Morgunblaðið - 18.03.1989, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 18.03.1989, Qupperneq 4
4 B MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. MARZ 1989 Þú heldur kannski að þú eigir frí á sunnudögum Nokkrir íslenskir gítarleikarar halda tónleika í ís- lensku óperunni næstkomandi mánudagskvöld til heið- urs Gunnari H. Jónssyni, gítarleikara, vegna sextugs- aímælis hans. Gunnar hefur verið kennari flestra þeirra ungu gítarleikara semí dag eru í mestum metum. Meðal þeirra eru Símon ívarsson, Arnaldur Arnarson, Einar Kr. Einarsson, Erik J. Mogensen og Kristinn H. Arnason — og munu þeir allir koma fram á tónleikunum. Það var ákveðið í byrjun febrúar að spjalla Iítillega við Gunnar í tileftii af tónleikunum og fáeinum vikum seinna var hafíst handa við að egar ég hafði rakið fyrir honum eltingaleikinn spurði ég hvað hann ■Mtt kenndi á mörgum stöðum. „Eg kenni í sjö skólum, en er þó nærri í fríi núna — miðað við það sem var í Reykjavík. Enda var það nú svo að þegar ég sótti um gítarkennslu hjá Josep Felz- man á sínum tíma fékk ég þvert nei. Svo ætlaði hann að loka hurð- inni, en ég hafði haft vit á að skella fætinum milli stafs og hurð- ar, þannig að hann varð bara að klemma hann ef hann vildi ekki kenna mér. Þegar hann sá að mér varð ekki haggað sagði hann: „Nú jæja, komdu þá inn. En veistu að það sem þú ert að biðja um, ungi maður, er að verða þræll alla ævi. Þú heldur kannski að þú munir eiga frí á sunnudögum, en ég get sagt þér að svo verður ekki.“ Hann gerði mér grein fyrir því að ég gæti tæplega orðið §öl- skyldumaður, þetta tæki allt sem ég ætti. Hann sagði að hinn al- menni mælikvarði væri að ég gæti orðið þolanlegur á báðum vígstöðvum. Ef ég yrði góður tón- listarmaður væri alveg öruggt að ég yrði aldrei almennilegur eigin- maður — og ég mundi líklega skilja. Eg er skilinn — en ekki veit ég hvort ég er góður tónlistarmað- ur. En ég er á hlaupum. Einn dag, í fyrra, þegar ég kom heim úr vinnunni, sagði sonur minn, þá íjögurra ára: „Hver er þessi maður eiginlega." Það sýnir kannski best að Feldzman hafði rétt fyrir sér.“ En nú ert þú starfandi tónlist- armaður auk kennslunnar... „Já, ég hef leikið með Kammer- sveit Akureyrar og í Leikhús- hljómsveitinni. Nú svo kemur fyr- ir að ég spila með hinum og þess- um; harmonikkukörlum og lúðra- sveitum, ef vantar mann.“ Af hveiju fluttist þú norður? „Ég veit það varla. Ég held ég hafi þurft á því að halda, því ég var orðinn mjög þreyttur. Það var lítið um gítarkennara í Reykjavík, á meðan ég var þar, þó eitthvað að aukast þegar ég fór. Ég fékk að jafnaði 150-200 símhringingar á viku, frá fólki sem vildi komast í gítarnám. Ég vann þrefalda kennslu og það er mjög erfitt, því þetta er mikið einbeitingarstarf. Tuttugu tímar á viku er talið al- veg nægilegt verkefni. Annars spiluðu mörg atriði saman í þess- ari ákvörðun. Ég var búinn að vera lengi þarna og ég held að það sé ekkert gott að sami maður- inn sitji lengi í nokkrum stól.