Morgunblaðið - 03.03.1989, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 03.03.1989, Blaðsíða 6
6 B MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. MARZ 1989 --.- ' ........ 1 ------------------------ 1 ' • -■■■■■■■.................x.....-T" 1 T ......TffPTT ' ■ ' Bjórinn er ósköp meinlaus, allt að því hollur segja sumir og náttúru- lega allt annað að kneyfa slíkan mjöð heldur en að stúta sig á brennivíni. Það eru eflaust margirsem hugs- uðu sem svo þeg- ar þeir litu með velþóknun og eft- irvæntingu til 1. mars. En staðreyndin er sú að bjór er áfengi rétt eins og sterk vín. Það er alveg sama hvort drukkin erein bjórkrús eða einn sterkur drykkur, áfengismagnið er það sama. Ófrísk- ar konur þurfa því að bíða í nokkrar vikureða mánuði með að teyga ölið því eins og dr. Ann P. Streissguth segir: „Ófrísk kona drekkur ekki einsömul og þó afleiðingarnar verði ekki afdrifa- ríkar fyrir verðandi móðurfái hún sér í glas kann fóstrið hennar ævilangt að bíða skaða. DREKKUR ALDREI EINSÖMUL börnum í gegnum þjóðfélagið." Þegar farið er að spyrja dr. Ann hvort eitthvert skeið meðgöngu sé viðkvæmara en annað segir hún að svo sé raunar ekki. „Skað- inn er að nokkru háður því á hvaða skeiði fósturlífsins alkóhól kemst í vefi þess, en fyrstu þrír mánuðir meðgöngunnar skipta miklu. Fram að 36. viku er taugakerfi fóstursins að myndast svo með- gangan öll er næm fyrir áhrifum alkóhólsins." Öruggast að drekka ekkert áfengi En hvar eru mörkin. Skaðar að drekka eitt rauðvínsglas eða taka kokteil við þannig tækifæri? „Það er kannski vert að byrja á því að taka það fram að börn þeirra kvenna sem neyta áfengis á meðgöngutíma fæðast ekki öll andlega eða líkamlega sköðuð og líkurnar aukast eftir því sem meira er drukkið. Hinsvegar eru konur og fóstur mismunandi og ómögu- legt að segja hvað á við fyrir heild- ina. Á meðan börn alkóhólista fæðast heilbrigð gæti barn konu sem drekkur í meðallagi fæðst með einkenni." Þungaðar konur eiga ekki að drekka bjór „Engar rannsóknir hafa farið fram hér á landi á tíðni áfeng- isskaða á fósturskeiði, en sfðustu tólf til fimmtán árin höfum við haft vakandi auga fyrir einkennum um þetta,“ segir Atli Dagbjartsson barnalæknir þegar hann er inntur eftir börnum hérlendis sem hlotið hafa skaða af völdum áfengisneyslu móðurinnar. „Við vitum með nokkurri vissu um þrjú börn hér á landi sem hafa skaðast af áfengisneyslu móður- innar síðustu tólf árin. Við vitum ekki hversu mörg börn, sem eiga við ýmis andleg vandamál að stríða síðar á lífsleið- inni, svo sem námsörðugleika, hafa skaðast af völdum alkóhóls á meðgöngu." — Þau þrjú börn sem skaðast hafa hérlendis undanfarin tólf ár — voru þau börn alkóhólista? „Já, mæður þeirra drukku mjög mikið á meðgöngutímanum." Það kemur fram hjá Atla að þetta er miklu lægri tala en í ná- grannalöndunum, í Svíþjóð fæðist ^ til að mynda eitt barn af hverjum sex hundruð og fimmtíu með skaða af völdum áfengisneyslu móðurinnar, í Bandaríkjunum eitt af hverjum sjö hundruð og fimmtíu og í Frakklandi eitt af hverjum níu hundruð. „Öllum ber saman um að hjá okkur ætti tíðnin að minnsta kosti að vera fjögur börn á ári. Svo er greinilega ekki." — Hver er skýringin á þessu? „Ef til vill er það svo að þau eru raunverulega faérri, en hvernig stendur á því er ekki gott að svara. Hinsvegar hefur hver þjóð sína vín- menningu og