkru um norr- Guómundsson ænar upplýsingar því þær segja aðeins til um fjölda, aldur og herbergisfjölda íbúða en ekkert um flatarmálsstærðir. íbúðir á Norðurlöndum Upplýsingar um íbúðarhúsnæði á Norðurlöndum eru því miður ekki fullkomlega heilstæðar eins og fyrr segir og þá eru t.d. ekki fyrir hendi tölur um íbúðaQöIda í löndunum á hveiju ári, heldur aðeins fjöldi ný- bygginga á hveiju ári og síðan heildarfjöldi íbúðabygginga tíunda hvert ár. Ef nýbyggingum er pijón- að við tölur ársins 1980 fást fram áætlaðar tölur ársins 1987. Þegar litið er á tölur um fjölda íbúða á hveija þúsund íbúa kemur í ljós að íbúðir eru hlutfallslega flestar í Svíþjóð en fæstar á íslandi (sjá töflu 1). Fjöldinn segir ekki nema hálfa söguna því í töflu 2 sést að íbúðir eru stærstar á ís- landi en næstminnstar í Svíþjóð, þá eru íbúðir áberandi minnstar í Finnlandi. Ef tekið er tillit til her- bergjastærðar hefur Danmörk stærsta í búðarhúsnæðið, Finnland hið minnsta og hin löndin þijú liggja á svipuðu róli skömmu á eftir Dan- mörku. Tafla 1 Fjöldi íbúða á þúsund íbúa 1980 1987 Aukning% Danmörk 418 444 6 Finnland 384 439 14 ísland 332 352 6 Noregur 372 414 11 Svíþjóð 441 466 6 Tafla2 Fjöldi herbergja í bergja á íbúa. íbúð. Fjöldi her- 1980 1980 Danmörk 4,74 1,831 Finnland 3,41 1,241 ísland 5,00 1,681 Noregur 4,80 1,740 Svíþjóð 4,19 1,765 Hér er því við að bæta að kunn- ugir telja herbergjastærð á íslandi meiri en á hinum Norðurlöndunum, þá benda ósamstæðar tölur um flat- armálsstærðir til þess að íbúðarflöt- ur á einstakling sé einna stærstur hér á landi. Gæði húsnæðis er helst að meta út frá aldri og þá er ljóst að meðalaldur er lægstur á íslandi. Þessi samantekt gefur til kynna að íbúðarhúsnæði á íslandi sé með því besta á Norðurlöndum hvað varða stærð og gæði. Nýbyggingar undanfarin ár í töflu 3 kemur í ljós hlutfallsleg aukning fjölda íbúða undanfama þijá áratugi. Hér kemur fram að fjölgum íbúða á íslandi hefur verið langmest eða um 120%, þá í Finn- landi um 80% og í hinum Iöndunum þremur um 50-60%. Hlutfallsleg fjölgun var mest á fyrsta tímabilinu en hefur minnkað stöðugt síðan. Tafla3 Fjölgun íbúða á Norðurlöndum. Aukning % árin 1961-1987. 61-70 71-80 8187 Danmörk 21 17 6 Finnland 21 26 18 ísland 41 37 15 Noregur 21 18 14 Svíþjóð 19 15 7 Meðfylgjandi línurit Iýsir þróun nýbygginga síðustu tvo áratugi miðað við íbúafjölda. Þar kemur í ljós að mestar voru íbúðarbygging- Fjöldi fullgerðra ibúða á hverja þúsund ibúa ' ; J >v A Á k ; 1—V j N > < A á ‘u Jk L r 1 > j . — >—< * K 1=* / <^s Y • "i 3— Í\E >—o s 1 1 Y tel t" ~l£ — 1 f r—* 68 69 70 71 72 73 74 75 76 77 78 79 80 81 82 83 84 85 86 87 Árin 1968- 1987 ♦- DANMÖRK O- FINNLAND ÍSLAND O- NOREGUR *r SVÍÞJÓÐ ar í Svíþjóð á árunum í kringum 1970 en í hinum löndunum nokkr- um árum síðar. Þá sést á línuritinu að hlutfallslegur fjöldi nýbygginga í Svíþjóð er nú innan við þriðjungur af því sem var um 1970. Svipuð þróun hefur átt sér stað í Dan- mörku þar sem íbúðarbyggingar eru nú um_ helmingur af því sem mest var. Á hinum Norðurlöndun- um hefur íbúðarbyggingum einnig fækkað verulega. Á síðustu tveimur áratugum hef- ur íbúðum á íslandi fjölgað mest (sjá töflu 3), en á línuritinu er ekki sýnilegt að nýbyggingar á íslandi hafí verið sérlega miklar. Ástæðan er einföld og skýrir að stórum hluta hinar miklu nýbyggingar síðustu áratugi, en íbúafjölgun hefur verið verulega meiri hér á landi síðan 1980 en í Svíþjóð og Danmörku, þá hefur aukning húsnæðis á ein- stakling ekki verið meiri hér en þar (sjá töflu). Hvað verður mikið byggt í framtíðinni? Ef spá á um nýbyggingar á ís- landi út frá framkomnum upplýs- ingum þá verður að taka tillit til þeirra sérkenna sem eru á íslensku íbúðarhúsnæði og íbúðarmarkaði. íbúðir á íslandi eru fáar en stór- ar og heildarstærðir og gæði hús- næðis eru með því mesta og besta á Norðurlöndum, þá fjölga íslend- ingar sér meira en aðrar norrænar þjóðir. Það sem heldur aftur af nýbyggingum er hin mikla heildar- stærð og gæði húsnæðis, en þau atriði sem hvetja til nýbygginga er hlutfallslega lítill fjðldi íbúða og mikil mannfjöldaaukning. Af þessu samanlögðu má ætla að íslendingar þurfí að byggja meira en t.d. Svíar og Danir því þar eru íbúðir hlutfallslega fleiri og íbúafjölgun minni, en heildarstærðir á íbúa svipaðar. Ekki er ástæða til að hætta sér út í neinar tölulegar spár, en þörf nýbygginga íbúða á íslandi virðist enn vera nokkur og ætti ekki að minnka mikið á næstu árum ef miðað er við þróun á Norðurlöndum. Höfundur er hagfræðingur hjá Fasteignamati ríkisins.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.