“ Nú hefur þú kennt mörgum fremstu gítarleikurum okkar. Voru þeir allir mjög efnilegir þeg- ar þeir hófu námið? „Njah .. Þetta var svona upp og ofan. Það hafa líka margir komið til mín efnilegir og farið óefnilegir. Ég man eftir einni stúlku sem var óttalegur trassi, en mjög músíkölsk. Einhverra hluta vegna komst hún ekki inn í skólann þeg- ar hún sótti um og ég samþykkti að taka hana í einkatíma. Én það gekk ekkert með hana. Svo þegar kom að því að gera upp, sagðist ég ekki vita hvað hún ætti að borga, því hún hefði ekki lært neitt hjá mér. Hún sagðist eigin- lega eiga að borga tvöfalt, því það hlyti að vera svo mikið auka álag að hafa svona nemanda. En ég sagði þá að eiginlega ætti ég að borga henni; hún væri meistari minn, því hún hefði kennt mér mikla þolinmæði. Ég hefði lært heilmikið hjá henni, hún ekkert hjá mér. Önnur stúlka var hjá mér. Hún var dúx í stærðfræðideild. Námið gekk mjög vel og þegar ég var búinn að kenna henni 2/4 og ætl- aði að kenna henni 6/8 þvemeitaði reyna að ná í manninn. En það var hægara sagt en gert. Ekki af því hann býr á Akureyri, heldur var hann aldrei heima. Hringt var í Tónlistarskólann, sem sagði að hann væri í Laugalandi, sem sagði að hann væri í leikhúsinu, sem sagði að hann væri í Hrafha- gilsskóla, sem sagði að hann væri alveg úti í hinum enda... ... og þannig gekk það dögum saman. Þar til einn daginn að síminn hringdi, Gunnar á línunni, hafði frétt að ég væri að reyna að ná sam- bandi við hann. Og nú var hægt að hafa viðtal. Rœtt við Gunnar H. Jónsson gítarleikara hún; þetta gerði hún ekki, því þetta væri sami hluturinn. Ég sagði, jú, jú, vissulega, nema að núna teldum við áttunduparta. Ég tók mörg dæmi fyrir hana, til að sýna henni um hvað ég væri að tala. En hún var líka mikill rökfræðingur og við deildum vel og lengi. Það hrein ekkert á henni. Svo ég ákvað að láta hana tala. Hún hélt heillanga ræðu og klykkti út með vel völdum orðum. Ég horfði út um gluggann drykk- langa stund — og sagði svo: „Ef þú sæir þijá dverga ganga hérna framhjá, mundir þú þá segja að þar færu þrír menn?“ Þá settist hún niður og fór að æfa sig eftir því sem ég sagði henni til. Einu sinni var ég með litla stúlku sem var mjög þvermóðsku- full. Hún vildi ekki fara eftir regl- unum og þurfti að læra að binda saman tóna. En hún vildi alltaf stökkva á milli þeirra, alveg sama hvað ég sagði. Ég sagði henni að þetta væri eins og að ganga, maður yrði alltaf að standa í ann- an fótinn. Hún þrætti. Þá sagði ég henni að standa upp, sem hún og gerði. Þá sagði ég henni að lyfta upp vinstra fæti — og hún gerði það. Þá sagði ég henni að lyfta upp hægra fæti líka ... Þarmeð settist hún niður og fór að æfa sig.“ Verður þú ekki viðstaddur tón- leikana á mánudagskvöldið, þrátt fyrir annríkið? „Ég vona að ég komist. Ætli veðurguðimir ráði ekki mestu um það. En þeir í leikhúsinu ákváðu að hafa tvær sýningar á Emil í Kattholti á sunnudag, svo ég kemst ekki fyrr en á sunnudags- kvöldið. Tónlistarmaður ræður svo ægi- lega lítið jrfir lífi sínu. En það er gæfa að fá að kynnast svo mörgu greindu og skemmtilegu fólki sem ég geri í minni vinnu og maður fær allt til baka sem maður gef- ur. Maður er alltaf að vinna með vitundarsvið fólks og til þess þarf að beita öllum tiltækum ráðum, eins og þú sérð á sögunum sem ég var að segja þér.