Morgunblaðið - 24.06.1989, Síða 8

Morgunblaðið - 24.06.1989, Síða 8
8 B MQRGUNBltAp.IÐ .IAlJQAftDft(jUR, 24. JUNI 1989 Telemann Tónlist Jón Asgeirsson Telemann var fulltrúi rókokkótónlistar í Þýskalandi, þar sem lögð var meiri áhersla á léttan og leikandi tónstíl en gerst hafði þar í landi. Hann tók upp aðferðir franskratónskálda og nefndi kafl- ana í verkum sínum ýmsum nöfnum, t.d. gat sarabanda verið með undirtitil eins og Sofandi Þetis, Loure kaflinn, Neptúnus ástfanginn, Gigue, Flóð og fjara og ein „óvertúran“ var jafnvel nefnd Gleðikonan. Trúlega er „Don Quichotte“-svítan fræg- asta svítuverk hans. Telemann hafði mik- il áhrif á þróun tónlistar í Þýskalandi og varð fyrstur manna þar í landi til þess að gefa almenningi kost á að hlusta á tónlist, utan það sem var að heyra í kirkj- um og ijúfa einokun yfirstéttarinnar á konserttónlist. Þá hafði hann mikil áhrif á unga tónlistarmenn og var auk þess sérlega afkastamikill tónsmiður, svo að jafnvel mönnum eins og Hándel ofbauð. Á tónleikunum voru fluttar tvær svítur og þrír konsertar. Svíta í F-dúr fyrir tvö skálmei (klarinett) og fylgirödd (contiue) var fyrst á efnisskránni. Kjartan Óskars- son og Óskar Ingólfsson léku mjög fallega samaná klarinettur, ásamt Noru Korn- blueh og Elínu Guðmundsdóttur í undir- röddunum. Seinni svítan, í D-dúr, fyrir einleikss- elló, strengi og fylgiraddir er ekki síður fallegt verk en fyrri svítan og var í heild þokkalega leikin en sérstaklega var þó fyrsti hluti forleiksins vel leikinn af leiðar- anum Þórhalli Birgissyni. Nora Komblueh lék einleikinn mjög þokkalega, þó nokkuð vantaði á að „intónsjónin“ væri nógu góð, er á leið verkið. Þrír konsertar voru og leiknir, fyrsti fyrir óbó d’amore, strengi og fylgiraddir en Kristján Þ. Stephensen lék á óbóið og gerði margt frábærlega vel í þessum skemmtilega konsert. Annar konsertinn, fyrir tvö klarinett, strengi og fylgirödd, er sérkennilegt verk en var fallega leikinn af Óskari og Kjartani. Síðasti konsertinn, Konsert í 9 röddum, er nefndur í efnis- skrá Engisprettusinfónían og á nafnið trúlega við síðasta kaflann, sem gæti ver- ið tónlýsing á engisprettuárás. Tveir kontrabassar, hver með sína rödd og þétt raddskipan lágraddahljóðfæranna, gerir verkið mjög drungalegt. Þeir sem léku á kontrabassana vora Páll Hannesson, Ric- hard Korn en auk þeirra, sem áður hafa verið nefndir, lék Martial Nardeau á flautu, Kathleen Bearden á fiðlu, Sara Duckley á lágfiðlu og Lovisa Fjelsted á ceiló. í heild vora þetta skemmtilegir tónleik- ar og góð viðbót að heyra ágæta tónlistar- menn flytja verk eftir Telemann, sem ranglega hefur verið settur hjá garði, þó finna megi í stóra safni hans, eitthvað af lítilfjörlegri tónlist. Kammer- sveit Sel- tjarnar- ness. Kammersveit Selljamamess Kammersveit Seltjarnarness var stofnuð í vor og er' markmiðið að standa fyrir flutningi tónlistar á Seltjarnarnesi. Kirkjan á staðnum var fyrir stuttu vígð og þó enn sé ekki lokið við hana né komið þar orgel, er Ijóst að kirkjan, sem er falleg, er einnig ákjósanleg sem tónleikahús. Viðarloftið gerir endurómanina mjúka og þó nokkur munur sé á hljómaninni, eftir því hvar se- tið er, má fullyrða, að fá hús hérlendis bjóða upp á sambærileg hljómgæði. Kammersveit Seltjarnamess, leidd af Hlíf