Morgunblaðið - 29.04.1989, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 29.04.1989, Blaðsíða 4
4 B MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. APRÍL 1989 Listskreytingasjóóur: Háleitt markmió - eda lélegur brandari? - Vorið 1980 hélt Norræna myndlistabandalagið þing í Moss í Noregi, þar sem umræðuefiiið var listskreyting opinberra bygginga. Þinginu var valinn staður í Noregi vegna þess að Norðmenn höfðu þá nýlega fengið löggjöf varðandi listskreyt- ingar, sem að margra dómi er fullkomnari en önnur lög um þetta efiii á Norðurlöndum. íslenskir myndiistarmenn höfðu barist fyrir breyttri skipan þessara mála hérlendis og átt viðræður við stjórnvöld. Fulltrúar myndlistar- manna og arkitekta sátu þingið í Moss. Síðan var unnið úr gögnum þingsins og voru þau, meðal annars, höfð til hliðsjónar við samningu lagafimmvarps á vegum menntamálaráðuneytisins um Listskreytinga- sjóð ríkisins. Þau lög voru samþykkt vorið 1982. Markmið sjóðsins er að fegra opin- berar byggingar með listaverkum. Samkvæmt lögum skulu tekjur hans nema 1% álagi á samanlagðar fjár- veitingar ríkissjóðs í A-hluta fjárlaga til þeirra bygginga sem ríkissjóður stendur að, einn eða með öðrum. Þegar reist eru mannvirki sem lög sjóðsins taka til, ber arkitekt og byggingamefnd sem hlut eiga að máli að hafa samband við stjóm List- skreytingasjóðs, þannig að frá upp- hafi haldist í hendur hönnun bygg- ingar og listskreytingar. Þó heimila lögin einnig kaup á áður unnum lista- verkum og heimilt er að veija fé til iistskreytingar eldri bygginga. Fögfur fyrirheit, en allur gangur á efndum, samkvæmt upplýsingum frá Sambandi íslenskra myndlistar- manna, því þróunin hefur verið sú að hið lögbundna 1% framlag hefur sífellt verið skert meira og meira. Árið 1983 var mismunurinn á 1% áætlaðs byggingakostnaðar og fram- laginu til Listskreytingasjóðs kr. 2.963.760, árið 1984 var þessi mis- munur kr. 2.053.760 kr. 3.945.580 árið 1985, kr. 4.554.990 árið 1986, kr. 9.518. 880 árið 1987 og árið 1988 nam þessi mismunur kr. 14.427.150. Framlagið fyrir árið 1989 hefur verið ákveðið kr. 6.000.000. óð hefði verið framfylgt hefði það auðveldað ýmsum opinberum stofn- unum, svo sem skólum og sjúkrahús- um, að listskreyta umhverfi sitt, því að öðrum kosti er þeim það ekki kleift. Opinber fyrirtæki eru gjaman þjónustufyrirtæki og rekstur þeirra býður ekki upp á tekjuöflun. Þó er það kannski ekki síst við slíkar stofn- anir að þörfin fyrir fagurt umhverfi er hvað brýnust. Tilurð Listskreyt- ingasjóðs var því mörgum fagnaðar- efni, ekki síst myndlistarmönnum, því oft hefur brunnið við að hætt hefur verið við áformuð listaverk, vegna þess að íjármagn skorti þegar til átti að taka. Vegna stöðugrar rýmunar á fram- lögum til Listskreytingasjóðs, hefur gætt vaxandi óánægju meðal mynd- listarmanna. Þeir segjast búnir að vera mjög þolinmóðir, hafi reynt að ræða við þingmenn um ástandið og reynt að fá þessa fulltrúa löggjafar- valdsins til að fá löggjöfinni fram- fylgt, en allt komið fyrir ekki; hlut- faliið sem í sjóðinn rennur minnkar stöðugt. Listskreytingasjóður er mikið bar- áttumál hjá myndlistarmönnum og hafa þeir fundað stíft á síðustu mán- uðum til að ræða vanda hans og möguleg úrræði. Úr þessum hópi eru þau Helgi Gíslason og Rúrí, og voru þau spurð hvort einhveijir aðrir en myndlistarmenn ættu hagsmuna að gæta í þessum sjóði. „Já. Það eiga allir rétt á að njóta listar. Þess vegna er mikilvægt að opinberar byggingar, þar sem fjöldi fólks á leið um, í starfi eða öðrum erindagjörðum, séu vel búnar lista- verkum. Maður þarf ekkert að eiga listaverk til að geta notið þess. Ef við nefnum hliðstæðu, þá þarf enginn að eiga Gullfoss, Þingvelli eða Esjuna til þess að geta notið þessara staða.