Morgunblaðið - 01.07.1989, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 01.07.1989, Blaðsíða 4
MORGUNBLAÐÍÐ LAUGÁRDAGUR 1. JÚLÍ 1989 * Fundur Irskrabrunnsins: Hef alltaf vitað af brunninum -segir Sæmundur Magnússon sem benti á staðsetningu brunnsins „Ég var fljótur að átta mig á því hvar brunnurinn var,“ sagði Sæmundur Magnússon í samtali við Morgunblaðið en það var sam- kvæmt ábendingu frá honum sem svokallaður írskrabrunnur fannst við Gufuskála á Snæfellsnesi fyrr í vikunni. Afi Sæmundar, Sæmund- ur Guðmundsson, gróf niður á brunninn árið 1914 en lést seinna sama ár. Brunnurinn fylltist því aftur af sandi og týndist. „Það eru tæp 14 ár síðan ég kom síðast vestur á Snæfellsnes," sagði Sæmundur. „Ég var hins vegar nokkuð viss um hvar brunninn væri að fínna og benti Cyrusi Dan- elíussyni á staðinn og hann gróf niður á hvalbeinið." Cyrus hefur árum saman leitað að írskrabrunni Sæmundur Magn- ússon er fæddur á Gufuskálum árið 1916 og ólst þar upp. Hann sagðist ungur hafa heyrt af því að afí hans hefði fundið brunninn og grafíð niður á hann. Þótt brunnur- inn hafí fljótt fyllst aftur vissi heimilifólk á Gufuskálum hvar hann var að fínna. Talið er að 16 þrep séu niður að vatni í brunnin- um. Á efstu myndinni sést Cyrus Danelíusson við írskrabrunn- inn sem hann hefur leitað lengi. Hér sést ofan á hvalbeinið sem liggur ofan á brunninum. Inn- fellda myndin til hægri er af Sæmundi Magnússyni, en á myndinni til vinstri bendir Cyr- us Danelíusson á hleðsluna efst í brunninum. VEÐURHORFUR í DAG, 1. JÚLÍ YFIRLIT í GÆR: Skammt suður af Grænlandi er 985 mb lægð, sem hreyfist austnorðaustur. Heldur hlýnar í veðri. SPÁ: Skil að nálgast úr suðvestri og ur þeim rignir lítilsháttar á Suður- og Vesturlandi en noröanlands og austan verður bjart veð- ur og hlýtt. Á eftir skilunum tekur við suðvestanátt með skúrum á Suður- og Vesturlandi. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA: HORFUR Á SUNNUDAG OG MÁNUDAG: Suðvestanátt um allt land. Skýjað og dálítil rigning um vestanvert landið en þurrt og víöa léttskýjað á Norðaustur- og Austurlandi. Fremur svalt vestan- lands. D gráður á Celsius Skúrir Él Þoka Þokumóða Súld Mistur Skafrenningur Þrumuveður TAKN: O Heiðskírt Léttskýjað Hálfskýjað Skýjað Alskýjað y, Norðan, 4 vindstig: -\ g I " Vindörin sýnir vind- 11 stefnu og fjaðrirnar • vindstyrk, heil fjöður V er 2 vindstig. / / / . _________________________ / / / / Rigning //•'/' * / * / * / * Slydda / * / * * # * * * * Snjókoma * * * •> •> oo 4 K VEÐUR VÍÐA UM HEIM kl. 12:00 í gær að ísl. tíma hiti veður Akureyri 9 léttskýjað Reykjavik 10 léttskýjað Bergen vantar Heisinki 20 skýjað Kaupmannah. 17 skýjað Narssarssuaq 7 rigning Nuuk 3 skýjað Ósló vantar Stokkhólmur 16 skýjað Þórshöfn 8 skýjað Algarve 26 heiðskírt Amsterdam 16 skýjað Barcelona 26, þokumóða Berlfn 18 léttskýjað Chlcago 18 léttskýjað Feneyjar vantar Frankfurt 17 skýjað Glasgow 11 rigning Hamborg 16 léttskýjað Las Palmás Zgy'i' . y. vantar London vantar Los Angeles vantar Luxemborg vantar Madríd vantar Malaga 26 mistur Mailorca 29 heiðskfrt Montreal 17 léttskýjað New York 19 heiðskirt Orlando 23 skýjað París vantar Róm vantar V(n 20 skýjað Washington 19 léttskýjað Winnipeg vantar Fossvogsdalur: Könnun skipulags- stjómar misjafiit tekið Á fundi