Morgunblaðið - 14.04.1989, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 14.04.1989, Blaðsíða 8
8 B , MORGUNBLAÐIÐ PÖSTUDAGUR'Wí APRÍL>1989 Heymartæki og gen/ieyra fest með títan-skrúfum LÆKNAR á háls-, nef- og eyrnadeild Borgarspítalans eru nú að taka upp nýja aðferð sem þróuð hefur verið í Svíþjóð við að festa heyrnartæki á sjúklinga sem þurfa á þeim að halda. Felst aðferðin í því að sérstakar skrúfur eru festar í höfuðkúpuna og á þær eru heyrnartæk- in sfðan fest. Þessa aðferð má einnig nota til að festa gervieyru, gerviaugu og gervitennur en það er sænski læknirinn Anders Tjellström, dósent, sem hefur þróað hana og kynnt í nokkrum löndum, nú síðast á íslandi. Hann starfar við háls-, nef- og eyrnadeild Sahlgrenska sjúkrahússins í Gautaborg. r. Stefán Skaftason yfirlæknir háls-, nef- og eyrnadeildar Borg- arspítalans kvaðst hafa kynnst aðferð Tjellströms á námskeiði hjá honum síðastliðið sumar og í fram- haldi af því var Tjellström fenginn til íslands til að kenna aðferðina íslenskum háls-, nef- og eyrna- læknum. Tjellström dvaldi hér í nokkra daga ásamt hjúkrunarfræð- ingi sem aðstoðar hann við að- gerðirnar og eini kostnaður Borg- arspítalans við þetta námskeið var ferða- og dvalarkostnaður þeirra. Þau kenndu og þjálfuðu lækna en gert er ráð fyrir góðri samvinnu og sérfræðinga Heyrnar- og tal- meinastöðvar fslands og lækna á háls-, nef- og eyrnadeild Borg- arspítalans. Stefán sagðist viss um að þessi aðferð ætti eftir að koma mörgum íslenskum sjúkling- Skrúfan komin á sinn stað. um til góða. Sérhannaður tækjabúnaður fyrir aðgerðirnar var keyptur og gefinn og að auki veitti tryggingaráð styrk. Blaðamaður fylgdist með einni aðgerð Tjellströms á Borgaspíta- lanum þar sem hann skrúfaði títan-skrúfu í höfuðbein sjúklings rétt aftan við eyrað en á skrúfuna verður síðar fest heyrnartæki. Að- ferð Tjellströms er í stuttu máli þessi: Húðinni er flett frá á litlu svæði (álíka stóru og tíukróna peningur) aftan við eyrað og síðan borað inn í höfuðbeinið með sérstökum bor sem líkist bor tannlæknis. Síðan er gerður skrúfugangur í holunni og títan-skrúfap fest. Til þess er einnig notaður bor, mjög hæg- gengur tannlæknabor. Að lokum er hert að með litlum skrúflykli. Skrúfan gengur 3,5 til 4 mm inn í höfuðbeinið og er skrúfugangurinn 3,45 mm í þvermál. Skurðsárið er síðan saumað og fyrri hluta að- gerðarinnar er þar með lokið. Sjúklingur er aðeins deyfður á skurðstað og honum gefið róandi lyf í æð, kæruleysissprauta. Þá er beðið í þrjá mánuði meðan skrúfan festist fullkomlega og að þeim tíma liðnum er aftur skorið niður á skrúfuna og í hana fest heyrnar- tæki. Með þessu fæst miklu betri festing fyrir heyrnartækið heldur en þegar það er hengt á eyrað eða fest við gleraugu. Heyrnartæki sem er fest þannig með aðferð Tjellströms ertir húðina síður en fyrri aðferðir og í flestum tilvikum er hægt að hylja það að mestu með hári sjúklings. Tjellström seg- ist hafa gert þessa aðgerð á sjúkl- ingum á aldrinum frá þriggja ára til áttræðs. Eyru, augu og tennur Anders Tjellström sagðist hafa Frá vinstri: Sænski læknirinn Anders Tjellström, Friðrik Guðbrands- son læknir, Hannele Anderson hjúkrunarfræðingur