Morgunblaðið - 29.04.1989, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 29.04.1989, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. APRÍL 1989 B 5 Fólkið vill sjó# það sem ég vil sjá ogens Pedersen leikhússtjóri frá Álaborg í Danmörku var staddur hér á landi um siðustu helgi. Tilefnið var. tvíþætt, málþing í Norræna húsinu um listir og listgagn- rýni þar sem hann tók þátt í umræðum um leiklistargagn- 1 rýni og einnig var sýndur á Litla sviði Þjóðleikhússins gestaleikur frá Borgarleikhúsinu í Álaborg; leikhúsinu sem Mogens Pedersen hefúr rifið upp úr meðalmennskunni og gert að einu at- hyglisverðasta leikhúsi Danmerkur um þessar mundir. Mogens Ped- ersen leikhús- stjóri. Morgunblaðið/Sverrir Ekki hefur þó orðstír Álaborgar- leikhússins skapast vegna framúr- stefnu í leikritavali né heldur vegna þess að brotið sé blað í danskri leik- listarsögu með tilraunamennsku eða framúrstefnu; heldur fyrst og . fremst, segir Mogens Pedersen, vegna jákvæðs anda allra sem í leikhúsinu starfa — leikaranna 25 og hinna starfsmannanna 75 — og sameiginlegs áhuga þeirra á að skapa gott og skemmtilegt leikhús. Mogens Pedersen á að baki lang- an og litríkan feril sem leikari og leikstjóri í Danmörku og víðar. Hann lauk leikaranámi sínu frá Konunglega leiklistarskólanum í Kaupmannahöfn um miðjan 6. ára- tuginn og starfaði sem leikari við Álaborgarleikhúsið frá 1955-1962. Hann var einn af stofnendum Jom- fru Ane-leikhússins í Álaborg en starfaði síðan um margra ára skeið sem leikstjóri víða í Danmörku. Árið 1980 var hann fastráðinn leik- stjóri við Konunglega leikhúsið í Kaupmannahöfn. Árið 1985 var hann ráðinn leikhússtjóri Borgar- leikhússins í Álaborg og þetta er því 4. leikárið sem hann stjómar leikhúsinu. Ástfangnir gagnrýnendur Ég settist niður með Mogens Pedersen á laugardaginn var, dag- inn eftir að umræðan um leiklistar- gagnrýni hafði farið fram. Það er gaman að tala við Mogens Peder- sen. Lifsorkan og krafturinn geislar af honum, og það er augljóst að hann er ekki vanur að sitja lengi kyrr þegar hann talar, heldur vill frekar standa upp og hafa gott pláss til að leggja áherslu á orð sín. Leik- húsið á greinilega hug hans allan og það er honum mikið tilfmninga- mál. Við ræðum fyrst um leiklistar- gagnrýni í ljósi umræðunnar sem farið hafði fram daginn áður á málþinginu. Þar hafði Mogens sagt að gagnrýnandi sem ekki elskaði leikhúsið ætti að sinna einhvetju öðru. En er hægt að elska og gagn- rýna samtímis viðstöðulaust? Þolir nokkur ást slíkt til lengdar? Verður ekki annað að láta undan, ástin eða gagnrýnin? Mogens brosir út í annað og seg- ir að það sé nokkuð til í því en þó verði að gera þá kröfu til gagnrýn- andans að honum sé umhugað um leikhúsið og listsköpunina. „Ég veit um gagnrýna'nda í Álaborg sem líður hreinlega illa í hvert sinn sem hann þarf að fara í leikhúsið. Hon- um leiðist í leikhúsinu. Þessi mann- eskja ætti að finna sér annað starf. Ábyrg gagnrýni er góð — Fyrir hvern skrifar gagnrýn- andinn? Leikhúsfólkið eða almenn- ing? „Að mínu mati á hann fyrst og fremst að skrifa fyrir almenning. Ég er alls ekki viss um að gagnrýn- endur séu færir um að skrifa fyrir listamennina. Eigi gagnrýni að verða listamönnunum að gagni þarf hún að vera alveg einstaklega djúp- hugul. Gagnrýnandi sem sér sýn- ingu að kvöldi og þarf að skila til- búnum pistli morguninn eftir getur ekki staðið undir þessari kröfu. í besta falli getur hann — ef hann er listamaður sjálfur — skrifað inn- blásna grein um upplifun sína kvöldið áður. Þó hafa verið til gagn- rýnendur sem hafa skrifað af slíkri næmni og þekkingu að skrif þeirra höfðu áhrif á listina. En þeir eru mjög fáir.