Morgunblaðið - 03.03.1989, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 03.03.1989, Blaðsíða 7
31 SfiAM •« }(l]0/aUT8Ó'j qf(].A JglftmgM - MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. MARZ 1989 ii i) B 7 Dr. Ann P. Streissguth unni, að minnsta kosti í Banda- ríkjunum, enda að mínu áliti hrein fjarstæða. Bjór er áfengi Nú drekka konur gjarnan pilsn- er á meðgöngu. Hvað með bjórinn sem nú er kominn til íslands? „í rannsókn sem gerð var í Seattle í Bandaríkjunum var fólk spurt um áfengisneyslu sína. Kom í Ijós að stór hluti þessa fólks hélt að bjórinn skaðaði ekkert þó að það vissi að áfengi væri í bjórn- um. Ég tel að þetta sé mjög mikil- vægt fyrir ykkur íslendinga að hafa í huga núna þegar farið er að selja sterkan bjór. Bjór er áfengi. Það er sama hvort drukkinn er einn sterkur drykkur eða ein bjór- dós, áfengismagnið er það sarna." Viðvaranir á áfengisflöskum Dr. Ann hefur eins og áður kom fram í fjölda ára unnið að rann- sóknum og einnig starfað að fyrir- byggjandi aðgerðum. Hvernig og ekki kannski eins mikið neytt dagsdaglega. Ennfremur má segja að hér hef- ur aldrei þótt fallegt að sjá van- færa stúlku með glas í hendi. Þetta hefur tilheyrt okkar menningu, trúi ég. Ef til vill höfum við haldið uppi forvörnum með okkar víkingseðli. Hitt er annað mál að lítið hefur verið gert af því að kynna þessa hættu á íslandi," segir Atli. Hann bendir á að nokkrar greinar hafa verið skrifaðar á undanförnum árum og í mæðraskýrslum er spurt eftir því hvernig sé með áfengis- og tóbaksneyslu. Annar hefur áróðurinn ekki verið. hefur þetta starf gengið í Banda- ríkjunum? „Það var ósköp erfitt í byrjun. Ég fékk óbilandi áhuga á þessu árið 1973 og ákvað að eyða tíu árum í að rannsaka og vinna að fyrirbyggjandi aðgerðum. Ég hélt upphaflega að mér myndu duga tíu ár en ég ákvað svo að bæta tíu árum við og verð að sjá hvað kemur út úr því. Þegar ég byrjaði á þessu starfi mínu voru það 81% kvenna sem drukku áfengi á meðgöngutíma. Sex árum seinna hafði talan lækk- að verulega eða allt niður í 42% og það var mjög uppörvandi. í fyrstu var alls ekki auðvelt að koma skilaboðum áleiðis og það var í raun ekki fyrr en æðsti mað- ur heilbrigðismála í landinu mælti með bindindi á meðgöngu að hjól- in fóru að snúast okkur í hag. Með árunum hafa málin verið að þróast til betri vegar, ýmis fylki og borgir hafa sett þær reglur að allsstaðar sem hægt er að kaupa vín verði að hanga viðvörun til verðandi mæðra þar sem segi að hættulegt sé að drekka áfengi á meðgöngu. í mörg ár hefur verið barist fyrir því að fá flöskur merkt- ar með viðvörunum. Áfengisiðn- aðurinn er mjög sterkur í Banda- ríkjunum og hefur tekist að þagga þetta niður í mörg skipti. Það var hinsvegar nú í haust að samþykkt var í þingi að áfengisflöskur skyldu merktar með límmiðum þar sem skýrt væri frá því að áfengi væri hættulegt fóstrum. Það kom í Ijós að ástæða var fyr- ir því. Fjórar mæður hafa lögsótt áfengisinnflytjendur og framleið- endur vegna þess skaða sem börn þeirra hafi orðið fyrir vegna áfengisneyslu. Þær drukku að vísu vínið en halda fram að áfeng- isframleiðendurnir hafi vitað að vínið væri skaðlegt börnunum og þeir jafnvel barist gegn viðvörun- armiðum á flöskum. Þeim varð Ijóst að með þessu móti gætu þeir farið að tapa meira fé