Siguijónsdóttur konsertmeistara, flutti Sumarkvöld, eftir Kodály, Söng skógardúf- unnar úr Gurre Lieder, eftir Schönberg og balletttónlistina Nautið á þakinu Milhaud. Stjórnandi var Sigursveinn K. Magnússon en einsöngvari Sigrún Valgerður Gests- dóttir. Örn Magnússon framflutti Tilbrigði fyrir píanó, eftir Hróðmar Inga Sigur- björnsson. Tónleikarnir tókust hið besta og var leikur hljómsveitarinnar góður, enda að mestu skipuð reyndum tónlistarmönnum í bland við lengra komna nemendur. Fyrsta verkið, Sumarkvöld, eftir Kodály er falleg tónsmíð og var nokkuð vel flutt af hljómsveitinni og auðheyrt að stjórnand- inn hafði eitt og annað ti] málanna að leggja varðandi flutninginn. í Söng skógar- dúfunnar var flutningur hljómsveitarinnar einum of sterkur svo að söngkonan átti ekki gott með að ná í gegnum þykkan tónvefnað verksins. Að öðra leyti var flutn- ingur hennar öraggur og vel útfærður. Þama þarf að huga vel að á næstu tónleik- um og gæta þess að jafnvægi verði í hljó- man, þegar einleikari eða söngvari á í hlut. Tilbrigðin eftir Hróðmar er skemmtileg og vel unnin tónsmíð, þar sem fengist er við mismunandi stefjamynstur í hveiju til- brigði. Leikur Árnar Magnússonar var mjög góður og vonandi gefst tækifæri til að heyra þetta ágæta verk oftar. Tónleikunum lauk með balletttónlist eft- ir Milhaud. Verkið ber nafnið Nautið á þakinu og er byggt á brasilískum þjóðlög- um. Margt skemmtilegt er þar að heyra, einkum er varðar notkun hljóðfæra í út- færslu sérkennilegra tónhugmynda og leiks með hljóðfall. Sem tónsmíð er þetta aðeins listileg útfærsla, ágæt skemmtitónlist, frönsk og. glæsileg á yfirborðinu en án allrar íhugunar eða tilfinningalegra átaka. Verkið var í heild ágætlega flutt undir stjóm Sigursveins K. Magnússonar og verður ekki annað sagt en að hann fari vel af stað í framraun sinni sem hljómsveit- arstjóri. Fiðlutónleikar Hlíf Sigurjónsdóttir fiðluleikari hélt ein- leikstónleika í Listasafni Sigurjóns Ól- afssonar sl. þriðjudag og flutti tónverk eftir J.S. Bach. Ysaye, Ibert og Bacewiz. Nokkur vandi kann það að vera að velja sér viðfangsefni þegar um einleiksverk er að ræða. Þar verða fyrst tiltæk einleiks- verkin eftir meistara Bach, enda hófust tónleikarnir á d-moll partítunni sem fræ- gust er fyrir síðasta kaflann, Chaconne- verkið mikla, sem oft er sleppt eða hann leikinn sérstaklega. Hér kaus Hlíf að leika aðeins dansþættina og gerði margt lag- lega, einkum í fyrri dönsunum, en í loka- dansinum, „gikkinum" (gigue), fór ýmis- legt afleiðis eins og gengur. Fiðluverk eftir Ysaye eru viðfangsefni fyrir „virtúósa" og ekki skemmtileg áheyrnar, nema þar glampi allt af þeirri yfirburðatækni sem aðeins stórsnillingar ráða yfir, því hugmyndirnar era leiktækni- legs eðlis og ekki að öllu leyti sprottnar upp af tónhugmyndum, þar sem tónmálið lýtur sínum eigin innri lögmálum án tillits til leiktæknilegra atriða. Trúlega ræður metnaður nokkru um val Hlífar, en Ballaðan (sónata op. 27, nr. 3) eftir Ysaye var henni of erfið og ekki nema gott um það að segja að stefna hátt, en þó þarf að gæta vel að vali viðfangsefna fyrir tónleika. Capriliena eftir Ibert er einn- ig leiktækniverk, skemmtilegt og leikandi, en tónleikunum lauk með pólskri kaprísu eftir Grazyna Bachewicz, þokkalegt verk sem Hlíf lék