“ — Talar maður ekki alltaf um slíka gagnrýnendur í þátíð? Er hægt að vera svo sáttur við starf- andi gagnrýnendur að þeim verði veitt slík umsögn? „í Danmörku eru nokkrir gagn- rýnendur sem við óttumst meira og berum meiri virðingu fyrir en öðr- um. Það þýðir ekki að við förum yfir skrif þeirra með stækkunar- gleri og leitum að stórasannleik um leikritið eða okkar vinnu. En skrif þeirra hafa mikil áhrif á aðsókn að leikhúsinu. Þess vegna viljum við vita hvort skrif þeirra hjálpi okkur í baráttunni við aðra miðla og þá á ég sérstaklega við sjónvarp. í Álaborg hefur hvert heimili aðgang að tíu til 14 sjónvarpsrásum svo baráttan er hörð og við þiggjum allan þann stuðning sem fáanlegur er. Þar geta gagnrýnendur haft töluverð áhrif.“ — Ertu að segja að besta gagn- rýnin sé sú sem selji? „Ef sýningin er góð þá á slík gagnrýni rétt á sér. En það þarf að hreinsa andrúmsloftið milli lista- manna og gagnrýnenda. Þeir þurfa að axla þá sameiginlegu ábyrgð að halda lífinu í ábyrgri lifandi list. Ég hef engan áhuga á gagnrýni sem eys endalausu hrósi yfir allt sem framkvæmt er í leikhúsinu. Sé gagnrýnandinn ábyrgur og beri hag lifandi leikhúss fyrir bijósti á hann að bregðast við af hörku þegar hann stendur leikhúsið að kæru- leysi eða sinnuleysi. Art for art’s sake, ég vil ekki sjá slíkt.“ Og Mogens slær krepptum hnefa í lófa sér og hvessir á mig augun. „Það versta sem gagnrýni getur gert er að eyðileggja samstöðu innan leik- hússins og jafnvel innan einnar sýn- ingar. Gagnrýni eins og hún er stunduð í dag í Danmörku dregur listamennina í dilka. Og þetta er hvergi eins slæmt og í leikhúsinu þar sem allt byggist á samstarfi. Við í leikhúsinu vitum og áhorfend- ur finna hvaða leikarar búa yfir þessari sérstöku útgeislun sem ger- ir þá að stórleikurum. Flestir leikar- ar eru góðir og sumir eru það ekki. Gagnrýnendur þurfa ekki að tíunda það. Oft er stórleikur eins leikara árangur langs og frábærs sam- starfs tveggja eða fleiri. Ef það er eitthvað sem ég hata þá eru það verðlaunaveitingar til leikara og leikhúsfólks vegna þess að þær setja okkur í samkeppni inribyrðis, okkur sem höfum unnið saman í eindrægni allt fram að þvi. Hugsaðu þér til dæmis tvo Ieikara, ungan pilt og stúlku. Þau Ieika á móti hvort öðru og eftir frumsýningu stendur í blöðunum löng lofrolla um stórleik hennar og síðan ein eða tvær línur um frammistöðu hans, þar sem jafnvel er klykkt út með því að hann hafi „horfið í skuggann fyrir slíkum stórleik sem hennar". Hvaða áhrif heldurðu að svona hafi á samleik þeirra í sýningunni eftir þetta. Þau nutu þess að vinna sam- viótal við Mogens Pedersen leikhússtjóra í Alaborg an og árangur hennar væri óhugs- andi án hans. Einkunnagjafir og verðlaun eru það versta sem ég veit við gagnrýni," segir Mögens og leggur áherslu á orð sín. Þar með látum við útrætt um gagnrýni og snúum okkur að öðru. Lýðræðislegt einræði — Konunglega leikhúsið í Kaup- mannahöfn — danska þjóðleikhúsið ef svo má segja — hefur átt undir högg