Morgunblaðið - 01.04.1989, Blaðsíða 8
8 B
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. APRÍL 1989
Franska árib á
Síðustu tónleikar Kammersveitar Reylgavíkur á þessu starfsári verða haldnir í Áskirkju á
morgun, sunnudag, klukkan 17. Þetta eru jafiiframt lokatónleikar á frönsku ári kammersveit-
arinnar, þar sem eingöngu hefur verið spiluð frönsk tónlist á þessu starfsári til þess að minn-
ast 200 ára afmælis frönsku stjórnarbyltingarinnar. Efhisskráin á tónleikunum á morgun er
öll þessarar aldar, verk eftir Debussy, Milhaud, Ibert, Jolivet og síðast en ekki síst verður
frumflutt verkið Eldar eftir Martial Nardeu, franskan flautuleikara sem búsettur er hér á
landi. Alls koma 19 hljóðfæraleikarar fram á þessum Qölbreyttu lokatónleikum Kammersveit-
ar Reykjavíkur.
Tónleikamir heflast á
frumflutningi á Eldum,
verki Nardeus, sem er
nonett, verk fyrir níu
hljóðfæri, strengjakvart-
ett og blásarakvintett. Nardeu sagði
í samtali við Morgunblaðið að upp-
haf verksins mætti rekja aftur til
ársins 1980 en síðan hafi hann lagt
það til hliðar þar til í fyrrasumar
að hann tók það fram aftur og lauk
við það. „Þetta er verk í 7 þáttum
og fjallar um leyndardóma eldsins á
mismunandi hátt.Það má kannski
segja að ég noti mismunandi að-
ferðir í köflunum sjö til þess að túlka
hinar margbreyttu hliðar eldsins,"
sagði Martial Nardau sem hefur
verið búsettur hérlendis frá árinu
1982. Nardeu hóf tónlistamám sitt
í tónlistarskóla í Norður-Frakklandi
í fæðingarbæ sínum Boulogne sur
mer en síðar stundaði hann fram-
haldsnám í flautuleik í París og tón-
listarskólanum í Versölum. Einleik-
araprófí lauk Nardeu árið 1976.
Nardeu lék með Lamoureux sin-
fóníuhljómsveitinni í París en frá
1982 hefur hann starfað við kennslu
hérlendis og leikið með hljómsveit
íslensku óperunnar og verið fastur
gestur Sinfóníuhljómsveitar íslands.
Rut Ingólfsdóttir framkvæmdastjóri
Kammersveitar Reykjavíkur sagði
að það væri sérstaklega ánægjulegt
að geta lokið þessu franska starfs-
ári með frumflutningi á frönsku
verki, enda vel við hæfl.
Á tónleikum Kammersveitarinnar
kemur einnig fram hörpuleikarinn
Elísabet Waage sem búsett hefur
verið í Hollandi undanfarin ár. Elísa-
bet kom sérstaklega heim til að taka
þátt í þessum tónleikum og verkið
sem hún valdi til flutnings er Helgur
dans og Veraldlegur eftir Claude
Debussy fyrir hörpu og strengja-
sveit, og einnig leikur Elísabet á
hörpuna í verki Jolivets, Söng Linos-
ar, fyrir flautu, strengjasveit og
hörpu. Elísabet sagði að verk Debus-
sys væri samið upp úr aldamótum,
impressíonískt verk og væri upphaf-
lega skrifað fyrir svokallaða króma-
tíska hörpu. „Það er harpa án pet-
ala og með strengjum sem krossast
í miðjunni, en petalaharpan kom
fram á svipuðum tíma og hefur al-
veg náð yfirhöndinni síðan. Verkið
er því yflrleitt leikið á þannig hörpu.
Ég hef flutt þetta verk einum sjö
sinnum í vetur á tónleikum víða í
Hollandi og þetta er afskaplega fal-
legt verk, þar sem harpan nýtur sín
vel,“ sagði Elísabet. „Söngur Linosar
eftir Jolivet er mjög ólíkt en ákaf-
lega spennandi engu að síður. í því
er mikil spenna, og uppspretta
verksins er fengin úr þeim gríska
sið, að við útfarir er ávallt hópur
kvenna, grátkór, sem syrgir hinn
látna hástöfum. Það er engu líkara
en grátur og kveinstafir kvennanna
heyrist í gegn og verkið er mjög
áhrifaríkt. Það er tæknilega mjög
erfitt fyrir öll hljóðfærin, stundum
gengur það hægt og rólega fyrir sig
en síðan fer allt af stað. Þetta er
mjög spennuþrungið verk,“ sagði
Elísabet.
