Morgunblaðið - 01.04.1989, Blaðsíða 5
4 B
4-
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. APRÍL 1989
MORGUNBLAÐIÐ ÉAUGARDAGUR 1. APRÍL 1989
B 5
Ný rödd stígur fram
á óperusviðið í
Gamla Bíói á frum-
sýningu Brúðkaups
Fígarós í kvöld. Það er Hrafii-
hildur Guðmundsdóttir mez-
zozópran í hlutverki Cherub-
inós, hirðsveins Almaviva
greifa; kómískt hlutverk og
líflegt því Cherubinó er ungur
sveinn, rétt að vakna til vit-
undar um lystisemdir ástar-
innar og fær hann ekki við
sig ráðið þegar kvenfólkið er
annars vegar og lendir í ýms-
um ævintýrum vegna forvitni
sinnar og ástarþrár.
Hrafiihildur
Guðmundsdótt-
ir í hlutverki
Cherubinos.
Morgunblaðið/Bjarni
Góð útrás fyrir
prakkaraskapinn
Hrafnhildur Guðmundsdóttir er
ættuð af Suðumesjunum, úr Garð-
inum nánar tiltekið, og hóf tónlist-
amám sitt við Tónlistarskólann í
Keflavík í píanó- og fiðluleik. Hún
lauk síðar tónmenntakennaraprófi
frá Tónlistarskólanum í Reykjavík.
Hrafnhildur hóf á svipuðum tíma
söngnám hjá Elísabetu Erlings-
dóttur við Tónlistarskóla Kópavogs
og þaðan lá leiðin í Söngdeild Tón-
listarskólans í Reykjavík og naut
hún þar handleiðslu Rut Magnús-
son. Burtfararprófi lauk hún vorið
1985. Tveimur áram síðar lauk
Hrafnhildur einsöngvaraprófi frá
sama skóla en ,þá var Sieglinde
Kahmann aðalkennari hennar.
Undanfama tvo vetur hefur Hrafn-
hildur sótt einkatíma til Sigurðar
Demetz Franssonar og síðastliðið
sumar sótti hún námskeið í ópera-
söng til Vínarborgar og naut þar
leiðsagnar Senu Jurinac. En Cher-
ubino í Brúðkaupi Fígarós er henn-
ar fyrsta óperahlutverk og Hrafn-
hildur segir að hún hafi satt að
segja aldrei komið nálægt ópera-
uppfærslu áður og því sé að mörgu
að hyggja við þessa framraun.
„Cherabinó er sextán ára strákur
í þjónustu greifans og hann er að
uppgötva ýmar nýjar kenndir innra
með sér gagnvart konum. Allt í
einu hafa konur svona mikil og
sterk áhrif á hann. Hann veit hreint
ekki hvemig hann á að vera og
ýmist roðnar eðá skelfur og er sífellt
að koma sér í einhver vandræði —
er yfírleitt staddur þar sem hann á
alls ekki að vera og er búinn að
gera greifann mjög pirraðan og
reiðan. Þegar óperan byijar þá er
greifinn eiginlega búinn að reka
hann úr vistinni, því hann hafði
komið að honum með dóttur garð-
yrkjumannsins og síðan finnur
greifinn Cherubínó undir rúmfötum
Súsönnu þjónustustúlku og þannig
gengur þetta til með ótal uppákom-
um,“ segir Hrafnhildur um hlutverk
sitt í Brúðkaupi Fígarós.
— Er hlutverk Cherabinós alltaf
leikið af konu en ekki karlmanni?
„Já, það er alltaf leikið af ungum
söngkonum — yngri en ég jafnvel.
Það er vegna þess að raddsviðið er
ætlað fyrir söngkonu og einnig
væra ungir karlsöngvarar ekki
komnir með þann þroska í röddina
sem til þarf.“
— Hvemig er fyrir konu að túlka
pilt sem er að vakna til vitundan
„Það hefur ekki reynst mér mjög
erfitt, ég get vel sett mig í hans
spor. Maður rifjar upp hvemig
maður var sjálfur á þessum aldri —
sextán ára og bætir síðan við ýmissi
reynslu sem hefur
bæst við síðan. Ég
á sjálf sextán ára
strák en hef nú
ekki getað notað
hann sem fyrir-
mynd því hann er
allt öðravísi kar-
akter en Cherub-
inó. Svo þegar
maður er kominn
í búninginn og
með fólkinu á svið-
ið þá gerist þetta
bara — maður
skiptir um og verð-
ur ekki lengur
maður sjálfur.
