Morgunblaðið - 06.06.1989, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 06.06.1989, Blaðsíða 3
 KNATTSPYRNA / 1. DEILD ■ ANDERLECHT varð bikar- meistari í Belgiu um helgina. Fé- lagið vann Standard Liege, 2:0. Arnór Guðjohnsen lék ekki með Anderlecht, þar sem hann er á sjúkrahúsi að jafna sig eftir upp- skurð , en hann verður frá keppni í þijá mánuði. ■ JOHN Lyall, framkvæmda- stjóri West Ham, verður ekki áfram hjá félaginu, sem féll niður í 2. deild. Lyall hefur verið „stjóri" West Ham síðan 1972. ■ INGRII) Kristiansen, norska hlaupadrottningin, sem á heimsmet í 5.000 og 10.000 m hlaupi, keppti í fyrsta sinn á árinu á móti í Oreg- on i Bandarikjunum um helgina og varð að sætta sig við 2. sætið í 3.000 m hlaupi. Lynn Williams frá Kanada sigraði á 8.47,92 mín, en Kristiansen var 60 m á eftir á 8.59,0 mín.. ■ MARSEILLE og Mónakó leika til úrslita í frönsku bikar- keppninni í knattspymu. Marseille vann Auxerre 1:0 í seinni leik lið- anna, en Mónakó vann Sochaux í vítakeppni. ■ MARSEILLE gerði sér vonir um að Diego Maradona væri á leið til félagsins, en draumamir hmndu sem spilaborg eins og ávallt, þegar félagaskipti Maradona em til um- ræðu — kappinn sagðist verða áfram hjá Napólí. MLANDSLW Bandaríkjanna í knattspymu sigraði í fjögurra liða móti, sem fram fór í Bandaríkjun- um um helgina. Heimamenn unnu landslið Perú 3:0 í úrslitum, en lögðu Benfica fyrst að velli, 2:1. Sömu úrslit urðu í leik Perú og Amerika Cali frá Kólumbíu, og Benfica vann Amerika Cali 2:1 í keppni um þriðja sætið. ■ RUUD Gullit leikur ekki meira með AC Mílanó á þessu keppnistímabili, en ítölsku deildinni lýkur eftir flórar vikur. Gullit, sem var skorinn upp vegna meiðsla í hné 21. aprfl, lék æfíngalaus í 4:0 sigri AC Mílanó gegn Steaua í úrslitum Evrópukeppni meistara- liða og gerði þá tvö mörk, en meiðslin tóku sig upp á ný í lands- leik Finnlands og Hollands á mið- vikudaer. ■ FRÖNSKU skíðakonunni Christille Guignard, hefur verið meinað að taka þátt í alþjóðlegum skíðamótum fram í febrúar á næsta ári, en við lyfjapróf um helgina kom í ljós að hún hafði neytt ólöglegra lyfja. Bannið hefur það í för með sér að Guignard mun missa af öll- um helstu skiðakeppnum á næsta keppnistímabili. FOLK Morgunblaðið/Júlíus BJörn Rafnsson sést hér senda knöttinn í netið hjá Fylkismönnum, eftir að hafa snúið á Gústaf Vífilsson og Guðmund Baldursson, markvörð. Tvö mörk á sjö mínútum - færðu Fylkismönnum jafntefli gegn KR-ingum ívesturbænum FYLKISMENN, nýliðarnir í fyrstu deild, sýndu mikla bar- áttu er þeir gerðu jaf ntef li við KR-inga, 2:2, á heimavelli þeirra síðarnefndu. Fylkis- menn voru tveimur mörkum undir í leikhléi en tvö mörk á sjö mínútna kafla færðu þeim jafntefli. KR-ingar byrjuðu vel og skor- uðu strax á sjöttu mínútu. Sæbjöm Guðmundsson gaf fyrir markið á Bjöm Rafnsson sem skall- aði boltann út. Þar LogiB. var Pétur Pétursson Eiðsson sem skoraði af skrifar öryggi upp í þaknet- ið. Eftir markið fengu Fylkismenn nokkur góð færi án þess að ná að skora. KR-ingar nýttu færin sín betur og Bjöm Rafnsson bætti öðm marki við á 39. mínútu. Hann fékk send- ingu frá Gunnari Oddssyni og skor- aði af stuttu færi. Mínútu síðar fékk hann enn betra færi en skaut yfír af markteig. Tvö á sjö mínútum Það tók Fylki aðeins sjö mínútur að jafíia. Baldur Bjamason skoraði á fyrstu mínútu síðari hálfleiks, fékk boltann í vítateig og skoraði með góðu skoti. Sex mínútum síðar var Om Valdimarsson klemmdur milli tveggja vamarmanna KR og Ágúst Guðmundsson dæmdi rétti- lega vítaspyrnu. Úr henni skoraði Hilmar Sighvatsson af öryggi. Eftir mörkin róaðist leikurinn en Fylkismenn fengu þó betri færi. Það P Pétur Pétursson, Rúnar Krist- insson og Þorsteinn Halldórs- son KR. Baldur Bjamason, Hilmar Sighvatsson og Valur Ragnarsson Fylki. besta kom skömmu fyrir leikslok. Baldur Bjamason átti mjög góða sendingu á Hilmar