Morgunblaðið - 24.06.1989, Qupperneq 4
4 B
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. JÚNÍ 1989
Hæfir ekki kvennaevrum
- rœtf við
Sigrúnu
Valbergs-
dóttur,
leikstjóra
Framú,
gesta-
leiks f rú
Færeyj-
um, sem
sýndur er
í Þjóð-
leikhús-
inu um
helgina
Fyrir tveimur árum,“ svarar
Sigrún^ „hófst undirbúning-
ur hjá Iþróttasambandi Fær-
eyja vegna 50 ára afmælis
félagsins, sem var 4. apríl
síðastliðinn. Strax í upphafi var
ákveðið að halda menningarlega
upp á afmælisdaginn og sýna leik-
rit sem tengdist íþróttum. Leikritið
Framá þekktu þeir og vissu að í
því væru 21 karlmaður. Síðan var
hringt í mig og ég spurð hvort ég
vildi setja þetta upp.
Færeyingar leita árlega eftir
íslenskum leikstjóra og það er yfir-
leitt í einhver stór verkefni. Eftir
að ég hafði tekið boðinu, var ég
boðin að velja mér leikmyndateikn-
ara og ég bað Messíönu Tómas-
dóttur að taka það hlutverk að sér.
Það vill svo til að hún bjó einu
sinni, um þriggja ára skeið, í Fær-
eyjum, þannig að hún var hagvön.
Síðan var þetta leikrit aðalliðurinn
á þessari afmælishátíð."
Hvað geturðu sagt mér um
Færeyskt leikhús?
„Það er í mikilli þróun núna.
Þeir hafa nýlega ráðið sinn fyrsta
leikhússtjóra. Það má segja að leik-
húsið þeirra, Sjónleikarhúsið í Þórs-
höfn, standi á tímamótum áhuga-
og atvinnumennsku, líkt og Leik-
félag Reykjavíkur fyrir 25 árum.
Síðan eiga þeir lítinn atvinnuleikhóp
sem heitir Gríma. sem setur upp
sýningu á tveggja ára fresti, en
þess á milli fara meðlimir hópsins
um allar eyjamar og leikstýra þeim
þrettán áhugafélögum sem þar
starfa. Havnar Sjónleikarfélagið er
öflugast af þeim - það er þeirra
Borgarleikhús.“
Hvernig gekk þér að manna
þessa sýningu?
„Það gekk kraftaverki næst. Það
er auðvitað meira en að segja það,
að fá 21 áhugaleikara til að binda
sig svona á hveiju kvöldi frá janúar-
lokum og fram yfír miðjan maí. En
það gekk, og mjög vel. Þeir eru á
misjöfnum aldri, sá yngsti 17 ára
og sá elsti um sextugt."
Um hvað íjallar svo þetta leik-
rit sem gerist í búningsklefa?
„Það fjallar um það sem gerist
á bak við knattspyrnuleikinn. Við
fömm þarna inn í lokaðan heim,
sem er búningsherbergi leikmanna
— fyrir leik, í hálfleik og eftir leik.
Þessi heimur er öllum óviðkom-
andi, nema þeim sem em að fara
inn á völlinn til að beijast.
Þetta er úrslitaleikur í 2. deild.
Baráttan stendur um það hver fell-
ur niður í 3. deild og úrslit leiksins
skipta öllu máli fyrir félagið, því
það barðist ámm saman í 1. deild
og átti mann í landsliðinu. Fótbolt-
inn er að taka miklum breytingum
á þessum tíma. Þetta er áhugalið,
en engu að síður em sumir á samn-
ingi, þannig að þeir fá, að hluta
til, laun fyrir að spila fótbolta. Aðr-
ir, sem hafa verið lengst með lið-
inu, eru þar eingöngu af hugsjón,
og enn aðrir þola ekki þennan
tvískinnung og vilja ekki samning.
í leikritinu kemur til umræðu
allt sem snertir fótboltann, til dæm-
is hvaða máli það skipti fyrir leik-
mann að leyna því fyrir þjálfaranum
að hann er meiddur, ungur leikmað-
ur færi sitt fyrsta tækifæri með 1.
deildar liði í þessum úrslitaleik, sem
getur skipt öllu máli fyrir framtíð
hans í fótboltanum. Annar veit að
menn frá fjársterku liði, sem hefur
boðið honum samning, em að fylgj-
ast með honum. Síðan er nuddari
liðsins, sem allir leikmenn treysta
á, jafnt líkamlega sem andlega.