Cherabínó er líka
mikill prakkari í
sér og ég er sjálf
prakkari og hef
voðalega gaman
af að fá útrás í þessu hlutverki
fyrir það sem þurft hefur að bæla
niður í mörg ár því maður er orðinn
fullorðinn og getur ekki látið svona
lagað eftir sér. Nú er hægt að Ieyfa
sér það,“ segir Hrafnhildur og
hyggur greinilega gott til glóðar-
innar.
— Er Cherabínó þá einhvers
konar skemmtikraftur — hálfgert
hirðfífl jafnvel?
„Nei, hann er það nú ekki beinlín-
is,“ segir Hrafnhildur. „Það er
hægt að ímynda sér að hann hafi
verið svona lítill og sætur strákur
sem hefur alltaf verið mikið upp á
kvenhöndina og konumar hafa alla
tíð verið að dúllast með hann en
nú er allt í einu komið að því að
þær mega það alls ekki lengur."
— Er þetta erfítt hlutverk?
„Bæði og. Það er alltaf erfitt að
syngja Mozart því röddin þarf að
vera svo hrein og tær. Til að byija
með átti ég í erfíðleikum með radd-
hæðina en það hefur komið með
æfingunum. Að því leyti var það
sönglega erfitt fyrir mig. Það skipt-
ir auðvitað mestu máli að vera far-
in að lifa sig inn í persónuna, þegar
búið er að sleppa nótunum og mað-
ur er ekki alltaf að spyija sjálfan
sig hvort söngurinn sé réttur, þá
er einsog þetta spretti innanfrá og
komi af sjálfu sér. Cherabínó á tvær
- SEGIR
HRAFNHILDUR
GUÐMUNDS-
DÓTTIR
MEZZOSÓPRAN
SEIIfl ÞREYTIR
FRUMRAUN
MEÐ ÍSLENSKU
ÓPERUNNI í
HLUTVERKI
CHERUBINÓS
aríur og í þeirri fyrri er hann óskap-
lega dramatískur og lýsir skáldlega
hvemig áhrif konumar hafa á hann.
í seinni aríunni syngur hann lag
sem hann hefur samið sérstaklega
fyrir greifynjuna
og er þar að leita
ráða hjá konunum
um hvort þær til-
finningar sem
hann finni innra
með sér séu hin
raunveralega ást.“
— Hvernig er
að þreyta fram-
raun á óperasvið-
inu
„Það hefur ver-
ið óskaplega erfitt,
sérstaklega leikur-
inn, en ég hef
fengið mjög góðar
leiðbeiningar frá
leikstjóranum,
Þórhildi Þorleifs-
dóttur, og unnið
úr þeim og svo hef
ég reynt að setja
mig sem best inn í hlutverkið. Eg
þekkti reyndar hlutverkið áður því
ég var búin að læra það í fyrravor
áður en ég fór á óperanámskeiðið
til Vínarborgar. Inntökuskilyrðið á
námskeiðið var að kunna eitt ópera-
hlutverk eftir Mozart og ég valdi
þetta hlutverk. Það var hrein tilvilj-
un og um áramótin frétti ég að
íslenska Óperan ætlaði að setja upp
Brúðkaup Fígarós. Svo ég hringdi
í Garðar Cortes og lét hann vita
af því að ég kynni þetta hlutverk
og eftir prafusöng fyrir leikstjóra
og hljómsveitarstjóra varð það úr
að ég tæki að mér hlutverkið. Ég
sagði þeim reyndar að ég hefði aldr-
ei verið á sviði og vissi ekkert hvort
ég kynni að leika en þau tóku
áhættuna. Þetta var töluvert stórt
skref fyrir mig að taka því ég hef
lítið haft mig í frammi til þessa.