ágætlega vel. Hvar er hún veröld? Bókmenntir Jóhann Hjálmarsson Þorsteinn frá Hamri: VATNS GÖTUR OG BLÓÐS. Iðunn 1989. ♦ Iljóðabókum Þorsteins frá Hamri eru prósaljóð á víð og dreif, en stundum með skipulegum hætti eins og í fyrstu bókinni, I svörtum kufli (1958), þar sem þau standa í upp- hafi kafla. Meðal prósaljóða í Vatns götum og blóðs vakti sérstaka athygli mína dálítil bernskuminning sem nefnist Varnarskjal. Ljóðið fjallar um áttir og það sem menn freistast til að kalla áttavillu. Það speglar hug sveins sem ekki vildi láta binda sig við túnfótinn, en átti eftir að fara frægðarför á malbiksslóðir án þess að gleyma heimahögum. Þorsteinn sinnir vel bernskuheimi sínum í Vatns götum og blóðs. Þau tún sem hann yrkir um geta þó verið tregans tún eins og í Brot- hljóði þar sem komist er að þeirri niðurstöðu að naumast gangi þau nokkur „án þess að stíga á svo sem einn óbætanlegan/ guðs spegil“. Þetta ljóð minnir á yrkisefni þeirrar bókar sem Þorsteinn kallaði Spjóta- lög á spegil (1982), en nú er um- burðarlyndi meira áberandi. í Grafskrift er lýst þeirri reynslu miðaldra manna og eldri að „fáför- ult“ verður „um þennan mel manna“. Það er ljóst af Vatns götum og blóðs hve hinir Iátnu era skáldinu ofarlega í huga, jafnvel eru sum ljóðin draugaleg. Eining skýrir frá því sem menn skilja síðar,„að um áratuga bil höfðu þeir setið á skrafi við mann sem sögur fóra af að drakknað hefði til hálfs eða alveg í hyl nokkrum við túnið þarsem þeir slitu barnsskónum". Svipur hermir frá manni frá heimaslóðum skáldsins sem margsinnis hefur bo- rið fyrir augu þess í mergð stórborg- anna, en það veit með vissu að er dauður. Þorsteinn frá Hamri veit að „nóg er afgangs/ til að næra efann“ og þess vegna „sælþ að geta sem snöggvast/ sagt: Ég veit!“. Hann hefur oft ort um efann og undir merkjum hans. Hann getur jafnvel orðið svolítið beisklyndur, en þó einkum kaldhæðinn í Vatns götum og blóðs, samanber Rödd, en réttara er líklega að tala um gáska og leik sem gæða bókina töfrum og gera hana aðlaðandi. Eins og margoft hefur verið drep- ið á leyna ljóð Þorsteins á sér og verða ekki alltaf höndluð við fyrstu Þorsteinn fró Hamri kynni. Svo er oft um mikilsverðan skáldskap. Tilvísanir í fornar bók- menntir og þjóðfræði era hvarvetna á kreiki, stundum augljósar, stund- um svo samofnar textanum að eng- um dettur í hug að þær séu komnar frá öðram en Þorsteini. Það er þó ævi skáldsins sjálfs og lífsreynsla, ekki síst „storkandi stundir", eins og ort er um í Torg- inu, sem eru og hafa verið tilefni ljóða. Það væri gaman að skrifa meira um glettnina (kannski stríðnina?) sem einkennir sum ljóðanna. Látið verður þó nægja að benda á slík ljóð áður ónefnd: Sönn saga, Heið- ursgestir, í fjörunni, Velferð, Við- mót, Samneyti, Keldur. Ljóð sem líka mætti skipa í þenn- an flokk qr Úti, dæmigert fyrir Þorstein frá Hamri, þann tón sem hann á einn: Ég reyni að festa hendur á henni veröld: flý útúr skóginum, veð útí vötnin og grasið; en alltaf (að mestu óvart) geng ég í flasið á öðrum skógarbúa með fréttir úr sínum skógi - æ já, aldrei hefur það brugðizt - skógi sem eftir orðanna hljóðan að dæma er alveg furðulega svipaður mínum ... Og hvor um sig spyr hinn: Hvar er hún veröld?

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.