Morgunblaðið - 19.05.1989, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 19.05.1989, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. MAÍ 1989 B 3 Val á stelli Til að byrja með: Ekki kaupa of stórt stell. Áfjallahjóli ætti stellið að vera um það bil 5 sentimetrum lægra en á öðrum hjólum vegna þess að krankurinn, eða stigsveifarbúnaðurinn, er hærri á fjaliahjólum en „venjulegum" hjólum og stellið því samþjappaðra. Stattu klofvega yfir þverslánni á fjallahjólinu; það ætti að vera u.þ.b. 10 sm bil milli klofs og þverslár ef ætlunin er að hjóla utan vega, en 5-8 sm ef ætlunin er að hjóla aðeins á malbiki. Neðri mörkin á stellstærð miðast við lengd sætispinna, kjörhæð á stýri og kjörlengd á þverslá. 5 Gírarnir Indexgírareru málið. Þeir eru með forstillingu, sem þýðir einn smellur með gírstönginni og þú ert kominn í nýjan gír. Indexgírarveita þyrjendum öryggi og keppendum forskot, en þeir eru ekki ómissandi. Flestum indexgírkerfum er hægt að breyta í gamla togkerfið með einu handtaki ef forstillingin fer úr stillingu. Framgíarskiptir með forstillingu gengur aðeins með stálkeðjuhringjum, sem þýðir þyngri hjól. Þess vegna eru fæst vandaðri hjólin með index gírskiptingu að framan. 6 Lengd þverslár og stýrisstamma Mismunandi gerðir fjallahjóla hafa mismunadi þverslárlengdir á sömu stellstærð. Fyrirafslappaðar hjólreiðar á götuslóðum eða götum innanbæjareru þverslá í styttra lagi og háreistur stýrisstammi þægilegust. Fyrir hjólreiðar á vegleysum velja flestir hjólreiðamenn langt og teygt stell og þar með langa þverslá og langan lágan stýrisstamma. A19“ stelli er 21 “ þverslá talin stutt, en 23“ þverslá á sama stelli of löng. . Sömu hlutföll eru reiknuö gróflega fyrir aðrar stærðir. 7 Bremsurnar Fjallahjólabremsur eru þrennskonar: Gaffalbremsur, U-bremsurog rúllukambshjólsbremsur. Þegar rétt erfrá þeim gengið er bremsuvirkni þeirra allra góð í þurru veðri. Gaffalbremsureru léttari, ódýrari og auðveldari í uppsetningu en hinar og þær saf na ekki á sig aur. U-þremsur og rúllukambshjólabremsur eru aðeins öflugri og láta aðeins betur að stjór á þurrum jarðvegi. Augljós kostur við U-bremsur og rúllukambshjólabremsurer að þær veita svigrúm fyrir hælana og eru því kjörnar fyrir stórfætta. Venjulegar handbremsur eru ekki hæfar á hjól tii notkunar utan vega. Stellpípur Bestu fjallahjólin eru létt eða undir 16 kílóum. Þau eru gerð úr sterkum og léttum fjölþykktar pípum úr Kró-Mólý léttmálmsblöndu, sem er dýr og tekur langan tíma að sjóða saman. Bestu og þekktustu pipuframleiðendur eru Tange, Cotumbus, Reynolds og Vitus. Sumirframleiðendur nota eigin útgáfu af Kró-Mólý, en þau eru ekki jafn traust og pípurnar frá áður nefndum merkjum, sem ávallt merkja stellin frá sér. Einnig er hægt að fá stell úr áli, títaníum og ýmsum hátækniefnablöndum. 11 Keðjutannhjólin Keðjutannhjólin eru sennilega sá hluti fjallahjólsins sem bilar síst, nema þau skelli á stórgrýti. Keöjutannhjól úr léttmálsblöndu eru fullkomnari, léttari og dýrari en stál. Bestu gerðirnareru úr kalpressaðri álblondu, þær ódýari eru bræddar í mót. Stálkeðjutannhjól duga jafn vel, en eru talsvert þyngri. Hjól með index (smellu)skiptingu að framan hafa oftast stálkeðjutannhjól. Öll alvöru fjallahjól eru með þremur keðjutannhjólum, sem eru yfirleitt sporöskjulaga en stundum kringlótt. Þótt sporöskulöguð keðjuhjól séu gerði til að létta fótstigið er munurinn ekki ýkja mikill. Lögun hringjanna hefur minna að segja en stærð þeirra. Sterkari hjólreiðamenn velja 48/38/28-tanna samsetninguna á hringjunum á meðan kraftminni hjólakapparvilja 46/36/26-tanna samsetningu. Dekkin Dekkin eru valin m.t.t. aðstæðna. Til notkunar utan vega verða þau að vera minnst 2“ breið með mjög grófu takkamunstri sem höggdeyfar og fyrir grip. Innanbæjar á malbiki þarf rennileg dekk (með grunnu mynstri), sem liggja vel í beygjum og eru miklu léttari. Ef valin eru alhliða dekk, eiga þau að vera án miðjurennings og með mynstri sem rúllar léttilega á malbiki. í sérverslunum ætti að vera hægt að fá ábendingar um hvaða dekk henta best fýrir hvaða aöstæður. Til eru mjög slitsterk dekk með sérstakri vörn fyrir hvössum brúnum og þess háttar. Þau eru dýr, en margborga sig. Trúði ckki öllu iofinu Valdimar Örn Flygenring leikari var á fjallahjólinu sínu í snjónum í allan vetur. „Fjallahjólið er frá- bært tæki. Ég hef lengi