og dr. Stefán Skaftason yfirlæknir. tekið upp þessa aðferð árið 1977 og þróað hana síðan. Rannsóknir höfðu leitt í Ijós að málmurinn títan er heppilegur þegar festa þarf aðskotahluti eða gervihluti við mannslíkamann. Tjellström segir að árið 1979 hafi hann farið að nota þessa aðferð til að skrúfa gervieyra á sjúklinga. Erfitt hefur verið til þessa að hjálpa sjúklingum sem misst hafa ytra eyrað vegna sjúkdóma eða slysa og vandamálið einkum bundið við að festa eyrað. Má segja að þessi aðferð taki við þegar ekki er hægt að leysa vanda sjúklinga á annan hátt. Með því að festa sérstaka slá eða stöng við höfuðbeinin kringum eyrað með tveimurtil þremurtítan-skrúf- um er næsta auðvelt að smella gervieyranu á slána. í eyrað sjálft er notað silikon og það mótað og smíðað eftir hinu eyra sjúklingsins og reynt að hafa það sem eðlileg- ast. Eru því t.d. rauðir þræðir lagð- ir í eyrað sem líkjast æðum þess. Kosturinn við eyra af þessu tagi er síðan auðvitað sá að mönnum verður ekki kalt á því! Ef svo ótrú- lega vildi til mætti bara stinga því í vasann! Þá er einnig hægt að festa gerviaugu í sjúklinga með þessum hætti, þ.e. þegar ekki nægir að fá venjulegt gerviauga heldur ef líka vantar nánasta umhverfi þess hafi það skemmst vegna slyss eða sjúkdóms. Eru skrúfurnar, þrjár til fjórar, þá festar við augnbeinin og augað fest við þær. Anders Tjells- tröm segir að menn hafi nú náð mikilli leikni við að smiða slík ger- viaugu og eyru og þau séu mjög •lík hinum upprunalegu líkamshlut- um. Enn má nefna að festa má þess- ar títan-skrúfur í kjálka eða tann- bein og festa við þær brýr eða krónur og við ýmsar stærri aðgerð- ir vegna áverka á tönnum eða kjálkum og segir Stefán Skaftason að þá komi tannlæknar Borgarspít- alans til skjalanna en þeir hafa einnig aflað sér þekkingar á þessu sviði. Fjöldi slíkra aðgerða hefur þegar verið gerður víða um heim m.a. í Bandaríkjunum. Sjúklingur getur sjálfur í þessum tilvikum tekið af sér og fest á ný heyrnartækið, gerviaugað og gervieyrað enda er það nauðsyn- legt vegna hreinlætis. Einu sinni til tvisvar á ári þarf síðan að hreinsa sjálfar skrúfurnar eða kringum þær og er það yfirleitt gert á spítala eða heilsugæslu- stöð. jt LINDA PÉTURSDÓTTIR Kynnti ullarvörur á stærstu fatasýningu heims * I marsmánuði var haldin stærsta fatasýning heims í Dusseldorf og þar kynnti alheimsfegurðar- drottningin okkar Linda Péturs- dóttir ullarvörur fyrir Álafoss. Þátttaka hennar í sýningunni vakti athygli fjölmiðla og birtust myndir af henni í blöðum og voru tekin viðtöl við hana í sjónvarpi. Vinnudagurinn var langur, sextán til sautján klukkustundir en að sögn viðstaddra tók Linda þéttskipaðri dagskrá með jafnað- argeði. Meðal þess sem kom í hennar hlut að gera á sýningunni var að afhenda fyrstu „European Fashion Diamond“-hönnunar- verðlaunin til þriggja aðila. Að þessu sinni voru það þeir Wolf- gang Ley eigandi fyrirtækisins Escada, hr. Steilmann sem vann lengi með Karl Lagerfeld og ítalski hönnuðurinn Revetti sem hrepptu verðlaunin. Hr. Páll Ásgeir Tryggvason sendi- herra íslands í Vestur- Þýskalandi heilsar upp á Lindu Pétursdóttur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.