Morgunblaðið - 06.06.1989, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 06.06.1989, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ- BÞROTTIR ÞRIÐJUDAGUR 6. JÚNÍ 1989 B 5 sigur Vflcinga á Skaganum Morgunblaðið/Einar Falur • hann spymt knettinum, Halldór markvörður er á leið í rétt hom en náði ekki að vetja. VÍKINGAR hafa ekki oft farið með sigur af hólmi á Akranesi og aldrei unnið með meira en eins marks mun — þar til á laugardag að liðið vann 2:0. Sigur Víkings var sannfærandi og sanngjarn. Allan tímann var ljóst hvert stefndi, Víkingar voru mun ákveðnari, sköpuðu sér nokkur ákjósanleg mark- jón tækifæri og nýttu Gunnlaugsson tvö þeirra. skrifar Skagamenn vom daufir og ekki svipur hjá sjón miðað við fyrstu tvo leiki liðsins í deildinni. Strákarnir reyndu að spila eins og Víkingar, tókst það stundum og fengu reyndar sín marktækifæri, en dæmið gekk ekki upp. Vömin var frekar slöpp og þegar fram leið gengu Víkingar nánast í gegn hindmnarlaust. Þá gerðu sumir sig seka um tuð í dóm- aranum, sem dæmdi ágætlega. Morgunblaðið/Júlíus Gudmundur Steinsson skoraði mark Fram í fyrrakvöld og átti auk þess nokkur hættuleg marktækifæri. Hér reynir Freyr Sverrisson, ÍBK, að stöðva hann með því að toga í peysuna og Anton Markússon, Fram fylgist með. ■ Úrslit/B6 ■ Staðan/B6 Víkingur tapaði fyrstu tveimur Ieikjunum með sömu markatölu, 1:0, og ef til vill hafa Skagamenn vanmetið þá. En Víkingar vom greinilega komnir til að snúa blað- inu við og tókst það. Andri Mar- teinsson kom þeim á blað í 1. deild- inni að þessu sinni, skoraði með góðu skoti langt utan af velli. Gor- an Micic þurfti ekki mikið að hafa fyrir seinna markinu, renndi boltan- um í netið af stuttu færi eftir að Ólafur Gottskálksson hafði farið út á móti Atla, sem sendi á Júgósla- vann. Ólafur Gottskálksson, markvörð- ur, var bestur í liði heimamanna, bjargaði oft vel og kom í veg fyrir stærra tap. Hjá Víkingum bám Hallsteinn Arnarson, Andri Mar- teinsson og Goran Micic af. Andri Marteinsson skoraði fallegt mark á Skaganum. Fram - ÍBK 1 : 1 íslandsmótið í knattspymu, 1. deild, Laugardalsvöllur sunnudaginn 4. júní 1989. Mark Fram: Guðmundur Steinsson (69. mín.) Mark ÍBK: Jóhann Júlíusson (76. mín.) Gul spjöld: Steinn Guðjónsson og Kristján Jónsson, Fram. Jóhann Magn- ússon og Sigurjón Sveinsson, ÍBK. Lið Fram: Birkir Kristinsson, Þor- steinn Þorsteinsson, Kristján Jónsson, Pétur Ormslev, Viðar Þorkelsson, Kristinn R. Jónsson, Pétur Amþórsson, Guðmundur Steinsson, Anton Markús- son (Ríkharður Daðason 82. mín.), Steinn Guðjónsson (Steinar Guðgeirs- son 84. mín.). Lið ÍBK: Ólafur Pétursson, Jóhann Júlíusson, Óli Þór Magnússon (Kristján Geirsson 78.), Valþór Sigþórsson, Ing- var Guðmundsson, Ámi Vilhjálmsson (Jón Sveinsson 82. mín.), Freyr Sverr- isson, Kjartan Einarsson, Siguijón Sveinsson, Jóhann Magnússon. Dómari: Sæmundur Víglundsson og dæmdi hann ágætlega. ÍA - Víkingur 0 : 2 íslandsmótið í knattspymu, 1. deild karla, Akranessvelli, laugardaginn 3. júní 1989. Mörk Víkings: Andri Marteinsson (52.) og Goran Micic (81.). Gult spjald: Alexander Högnason ÍA, Sveinbjöm M. Jóhannesson og Goran Micic Víkingi. Rautt spjald: Ekkert. ÍA: Ólaftir Gottskálksson, Júlíus Ing- ólfsson (Sigursteinn Gíslason (64.), Guðbjöm Tryggvason, Sigurður B. Jónsson, Heimir Guðmundsson, Páll Guðmundsson, Alexander Högnason, Karl Þórðarson, Haraldur Ingólfsson, Aðalsteinn Ingólfsson og Stefán Við- arsson (Valgeir Barðason vm. á 67.). yíkingur: Guðmundur Hreiðarsson, Ámundi Sigmundsson, Sveinbjöm M. Jóhannesson, Öm Torfason, Hallsteinn Ámason, Atli Helgason, Atli Einars- son, Andri Marteinsson, (Lúðvík Bragason 76.), Goran Micic og Aðal- steinn Aðalsteinsson, Bjöm Bjartmarz. Áhorfendur: 702. Dómari: Bragi Bergmann dæmdi ágætlega. ÍHémR FOLK UFH-JNGAR fengu óboðna gesti inn á góðan grasvöll sinn í leiknum gegn Valsmönnum á sunnudags- kvöld. Tvær endur létu fara vel um sig í seinni hálfleik á meðal vamar- manna heimaliðsins, en ekki þurfti að stöðva leikinn — FH-ingar náðu að hrekja þær af velli. ■ BJÖRN Bjartmarz lék sinn 100. leik með Víkingum á Akra- nesi á laugardag. KNATTSPYRNA KVENNA Fimm af sjo lið- um í 2. deild hætf! Þrátt fyrir að kvennaknattspyrna sé leikin í tveimur deildum í sumar, eru liðin sem taka þátt aðeins 9. Upphaflega skráðu sjö lið sig til keppni í 2. deild, en nú hafa 5 þeirra dregið sig til baka, þar af tvö eftir að mót hófst, Afturelding og Selfoss. FH og BI eru einu liðin sem eftir eru, og er allt útlit fyrir að þau fái ekki mikla keppni í sumar þar sem of seint er orðið að breyta skipulagi 1. deildar. Sú deild er þó einnig of fáliðuð þar sem ÍBK dró sig úr keppni fyrr í vor, og því leika aðeins 7 lið í 1. deild. 1.DEILD KVENNA Stórsigur ÍA - gegn KA á Akranesi, 5:0 Skagastúlkur vom á skotskón- um þegar þær léku gegn KA á sunnudag. Leikurinn endaði 5:0 fyrir ÍA, en í leikhléi hafði ÍA skor- að 2 mörk. Ásta Benediksdóttir skoraði 2 mörk og Jónína Víglunds- dóttir, Halldóra Gylfadóttir og Margrét Ákadóttir eitt mark hver. Stjörnusigur Stjarnan lék á laugardag við nýliða Þórs frá Akureyri. Stjörn- ustúlkur sem léku á heimavelli, sigmðu auðveldlega 3:0. Kristín Þorleifsdóttir, Hrund Grétarsdóttir og Guðrún Vala Ásgeirsdóttir eitt mark hver. ' I

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.