Það hjálpar auðvitað mikið að hafa
svona góða mótleikara og það er
mjög örvandi að sjá og heyra hvað
þeir gera vel. Þá leggur maður sig
allan fram við gera eins vel og
maður getur sjálfur. Svo verð ég
bara að vona að útkoman verði
sannfærandi,“ sagði Hrafnhildur
Guðmundsdóttir mezzosópransöng-
kona um þetta fyrsta hlutverk sitt
á óperasviðinu.
Viðtal: Hávar Sigurjónsson
Ruth Slenczynska
Mánudagskvöldið nk., 3. apríl, heldur bandaríski píanósnillingurinn Ruth Slenc-
zynska píanótónleika á vegum EPTA í íslensku óperunni í Gamla bíói. Hún vakti
mikla athygli og hrifiiingu, er hún kom hér fyrir þrem árum og hélt tvenna tón-
leika fyrir troðfúllu húsi í sömu vikunni. Ruth Slenczynska er eitt frægasta undra-
barn á sviði píanóleiks, sem fram hefúr komið á þessari öld og til að gefa þeim
sem ekki til þekkja einhverja hugmynd um hinn óvenjulega feril hennar er hér
birt lauslega þýdd nýleg grein eftir Howard Reich, sem er blaðamaður við Chicago
Tribune. „Chicago Tribune kallaði hana „undur kynslóðarinnar“. New York Ti-
mes leit á hana sem „rafmagnaða reynslu" sem „náttúran hafði skapað í sínu
gjöfulasta skapi“. Hún vakti meiri fúrðu en Menuhin þegar hann kom fyrst fram
opinberlega sem átta ára gamall drengur (hún kom fyrst fram opinberlega fjög-
urra ára — þýð.) skrifaði gagnrýnandi New York Herald Tribune, en annar þjapp-
aði lýsingu sinni á undrinu saman í þijú orð: „Ekki síðan Mozart."
ún var einfaldlega
frægasta undrabarn
samtímans, þekktari
en hinn ungi Isaac
Stern og bráðþroski
hennar vakti meiri
furðu en jafnvel Jascha Heifetz.
í dag horfir Ruth Slericzynska
aftur til þessara daga með stolti
og söknuði, en nafn hennar þekkja
nú þeir sem era vel að sér en hinir
era næstum búnir að gleyma nafni
hennar. „Ég ráðlegg vissulega eng-
um að stunda tónleikapallinn,“ seg-
ir Slenczynska, sem ferðast samt
sjálf milli tónleikapalla heimsins.
„Allt til þessa dags hefur mér ekki
þótt vænt um tónleikapallinn, því
að ég lærði það fyrir löngu, að það
að leika á tónleikapallinum sam-
rýmist ekki fyllilega reynslu tján-
ingar og túlkun tónlistar.
Til að ná hinni undraverðu hæfni
varð Slenczynska að ganga í gegn-
um harðan skóla. Þótt hún væri
álitin eins konar snillingur af guðs
náð var hún í rauninni ljúf og góð
lítil stúlka, sem var lamin áfram
af þijóskum og metnaðarfullum
föður. Þegar sjálfsævisaga Slenc-
zynsku, Forboðin æska (Forbidden
Píanósnillingurinn
sem enn reynir að
eyða goðsögninni um
sjálfa sig
Píanósnillingurinn Ruth Slenczynska.
Childhood), kom út árið 1957 reif
hún að miklu leyti niður goðsögn
undrabarnsins. Hér era nokkur lýs-
andi sýnishom:
„í hvert sinn sem ég gerði mistök
(við æfingar) hallaði faðir minn sér
að mér og án þess að segja orð sló
hann mig á kinnina. Ef ég hrasaði
í C-dúr-tónstiganum varð ég að
byija aftur frá byijun. Við sérhver
mistök fékk ég þennan ákveðna og
yfirvegaða löðrang uns ég fór að
venjast honum sem eðlilegum hlut.“
„Faðir minn lét mig æfa mig níu
klukkustundir á dag, sérhvern dag
vikunnar. Engin mistök sluppu
órefsuð. Um leið og ég missti nótu
fékk ég kinnhestinn. Ef um alvarleg
mistök var að ræða var mér bók-
staflega fleygt frá hljóðfærinu."