“ .Ertu eini gítarkennarinn á Ak- ureyri? Nei, nei. Við emm tveir — og báðir alveg á kafi. Það er kannski dálítið mér að kenna. Við höfum verið að gera dálitla tilraun hérna, í sambandi við gmnnskóla og tón- listarkennslu. Eg hef lengi haft mjög mikinn áhuga á því að færa tónlistina inn í gmnnskólana. Þar geta þeir komið sem telja sig hafa áhuga á að læra á hljóðfæri, og geta gert það í tengslum við skóla- daginn. Mér finnst það ekki vera hlutverk tónlistarskólanna að vinsa úr, segja hvað er A og hvað B. Það kemur fljótlega í ljós hvort nemandi hefur raunvemlegan áhuga, eða hvort hæfileikar hans liggja jafnvel annars staðar. Krakkarair geta bara skroppið úr tíma til að fara í músíkina, og það er ekki alltaf sami tíminn. Ef þau em í Tónlistarskólanum, þurfa foreldramir kannski að koma með þau fjórum sinnum í viku; í tvo einkatíma, tónfræði og í hljóm- sveitartíma. Þar ém líka tónleikar á hveijum laugardegi, svo þetta getur orðið oftar. Þegar þau verða eldri bætist svo við tónlistarsaga, tónheym og fleira. En þá geta þau yfirleitt komið sér sjálf.“ En hvers vegna fórstu að læra á gítar? „Ég fór fyrst og fremst að læra á fiðlu, en kennarinn minn setti mig í gítamám. Hann vildi að ég lærði á annað hljóðfæri með fiðl- unni, helst píanó, orgel eða gítar. Ég spurði með hveiju hann mælti og hann sagði „gítar“. Það gæfi mér mestu atvinnumöguleikana. Ég fór bara eftir þeim leiðbeining- um. En auðvitað var þetta talin klikkun. Það var ekki mikið um að vera hér í tónlistarlífinu. Ég man að ég keypti nótnastatív, það eina sem til var í Reykjavík, á 96 krón- ur, en þá var almennt tímakaup um átta krónur á tímann. Fáum ámm síðar komu út frægar gíta- ræfíngar í París. Þær kostuðu 600 krónur og þá hafði ég 1.800 krón- ur á mánuði. Það vom svo fáir gítarleikarar í heminum. Það þurfti að handgrafa nótur í málm- plötur og þetta var gefið út fyrir svo fáa, að þeir þurftu að að borga brúsann. Nú kostar þetta nánast ekki neitt og flestir stela afriti af þessu — eins og ekkert sé. Og veistu, eftir að ég keypti þetta nótnastativ voru þau ekki til í Reykjavík í eitt og hálft ár. Én ég ætlaði nú reyndar aldrei að verða gítarkennari. Svo var það árið 1956, þegar Félag íslenskra hljómlistarmanna stofn- aði tónlistarskóla, að þeir höfðu þá trú að ég gæti kennt. Svo auglýstu þeir bara að ég yrði kennari hjá þeim án þess að tala við mig. Þeir töldu sig þekkja mig það vel, að ég myndi ekki segja nei, þegar búið væri að bóka hjá mér nemendur. Þeir notuðu aðferð kerlingarinnar sem sagði: „Það hlýtur að vera satt, það stendur í blöðunum." En nú færðu að sjá afrakstur- inn af erfiðinu. “Já. Mér finnst ákaflega gaman að þeir skuli vilja halda þessa tón- leika. Bæði fyrir mig og aðra. Það verður fróðlegt að sjá þá saman komna þessa kvöldstund. Ég vona bara að þeir spili mjög ólíkt. Ef þeir spila allir eins verð ég að taka þá í bakaríið. Þetta er mitt tækifæri til að sjá hvort öll þessi vinna hefur verið til einhvers.“ Viðtal/Súsanna Svavarsdóttir Eitt er getað haldið þessu aðskildu og það hefur ekki verið mjög erfitt. Það er dálítið sterkt í myndlistarmönn- um að leikhúsið gleypi þá — þeir smitist af bakteríunni, en það tmfl- ar mig ekki,“ segir hann. Kannski er það vegna þess að leikmyndir hans tengjast skúlptúrnum sterkari böndum en málverkinu. Einkenni á leikmyndum Grétars er sterk til- xinning fyrir öllu rýminu annars vegar og þeim þrívíðu möguleikum hins vegar sem leikhúsið býður þannig hugsandi leikmyndateiknur- um. Grétar tekur undir þetta og segist hugsa leikmyndir sínar á sömu nótum og skúlptúra. „Ég full- yrti einhvern tíma um leikmyndina í Stór og smár að hún væri öll mynd skúlptúrar fyrir leikara. Leikararnir komu sjálfir inná með leikmyndina — skúlptúrana, og þeir fengu ekk- ert meira en þeir þurftu til. Einhver sagði að dramatíkin væri sterk í sumum myndanna minna. En það held ég fari nú eftir því hvort áhorf- andinn er vanur leikhúsi eða ekki.