“ Borgarspítalans. Þið talið um rétt almennings til að njóta listar og við erum að ræða um að taka vissa prósentu af al- mannafé til að fjármagna listskreyt- ingar. Hefur almenningur tjáð sig um málið, til dæmis farið fram á skreytingar? „Eg held nú að almenningur hafí fengið harla litlar upplýsingar um að þessi sjóður sé til,“ segir Rúrí. „Það hefur meira að segja oft komið fyrir að nefndir á vegum bæja og stofnana hafa óskað eftir skreyting- um, án þess að vita af sjóðnum. Við vitum að hér er alihennur áhugi fyr- ir myndlist. Aðsókn að myndlistar- sýningum er besti vitnisburðurinn þar um. Og við getum tínt fleira til: Fyrsta útilistaverkið í Reylqavík, styttan af Ingólfi, var gefíð borginni árið 1924 og það voru Iðnaðar- mannasamtökin sem gáfu það fyrir happdrættisfé og samskot. Ári seinna gefur Listvinafélagið „Móður- ást“ eftir Nínu Sæmundsdóttur. Lau- gamesskóli var allur myndskreyttur Útilistaverk við Menntaskólann við Sund, eftir Siguijón Ólafsson. af Jóhanni Briem milli 1945 og 1950. Nú við getum líka bent á að á sínum tíma var mikil óánægja með Tollstöð- ina við Tryggvagötu, en eftir að hún var myndskreytt hjöðnuðu óánægju- raddimar. Fólk sækir mikið í Garð Ásmundar Sveinssonar og svona mætti lengi telja. Auðvitað em það hagsmunir listamanna að sem flest listaverk verði reist, en ekki má gleyma því að listaverk sem kostuð em af almannafé em sameign allra landsmanna og því varða þau okkur öll. Þessi sjóður varðar okkur einnig öll. En hann hefur ekki getað sinnt nema broti af því hlutverki sem hon- um er ætlað og núna er staðan þann- ig að við honum blasir gjaldþrot. Stjórn Listskreytingasjóðs ríkisins, ásamt fulltrúum Sambands íslenskra myndlistarmanna hefur margsinnis reynt að fá leiðréttingu á þessari meðferð, en Alþingi hefur, ár eftir ár, leyft sér að hafa að engu gild- andi lög um sjóðinn. Það virðist því „Vatnsberinn" eftir Ásmund Sveinsson. vera tóm sýndarmennska að setja lög eins og þessi em. Þetta er gróft lagabrot og aðför að hagsmunum myndlistarmanna, og þá um leið almennings og við gemm kröfu um að ofangreindar íjárveit- ingar til sjóðsins á tímabilinu 1983 til 1988 verði leiðréttar; framreiknað em þetta 60,5 milljónir." En nú virðist vera samdráttur og niðurskurður alls staðar. Af hveiju ætti ástandið ekki líka að koma nið- ur á ykkur? „Veistu, þetta hefur ekkert með ástandið í ríkisfjármálum að gera. Þessi framlög hafa líka verið klippt niður í hinu svokallaða „góðæri", þegar uppgangstímar era hér. Við sjáum a.m.k. ekkert samhengi þama á milli. Við höfum reynt að fara bónarveginn á þessum uppgangstím- um, en það hefur ekki skilað neinum árangri. Framlag ríkissjóðs til menn- ingarmála er hlutfallslega miklu minna en í löndunum hér í kring, en samt em ráðamenn alltaf að halda því á lofti hér og annars staðar að við séum aldagömul menningarþjóð, með arfleifð og allt. En það er ekki endalaust hægt að lifa á fornri frægð. í seinni tíð hefur oft verið efnt til samkeppni um gerð listaverka. í fyrstu vora þær stijálar, en nú rekur hver samkeppnin aðra. Þetta hlýtur að bera vott um áhuga á myndskreyt- ingum opinberra bygginga og stofn- ana. í rauninni hafa engar reglur verið gildandi um svona samkeppni. Listamenn taka þátt í þessari keppni upp á von og óvon. Það er margra mánaða vinna að hugsa listaverkið út og gera af því módel. Þar með er í rauninni vinnu listamannsins lokið, því uppsetningin á verkinu er yfir- leitt ekki í hans höndum, það er að segja sjálf handavinnan. En eins og svona keppni er uppbyggð í dag, vinnur listamaðurinn upp á von og óvon. Einn til tveir vinna kannski til verðlauna, hinir fá ekkert fyrir sinn snúð. En ennþá