„Eitt sinn flaug að mér óhugnan-
anleg hugmynd í miðri æfingu.
„Hvað gerist," spurði ég föður
minn, „ef ég geri mistök á miðjum
tónleikum?" Faðir minn svaraði mér
góðfúslega, að fólk færi á tónleika
með poka fulla af fúleggjum og
grænmeti, sérstaklega tómata, og
ef þú slærð feilnótu er fúleggjum
og grænmeti, sérstaklega tómötum,
hent í þig. Og vitanlega missti ég
úr nótu í tilbrigðum eftir Beethoven
daginn eftir. An þess að segja auka-
tekið orð hvarf faðir minn inn í eld-
hús og kom að vörmu spori með
tómat, sem hann henti í mig. Ég
vék undan og hann Ienti á slag-
hörpunni."
„Hvert sem gildi píanóleiks míns
kann að hafa verið þá var það ekki
óvenjulegum hæfíleikum eða undur-
samlegum gáfum að þakka. Ég ein-
faldlega gerði það, sem mér var-
stranglega kennt að gera.. . Ár-
angurinn, hver svo sem hann var,
náðist með dugnaði, hinni þrotlausu
aðferð kennslu og lærdóms. Hvern-
ig gat annað verið? Hvað gat bam
sem gagnrýnendur hrósuðu svo
óhóflega og áheyrendur veittu slíka
lotningu verið annað en vélmenni í
tónlist? Hvers vegna létu allir
blekkjast? Svarið er að það vora
ekki allir blekktir, aðeins þeir sem
voru svo blindaðir af æsku Slenc-
zynsku að þeir hlustuðu ekki með
gagnrýnum eyram eftir hinni list-
rænu hlið leiks hennar. Nokkrir
djúphugulli tónlistarmenn vissu bet-
ur.“
„Ég man að sem ung stúlka var
ég látin leika fyrir Rachmaninoff.
Hann bað mig að leika etýðu eftir
Chopin og er ég hafði lokið leiknum
sagði hann: „Aumingja Chopin,“
vegna þess að ég missti svo margar
nótur. Hann sagði að fingumir á
mér væra eins og ofsoðið spag-
hetti. Sjáðu til, — öll þessi ár var ég
í rauninni of upptekin við falska
iðju. Ekkert bam getur leikið þessi
verk vel eða með raunveralega list-
rænu innsæi."
Enn mikilvægara ófullkomnum
píanóleik Slenczynsku var sá mann-
legi þáttur, sem hún fór á mis við.
Þegar önnur böm vora að leika sér
með vinum sínum var Slenczynska
eiginlega hlekkjuð við hljóðfærið,
skjálfandi af ótta við föður sinn.
Það kom því engum á óvart, að
þegar hún náði fimmtán ára aldri
varð hún fyrir miklu taugaáfalli,
hætti tónleikahaldi og minnkaði
æfingar að mun og er hún náði
nítján ára aldri hljópst hún á brott
með fyrsta eiginmanni sínum, Ge-
orge Born (þau vora gift í 11 ár).
Er hún gekk út af heimili foreldra
sinna í síðasta sinn hrópaði faðir
hennar á eftir henni: „Þú munt aldr-
ei leika tvær nótur án mín!“
Það liðu mörg ár áður en hún
gerði það, opinberlega a.m.k. Þess
í stað gerðist hún píanókennari við
ýmsa menntaskóla, en fór þó að
lokum aftur inn á tónleikasviðið.
(Hún giftist seinni eiginmanni
sínum, James Richard Kerr, fyrir
um 20 áram, bæði hjónabönd henn-
ar era barnlaus.)
í dag, sextíu og þriggja ára, hef-
ur hún ekki gleymt sinni döpra
fortíð, en hún hugsar ekki mikið
um hana heldur. „Ég held þú getir
sagt að ég sé bjartsýnismann-
eskja,“ segir Slenczynska. „Ég er
ávallt reiðubúin fyrir næstu tónleika
eða tónleikaferð. Galdurinn er að
horfa aldrei um öxl. Spurðu mig
hvað ég lék á síðustu tónleikum og
ég verð að hugsa mig um. Fortíðin
vekur ekki áhuga minn.
