Morgunblaðið - 19.05.1989, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 19.05.1989, Blaðsíða 1
 PRENTSMIÐJA MORG UNBLAÐSINS FOSTUDAGUR 19. MAI 1989 Þegar ákveðið hefur verið að fá sér reiðhjól, er ráðlegt að hugsa sinn gang áður en rokið er af stað inn í næstu reið- hjólaverslun og fest kaup á fyrsta hjólinu sem á vegi manns verður. Úrvalið er mikið og því um að gera að byrja á því að kanna vei hvað hentar þörfum manns best. Það getur verið gaman að eiga gott reiðhjól, rétt eins og góðan bíl. En það má kannski segja að hið sama gildi um þetta tvennt: Verð og gæði fara saman. Það sem ræður úrslitum um val á reiðhjóli er hverskon- ar hjólreiðar maður ætlar að stunda, hversu mikið fé mað- ur hefur milli handanna og hvaða stærð af reiðhjóli maður þarf. Það er því hyggilegt að gera smá könnun áður en peningarnir eru reiddirfram. Besta leiðin er að prófa mismunandi gerðir reið- hjóla, tala við vini og kunningja og stauta sig fram úr erlendum hjólareiðablöðum, ef þau eru fá- anleg. Þegar þú telur þig hafa komist að raun um hvað hentar þér, ætti að vera óhætt að gera kaupin. Hérá eftirfylgja stuttar lýsingar á helstu gerðum reið- hjóla, notkunarmöguleikum, kostum og göllum, sem kannski geta oröið einhverjum þeirra að liði, sem nú eru að hugsa um reiðhjólakaup. I flestum reiðhjólaverslunum fást margar gerðír reiðhjóla. Til að velja rétt hjói er nauðsynlegt að gera sér grein fyrir hvar og hversu mikið maður kemurtil með að hjóla. í fyrsta lagi er ágætt að muna að á íslandi er vindasamt og velja hjól sam- kvæmt því. f öðru lagi hvort hjóla á innanbæjar eða utan, í hæð- óttu landslagi eða á flatlendi, hvort nota á hjólið í skotferðir milli húsa, lengri vegalengdireða í tugkílómetra þolþjálfun. Hefðbundin götuhjói Gamla beinsetuhjólið hefur verið algengasta reiðhjólið hing- að til. Það vegur frá 14 kílóum og kostar frá 10—14 þúsund krónum. Stell götuhjólanna eru úr stál- rörum, þau eru með stálbúnaöi, venjulegum hnakk, uppbognu eða beinu stýri, bretti og keðju- hlífum. Bögglaberi er fastur fylgi- hlutur og oft pumpa, Ijósabúnað- ur og lás. Vandaðri gerðir eru gjarnan með búnað úr áli og öllu léttari en þau ódýrari. Götuhjólin eru ýmist án gíra, þriggja gíra eða fimm gíra (inn- byggðir í afturdrifi). Og yfirleitt með fótbremsum. • Þau henta til notkunar í styttri . ferðir innanbæjar og á flatlendi. Eru encfingargóð, ódýr, nokkuð ‘ þægileg og óhéð tískusveiflum. • En nokkuð þung og notkunar- . möguleikar þeirra takmarkaðir. * Borgarhjól Borgarhjólin eru eftirlíking af * alvöru fjallahjólum. Þau kosta frá • 17—20 þúsund krónur og vega . 14—17 kíló. Borgarhjólin er svip- _ uð hefðbundu reiðhjólunum, en * hafa sumt af þeim búnaði sem • notaður er á fjallahjólin, svo sem . breið dekk. Einkenni eru stálrör, álgjarðir, " breið dekk, miðtogsgafalsbrems- ' ur (á sumum), beint stýri, gorma- • sæti, bretti og bögglaberi. . Stundum Ijósabúnaður og lás og þrír, fimm eða tíu gírar. * Það má hjóla á borgarhjólun- • um á flestum vegum, en þau . henta illa utan vega. Notkunar- # möguleikar þeirra eru nokkuð * miklir, þau eru endingargóð og * sæmilega þægileg. Aftur á móti • er ekki hægt að fara á þeim í . miklar ógöngur né langar ferðir og þau eru þunglamaleg. Ódýr trimmreiðhjól * Trimmreiðhjólin kosta frá 14 þús- • undum og vega 15—18 kíló. . Ódýr trimmreiðhjól eru oftast soðin upp úr hefðbundnum götu- * hjólum með bognu stýri og hand- • bremsum með aukagripi á hand- . bremsuhandföngum. Þau eru _ ágæt handa krökkum sem vilja ’ ganga í augun á öðrum krökkum, * en fullorðnir ættu heldur að velja . vandaðri trimmhjól eða önnur . vönduð reiðhjól. Ódýru trimmhjólin eru úr stál- • . Sjá næstu síðu ÞILSNER aö sjálfsögðu! Sjálfsagður drykkur með öllum mat YDDA F5.36/SIA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.