Morgunblaðið - 14.04.1989, Blaðsíða 7
MÖRGUNBLAÐÍÐ POSTUDAGUR 14. APRÍL 1989
B 7
að raða í sig hollefnum ýmiskonar
sem svo eru nefnd. Hún sagði að
sum þessara hollefna gætu verið
gagnleg, hins vegar væru fullyrð-
ingarnar um gagnsemina oftast
langt, langt fyrir ofan öll raunsæis-
mörk og það sem vísindi geta
stutt.„Sumir kaupa allt nýtt sem
kemur í þessum efnum. Ég tel hins
vegar að miklu árangursríkara
væri að borða réttan mat, hreyfa
sig og hvíla sig nóg og reykja ekki.
Áfengi er mjög óheilsusamlegt
nema í svo miklu hófi að fólkt fer
nánast alltaf uppfyrir þau mörk.
Áfengi fert.d. alltaf illa með lifrina,
hvernig sem það er drukkið," seg-
ir Laufey.
Um fyrirhugaða
neyslukönnun
Loks ræðum við Laufey um
neyslukönnun þá sem stjórnvöld
eru að hrinda af stað og minnst
var á hér að framan. „Ætlunin er
að frá og með árinu 1990 verði
fylgst með mataræði og fleiru hjá
I.800 manns víða á landinu," segir
Laufey. „Það á að fá hjá þessu
fólki upplýsingar um hvað það
borðar, komast að hvað einkennir
það fólk sem borðar hollan mat
og svo hina sem ef til vill borða
óhollan mat. Athuga hvað einkenn-
ir það fólk sem borðar t.d. mestu
fituna, hvaða áhrif það hefur á fólk
að borða í mötuneyti, borða ekki
oft eða að borða margréttað, svo
eitthvað sé nefnt. Við ætlum líka
að afla upplýsinga um tekjur og
fjölskylduhagi og tengja það mata-
ræðinu; Ég held að þannig fáum
við mjög margvíslegar upplýsingar
sem geti svo orðið grundvöllur að
raunhæfri manneldisstefnu. Þessi
fyrirhugaða manneldisstefna er
fyrst og fremst hugsuð til þess að
reyna að bæta mataræði lands-
manna og þannig hindra sjúkdóma
og hjálpa fólki að lifa heilsusam-
legra lífi. Mér finnst þetta mjög sj
spennandi verkefni að vinna að.
Síðast var gerð hér viðlíka neyslu-
könnurv árið 1939 og það verður
mjög forvitnilegt að sjá hvernig
fæði íslendinga hefur breyst frá
þeim tjma,“ sagði Laufey að lok-
um.
una. Endurtakið 10 — 20 sinnum.
Þegar vöðvarnir eru orðnir styrkari
gerið þá æfinguna erfiðari með því
að halda höndunum fyrir aftan höfuð-
ið.
5. Liggið á bakinu með hnén bogin
og handleggina meðfram hliðunum.
Lyftj^ hægri fótleggnum þar til hann
er kominn í lóðrétta stöðu við gólfið,
teygið úr fætinum. Lyftið mjöðmunum
stefnan hélt fram, vísindin hafa
styrkt þær fullyrðingar. Ég er ekki
trúarbragðamanneskja í þessum
efnum, en mér finnst að náttúru-
lækningastefnan hafi uppá margt
að bjóða. Hins vegar held ég að
vísindin geti ekki stutt það að
menn eigi endilega að vera græn-
metisætur. Ég er á því að maður-
inn sé ekki að eðli til grænmeti-
sæta og mér sýnist að vísindin
sanni það. Gerðar hafa verið rann-
sóknir á hvers konar fæði frum-
menn lifðu á. Auðvitað er ekki vitað
með vissu hvað menn borðuðu
fyrir tugþúsundum ára en mann-
fræðingar hafa eigi að síður fundið
út að hinn upphaflegi maður lifði
á mjög blönduðu fæði. Hann lifði
á villibráð, fiski og smádýrum og
miklu af jurtum, berjum, rótum og
hnetum. Hins vegar vantaði alveg
mjólk og kornmat. Menn hafa
reynt að reikna þetta fæði út og !
fundið út að fæðið hafi verið mjög
næringarefnaríkt, svo framarlega
sem menn náðu að fá nógan mat,
og ekki líkt því eins feitt og núna.
Alidýr verða feitari en villibráð og
ekki var maturinn djúpsteiktur með
rjómasósu í þá daga. ( þessu fæði
var mikið af trefjaefnum og kalki
þó mjólkina vantaði. Talið er að
nægilegt kalk hafi komið úr miklu
magni af jurtum. Þessi upphaflegi
maður var um 20 sentimetrum
hærri en menn urðu seinna eftir
að akuryrkja kom til sögunnar.
Fæðið varð þá ekki jafn næring-
arríkt og áður. Við nútímafólk erum
hins vegar að verða eins há og
erfðaeiginleikar okkar framast
leyfa. Talið er að erfðaeiginleikar
manna hafi breyst mjög lítið í allar
þessar árþúsundir sem liðnar eru
frá upphafi mannkyns. Öll starf-
semi líkamans er því mjög svipuð
og hún var í hinum upphaflega
manni. Matarræði manna hefur
hins vegar breyst mjög mikið.