„Ég fyrirgaf föður mínum fyrir
löngu," segir Slenczynska, dóttir
Josefs Slenczynski (Ruth breytti
síðasta stafnum í ættarnafni sínu
til að sýna fram á sjálfstæði sitt).
„Áður en faðir minn dó heyrði ég,
að hann væri veikur og þótt ég
væri fátækur píanókennari flýtti ég
mér til Salt Lake City, þar sem
foreldrar mínir bjuggu, til að heim-
sækja hann og segja honum að ég
hefði fyrirgefið honum. Hann vildi
ekki sjá mig, en hann sagði móður
minni, að það væri hann sem ætti
að fyrirgefa mér. Innst inni held
ég þó að hann hafi vitað hvað hann
hafði gert og hann vissi a.m.k. að
ég hafði komið til að sjá hann í
síðasta sinn. Móðir mín hins vegar
kom að hlýða á tónleika mína fyrir
nokkram vikum í Gainsville. Hún
varð að fara í lest alla leið frá Atl-
anta, þar sem hún býr. Ég held að
hún sé stolt af mér.“
Þegar áhugasamir foreldrar
koma með bráðþroska börn sín til
Slenczynsku nú á dögum (hún
kennir við háskólann í Edwardsville
í S-Illinois) er hún fljót að gefa ráð
sitt. „Ég segi þeim að ef bamið
elskar tónlist, getur ekki hugsan-
lega án hennar lifað, þá er því óhætt
að fara út í alvarlegt nám. En ef
barnið eða foreldrarnir era að leita
að fé og frama á það ekki að leggja
út í þetta nám. Frægð er einskis
virði og fé vill hverfa (faðir hennar
tók hennar).
Ef ef þig hins vegar langar að
læra alla hina fögra tónlist píanó-
bókmenntanna og sjá allan heim-
inn, er það allt annað mál.“
E.t.v. er það heitasti draumur
hennar, að ekkert barn, alveg sama
hversu miklum hæfileikum það er
búið, verði að fóma dýrmætustu
gjöfinni, hamingjusamri æsku.“
Þannig lýkur grein Howards
Reichs í Chicago Tribune. Nú hefur
Slenczynska nýlega verið í Iangri
tónleikaferð um Austurlönd, Kína,
Indland og víðar og fer til Englands
að loknum tónleikum hér. Hún á
að baki yfir 3.000 einleikstónleika
um heim allan og hún hefur leikið
með öllum þekktustu hljómsveitum
heims. Slenczynska hefur oft hlotið
viðurkenningu fyrir list sína, var
t.d. sæmd „Pólska gullkrossinum"
(hún er pólsk í föðurætt) og fyrir
þrem áram hlaut hún sérstakt heið-
urskjal frá Reagan Bandaríkjafor-
seta, en áður hafði hún fengið svip-
aðar viðurkenningar frá Traman
og Kennedy.
Á tónleikunum á mánudagskvöld
kl. 20.30 í íslensku óperanni leikur
Slenczynska verk eftir Beethoven,
Lutoslawski, Chopin, Ravel og
Schumann, þ. á m. allar íjórar ball-
öður Chopins.
TEXTI:Halldór
Haraldsson
Fmmflu tningur ís-
lenskra söngverka
íslenska hljómsveitin heldur sína fimmtu tónleika á þessu
starfsári í Gerðubergi á morgun sunnudag, klukkan 16. Fjöl-
breytt efiiisskrá er í boði, Sigurður Bragason baritónsöngvari
og Þóra Fríða Sæmundsdóttir píanóleikari flytja innlend og
erlend einsöngslög og óperuaríur og seinni hluti tónleikanna
er helgaður frumflutningi á íslandi á tveimur söngverkum
eftir þá Þorkel Sigurbjörnsson og Atla Hebni Sveinsson.