Formaður félagsins snobbar fyrir
styrktaraðilum liðsins. Svo kemur
þarna gömul hetja, sem er orðinn
fyllibytta, til að tjá sig um leikinn.
Nokkrir leikmenn em gersamlega
ósammála þjálfaranum um hvemig
liðið er skipað, og svo framvegis.“
Hvort á þetta verk meira skylt
við íþróttir eða leikhús?
Hvomtveggja. Þetta er bæði gott
leikrit og spennandi - og rosalega
fyndið. Að sjálfsögðu er umræðan
sem þarna fer fram alls ekki ætlað
konueymm. Þetta er alger karl-
mannaheimur, í sinni hörðustu birg-
ingarmynd. Það varð okkur Messí-
önu ljóst, þegar við reyndum að fá
að vera inni í búningsherbergi
íslenska landsliðsins, í landsleik
gegn Tékkum, í janúar síðastliðn-
um. Eftir langar umræður fór fram
atkvæðagreiðsla hjá landsliðinu,
þar sem beiðni okkar var synjað.
Eftir að hafa unnið í þessu leikriti
skiljum við það vel og þessi höfnun
varð okkur að leiðarljósi í úrvinnsl-
unni; hún skapaði okkur gmnn til
að byggja sýninguna á. Við höfum
vissulega komist að því að búnings-
herbergi fótboltaliðs era heilög vé.
Það var alveg óskaplega gaman
að vinna þessa sýningu og í Færeyj-
um var mjög vel að okkur búið.
Ég hef aldrei unnið við svona góðar
aðstæður. Færeyingar em mjög
listfengir og hafa til að bera yndis-
lega hógværð listamannsins — sem
við getum lært mikið af.“
Hvað gerist í búningsklefa
knattspyrnuliðs í afgerandi
úrslitaleik; fyrir leik, í leik-
hléi og eftir leikinn? Hvernig
er staðan hjá knattspyrnu-
mönnum, sem eru á mörkum
atvinnumennsku og áhuga-
mennsku. Þessum spurning-
um svarar færeyskur leik-
hópur í verki sem nefhist
FRAMÁ og sýnt verður í
.Þjóðleikhúsinu í kvöld og
annað kvöld.
Framá er upprunalega
sænskt leikrit, sem síðan var
umskrifað miðað við danskar
aðstæður. Þaðan var því
umsnúið í færeyskan búning.
Leikritið var frumsýnt af
Havnar Sjónleikarfélagi í
Sjónleikarhúsinu í Þórshöfh
þann 4. apríl síðastliðinn í til-
efni 50 ára afmælis Iþrótta-
sambands Færeyja.
Leikstjóri sýningarinnar er
Sigrún Valbergsdóttir og var
hún spurð hvers vegna hún
hefði verið fengin til þessa
verkefhis.
Listfengir, segir þú. En hver
fínnst þér vera afstaða þeirra til
listsköpunar?
„Ég upplifi Færeyinga þannig,
að þeir séu að þessu fyrir sjálfa
sig. Þeir upplifa sig sem alveg
Nútímalist
en ekki galdrar
Er neðanjarðarlist hér á ís-
landi? Þessari spurningu
svara þeir Ómar Stefáns-
son og Þorri Jóhannsson
játandi og segjast vera í
hópi þeirra listamanna sem verið
hafa neðanjarðar undanfarin ár.
Þeir stunda gerninga — eins kon-
ar samruna listgreinanna — og
segja gemingalist mæta fordóm-
um og skilningsleysi. „Við erum
samt að koma upp á yíirborðið,"
segja þeir.
Gemingaíiópurinn Infemo 5 er
nýsnúinn heim frá Káupmannahöfn
þar sem þeir tóku þátt í hátíð gern-
ingalistamanna víða að úr Evrópu;
tónlist, sjónlist, hljóðlist, ljóðlist og
allra handa list var þar framin við
sammna tegundanna að hætti gem-
ingalistamanna. Þeir Ómar og Þorri
hafa starfað í Infemo 5 — hópi neð-
anjarðarlistamanna sem tók til
starfa að þeirra eigin sögn í „leiðin-
legu og hálfvonlausu samkvæmi í
kjallara í Þingholtunum haustið
1984. Þar var svo leiðinlegt að þijú
ungmenni hófu að betja á bongó frá
Gjafahúsinu hinum gestunum til
gleði og ama.“ Þessi þijú ungmenni
vom Þorri Jóhannsson, Jóhann Óli
Ólafsson og Óskar Thorarensen. Og
sköpun^rgleðin lét ekki á sér standa
því áður en varði höfðu tveir til við-
bótar bæst í hópinn og fímm manna
hljómsveit tók til starfa og æfði af
miklum krafti í bílskúr að hætti
framsækinna tónlistarmanna. Tón-
list þeirra féll þó ekki að smekk fjöl-
dans og eftir fyrstu tónleikanna í
Nýlistasafninu seinna sama haust
Ómar Stef ánsson og
Þorri ióhannsson
svipta hulunni af
gerningalistinni
töluðu hljómleikagestir um nágaul
og mónótóníu. Inferno 5 tók sér þá
frí um óákveðinn tíma.