við höfum haft öðru- vísi vínmenningu en flestar þjóðir, íslensku fylleríin eru sér fyrirbæri Líkamlega og andlega vansköpuð börn Hún segir að versti skaðinn sem getur hlotist af völdum áfengisneyslu verðandi móður sé fósturlát eða andvana fætt barn. Ef fóstrið hinsvegar lifir og fæðist í heiminn getur það orðið líkam- lega vanskapað og ekki heilt and- lega. „Líkamlegu einkennin eru þau að þörnin eru smá og létt og höf- uðið er líka í smærra lagi. Oft er um vanskapnaði að ræða svo sem hjartagalla, klofinn góm, óeðlilega lítil augu, aflögun á andlitpbeinum og báðum kjálkum, þunnar varir, og nefið stutt og hafið upp að framan. Andlegi skaðinn sem áfengið veldur kemur oft ekki fram fyrr en seinna, sum barnanna verða ÁFENGISLAUS MEÐGANGA ÖRUGGASTA LEIÐIN sannað með dýratilraunum og faraldursfræðilegum rannsókn- um. „Það hefur verið sýnt fram á að áfengi (ethyl alcohol) er eitur- efni fyrir fósturfrumur." þroskaheft, taugaveikluð eða ein- kennin koma fram í skóla með skertri einbeitingu og athygli." Skaðinn er varanlegur „Við höfum haft tækifæri á að fylgjast með börnum síðan árið 1973," segir dr. Ánn, „og í Ijós hefur komið að skaðinn sem börn- in hljóta er varanlegur. Eitt af hverjum 750 börnum sem fæðast í Bandaríkjunum eru með einhver einkenni um alkóhólskaða á fóst- urskeiði. Af þessum sökum erum við nú að reyna að leita einhverra lausna fyrir þessi börn í Banda- ríkjunum. Við einbeitum okkur nú því að finna leiðir til að hjálpa þessum Verðandi mæður sem þetta lesa hafa kannski tekið glas af áfengi og fá nagandi samviskubit. Er ástæða fyrir konu sem dreypir á áfengi eða bjór að hafa áhyggj- ur? „Eftir því sem móðirin drekkur meira aukast líkurnar á að eitt- hvað komi fyrir. Það er mjög ólík- legt að eitt glas af áfengi valdi varanlegum skaða á fóstrinu en ráð mitt til kvenna er engu að síður að hætta áfengisneyslu strax og þær vita eða hafa grun um að þær séu barnshafandi. Best er að drekka alls ekki áfengi á meðgöngutíma. Það er öruggasta aðferðin." Það þekktist á árum áður að konum var gefið vín til þess að halda fóstri. Hvað hefur dr. Ann um það að segja? „Það er sem betur fer úr sög- ryrir skömmu var stödd hér á landi Ann P. Streiss- guth, sem er doktor í barnasál- fræði og starfar sem prófessor við Washington State-háskólann í Seattle í Banda- ríkjunum. Auk þess sem hún kennir við skól- ann hefur hún allargötursíðan árið 1973 unnið við rannsóknir á áfengisneyslu á meðgöngutíma. Ann var hér í boði heilbrigðis- ráðuneytisins vegna komu bjórsins, flutti hún fyrirlestra og aðstoðaði heilbrigðisráðu- neytið við gerð forvarnarbækl- inga sem eiga að koma út á næstunni. Við á Dag- lega lífinu hitt- um dr. Ann að máli og inntum hana eftir niður- stöðum sem fengist hafa á áfeng- isneyslu kvenna á meðgöngu. „Ef ófrísk kona drekkur áfengi gerir fóstrið hennar það !íka,“ segir hún. „Nokkrum mínútum eftir að móðirin hefur drukkið streymir áfengið um æðar fóst- ursins í jafnmiklum mæli og hjá móðurinni. Móðurhlut- verkið byrjar á meðgöngu Líklega vakn- ar móðirin hin hressasta að morgni og áfengisdrykkjan hefur engin var- anleg áhrif á hana. Hinsveg- ar gæti málum verið öðruvísi háttað hjá fóstr- inu hennar í móðurkviði. Það getur hlotið varanlegan skaða vegna áfengisdrykkju móðurinnar." Þetta segir Ann að sé marg-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.