Sigurður Bragason baritón-
söngvari og Þóra Fríða
Sæmundsdóttir sendu frá
sér hljómplötu fyrir síðustu
jól og efnisskrá þeirra á
tónleikunum í Gerðubergi er ein-
mitt af þeirri hijómplötu; tvö ein-
söngslög eftir Björgvin Guðmunds-
son og Arna Thorsteinsson, í rökk-
urró og Þess bera menn sár. „Þessi
lög era sjaldan flutt hér heima en
era bæði yndislegar perlur,“ sagði
Sigurður í samtali við Morgunblað-
ið. „Þá flyt ég einnig tvö ljóð eftir
Beethoven og Schubert og síðan
þijú ítölsk einsöngslög sem ítalsk-
menntaðir barítonsöngvarar hafa
gjarnan á efnisskrá sinni. Að lokum
flyt ég tvær aríur úr Don Carlos
eftir Verdi. Þetta eru mjög sérstæð-
ar aríur því þær spanna mikla ljóð-
ræna túlkun og dramatíska.“
íslenska hljómsveitin gekk í
gegnum umtalsverðar skipulags-
breytingar síðastliðið vor og þetta
áttunda starfsár hljómsveitarinnar
hefur sýnt ávöxt þeirrar vinnu. Sig-
urður Bragason sagði að til að forða
hugsanlegum misskilningi væri
líklega réttara að tala um Samtökin
um Islensku hljómsveitina, því hana
skipa ekki eingöngu hljóðfæraleik-
arar heldur eru þau skipuð tón-
skáldum, hljóðfæraleikuram,
söngvuram, tónlistarfræðingum og
áhugamönnum sem ásamt stjóm
samtakanna skipuleggja starfsárið.
Alls era félagar í Samtökum um
íslensku hljómsveitina 39 talsins.
„Það er mjög skemmtilegt hvemig
samtökin eru samsett eftir þessar
breytingar því ákvarðanataka um
efniskrá starfsársins fer fram bæði
á þann hátt að stjómin gerir
ákveðnar tillögur en einnig er leitað
eftir tillögum frá meðlimunum. Við
eram núna tíu söngvarar í hljóm-
sveitinni og komum reglulega sam-
an á fundum þar sem hugmyndir
að efnisskrám era lagðar fram og
ræddar. Hljómsveitin skuldbindur
sig til þess að trygg'a hveijum og
einum tónlistarmanr.i innan sam-
takanna tækifæri til að taka þátt í
svo og svo mörgum tónleikum á
hveiju starfsári. Við getum því ekki
haldið áfram að þenjast út enda-
laust og það er miðað við að u.þ.b.
10 tónlistarmenn séu í hveijum
hópi,“ sagði Sigurður Bragason.
Sigurður Bragason er fjölmennt-
aður tónlistarmaður; hann stundaði
nám í píanóleik hjá Rögnvaldi Sig-
urjónssyni við Tónlistarskólann í
Reykjavík lauk prófi frá tónmennta-
kennaradeild skólans 1978. Eftir
8. stigs próf frá Söngskólanum í
Reykjavík stundaði hann söngnám
á Ítalíu við Verditónlistarháskólann
í Mílanó árin 1983-1986. Sigurður
hefur síðan sótt söngnámskeið til
ýmissa þekkustu söngvara og kenn-
ara Evrópu. Sigurður hefur tekið
þátt í óperuuppfærslum bæði hjá
Islensku óperunni og einnig í Þjóð-
leikhúsinu. Meðfram tónleikahaldi
sinnir Sigurður söngkennslu bæði
við Tónlistarskóla Akraness og
einnig einkakennslu. „Söngdeild
Tónlistarskólans á Akranesi er
mjög stór og er reyndar skipulögð
með nokkram öðram hætti en
tíðkast í öðram tónlistarskólum.
Það felst í því að söngkennari og
píanókennari starfa mun meira
saman við söngkennsluna en venjan
er og þægindin af þessu era auðvit-
að mjög mikil. Ég tók þetta starf
að mér eingöngu vegna þess hversu
frábær framfarahugur er hjá skóla-
stjóra og skólastjóm tónlistarskól-
ans, þó starfið útheimti siglingu upp
á Ákranes þrisvar í viku,“ sagði
Sigurður og bætti því við að fram-
undan væri tónleikaferð um Vest-
urlandið á vegum kirkjukórasam-
bands Vesturlands ásamt tveimur
ungum sópransöngkonum frá Akra-
nesi, þeim Laufeyju Geirsdóttur og
Erlu Gígju Garðarsdóttur. Organisti
í ferðinni verður Tim Knappet en
skipuleggjandi tónleikanna er Jón
Ólafur Sigurðsson organisti á Akra-
nesi.
