Morgunblaðið - 01.07.1989, Side 1

Morgunblaðið - 01.07.1989, Side 1
48 SIÐURB 146. tbl. 77. árg. LAUGARDAGUR 1. JÚLÍ 1989 Prentsmiðja Morgxinblaðsins Forsetakjörið í Póliandi; Reuter VARAÐ VIÐ KJARNORKUVÁ Grænfriðungurinn Klaus Iversen kom svörtum og gulum fána fyrir á kjarnorkuknúnum sovéskum kafbáti undan ströndum Lettlands í gær. Fáninn er til þess ætlaður að vara við kjamorkuhættu og var settur á kafbátinn til að vekja athygli á baráttu grænfriðunga fyrir kjarnorkuvopnalausum höfum. Skipstjóri kafbátsins fleygði fánanum í sjóinn um leið og Iversen var kominn um borð í björgunarbát sem flutti hann að skipi grænfriðunga, Moby Dick. Jaruzelski verð- ur ekki í framboði Varsjá. Reuter. WOJCIECH Jaruzelski hershöfðingi, sem verið hefiir leiðtogi pólska kommúnistaflokksins frá árinu 1981, tilkynnti í gær að hann gæfi ekki kost á sér í hið nýja embætti forseta landsins. Hann lagði til að Czeslaw Kiszczak innanríkisráðherra yrði frambjóðandi flokksins í forsetalgör- inu, en talið er að það fari fram á pólska þinginu í næstu viku. Fundi miðstjómarinnar lauk í gærkvöldi án þess að frambjóðandi yrði útneftid- ur. „Ég veit mæta vel að almenningur tengir mig miklu fremur við herlögin en lýðræðisumbæturnar," sagði Jaruzelski er hann tilkynnti ákvörðun sína. Hann mælti með Kiszczak í embættið þar sem hann væri snjall samningamaður. „Hann hefur marg- sinnis sýnt fram á hæfileika sína til að vetja hagsmuni ríkisins og komm- únismans, en hann hefur einnig sýnt að hann er reiðubúinn að leggja allt í sölurnar til að ná þjóðarsátt,“ sagði EB — EFTA; Leiðtogar EB vilja viðræður Jaruzelski. Kiszczak varð innanríkisráðherra Póllands árið 1981 og stjórnaði að- gerðum lögreglu gegn andófsmönn- um eftir að herlögin voru sett það ár. Heimildarmenn innan Samstöðu, hinnar óháðu verkalýðshreyfmgar, segja að hann hafi þó áunnið sér virðingu meðal stjórnarandstæðinga sem helsti samningamaður stjórn- valda í viðræðunum við stjórnarand- stöðuna. Lech Walesa, leiðtogi hreyfingar- innar, fór í gær til Gdansk til við- ræðna við frammámenn kommún- istafiokksins um hvort Samstaða geti stutt Kiszczak í forsetakjörinu. Forsetinn verður kjörinn til sex ára og fær meðal annars umboð til að skipa forsætisráðherra, ijúfa þing, gefa út bráðabirgðalög meðan þingið er ekki starfandi og setja neyðarlög. Brussel. Frá Kristófer M. Kristinssyni, fréttaritara Morgnnblaðsins. í ÁLYKTUN leiðtogafundar Evr- ópubandalagsins (EB), sem lauk í Madrid á þriðjudag, er vikið að samskiptum bandalagsins við Fríverslunarsamtök Evrópu (EFTA) og látin í ljós sú ósk að gengið'verði frá dagskrá viðræðna þessara aðila fyrir lok þessa árs. I dag, 1. júlí, taka íslensk stjórn- völd, undir stjórn Jóns Baldvins Hannibalssonar utanríkisráð- herra, við formennsku í EFTA- ráðinu. Vinnuhópar skipaðir embættis- mönnum frá EFTA og EB munu fljótlega skila áfangaskýrslu til stjórnamefndar viðræðnanna en hún kemur saman í Brussel í júlí. Hlutverk vinnuhópanna er að gera tillögur um samstarfsverkefni EFTA og EB og viðræður um fyrirkomulag samstarfsins verða síðan byggðar á niðurstöðum þeirra. Sjá einnig viðtal við Jón Baldvin Hannibalsson utanríkisráð- herra á bls. 12-13. Bylting í Súdan: Herinn hrifsar til sín völdin ráðhemun stunsið í fangelsi Kartúm. Kaíró. Reuter. ^ "■» ^ Kartúm, Kaíró. Reuter. SÚDANSKI sljórnarherinn steypti ríkissljórn Sadeqs al-Mahdis for- sætisráðherra árla gærmorguns án þess að til blóðsúthellinga kæmi. Tilkynnt var um valdaránið í ríkisútvarpi landsins, í nafiii „Júní- byltingarinnar“ og útgöngubanni lýst yfir. Hermenn lögðu undir sig mikilvægar stjómarstofnanir í Kartúm, höfúðborg landsins, lokuðu brúm yfir Nílarfljót og vegum að flugvelli borgarinnar. Lítt þekktur