bæjarráðs Kópavogs 22. júní var samþykkt svar við bréfi Skipu- lagssljórnar frá 19. júní. Bæjarráðið segir að ekkert sé við það að at- huga að Skipulagsstjórn kanni ágreininginn milli Reykjavíkur og Kópa- vogs um skipulag Fossvogsdals og Kópavogsbær muni láta í té allar þær upplýsingar sem til slíkrar könnunar þurfi. Hins vegar eigi eftir að afgreiða aðalskipulag Kópavogs og vænti bæjarráðið þess, að athug- un skipulagssfjórnar telji ekki þá afgreiðslu. Einnig er því beint til Skipulagsstjórnarinnar að tillögurnar verði endurskoðaðar með tilliti til þess samkomulags, sem gert var milli Kópavogs og Reykjavíkur þann 20. síðastliðinn. Borgarráð fjallaði um málið á fundi sínum 27. júní. Þar var sam- þykkt umsögn um tillögu skipulags- stjómar. í umsögninni segir m.a. að í tillögu skipulagsstjómar sé hvergi minnst bemm orðum á athugun á þýðingu Fossvogsbrautar fyrir um- ferðarmál höfuðborgarsvæðisins og hvaða afleiðingar það hefur fyrir umferðarkerfið ef gatan verður ekki lögð. Þá hafí hvorki skipulagsstjórn né ráðherra úrskurðarvald um gildi samning8ins frá 1973 um mörk Reykjavíkur og. Kópavogs og verði báðir aðilar að samþykkja að falla frá gerð Fossvogsbrautar. Borgarráð vekur athygli á að til- laga skipulagsstjómar er saman áður en Reykjavík og Kópavogur gerðu með sér samkomulag sem felur í sér að leitað verði leiða til að jafna ágreining þann sem kominn er upp. Telur borgarráð því að meðan á meðferð málsins standi sé rétt að skipulagsstjóm bíði með aðgerðir af sinni hálfu. í tillögu skipulagsstjómar um at- hugun á skipulagi í Fossvogsdal kemur m.a. fram að tilgangur henn- ar er að komast að niðurstöðu um skipulag í Fossvogsdal sem bæði sveitarfélögin geti sætt sig við. Náist ekki slíkt samkomulag sé það félags- málaráðherra að skera úr um. Til að ráðherra geti gert slíkt þurfi að liggja fyrir faglegar ráðleggingar og þvi nauðsynlegt fyrir skipulagsstjóm að standa að hlutlausri skoðun á málinu. Reiknað er með að vinnuhóp- ur sá sem vinna skal verkið skili áfangaskýrslum reglulega en loka- skýrslu verði skilað í ársbyrjun 1991. Benedikt Bogason alþingismaður látinn LÁTINN er í Reykjavík Benedikt Bogason alþingsmaður og verk- fræðingur. Benedikt yar fæddur 17. september 1933 og voru for- eldrar hans Bogi Eggertsson frá Laugadælum í Árnessýslu og kona hans Hólmfríður Guð- mundsdóttir. Benedikt lauk stúdentsprófí frá MR 1953 og verkfræðiprófi frá T.H. í Helsingfors í Finnlandi 1961. Hann varð framkvæmdastjóri Flóa- veitunnar og Ræktunarsambands Flóá-og Skeiðaveitna 1961-64 jafn- framt því sem hann stundaði al- menn verkfræðistörf á Selfossi. Frá 1961 til 1971 var hann verkfræð- ingur hjá borgarverkfræðingi í Reykjavík. Benedikt stofnaði sína eigin verkfræðistofu í Reykjavík 1971 og rak hana til 1980 er hann varð verkfræðilegur ráðunautur Fram- kvæmdastofnunar íslands og síðar fulltrúi forstjóra Byggðastofnunar. Benedikt hafði áhuga á stjóm- málum og félagsstörfum. Hann átti sæti í hreppsnefnd Selfosshrepps fyrir Sjálfstæðisflokkinn 1962-64 og við alþingskosningamar 1987 varð hann varaþingmaður Borgara- flokksins í Reykjavík. í apríl í ár tók hann svo fast sæti á alþingi. Benedikt lætur eftir sig eigin- konu, Unni Magnúsdóttur, og tvö uppkomin börn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.