Frumflutningur verka Atla
Heimis og Þorkels
Ekki verður síðri tónlistarkrás á
boðstólum á seinni hluta tónleik-
Jóhanna V. Þórhallsdóttir alt-
söngkona.
anna í Gerðubergi á morgun; fram-
flutningur á íslandi á söngverkinu
Ballade eftir Þorkel Sigurbjörnsson
og Vögguvísa Katrínar Mánadóttur
Atli Heimir Sveinsson tónskáld.
fyrir Eirík XIV. Verk Þorkels er
samið við ljóðið Ballade von der
„Judenhure" Marie Sanders (ljóðið
um gyðingahórana Marie Sanders)
eftir Bertold
Brecht og verk
Atla Heimis er við
samnefnt ljóð
Zachariasar Top-
elius en verk hans
Sögur herlæknis-
ins er sjálfsagt
mörgum íslend-
ingum vel kunn-
ugt.
„Þetta verk var
skrifað árið 1979
fyrir finnskan hóp
er nefndi sig
Cluster og söng-
konuna skosku
Dorothy Darow
sem hefur starfað
mikið á Norðurl-
öndum en er nú
búsett í Hollandi,"
sagði Atli Heimir
Sveinsson í samtali við Morgun-
blaðið. „Söngverkið er byggt á ljóði
Topeliusar og á sínum tíma var það
Erik Sönderholm forstjóri Norræna
Hússins er benti mér á ljóð hans.
Topelius var eitt af listaskáldum
19. aldarinnar í Finnlandi, svona
EINSÖNGS-
TÓNIEIKAR
ÍSLENSKII
HUÓM-
SVEITARINN-
ARÍ
GERÐU-
BERGI
Signrður
Bragason
baritón-
söngvari.
Morgunblaðið/Júlíus
eins og Matthías
og Jónas voru hér.
Ljóðið er vögguv-
ísa Katrínar
Mánadóttur til
manns hennar
Eiríks XIV sem
dvaldist í útlegð í
Finnlandi síðustu
ár ævi sinnar, geð-
veikur og gæfu-
snauður og sagan
segir að Katrín
hafi verið sú eina
sem gat róað kon-
unginn þegar æðið
greip hann.
Söngverkið er
því ákaflega róm-
antískt — ballaða
— og ber keim af
óperasenu, nokk-
urs konar konsert-
aría þar sem lýst er vöggusöng
Katrínar fyrir Eirík konung. Þetta
verk var mikið flutt á sínum tíma,
í öllum höfuðborgum Norðurland-
anna nema Reykjavík og það var
seinast flutt í Japan á sýningunni
Scandinavia Today í fyrra. Það er
aðeins tilviljun sem hefur ráðið því
að verkið hefur ekki verið flutt hér
heima áður. En nú er það Jóhanna
V. Þórhallsdóttir — ein af okkar
upprennandi prímadonnum — sem
flytur verkið ásamt úrvals hljóð-
færaleikuram í Gerðubergi á sunnu-
daginn," sagði Atli Heimir Sveins-
son tónskáld glaðbeittur að vanda.
Flytjendur verka þeirra Þorkels
og Átla Heimis era þau Elísabet
F. Eiríksdóttir sópransöngkona,
Jóhanna V. Þórhallsdóttir altsöng-
kona, Gunnar Gunnarsson flautu-
leikari, Kjartan Már Kjartansson
lágfiðluleikari, Páll Eyjólfsson
gítarleikari, Birkir Þór Bragason
saxófónleikari og Eggert Pálsson
slagverksleikari. Ranghermt var í
Morgunblaðinu í gær að Elísabet
F. Eiríksdóttir væri Erlingsdóttir.
er beðið velvirðingar á þeim mistök-
um.
Texti: Hávar Signijónsson