yfirmaður í hemum, Omar Hassam Ahmed al Bashir liðsforingi, tilkynnti um valdaránið í ríkisútvarpi landsins og lýsti yfir neyðarástandi í landinu. Hann kvaðst jafnframt vera forseti ný- stofnaðs Byltingarráðs. Hann sagði að innan tíðar yrði hann útnefndur Samið um verð á fiskveiði- kvótum EB við Grænland Kaupmannahöfii. frá N. J. Bruun, fréttaritara Morgunblaðsins. FULLTRÚAR Grænlendinga og Evrópubandalagsins (EB) náðu í gær samkomulagi um veiðar ríkja bandalagsins í grænlenskri fiskveiðilög- sögu á fimm ára tímabili sem hefst 1990. EB mun greiða landstjórn- inni 275 milljónir d.kr. (um 2.150 mifijónir isl.kr.) á ári fyrir veiði- heimiidirnar; samkvæmt fyrri samningi greiddi EB 210 milljónir d.kr. Grænlenskar afiirðir munu sem fyrr ekki verða tollaðar í banda- lagsríkjunum og samið var um að rækjuveiðar EB-ríkja, Norðmanna og Færeyinga við vesturströndina yrðu smám saman minnkaðar en í staðinn fengju ríkin aukinn rækjukvóta við austurströndina. í nýja samningnum segir að EB muni hætta öllum rækjuveiðum við vesturströndina á árinu 1992. Hins vegar megi sjómenn bandalagsins fiska 5.500 tonn af rækju árlega við austurströndina á næsta ári og kvótinn verði smám saman hækk- aður í 5.675 tonn árið 1993. Þors- kveiðikvótinn við vesturströndina hækkar úr 12.000 tonnum í 16.000 tonn; við austurströndina úr 11.500 tonnum í 15.000 tonn. Jonathan Motzfeldt, formaður grænlensku landstjórnarinnar, sagðist í gær ánægður með niður- stöðu viðræðnanna sem fram fóru í Kaupmannahöfn. Fulltrúi danska utanríkisráðuneytisins tók þátt í þeim með grænlensku samninga- mönnunum. Danir fara með utan- ríkismál Grænlendinga er ekki eiga aðild að EB þótt Danir séu þar innanborðs. Norðmenn fá hluta af rækju- kvóta EB og þar með er ljóst að Danir geta sem fyrr fengið að veiða þorsk í lögsögu Norðmanna í Norð- ursjó. EB hefur að hluta til greitt Norðmönnum fyrir þessar þorsk- veiðar með grænlenskum rækju- kvótum bandalagsins. Reuter Sadeq al-Mahdi, fyrrum forsætis- ráðherra Súdans. forsætisráðherra, varnarmálaráð- herra og yfirmaður súdanska hers- ins. „Her landsins hefur gert stór- kostlega byltingu í því skyni að koma á breytingum eftir langvinnar þjáningar þjóðarinnar og hnignun á öllum sviðum ...,“ sagði í ávarpi Bashirs. Skömmu síðar var frá því skýrt í útvarpi að starfsemi allra stjórnstofnana, þar á meðal þjóð- þingsins, hefði verið stöðvuð. Hermenn tóku sér stöðu við for- setahöliina og óstaðfestar fréttir herma að fyöldi stjórnmálamanna og hershöfðingja hafi verið hand- tekinn. Sjónarvottur kvaðst hafa séð afsettan forsætisráðherra, Sadeq al-Mahdi, og nokkra af ráð- herrum landsins flutta í átt að Kob- ar-fangelsinu í Kartúm. Bashir sakaði ríkisstjórnina um að vera völd að óeiningu meðal landsmanna og að hafa ekki stutt herinn í baráttunni gegn uppreisn- armönnum í suðurhluta landsins. Yfirmenn stjórnarhersins hafa margoft sett ríkisstjórn Mahdis afarkosti frá því að hún tók við völdum fyrir þremur árum. í febrú- ar settu yfirmenn hersins ríkis- stjórninni þá úrslitakosti að standa fyrir víðtækum stjórnmálaumbótum og binda enda á borgarastyijöldina sem geisað hefur í sex ár í suður- hluta landsins, eða láta ella af völd- um. Mikill mannijöldi þyrptist út á götur Kartúm til að lýsa yfir stuðn- ingi við nýju valdhafana en her- menn höfðu sett upp vegatálma til að hindra umferð á milli borgar- hluta. Súdan er viðfeðmasta ríki í Afríku og íbúarnir eru um 25 millj- ónir. Landið er eitt af fátækustu ríkjum álfunnar og mikil sundrung hefur ríkt milli íbúa í norðurhluta iandsins, sem eru flestir af arabísk- um uppruna, og þeirra sem búa í suðurhlutanum, sem flestir eru kristnir eða aðhyllast andatrú.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.