Þráðurinn var svo tekinn upp aft-
ur sumarið 1985 þegar Þorri og
Ómar fluttu fyrsta gerninginn í nafni
Infemo 5 við opnun myndlistarsýn-
ingar Ómars á Café Gesti. Þessi
gerningur nefndist „Allt sem börn-
um er bannað“ þar sem meginþema
gerningsins var — auk fmm-
saminnar tónlistar af snældu — gildi
umbúðanna og fegurð fæðunnar.
„Fyrir þann gerning þurfti að kaupa
matvömr í stórmarkaði eftir útliti
og lit. Fyrst var maturinn í tælandj
umbúðum sem er pólitíkin í dag. í
gagnsæjum plastjakkafötum Dóm
Einars í hagkaupsplastpokanærbux-
um með hakkhárkollur jusum við á
kerfisbundinn hátt matvælum yfir
hvom annan og breyttumst í skraut-
lega litríka og listræna kássuskúlpt-
úra og huldum siðan andlitin með
steikargrímum.“
Og gerningaþjónusta Inferno 5
héfur haldið áfram frá þessu
bragðmikla upphafí; gerningar,
myndlist, ljóðlist og tónlist hafa
haldist í hendur og að sögn þeirrá
Ómars og Þorra þrífast allar deildir
Infemo 5 vel, þó gerningaþjónustan
sé óneitanlega öflugust. Þar samein-
ast enda allar áðumefndar listgrein-
ar á kraftmikinn hátt. „Gemingur
getur verið tengiliður allra listforma
og gefíð mjög víða möguleika. Segja
má að velheppnaður gemingur sé
Ljósmynd/Davíð Þorsteinsson
„Gerningur er raunverulegur. Hann er hér og nú." Úr gerningnum Rykdjöflum
sem sýndur var í Nýlistasafninu í vor.
sá sem skapar innri eða ytri við-
brögð áhorfanda við augnablikinu,“
segja þeir félagar um listina að
fremja gerning. „Þetta er ævafornt
tjáningarform og má rekja sögu
þeirra allt aftur til heiðinna helgiat-
hafna og seiðmanna forsögulegra
tíma svo ekki sé talað um hysteríska
helgileiki og göngur miðaldakirkj-
unnar. En eiginleg saga nútímagern-
inga hefst með fútúristunum árið
1909 og dadaistunum aðeins
seinna,“ segir Þorri.
Þar má kannski loks setja fíngur-
inn á inntak listar Inferno 5 og
segja: Aha, þeir em á þeirri línu,
dada, súrreal og fútúr — jájá. Ekki
batnar það þegar þeir lýsa því yfir
jafn alvömgefnir og fornir hofprest-
ar, að þeir séu hundheiðnir og sæki
sköpunarkraft sinn í ásatrú og gald-
ur. „Okkar hugmyndafræði er heið-
in. Við emm heiðnir efasemdarmenn
sem trúum ekki á neinn sérstakan
einn guð. Við byggjum list okkar á
heiðnum og anarkískum grunni,“
segir Þorri.
— Og gerir þetta ykkur sérstaka?
„Við erum samansafn af sérsinna
listamönnum sem vilja fremja sína
list á þann hátt sem þeim þykir
skemmtilegt," segir ljóðskáldið
Þorri. „Ég hef alltaf viljað flytja
mín ljóð á dálítið nýstárlegan hátt.
Kannski með einhveijum „seremón-
íum“ og við undirleik tónlistar. Við
nenntum ekki að eltast við þennan
íslenska poppbransa, okkur leiðist
hann og allt sem honum fylgir. Þeg-
ar Ómar bættist í hópinn með sína
gerningafortíð var gmnnurinn lagð-
ur og við eigum það sameiginlegt
að vera leitandi listamenn sem eru
nokkuð sér á parti miðað við íslen-
skar aðstæður."
— Hvað gerir ykkur svona sér-