verra er þegar fólk hlýt- ur fyrstu verðlaun og ákveðið er að reisa viðkomandi listaverk, en er ekki gert, til dæmis útilistaverk við Flugstöð Leifs Eiríkssonar, Útvarps- húsið og við Borgarleikhúsið, svo einhver dæmi séu nefnd. Við, sem Ingólíúr Arnarson, eftir Einar Jónsson. eigum þessi verk, vitum ekki hvenær við verðum kölluð til að hafa umsjón með þeirri vinnu, en höfum skuld- bundið okkur til þess, og maður verð- ur hálf óákveðinn í því hvernig mað- ur skipuleggur tíma sinn. Hér er um mjög alvarlega brota- löm að ræða á samkeppnisforminu, sem verkkaupendur og listamenn þurfa að fínna lausn á. Það verður áð tryggja að verðlaunaðar tillögur verði framkvæmdar innan eðlilegs tíma, þannig að tiltrú listamanna á samkeppnisforminu glatist ekki. Með tilliti til þessa hefur Samband íslenskra myndlistarmanna samið samkeppnisreglur. Samkvæmt þeim er um þrenns konar fyrirkomulag að ræða: í fyrsta lagi opin sam- keppni, þar sem öllum er heimil þátt- taka. I öðm lagi, lokuð samkeppni, eins og var á Isafirði í fyrra og mæltist mjög vel fyrir, þar sem ein- stökum listamönnum er boðin þátt- taka. í þriðja lagi þrepasamkeppni, þar sem í fyrsta þrepi era valdar nokkrar tillögur til frekari útfærslu, sem síðan er valið úr. Opna samkeppnisformið hefur oft- ast verið notað, en það hentar ekki nema um mjög umfangsmikil lista- verk sé að ræða, og í þeim tilgangi að gefa nýliðum í faginu kost á þátt- töku. En í flestum tilfellum er um- fang verkanna það takmarkað að lokaða samkeppnisformið er hentug- ast; þar sem fjöldi þátttakenda er í samræmi við umfangið og verðlaun- aféð. Við höfðum erlendar reglur til hliðsjónar, þegar við unnum tillögur að þessum reglum og fínnst þær skynsamlegar, vegna þess að þær bjóða upp á ólíka möguleika. Eins og ástandið er, þá er hamast við að auglýsa eftir tillögum og velja úr þeim. Þegar svo ekkert verður úr framkvæmdum, virkar þetta á okkur myndlistarmenn sem ódýr auglýsing á því hversu menningarlegar þessar stofnanir em. Fyrir allan almenning sem fylgist með verðlaunaafhending- unum og sér síðan listaverkið aldrei rísa, hlýtur þetta að líta út eins og viðkomandi listamaður hafi hlaupist undan merkjum; ætli að svíkjast um að vinna vinnuna sína. Því í ósköpun- um skyldum við taka þátt í þessum leik lengur?“ Texti/Súsanna Svavarsdóttir Söngur og raftónlist Nýi músikhópurinn stendur fyrir spennandi tónleikum á Hótel Borg í dag klukkan 16. Þar flytur ameríska tónskáld- ið Neil B. Rolnick tónverk sem hann hefúr samið fyrir rafliUóðfæri og flytur hann þau með aðstoð tölvu. Á tónleik- unum kemur einnig fram Andrea Gylfadóttir sem syngur eitt verka Rolmcks. Neil B. Rolnick er fæddur í Tex- as árið 1987. Hann er fjölmenntað- ur í tónlist, nam tónsmíðar hjá Darius Milhaud og John Adams og síðar tölvutónsmíðar við Stanford háskóla. Hann hefur haldið tónleika víða um lönd á undanfömum ámm og tónlist hans vakið mikla athygli fyrir „sameina þjóðlega tónlist balk- anlandanna við nútíma tónhug- myndum sínum“, eins og gagnrýn- andi New York Times komst að orði á síðasta ári. Á áranum 1977- 1979 vann Rolnik og stundaði rann- sóknir við IRCAM-stofnunina í París. Undanfarin ár hefur hann starfað sem tónskáld, kennari og flytjandi raftónlistar. Söngkonan Andrea Gylfadóttir er líklega þekktust fyrir söng sinn með hijómsveitinni Grafík. Hún lauk burtfararprófi frá Söngskólan- Tónleikar á Hótel Borg um í Reykjavík vorið 1987 og aðal- kennari hennar var Guðmunda Elí- asdóttir. Andrea hefur sungið alls konar tónlist og hún vinnur nú að hljómplötu með hljómsveitinni Todmobil. Morgunblaðið/Bjami Neil B. Rolnick tónskáld og Andrea Gylfadóttir söngkona.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.