Elísabet Waage er fædd í
Reykjavík og lauk píanókennara-
prófi frá Tónlistarskólanum í
Reykjavík árið 1982. „Þá var ég
byijuð að læra á hörpuna hjá
Monicku Abendroth hörpuleikara
Sinfóníuhljómsveitar íslands, og um
haustið fór ég til Haag í Hollandi
enda
til framhaldsnáms í hörpuleik. Ég
var svo heppin að lenda hjá Edward
Witzenburg, mjög þekktum hörpu-
leikara og kennara." Elísabet lauk
svo kennaraprófi frá Konunglega
tónlistarháskólanum í Haag árið
1985 og einleikaraprófi á hörpu frá
sama skóla 1987. „Síðan hef ég
starfað í Hollandi og bý í Blanicum,
litlu þorpi miðja vegu milli Utrect
og Ámsterdam," sagði Elísabet.
Aðspurð um starfsmöguleika fyrir
hörpuleikara í Hollandi sagðist
Elísabet geta vel við unað. „Ég hef
leikið mikið af kammertónlist og
spila aðallega með flautuleikaran-
um, Petier Verduym Lunel. Við vor-
um svo heppin að vera tekin inn á
stofnun er nefnist Young Musicians,
og það þýðir trygga vinnu á þeirra
vegu því stofnunin sér um að skipu-
leggja tónleikahald fyrir okkur. Við
höfum tveggja ára samning við
þessa stofnun. Þess utan hef ég leik-
ið á tónleikum víða um Holland á
eigin vegum og lék t.d. nýlega í
Norður-Hollandi með hljómsveit sem
heitir Frysk Orkest," sagði Elísabet
Waage sem heldur aftur til starfa í
Hollandi eftir tónleikana í Áskirkju
á morgun.
Texti:Hávar Sigurjónsson
Kammersveit
Reykjavíkur
f rumf lytur verk
á lokatónleikum
í Áskirkju
Að kenna
íslensku í
Uppsölum
Einhvern tíma fleygði ég því fram í frétt héðan fi*á
Svíaríki að fátt virtist vekja meiri athygli staðarmanna á
íslandi en hross. Þetta má til sanns vegar færa. Þ6 má
ekki gleyma þvi að íslensk tunga og íslenskar bókmenntir
eru það sem enn frekar leiða huga Svía norður á bjara
veraldar.
^ Svíþjóð starfa tveir sendi-
I kennarar í íslensku, þeir
I Kristinn Jóhannesson í
JL Gautaborg og Þorleifur
Hauksson í Uppsölum. Fyrir
skömmu náði égtali af þeim síðar-
nefnda á skrifstofu hans í háskó-
lanum í Uppsölum og fer samtal
okkar hér á eftir.
Mér skilst að það sé lenska
heima á Fróni að byija blaðavið-
töl á nákvæmri lýsingu á þeim
húsgögnum sem blasa við blaða-
mönnum þegar þeir yfirheyra við-
mælendur sína. Þess er og jafnan
getið að viðmælandinn sé svo vel
siðaður að hann bjóði upp á kaffl
sem alla jafna bragðast hið besta.
Þar eð ég vænti þess að ýmsir
lesendur þessa viðtals geri sér að
minnsta kosti í hugarlund hvemig
umhorfs er á skrifstofu háskóla-
kennara en aðrir Iáti sér það í
léttu rúmi liggja tel ég þessa hús-
gagnalýsingu óþarfa. Stóll er stóll
er og verður aldrei neitt annað
en stóll jafn vel þótt hann komist
í blöðin. Og hvað kafflnu viðvíkur
þá dreg ég það stórlega í efa að
nokkur lifandi maður hafí minnsta
áhuga á því hvernig Þorleifur
Hauksson hellir upp á könnuna
hinum megin við Átlantshafíð.
Ég hef kennt hér frá áramótun-
um 1982 til 1983, svarar Þorleifur
þegar hann er inntur svars á því
atriði.
Og hvað fékk þig til að leggj-
ast í íslenskukennslu hér í Upp-
sölum?
Ætli þar hafi ekki ráðið mestu
um að konan ætlaði í framhalds-
nám í öldrunarlækningum. Hún
komst að hér í Uppsölum, og
sendikennarastaðan var að losna.
Það lá því beinast við að sækja
um þessa stöðu enda hafði ég
nokkrum árum áður kennt
íslensku við háskólann heima.
Er mikill áhugi á íslenskun-
ámi hér í Uppsölum?
Það innritast þetta tíu til tólf
stúdentar á byijendanámskeiðin.
Auðvitað verða alltaf einhver af-
föll en ekkert umfram það sem
gengur og gerist í öðrum greinum.
