Morgunblaðið - 14.04.1989, Side 2
2 B
MdkGUNBLAÐÍÐ'PÖSfubAGUR li APRÍL 1989
ÁRNI SÆBERG
Ólöf Sigur-
bjartsdótfir
garöyrkju-
frœðingur.
argir segjast geta
fundið vor í lofti
þessa daga þrátt
fyrir þráláta snjó-
komu. Vonandi eru
það orð að sönnu. En þá fer gróð-
urinn að þarfnast umhyggju okk-
ar.
Það er að ýmsu að huga, klippa
þarf trjágróður, bera áburð á tún,
stinga upp beð og snyrta kanta.
Ef ekki er þegar búið að sá
fræjum og setja út í glugga, er
um að gera að láta verða af því
núna. Við báðum Ólöfu Sigur-
bjartsdóttur garðyrkjufræðing
hjá Gróðrarstöðinni Birkihlíð að
ganga með okkur út f garð og
segja hvar þyrfti að taka til hend-
inni.
HREINSA GARÐINN
„Á veturna safnast saman drulla
og drasl í görðum sem þarf að
hreinsa um leið og snjór hverfur
úr jörðu," segir Ólöf. „Laufblöð frá
haustinu er gott að setja ofan í
beð þegar farið er að stinga þau
upp. Það bætir jarðveginn til
muna. Húsdýraáburð er ágætt að
fara að bera á grasfleti og í beð.
TRJÁKLIPPING
Ef fólk treystir sér sjálft til að
klippa runna og trjágróður er þetta
Rétti
ttiin
rétti tíminn. Leitast er við að hafa
limgerði sem þéttast en opna
runna og tré. Limgerði er víða í
görðum og það á að klippa utan
af því ekki bara að ofan. Stór tré
eru grisjuð að innan.“
- Getur viðvaningur í garðrækt
klippt runna og tré, svo vel sé?
„Ekki ef hann hefur aldrei fylgst
með því hvernig á að fara að. Hins-
vegar getur fólk hæglega lesið sér
til um trjáklippingar eða ef vill leit-
að aðstoðar fagfólks."
Að sögn Ólafar er alla jafna
mjög gott að vera búin að klippa
trjágróður um þetta leyti árs og
láta jafnvel til skarar skríða upp
úr áramótum. Hinsvegar tekur hún
fram að þetta árið hafi alls ekki
viðrað þannig að það hefði verið
æskilegt. „Þetta er líka misjafnt
eftir trjátegundum, víðir þolir klipp-
ingu næstum allt árið á meðan
birki þarf helst að vera búið að
klippa í apríl.
/ GRÓÐURSETNING
Þeir sem ætla að gróðursetja
geta notað afklippur af ösp og víði.
„Greinar sem klipptar eru af trjám
eru styttar í 17 sentimetra, blý-
antsþykka búta og þeir geymdir á
köldum stað þangað til hægt er
NÚ SPÖRUM VIÐ
Undanfarna mánuði
höfum við af og til
gluggað í gamla minn-
isbók frá roskinni konu
en í bókina hefur hún
skráð húsráð héðan
og þaðan. í dag er
það kaflinn „Nú spör-
um við“ sem við birtum
glefsur úr.
Naglalakk
Það er oft erfitt að
hreinsa upp naglalakk úr
litlum fllöskum og því
verða afgangar við botn-
inn. Þar sem naglalakk er
dýrt má hæglega spara
með að hella einum dropa
af lakkeyöi í hverja flösku
og blanda öllu saman í
eina litla flösku. Ef liturinn
sem út kemur er ekki við
hæfi, má lýsa hann eftir
vild með litlausu lakki og
dekkja með dökkrauðu.
Gamlir skinn-
hanskar sem nýir
Ef til eru gamlir leður-
hanskar sem búið er að
taka úr umferð vegna þess
að fóðrið er orðið gatslitið
má bæta úr því.
Gamlir prjónavettlingar
eru hentugir til þessa. Þá
er fóðrið sem eftir er í leð-
urhönskunum sett í
prjónavettlingana og þeir
saumaðir fastir við leður-
hanskana.