ef þeir merktu ekki flöskur sínar. Niður- staðan varð því svo að í lok þessa árs eiga allar áfengisflöskur í Bandaríkjunum að vera merktar með viðvörunum. Tvennskonar límmiðar verða á flöskunum sem velja má um, annar að áfengi sé skaðlegt verðandi mæðrum og hinn að það sljóvgi og deyfi neyt- andann." Áfengisneysla föðurins Skiptir máli hvort faðirinn drakk áfengi þegar framleiðsla sæðis- fruma átti sér stað eða við getn- að? „Ýmislegt bendir til að það hafi þýðingu en enn hafa engar nógu ýtarlegar rannsóknir verið gerðar á því," segir dr. Ann, en hinsvegar bendir hún á að um þessar mundir standi yfir um- fangsmiklar rannsóknir á þessu viðfangsefni við háskóla í Banda- ríkjunum. Texti: GRG - SEGIR ATLI DAGB J ARTSSON BARNALÆKNIR Þar sem bjórinn flæðir nú yfir landann er ekki úr vegi að spyrja Atla að lokum hvort vanfærar kon- ur verði ekki að bíða með að teyga ölið. Hann segir að þrátt fyrir þá skoðun sína að þegar til lengdar lætur muni þetta bjórleyfi sem nú hefur fengist á íslandi draga úr heildarneyslu áfengis og gera að verkum að minna verður drukkið af sterkum vínum þá sjái hann hættuna sem fyrir hendi er á að ófrískar konur átti sig ekki á því að bjór er áfengi. „Þungaðar konur eiga hreint ekki að drekka bjór. Um leið og kona hefur minnsta grun um að hún sé barnshafandi á hún að hætta allri áfengisneyslu og bjór- neysla er þar með talin." Mérfinnst útsýnib ^Esjunnar ^stórkostlegt Að aðlagast aðstæð- um er ekki alltaf sjálf- gefið. Það vekur því aðdáun og um leið for- vitni þegar eiginkonur diplómata ná að feiia menntun sína og áhugasvið að lífinu í landinu. Ein þeirra sem það hefur og á aðdáun- arverðan hátt, er f rú Patricia Chapman sendiherrafrú Breta. Frú Chapman er kenn- ari og fornleifa- fræð- ingur að mennt, hún var að setja saman pottabrot, er okkur bar að garði breska sendi- ráðsins einn sólbjartan dag fyrir skömmu. Við uppgröft í Viðey „Ég ætlaði ekki að trúa mínum eigin augum þegar ég sá þessi 17. aldar pottabrot við uppgröftinn í Viðey," sagði hún á sinn hægláta hátt en full eld- móðs. Hún sýndi okkur brotin og sagði að þau væru úr skaft- potti sem hafi komið hingað frá Hollandi á 17. öld með hollensk- um hvalföngurum, sem að líkind- um hafa notað eldhúsáhöld i verslun við íslendinga. „Ég þekkti strax þessa tegund pottabrota frá því ég var við rannsóknir í Haag í Hollandi á fornmenjum frá 17. öld, þessi brot eru nákvæm- lega eins," sagði hún og benti um leið á upphleypta mynd í gler- ung leirsins. Frú Chapman var einn þeirra fornleifafræðinga sem vann við fornleifarannsóknir í Viðey í sum- ar. „Ég var mætt klukkan 8 á morgnana til að taka bátinn til Viðeyjar hvenær sem ég gat því við komið," sagði hún, „og mér finnst ég hafi lyft þar nokkrum tonnum af íslenskum jarðvegi er við unnum í kapp við jarðýturnar, en þannig var það einnig í Haag. Slík starfsaðstaða er nokkuð ein- kennandi fyrir fornleifauppgröft í dag. Oft finnast gamlar menjar undir grunnum húsa sem fara á að endurbyggja og reynist þá oft vera knappur tími til rannsókna. Fornleifarannsóknir eru líka mjög dýrar. Það má því segja að forn- leifauppgröftur nú til dags sé oft einskonar björgun. í Viðey held ég að við höfum gert eins vel og hægt var á þeim tíma sem okkur var gefinn." Víkingatíminn í Englandi „Við komum