að sækja síðustu árin. Óánægja með það sem þar er borið fram hefur magnast. Þú sagðir í gær að Konunglega leikhúsið ætti að ganga á undan og vera viðmiðun allra annarra leikhúsa landsins. í listrænum skilningi ætti leikhúsfólk Danmerkur að geta litið upp til þess Konunglega. En síðan bætt- irðu því við að þannig væri það því miður ekki. Hvers vegna? „Síðustu árin hafa listræn gæði Konunglega leikhússins ekki verið þau að hægt hafi verið að líta upp til þess. Þannig var það áður en ekki núna. Það sem ég á við er að slíkt leikhús þarf að vera nokkurs konar orkumiðstöð fyrir allt leik- húslíf í landinu. Dramaten í Stokk- hólmi geislar frá sér þessari orku núna en fyrir nokkrum árum var það nær líflaust. Þetta kemur í sveiflum. Það efast enginn um það að á þvi Konunglega séu aldeilis frábærir listamenn, en ef andinn og löngunin til að tjá sig sameigin- lega eru ekki nægilega sterk þá eyðist öll orkan í skæklatog þar sem hver og einn rembist við að halda sínu fram og fara sína leið í trássi við alla hina. Leiklistin er sú list- grein sem stendur og fellur með samstarfi allra sem í hlut eiga og ef löngunin til að vinna saman er ekki fyrir hendi verður útkoman í samræmi við það. Það eru reyndar einstakir leikstjórar sem ná upp slíkum anda við sýningar sínar á Konunglega leikhúsinu, en yfir starfi þess hefur ekki verið sá heild- arsvipur sem hveiju leikhúsi er nauðsynlegur." Mogens þagnar eitt augnablik og bætir því svo við að hér sé hann eingöngu að tala um þá hlið Kon- unglega leikhússins sem snýr að leikritunum; við húsið sé einnig rek- in ópera og starfræktur ballett- flokkur. „Reyndar vona ég að nú sé breytinga að vænta því ráðinn hefur verið nýr leikhússtjóri að því Konunglega og með nýjum mönn- um blása ferskir vindar. Um leið verður að vona að nýi leikhússijór- inn fái nægilegt svigrúm til starfa og nægilega peninga til að stækka leikarahópinn og með því skapa Konunglega leikhúsinu þann svip sem þjóðarleikhús verður að hafa.“ — Af orðum þínum má ráða að velgengni leikhúsa ráðist nær al- gjörlega af einni persónu — leik- hússtjóranum. Er það ekki í mót- sögn við lýðræðið innan leikhússins sem þér hefur verið hrósað fyrir? „Já og nei. Ég held að ég hafi meiri trú á slíku fyrirkomulagi núna en ég hef gert í gegnum tíðina. Það þarf ekki annað en líta til þeirra leikhúsa annars staðar í Evrópu sem hvað mesta athygli hafa vakið og þar blasir við að einn maður stendur á bakvið velgengnina í hveiju húsi. Það sem skiptir máli í þessu samhengi er að þarna er um að ræða einstaklinga sem eru ekki einungis listamenn heldur hafa nægilegan kjark til hrinda hug- myndum sínum í framkvæmd og geta komið þeim þannig á fram- færi við samstarfsfólk sitt að allir iegjá: já, þetta viljum við líka gera. En um leið og allir eru á einu máli um stefnuna þarf að dreifa ábyrgð- inni. Það er það sem ég á við með lýðræði innan leikhússins. Einn maður mótar hina listrænu stefnu, hrífur allan hópinn með sér og síðan dreifíst ábyrgðin við framkvæmd- ina.