Morgunblaðið - 06.06.1989, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 06.06.1989, Blaðsíða 8
SNOKER TENNIS / OPNA FRANSKA MEISTARAMOTIÐ mrniR Sá „besti“ úr leik! Ivan Lendl tapaði óvænt fyrir 17 ára Bandaríkjamanni Reuter BandaríkjamaAurinn Chang sigraði Lendl eftir að hafa tapað fyrstu tveimur lotunum . „Eg var tveimur lotum undir og að því kominn að gef- ast upp. En ég lagði allt ( sölumar (lokin.“ i VAN Lendi, efsti maður á heimslistanum og þrefaidur meistari á opna franska meistaramótinu, er úr leik eftir tap fyrir 17 ára gömlum Bandaríkjamanni, Michael Chang. Tap Lendl kom mjög á óvart, einkum vegna þess að hann hafði unnið tvær fyrstu loturnar. Lendl byrjaði vel og vann fyrstu tvær lotumar 6:4. Þá tók Chang við sér og með gífur- legri baráttu náði hann að sigra í þrernur næstu lotum, öllum 6:3. Undir lokin var Chang gjörsam- lega uppgefmn og varla að hann gæti staðið í fætuma sökum þreytu — en leikurinn stóð yfir í §órar klukkustundir og 38 mínút- ur. Eftir sigurinn gekk Chang grátandi af vellinum undir dynj- andi lófaklappi 16.500 áhorfenda. Hann þakkaði Guði sigurinn og sagði: „Ég var tveimur lotum undir og að því kominn að gefast upp. En ég lagði allt ( sölumar í lokin." Lendl tók tapinu heldur illa; strunsaði af leikvelli án þess að yrða á nokkum mann og þvertók fyrir að þakka Chang fyrir leik- inn. Lendl var reyndar mjög óhress með áhorfendur, sem hon- um fannst of hávaðasamir, og þá þótti honum einnig dómarinn vera hlutdrægur. Tvær af helstu stjömum móts- ins, Bandaríkjamaðurinn Andre Agassi og argentíska stúlkan Gabriela Sabatini, töpuðu einnig og eru því úr ieik. Þeim var báðum spáð góðu gengi á mótinu, en féllu fyrir lítt þekktum andstæð- ingum. Agassi tapaði fyrir landa sínum Jim Courier, 7:6, 4:6, 6:3 og 6:2. Courier, sem var ( sama tennis- skóla og Agassi, var að sjálfsögðu í sjöunda himni eftir sigurinn. „Honum (Agassi) hefur fleygt fram, en ég hef farið þetta ró- lega. Það er vissulega erfitt að ieika gegn vini sínum, en maður gleymir því strax," sagði Courier. Hann hefur mjög svipaðan stfl og Agassi, leikur af miklum krafti og öryggi. Agassi var heldur óhress með tapið, eins og við var að búast, og sagðist ætla að taka næstu flugvél heim til að slaka á. Couri- er var hinsvegar alsæll og gerði sér vonir um að komast lengra. Það verður þó erfitt því það eru engir aukvisar sem eftir eru á mótinu. Gabriela Sabatini tapaði fyrir 17 ára stúlku frá Bandaríkjunum, Mary-Jœ Femandez, 4:6, 4:6. Femandez lék mjög vel en Sabat- ini virtist frekar taugaóstyrk. Hún gerði margar skyssur og var refs- að fyrir það. Sabatini mun þó án efa fá verð- laun á mótinu því hún leikur með Steffi Graf í tvfliðaleik og þarf eitthvað mikið að gerast til að þær sigri ekki í þeirri grein. Morgunblaöið/Ólafur Þ. Júlíusson Gary Hill setti heimsmet í snóker á heimsmeistaramóti unglinga í Hafnar- Sðri á sunnudaginn. Hill setti heimsmet - náði 147 stig- um sem er hæsta skoríeinu stuði Englendingurinn, Gary Hili, setti heimsmet í snóker á heims- meistaramóti unglinga sem nú stendur yfir í íþróttahúsinu í Hafn- arfirði. Hann hreinsaði borðið í leik gegn Gunnari Adam Ingasyni á sunnudaginn og hlaut samtals 147 stig og er það hæsta skor sem um getur og ekki hægt að fá meira. Gunnar Adam byrjaði leikinn og splundraði kúlunum, en síðan tók Hill við og hreinsaði borðið. Hann tók 15 sinnum rauða og svarta kúlu til skiptis síðan raðaði hann niður litakúlunum. Þetta er í fyrsta sinn á heimsmeistaramóti unglinga sem þessi árangur næst og aðeins í 10. sinn í heiminum sem keppandi nær þessu skori á stórmóti. Til gamans má geta þess að á heimsmeistaramóti atvinnumanna, sem fram fór í Sheffíeld í Englandi fyrri skömmu, var hæsta skor 141. SUND / NORÐURLANDAMEISTARAMÓT FATLAÐRA Góður árang- ur íslenska sundfólksins ISLENSKU keppendurnir náðu góðum árangri á Norðurlanda- meistaramóti fatlaðra í sundi sem fram fór f Vestmannaeyj- um um helgina. Keppendur voru 80 frá öllum Norðurlönd- um, þar af 20 íslendingar og fór mótið í alla staði vel fram, en sunddeild ÍBV sá um fram- kvæmd. Ieinstaklingsgreinum unnu ís- lendingar til 13 gullverðlauna, 16 silfurverðlauna og 19 bronsverð- Iauna. Auk þess unnu íslensku keppendurnir þrenn FráSigfúsi gullverðlaun í boð- Gunnarí sundi. Á mótinu Guðmundssyni voru se^ 22 Norður- ' yjum landameistaramóts- met — þar af settu íslendingar 5. Sigrún Huld Hrafnsdóttir vann til 5 gullverðlauna á mótinu. Hún sigraði í 400 m skriðsundi á 6:06,19, 100 m skriðsundi á 1:17,26, og 200 m fjórsundi á 3:10,72. Þá setti Sigrún Norður- landameistaramótsmet í 100 m bak- sundi á 1:32,23 og 100 m bringu- sundi á 1:32,92. Gunnar Þór Gunnarsson, ÍFS, var einnig afkastamikiil á mótinu, en hann vann 4 gullverðlaun. Gunn- ar sigraði í 400 m skriðsundi á 5:20,11, 200 m fjórsundi á 2:50,05, 100 m baksundi á 1:19,91 og 50 m flugsundi á 32,94. Gunnar setti Norðurlandameistaramótsmet í 100 m baksundi og 50 m flugsundi. Þá setti Geir Sverrisson, UMFN, Norð- urlandameistaramótsmet í 100 m bringusundi, en hann synti á 1:16,71. Sigrún Hrafnsdóttir, Gunnar Gunnarsson og Geir Sverrisson stóðu sig vel á Norðurlandameistaramóti fatlaðra í sundi. Þau unnu öll til gullverðlauna og settu þar að auki Norðurlandameistaramótsmet. Settu Norðurlandameistaramótsmet Morgunblaöið/Sigurgeir GETRAUNIR: 22X 2 X X 2X1 X 1 X LOTTO: 3 20 21 24 29 +9

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.