sem sagt hingað frá Hollandi," sagði frú Chap- man, „það var mjög áhugavert og ekki síst vegna tungumálsins sem er á margan hátt svipað enskri tungu og þegar ég svo kom hingað og heyrði þetta gamla mál víkinganna, þá voru mér Ijós áhrif máls þeirra á ensk- una." Chapman-hjónin áttu mikinn þátt í að fá hingað til sýningar Morgunblaðið/Bjami Frú Patricia Chapman kannar pottabrot frá uppgreftrinum í Viðey. forna muni frá Jórvík eða York á Englandi, þar sem víkingarnir höfðu aðsetur um 250 ára skeið eða fram undir 1066. Almennt höfum við lítið vitað um þetta tímabil, eða kannske ekki vilja vita vegna lýsinga í fornum ritum á grimmd þessara fornu víkinga. Við ræddum í sambandi við þetta tímabil um tengsl sagn- fræði og fornleifafræði. „Þessi fræði eru ekki alveg þau sömu," sagði frú Chapman, „í mörgum tilvikum segir sagan eitt en forn- leifarannsóknir sýna hlutina tals- vert aðra. Hver sá sem ritar sög- una getur ekki komist hjá því að skrifa hana út frá eigin sjónar- horni og er hún því sjaldnast hlut- laus. Það kemur kannske gleggst í Ijós í viðhorfum Englendinga gagnvart víkingunum. Munkar rituðu frásagnir af árásum víking- anna og lýstu því hve hræðilegir ofbeldismenn þeir voru, en klaustur þeirra urðu fyrst til að verða fyrir árásum. En það kem- ur í Ijós þegar farið er að vinna að uppgreftri á stað eins og Jórvík að víkingarnir voru, eftir að þeir höfðu komið sér fyrir, mjög starfsamir hagleiksmenn og stunduðu kaupmennsku. ( gegnum fornleifarannsóknir kemur einnig í Ijós að þeir hafa haft friðsamleg samskipti við þá sem fyrir voru í landinu. Þarna hefur fornleifafræðin komið fram með gjörólíka mynd af þessu tímabili." Víkingunum tókst mjög fljótt að aðlaga sig aðstæðum og sagði frú Chapman að það hafi komið fram á tvennan hátt, ann- ar var að þeir lærðu að höggva út stein fyrir grafreiti, það höfðu þeir ekki þekkt áður, en legstein- ar voru hluti af kristnum siðum sem þeir hafa tekið upp. Víking- arnir voru í upphafi heiðnir en mjög fáar heiðnar grafir hafa fundist í Englandi. Hinn þátturinn var tungumálið. Það er til áletrun yfir kirkjudyrum í Kirkdale sem augljóslega greinir frá víkingi, og er þar letrað nafn hans, Orm Gamalsson. í áletrunin kemur fram að þeir hafa þá þegar aðlag- að sig þeirri mið-ensku sem þá var töluð, en áletrunin er frá um 100 árum eftir að þeir höfðu tek- ið sér bólfestu á Englandi. Hve mikil voru áhrif víkinganna á engilsaxneska tungu? „Þau voru mjög mikil," sagði frú Chapman. „Aðaláhrifin voru í þá átt að einfalda enska mál- fræði. Sagnir eru af víkingnum í Jórvík er hann ræðir viðskipti við Engilsaxa sem vildi selja honum kerru og hest. Víkingurinn var aldrei viss um hvort heldur um var að ræða einn hest og tvær kerrur eða tvo hesta og eina kerru. Þessi misskilningur kom upp vegna þess að málfræðin í tungumálum þessara beggja að- ila var ekki sú sama. En til að auðvelda samskiptin byrjuðu Engilsaxar að einfalda málið og lögðu þeir áherslu á orðaröð fremur en málfræðiendingar og varð úr síðar mið-enska. Þannig urðu áhrif þeirra mjög mikil og það eru fjölmörg orð í ensku sem eru frá víkingum komin, má þar nefna orð eins og booth=búð, door=dyr, down=dúnn og fleiri." Nú er vitað að margir víking- SJÁ NÆSTU SÍÐU

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.