“ í sýningarskrá kemst Halldór Björn Runólfsson listfræðingur svo að orði um málverk Grétars að „ekki sé langt síðan Grétar Reynisson tók að hasla sér völl sem málari. En á þeim stutta tíma hefur list hans þróast með óvenjuhröðum hætti. Óhætt er að kalla það stakkaskipti þótt eðlið sé ávallt hið sama. Nú hafa enn gerst breytingar og lúta þær fyrst og fremst að byggingu myndanna. í stað óhaminnar og mannlægrar formteikningar er nú komin bein skipting flatarins í þijá afgerandi hluta. Að auki eru nokkr- ar myndanna samsettar. Við það verða þær höggmyndrænar og öðl- ast bæði nýja vídd og virkni.“ „Það er rétt að breyting hefur átt sér stað. Áður málaði ég eigin- lega ekkert nema fígúrur en nú eru þær horfnar úr öllum myndunum nema einni hér á sýningunni.“ Máí- verk Grétars eru stór að flatar- máli, gjarnan tveir metrar á annan veginn og metri eða meira á hinn veginn. Fyrir vikið sýnir hann ekki margar myndir að þessu sinni, átta ölíumálverk og jafnmargar teikn- ingar. „Eitt er hver mynd og annað sýn- ing,“ segir Grétar. „Það þarf kannski ekki nemá eina góða mynd á sýningu og hinar styðja hana. Það verður að vera eitthvert upphaf og einhver endir á sýningu og einn- ig verður að sjást einhver þróun frá síðustu sýningu. Undanfarin ár hef ég verið að einfalda myndirnar, ein- falda formbygginguna og vinnuað- ferðiná. Nei, vinnuaðferðin verður flóknari því að hún verður ekki eins villt og bijáluð í pensildráttunum heldur vinn ég hveija mynd oft, mála oft yfir. En á yfirborðinu virð- ist hún kannski einföld, en er flókn- ari einhvern veginn í gegn. Hið sama gildir fyrir mig í leikhúsinu. Við getum tekið leikmyndina að Hamlet sem dæmi, því þar er um mjög flókið og margbrotið leikrit að ræða en ég held að leikmyndin hafi varla getað verið einfaldari." „Þegar maður er einu sinni kom- inn í það að mála eða vinna að myndlist þá er þetta bara vinna. Maður byijar á verkefni og annað hvort hefur maður einhveija hug- mynd um verkið fyrirfram eða ekki. Ég geri aldrei skissur áður en ég byija á málverki. Ég byija með hvíta flötinn fyrir framan mig og ég margmála sömu myndina. Að hafa einhveija hugmyndafræði á bakvið, einhveija þörf til að tjá eitt- hvað ákveðið er hlutur sem ég þekki ekki. Auðvitað hefur maður þörf til að tjá sig og þetta er ákveðin tján- ingarleið.“ — En þegar þú ert búinn með nokkrar myndir einsog til dæmis þær sem eru hérna á sýningunni þá sérðu að það eru ákveðnir þætt- ir sem tengja þær saman. „Já, það gerist við vinnuna. Mað- ur dettur niður á eitthvað og heldur áfram með það — en þróun, ein hugsun, ein saga gerist ekki á ein- um fleti. Það þarf fleiri myndir til að sýna eitthvað eitt. Þannig tengj- ast myndirnar," segir Grétar Reyn- isson sem opnar málverkasýningu í Listasalnum Nýhöfn við Hafnar- stræti í dag. Sýningin stendur til 5. apríl næstkomandi. Viðtal/Hávar Sigurjónsson 1

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.