“ Og Mogens Pedersen veit hvað hann er að segja því á þennan hátt hefur hann komið Álaborgarleik- húsinu inn á kortið á nýjan leik. — En þegar illa gengur, er þá sökin á sama hátt eins manns? „Nei, vegna þess að málið er flóknara en svo. Leikhússtjóm snýst að miklu leyti um að velja rétt fólk í kringum sig. Og þá á ég ekki við að leikhússtjórinn eigi að velja ein- tóma viðhlæjendur og jábræður. Alls ekki. Skoðanaskipti og heil- brigður ágreiningur er nauðsynleg- ur. Annars verður stefnan einsýn og þröng. En listamenn verða að hafa skoðun á list sinni og hafa hugmynd um til hvers og hvers vegna þeir eru listamenn. Annars verður afraksturinn óþroskaður og bamalegur - veggspjaldalist. Og það skiptir engu hvort slíkt leikhús gefur sig út fyrir að vera róttækt eða borgaralegt, framsækið eða afturhaldssamt. Hið innra starf og hið ytra haldast ávallt í hendur og endurspegla hvort annað.“ Mogens hægir aðeins á, hugsar sig um augnablik og bætir svo við: „Pólitíska leikhúsið fékk snöggan dauðdaga á síðasta áratug vegna þess að það skorti einmitt sýn á sjálft sig. Skorti breiðari yfírsýn. Þetta er skoðun mín þar sem ég stend nú. Á ámnum upp úr 1970 var ég sakaður um að heimfæra mínar pólitísku skoðanir upp á þau leikrit sem ég setti upp. Ég sé núna að það var nokkuð til í þessu og ég geri þetta ekki lengur.“ — En hvað fínnst þér vera gott Ieikhús? Hvað er það sem dregur áhorfendur að leikhúsinu? Til dæm- is leikhúsinu ykkar í Álaborg? Framsækið alhliða Ieikhús „Álaborgarleikhúsið er borgar- leikhús. Það er kveðið á um í leik- húslögunum að í slíku leikhúsi skuli bjóða alhliða leiklist. Ég skil þetta þannig að okkur sé skylt að bjóða upp á vandað og þjóðlegt leikhús. Ég hef til dæmis mikið dálæti á söngleikjum og í ár leikum við Sweeney Todd og West Side Story. En þetta val er ekki hrein tilviljun. í Danmörku glímum við við stór- fellt kynþáttavandamál, í austur- hluta Álaborgar gerist West Side Story nánast daglega. Og þá segj- um við í leikhúsinu: Allt í lagi við skulum leika ástarsögu um kyn- þáttavandann, West Side Story. Hvort þetta verður góð sýning eða ekki veit ég ekki á þessu stigi en þannig hugsum við.“ — Og viðtökumar hafa verið góðar? Mogens bankar þrisvar í borð- brúnina áður en hann svarar: „Hingað til, já. Gagnrýnendur og áhorfendur hafa fallist á að okkar stefna í leikritavali sé framsækin aðferð til að svara þessum kröfum um alhliða leikhús. Á næsta leikári byijum við með Hver er hræddur við Virginíu Woolf og síðan leikum við samtímis tvö leikrit, annað danskt og hitt franskt, sem bæði fjalla á sinn hátt um landamæra- pólitík. Það er mál sem Álaborg- arbúum og öðrum á Jótlandi er allt- af hugstætt vegna nálægðarinnar við þýsku landamærin. Við reynum þannig að velja saman ný og gömul leikrit, gamanleikrit og dramatísk verk, dönsk og erlend og alltaf er viðmiðunin sú að á einhvem hátt eigi verkið erindi við okkar áhorf- endur.“ — Geturðu orðað þessa listrænu stefnu á annan hátt? Já, það get ég. Ég spyr sjálfan mig stöðugt einnar spurningar: hvað vill fólkið hér í kringum leik- húsið sjá? Og ég fer satt að segja eftir þeirri einföldu þumalputta- reglu að það sem mér finnst gott, skemmtilegt og athyglisvert verður fyrir valinu. Það er eina heiðarlega viðmiðunin sem ég hef. Annað verð- ur bara kák út í loftið," segir Mog- ens Pedersen og hlær, þó honum sé greinilega rammasta alvara með þessu svari. Og þetta kemur reynd- ar vel heim og saman við hugmynd- ir hans um leikhússtjóm þar sem einn maður stýrir skútunni en allir njóta siglingarinnar. Einfalt en flókið. Viðtal: Hávar Sigurjónsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.