Hvemig er kennslunni hátt-
að?
Til að byrja með taka menn
fímm punkta byijunamámskeið,
alls u.m.þ.b. þijátíu kennslustund-
ir. Þar er farið í málfræðina. Eink-
um nota ég Larobok i nutida is-
landska eftir Ingigerd Fries.
Að byijunarnámskeiðinu loknu
geta menn tekið það sem við köll-
um íslensku 2. Þá eru lesnar smá-
sögur, blaðagreinar og stuttir
kaflar úr fornsögum. Einnig er
æfður framburður.
Því miður rúmast samtalsæf-
ingar ekki innan þess ramma sem
þessum námskeiðum er settur.
Nemendur hafa hins vegar sóst
eftir þeim og hef ég orðið við
þeim óskum. En þeir fá þær ekki
metnar til neinna stiga.
Þá tekur við fímm punkta nám-
skeið um íslenskt þjóðfélag. í
þeirri kennslu hef ég notað bæk-
umar Island i forntiden eftir Njörð
P. Njarðvík, Northem Sphinx eft-
ir Sigurð Á. Magnússon og Ice-
land 1986 sem Seðlabankinn gaf
út. Þar er að fínna ýmsar merkar
greinar þar sem leita má fróðleiks
um íslenskt þjóðlíf. Þannig hef
ég látið nemendur lesa grein
Bjöms Th. Bjömssonar um lista-
sögu og grein Harðar Ágústsson-
ar um húsagerð. Einnig er þama
að fínna gagnlegt yfírlit yfír sögu
íslands sem Þorkell Jóhannesson
skráði. Og þá má ekki gleyma
bókmenntasögu Sigurðar Nordals
og Steingríms Þorsteinssonar.
Allt námsefni í þessari lotu er
á erlendum málum, ýmist sænsku
eða ensku.
Þegar nú allt
þetta er yfírstað-
ið geta menn va-
lið milli nám-
skeiða í fom-
bókmenntum og
nútímabók-
menntum og
velja flestir
síðari kostinn.
Fyrirbærið nútímabók-
menntir hlýtur að teljast nokk-
uð víðfeðmt hugtak. Hvar byr-
jarðu?
Ég var nú svo bjartsýnn í upp-
hafí að byija á honum séra Hall-
grími mínum Péturssyni. Það
gekk því miður ekki svo ég fikr-
aði mig áfram að Jónasi Hallgrí-
mssyni. Ekki gekk það heldur.
Eftir það hef ég haft Halldór
Laxness sem útgangspunkt.
Gengur Svíum vel að læra
íslensku?
Það er náttúrulega allur gang-
ur á því. En þeim Svíum sem á
annað.borð gefa sig að íslenskun-
ámi af einhverri alvöru gengur
það yfírleitt vel enda em sænskan
og íslenskan náskyldar tungur.
Sem dæmi um árangurinn má
nefna að á næsta ári kemur út
sænsk þýðing á skáldsögunni
„Þar sem djöflaeyjan rís“ eftir
Éinar Kárason og er hún gerð af
einum af nemendum mínum, John
Swedenmark. Sendikennari í
íslensku getur vitanlega ekki upp-
lifað meiri sælu en að nemendur
hans þýði íslenskar bókmenntir
yfír á eigið tungumál. Nú get ég
sæll lagt tæmar upp í loftið.
Hvað veldur þvi að Svíar
kjósa að læra íslensku?
Þar kemur margt til. í því sam-
bandi má nefna áhuga á íslensk-
um bókmenntum en einnig hefur
sala íslenskra hrossa til Svíþjóðar
orðið tilefni sumra til að fara að
læra íslensku enda hefur hún auk-
ið samskipti einstaklinga milli
landanna. Á
undanfömum
árum hefur svo
vaknað áhugi á
íslenskri menn-
ingu meðal
áhrifafólks í
sænsku menn-
ingarlífí. Það er
því orðið nokkuð
um það, að þetta fólk læri eitt-
hvað í íslensku, ekki síst þeir sem
starfa við bókmenntatímarit.
Að lokum lagði ég þá lítt frum-
legu spumingu fyrir Þorleif hvort
hann væri bjartsýnn á framtíð
íslenskukennslu í Svíþjóð.
Já, ég held að ástæða sé til
bjartsýni í þeim efnum. Það er
vel því okkur íslendingum er akk-
ur í því að aðrar þjóðir hafí nokkra
þekkingu á tungumáli okkar.
VIÐTAL: Pjetur Hafstein Lár-
usson fréttaritari í Stokkhólmi
I Rætt við Þorleif
I Hauksson semfikemara