Nú geta menn valið
Segja má að nú séu menn í
fyrsta skipti í sögunni í þeirri að-
stöðu að geta valið fæði. Áður
varð fólk að borða það sem hendi
var næst. Nú getum við valið úr
alls kyns fæðuflokkum. Við höfum
því í eigin hendi hvort við borðum
hollt fæði eða ekki. Það er hvorki
tímafrekara eða dýrara að borða
hollan mat. Margar konur þjást af
nokkurs konar „húsmæðra-
komplex", þeim finnst endilega að
þær þurfi að gera sem mest í
matargerðinni sjálfar. Heimatilbú-
inn matur þarf þó ekki að vera
hollari en sá sem keyptur er tilbú-
inn í búðum, stundum er hinn
síðarnefndi þó saltaður of mikið
og full feitur. En sumir eru líka
óþarflega djarftækir til saltbauks-
ins í heimahúsum. Matur sem eld-
aður er í skyndi þarf ekki að vera
óhollari en sá sem haft er mikið
fyrir. Grillsteikt fiskflak er ekki verri
matur en fiskur sem steiktur er á
pönnu í feiti, nema síður sé.“
Ég efast um að það séu margar
stofnanir hér á landi sem bjóða
uppá heilsusamlegra fæði en Nátt-
úrulækningahælið," sagði Lau-
fey.„Ég segi þrátt fyrir það að þar
er hvorki kjöt né fiskur á boðstól-
um. Ég er ekki hlynnt því að ein-
skorða sig við jurtafæði. Eigi að
síður verð ég að segja að fyrir
venjulegt, heilbrigt fólk er fæðið
eins og það hefur verið á hælinu
mjög ákjósanlegt. Hvað næringar-
efni snertir þá kom þetta fæði
betur út en ég hef séð nokkurs
staðar annars staðar. Fæðið þarna
byggir fyrst og fremst á því að
þetta er nánast ekkert unninn
matur. Þess vegna er hann svo
ríkur af næringarefnum. Við mat-
reiðsluna er notuð lítil fita og lítill
sykur. Þetta hvort tveggja er mjög
gott. Hins vegar er þess að gæta
að þarna kemur oft fólk sem er
að ná sér eftir erfið veikindi. Það
er oft óvant þessu mataræði, borð-
ar kannski lítið og fær m.a. þess
vegna ekki þau efni sem það nauð-
synlega þarf. Mér finnst að veikt
fólk eigi að eiga þess kost að fá
þann mat sem það langar í og það
þolir. Þess vegna tel ég ákjósan-
legt að bæta fiski og jafnvel kjöti
við þetta annars stórgóða fæði á
heilsuhælinu.
Maðurinn virðist ekki hafa inn-
byggt í eðli sitt að velja „réttan"
mat, ef svo má segja. Þó fólk
sæki kannski mjög í ákveðnar
matartegundir þá er það alls ekki
alltaf merki þess að líkaminn þurfi
sérstaklega á þessari fæðutegund
að halda. T.d. er vel þekkt að þung-
aðar konur séu sólgnar í ákveðnar
matartegundir. Það er hins vegar
svo að þjóðir sem búið hafa við
svipaðar aðstæður í gegnum ár-
hundruð hafa náð að þróa fæði
sem er í öllum aðalatriðum rétt
samsett. Reynslan hefur þá kennt
fólki að þannig lifi það, annars
ekki. En samt sem áður er það
yfirleitt ekki svo að menn langi í
appelsínur af því þá vanti c-
vítamín, svo dæmi sé nefnt eða
börn fái sér sætindi af því þau
vanti sykur, slíkt finnur fólk sjaldn-
ast. Þetta hefur verið athugað
bæði með menn og dýr og niður-
stöðurnar eru þessar.“
Ég spurði Laufeyju um gildi þess
Texti: Guðrún Guðlaugsdóttir
F Y R I I
Stórgott fæði á
Náttúrulækningahælinu
í Hveragerði
Laufey Steingrímsdóttir gerði
fyrir nokkru úttekt á fæði Náttúru-
lækningahælisins í Hveragerði. í
fréttum af þessari könnun kom
fram að hún mælir með því að fisk-
ur verði á matseðli hælisins fram-
vegis. „Niðurstöður úr þessari
könnun voru afskaplega jákvæðar.
6. Liggið á bakinu. Notið báða hand-
leggi til stuðnings og til að halda jafn-
vægi, lyftið fótleggjunum og bakinu upp
af gólfinu. Einbeitið ykkur að því að halda
bakinu beinu. Beygið hnén og snúið fót-
leggjunum eins og á hjóli. Hjólið í a.m.k.
20 hringi.
upp svo rasskinnar og mjóhryggur séu
10 - 20 sm frá gólfi. Haldið þessari stöðu
í nokkrar sekúndur, setjið mjaðmirnar
niður. Endurtakið 10-20 sinnum og skip-
tið síðan um fótlegg.