Morgunblaðið - 03.03.1989, Side 5

Morgunblaðið - 03.03.1989, Side 5
4 B MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. MARZ 1989 MORGUNBLAÐIÐ FÖPTUDAGUR 3. MARZ 1989 B 5 - Islensk hönnun Form ísland, félag áhugamanna um hönnun, mun ásamt húsgagnaframleiðendum gangast fyrir hönnunardegi í Reykjavík 9. mars næstkomandi. Slíkur dagur var haldinn ífyrsta skipti fyrir ári síðan, en markmiðið með honum er að kynna íslenska hönnun og framleiðslu og koma henni á framfæri. íslenskir húsgagnaframleiðendur eiga nú um 90% í skrifstofumarkaðnum, en þeim hefur ekki gengið eins vel að ná til fólks með íslensk heimilishúsgögn. Níu framleiðendur og fyrirtæki kynna nýjungar sínar á sviði húsgagnaframleiðslu á hönnunardeg- inum að þessu sinni. Þau framleiða skrifstofu- og stofnanahúsgögn, svefnherbergishúsgögn, eld- húsinnréttingar, og önnur heimilishúsgögn. Fyrir- tækin eru Bíró hf., E.E. húsgögn, Axis hf., Kristján Siggeirsson hf., Steinar hf., Stálhúsgögn, Epal og Gamla Kompaníið, öll með innlenda framleiðslu. Álafoss kynnir áklæði fyrir húsgagnaiðnað og Casa kynnir erlendar nýjungar í húsgagnaframleiðslu. Ráðgert er að afhenda viðurkenningu á Kjarvals- stöðum þennan dag til hönnuðar sem að mati sérstaklega skipaðrar verðlaunanefndar hefur sýnt áhugaverðustu nýjungina þetta árið. MEO nlocca-stóllinn er hannaður af Pétri B. Lútherssyni, en fram- leiðandi er Steinar hf. Stálhúsgögn. Grind stólsins er ýmist krómuð eða nælon- húðuð, en bakið er úr beyki, ýmist lituðu eða ólituðu. Seta stólsins er krossviður með álímdum svampi, klædd áklæði, leðri eða leðurlíki. A rco-stóllinn frá Stálhúsgögnum er hannaður af Svisslendingn- um Paul Tuttle. Stóllinn er úr stáli og ieðri. mocca-borðin eru einnig frá Stálhúsgögnum. Fæ- turnir eru með krómuðum eða nælonhúðuðum rörum, festum við á stálplötur við gólf og borð- plötu. Platan er ýmist klædd harðplasti, Mnól- eumdúk eða spónlögð. Hönnuður er Pétur B. Lút- hersson. ukápur úr Ma5m^Mff?Tfrá Axis hf., sem hægt er að snúa. Hann er úr Ijósum aski og hvítmálaður fyrir bað eða einstaklingsherbergi. Hönnuður hans er Pétur B. Lút- hersson. utóll úr formspenntum viði, seta og bak eru úr sérstöku teygju efni frá Kristjáni Siggeirssyni. Hönnuður er Pétur B. Lúth ersson, húsgagnaarkitekt. dtóil í stíl við sófann frá Epal gerður af sömu hönnuðum og einnig málaður af Tolla. ramleiðandi þessa sófa er Epal hf. Hönnuðir eru Guðrún Margrét Ólafsdóttir og Oddgeir Þórðar- son, en sófinn var síðan málaður af Þorláki „Tolla“ Kristinssyni. Leikfimi Teygjuæfingar fyrir háls, herðar og brjóstkassa Daginn er tekið að lengja og vorhugur kominn í marga. Því er um að gera fyrir þá sem ekki eru þegar á fullu- í leikfimi að taka sig nú taki og gera æfingar annaðhvort í vinnunni eða heima til að fá líkamann í lag fyrir sumarið. Við munum af og til fram á sumar fá til liðs við okkur leiðbeinendur til að kenna æfingar þeim sem ekki stunda reglulega leikfimi með kennara. Að þessu sinni er það Hafdís Árnadóttir í Kramhúsinu sem leiðbeinir með æfing- ar fyrir háls, herðar og brjóstkassa. Hún segir að æfingarn- ar séu ætlaðar byrjendum. Þær eru byggðar upp þannig að allir ættu að geta gert þær eftir myndunum án þess að hafa kennara á staðnum. Hafdís bendir á að hjá óvönu fólki sé vöðvabólga algeng- ur kvilli, þ.e. stífir vöðvar í öxlum, hálsi og baki og því henti þessar æfingar ágætlega. Að lokum telur hún vert að benda þeim á er stunda æfingar heima að synda líka eða ganga rösklega. Það er Ólöf Ingólfsdóttir sem gerir æfingarnar á mynd- unum. grg 1. Sitjið á stól með beint bak og hallið höfði á ská fram og leggið kjálkabein við viðbein. Hendi er stutt á höfuðið en armurinn á að vera slakur. 2. Hendin er sett undir stólsetu og síðan á að halla sér til hliðar og slaka á hálsi. Sitja á með beint bak. Öruggt er að gera æfinguna í 20 til 30 sekúndur og hrista axlir vel á milli, á undan og eftir æfingum. 3. Standið fyrir framan gluggasyllu eða hurð- arkarm og seilist með hægri hendi í karm eða syllu vel fyrir ofan axlarhæð. Stígið stórt skref fram með hægri fót og beinið þunga á brjóstvöðva. Gætið þess að fetta ekki bak. 4. Krjúpið og togið mjaðma- grindina aftur. Seilist með arma fram og slakið á öxlum. Forðist að setja olnboga í gólf. 6. Seilist á ská fram með hægri arm og setjið hægri fót eins langt til vinstri og hann kemst. Slakið á axlarlið og forðist að missa olnboga í gólf. Þorkell 5. Krjúpið áfram en hafið nú olnboga beint út frá öxlum og látið fingur vísa inn. Beinið þunga á brjóstvöðva og reynið að slaka vel á milli herðablaðanna.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.