verið áhugamaður um allt sem snýr að hjólum, en þetta er algjör bylting. Fólk heldur kannski að það séu einhverjir stælar að vera á 18 gíra hjóli, en málið er að maður not- ar kannski í mesta lagi fjóra gíra í einu. Allt eftir aðstæðum." Valdimar Erni, sem býr miðsvæðis í bænum, vantaði reiðhjól í haust til að komast ferða sinna innanbæjar og leist vel á fjallahjólið. „Ég trúði nú ekki öllu því sem mér var sagt í versluninni, en eftir að hafa notað hjólið í vetur sé ég að það voru engar ýkjur. Það haggaðist ekki í snjónum. Málið er heldur ekki endilega að þeysa hratt, held- ur það að vera á hjóli og ég er örugglega jafn fljót- ur að komast ferða minna innanbæjar á því og ef ég væri á bíl, ef ekki fljótari. Hjólreiðar eru líka góð líkamsæfing, en það er mikilvægt fyrir mig starfsins vegna að halda mér í sæmilegu formi. Og að hjóla niður í leikhús fyrir sýningu er ágætis upphitun." Enn sem komið er hefur Valdimar aðeins notað Morgunblaðið/Sverrir Valdimar Örn Flygenring hjólið innan borgarmarkanna og því ekki búinn að reyna hvað það getur í torfærum. „En ég stefni að því að fara á því út úr bænum í sumar." Fjallahjól góó til þjalfnnar Helgi Geirharðsson, verkfræðingur, hjólaði úr höfuðborginni og upp í Kerlingafjöll á fjallahjólinu sínu síðastliðið sumar. „Ég fór þetta á tveimur dögum. Gisti eina nótt á Geysi, en það voru um tíu tímar í allt sem ég hjólaði," sagði Helgi. Hann hefur keppt í hjólreiðum hér heima og í Bandaríkjunum á hefðbundnum keppnishjólum, en fékk bakteríuna fyrir fjallahjólinu fyrir tveimur árum eftir ferð sem hann fór á hjólinu upp til fjalla. „Ég nenni varla að hjóla á gamla keppnishjólinu nú orðið," sagði Helgi. „Á fjallahjólinu er hægt að komast yfir kanta, eyjur og holur á 30 kílómetra hraða án þess að skemma dekkin eða gjarðirnar. Fjallahjólið er líka þægilegt utan vega og uppi á hálendinu. Það er hægt að hjóla á því upp halla og í mold án þess að sökkva." Helgi mælir með fjallahjólinu sem þjálfunartæki fyrir íþróttamenn, en sjálfur er hann skíðamaður og því með sterka fætur sem er gott fyrir hjóla- reiðamenn. „Það reynir ekki aðeins á fæturna á fjallahjólinu heldur einnig mikið á hendurnar utan vega og reyndar allan skrokkinn. Maður notar líkamann meira í ójöfnunum. Hann tekur á móti hreyfingum hjólsins. Svo er skemmtilegt að hjóla niður brattar brekk- ur, yfir þúfur og steina, en það má bjóða þessu hjóli hvað sem er.“ Helgi Geirharðsson Helgi hefur ekki notað hjólið mikið innanbæjar, en segir að það taki hann þó ekki nema 15 mínút- ur að hjóla úr Garðabænum þar sem hann býr og í vinnuna í Þingholtunum. „Ég hef lítið hjólað undan- farið en fór mikið upp í Heiðmörk með hundinn síðasta sumar. Áætlunin er að ferð eins og sú sem ég fór upp í Kerlingafjöll verði árlegur viðburður." Það liggur heilmikil þeóría að baki gerðarfjallahjólsins og Magn- ús er vel að sér í öllu sem hana varðar, en of langt mál væri að fara út í hana í smáatriðum. „Mað- ur fær meira út úr hjólunum ef maður fer að hugsa um hvernig þau eru byggð og þegar maður hefur uppgötvað hvaða máli bygg- ingin skiptir fær maður delluna. Þróunin ífjallahjólunum hefurverið hröð, en þróun í gerð reiðhjóla var búin að standa í stað nokkuð lengi áður en fjallahjólin komu til sög- unnar fyrir um 7-8 árum. Kostir fjallahjólsins eru meðal annars ekki eins bratt stell* breið dekk, betri bremsur og fleiri gírar. Lágir gírar gera það að verkum að maður kemst ekki hratt, en aftur á móti hef ég komist áfram í tíu vindstigum á móti skafrenningi. Fjallahjólið er þægilegt í notkun og vandamál eins og sprungin dekk eru úr sögunni." Magnús notar hjólið ekki aðeins til að komast ferða sinna innan- bæjar, hann er búinn að fara alla götuslóða í nágrenni höfuðborgar- innar og eiginlega kominn í þrot. Síðastliðið sumar hjólaði hann svo hringveginn með félaga sínum Gísla Haraldssyni, sem ekki hefur hjólað mikið áður. „En þetta var ekkertmálfyrirhann," segirMagn- ús. „Það er lítið mál að ferðast á hjóli. Maður verður bara að gefa sér tíma. Við vorum þrjár vikur í þessari ferð og hefðum vel getað verið lengur, nóg var að skoða. Fólk leggur alltof mikið kapp á að þeysast áfram á sem skemmstum tíma." [ sumar stefna þeir félagar á hálendið og er hugmyndin að komast á fjallahjólunum á jökul, ef aðstæður leyfa. Magnús Bergsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.