Sighvatsson en Kristján Finnbogason varði skot hans vel. Barátta Fylkis Fylkismenn sýndu mikla baráttu í síðari hálfleik er þeir unnu upp forskot KR-inga og vom reyndar nær sigri. Þeir léku skynsamlega en hefðu mátt vera áræðnari í sókn- inni. Baldur Bjamason átti mjög góðan leik á miðjunni og skapaði hættu með nákvæmum sendingum. Hilmar Sighvatsson lék einnig vel og Valur Ragnarsson var traustur í vöminni. „Glókollatríóið" hjá KR, Pétur Pétursson, Rúnar Kristinsson og Þorsteinn Halldórsson, átti góðan leik. Rúnar og Þorsteinn unnu vel á miðjunni og Pétur var ávallt hættulegur í sókninni. Vöm KR- inga var hinsvegar ekki nógu sterk og virðist vanta þar góðan stjóm- anda í stað Ágústs Más Jónssonar. KR—Fylkir 2 : 2 KR-völlur, íslandsmótið í knattspymu, 1. deild, mánudaginn 5. júní 1989. Mörk KR: Pétur Pétursson (6.), Bjom Rafnsson (39.). Mörk Fylkis: Baidur Bjamason (46.), Hilmar Sighvatsson (53. vsp.). Lið KR: Kristján Finnbogason, Sigurð- ur Björgvinsson, Jóhann Lapas, Þor- steinn Halidórsson, Gylfi Dalmann Aðalsteinsson, Rúnar Kristinssori, Hilmar Bjömsson (Steinar Ingimund- arson 84.), Gunnar Oddsson, Bjöm Rafnsson, Sæbjöm Guðmundsson (Gunnar Skúlason 63.), Pétur Péturs- son. Lið Fylkis: Guðmundur Baldursson, Valur Ragnarsson, Gústaf Vífilsson, Pétur Óskarsson, Gisli Hjálmtýsson, Ólafur Magnússon (Guðjón Reynisson 79.), Guðmundur Magnússon, Hilmar Sighvatsson, Anton Jakobsson, Baldur Bjamason, Om Valdimarsson. Dómari: Agúst Guðmundsson. Áhorfendur: 1.009. GOLF / STIGAMOT GSI FRJALSIÞROTTIR Ragnar stigahæstur - en ÚlfarJónsson sigraði á síðasta mótinu - í Grafarholti ÚLFAR Jónsson, sem kom til lands- ins í síðustu viku frá Bandaríkjun- um, sigraði auðveldiega á fjórða og síðasta stigamóti GSÍ, sem fór fram á Grafarholtsvelli um helgina. Ragnar Ólafsson varð hins vegar stigahæstur á öllum fjórum mótun- um samtals. Ragnar hlaut samtals 217 stig og var í nokkrum sérflokki en hörð barátta var um næstu sæti þar sem úrslitin voru höfð til hliðsjónar við val landsliðsins í golfi, sem keppir á Evrópumeistaramót- inu í Wales f lok júní. Lyktimar urðu þær, að Sigurður Sigurðsson, GS, varð annnar, Hannes Eyvindsson, GR, þriðji, Guðmundur Sveinbjömsson, GK, fjórði og Sigurjón Amarsson, GR, fimmti. Fimm stigahæstu mennimir ásamt Úl- fari Jónssyni munu skipa sveit íslands á Evrópumeistaramótinu. Úlfar hefur verið við nám í Houston í Texas en verður hér á landi fram í miðjan ágúst. Þá fer hann aftur til Bandaríkjanna en í þetta skipti í skóla í Louisiana. „Völlurinn var bara nokkuð góður og gaman að koma inn í þetta. Mér lízt bara nokkuð vel á sumarið. Ég æfði vel úti í Bandaríkjunum og mun halda áfram að æfa reglulega á vellinum í Hafnarfírði. Ætli ég æfi ekki svona fímm tíma á dag, fímm daga í viku. Nú set ég stefnuna á Evrópumeistaramótið í Wales“, sagði Úlfar í samtali við Morg- unblaðið. Morgunblaðið/Óskar Úlfar Jónsson Gísli meistari ítugþraut Gísli Sigurðsson, UMSS, varð íslandsmeistari í tugþraut eft- ir skemmtilega keppni við Unnar Vilhjálmsson, HSÞ, og Ólaf Guð- mundsson, HSK, er fyrri hluti meistaramótsins í fijálsíþróttum fór fram á Laugardalsvelli um helgina. Var hann í fjórða sæti eftir fyrri dag en vann jafnt og þétt á keppina- uta sína seinni daginn og tók for- ystu í áttundu grein þrautarinnar. Birgitta Guðjónsdóttir, HSK, varð meistari í sjöþraut kvenna, sem fram fór samhliða tugþrautinni, eftir mikla keppni við Berglindi Bjarnadóttur, UMSS. Skiptust þær á um að hafa forystu í þrautinni. Ásamt flölþrautunum var keppt í 5 km kvenna og 10 km karla og lengri boðhlaupum. Martha Emst- dóttir, ÍR, var íslandsmeistari í 5 km kvenna á sínum næstbezta tíma og Már Hermannsson, UMFK, náði einnig sínum næstbezta tíma í 10 km. Hið sama er að segja um Jó- hann Ingibergsson, FH, sem varð annár. ■ Úrslit/B14.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.