Morgunblaðið - 01.07.1989, Side 2

Morgunblaðið - 01.07.1989, Side 2
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR L JÚLÍ 1989 Þríggjaára fangelsis- dómur fyr- ir nauðgun TUTTUGU og átta ára gamall maður var í gær dæmdur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun í Saka- dómi Reykjavíkur. Maðurinn nauðgaði konu um þrítugt í apríl síðastliðnum í húsi í austurborg- inni. Hann hafði þá í tæpan sólar- hring verið laus úr fangelsi, þar sem hann hafði afþlánað eitt og hálft ár af 2 % árs dómi fyrir nauðgun. Auk fangelsisdómsins var maður- inn dæmdur til að greiða konunni 300.000 krónur í skaðabætur, auk alls sakarkostnaðar. Gæzluvarð- haldsvist hans frá 9. apríl dregst frá refsingunni. Maðurinn hefur áfrýjað dómnum til Hæstaréttar. Að kröfu ríkissak- sóknara hefur hann verið úrskurðað- ur í áframhaldandi gæzluvarðhald þar til Hæstiréttur hefur kveðið upp dóm í málinu, þó ekki lengur en til 3. janúar á næsta ári. Helgi I. Jóns- son sakadómari kvað upp dóminn. Steypustöðin Ós: Skuldir greidd- ar með rörum? BÆJARYFHtVÖLD í Garðabæ leita á næstunni samninga við Steypustöðina Ós vegna opinberr- ar skuldar fyrirtækisins. Hugsan- legt er að sögn Guðjóns E. Frið- rikssonar, bæjarritara, að Ós greiði upp undir tiu milljóna skuid með rörsteypu fyrir bæjarfélagið. Guðjón segir að ef til komi verði rörin notuð við gatnaframkvæmdir í Molduhrauni á þessu og næsta ári. Jafnframt standi fyrir dyrum lóða- framkvæmdir í landi Smárahvamms. Þar voru í fyrra teknar eignamámi þtjár spildur, 35 þúsund fm. að flat- armáli, og samþykkti bæjarstjóm nýlega niðurstöður matsnefndar eignamámsbóta. Morgunblaðið/Þorkell Jón Gunnar Jónsson hjá Sláturfélagi Suðurlands með sýnishom af kindakjötinu sem byijað verður að selja á sérstöku tilboðs- verði á mánudaginn. Sala á tilboðskjötinu hefst á mánudaginn Á mánudaginn hefst sala á sér- unnu kindakjöti sem ríkis- stjómin hefur ákveðið að bjóða neytendum á sérstöku tilboðs- verði. Kjötið verður selt í hálf- um skrokkum á 10,75% lægra verði en gildandi smásöluverð segir til um. Að sögn Jóns Gunnars Jónsson- ar hjá Sláturfélagi Suðurlands verður boðið upp á tvær gerðir af pakkningum, annarsvegar pakka með heilu læri, en hinsveg- ar pakka með niðursneiddu læri. Um tvo gæðaflokka verður að ræða, D-1 og D-úrval, en allt kjöt- ið verður snyrt, þannig að um 13-14% rýmun er að ræða, sem þýðir um 23,5% raunlækkun á verði kjötsins til neytenda. Fiskeldi: Hraðað verði end- urffreiðslu sölu- oglántökuskatts Á félagsfúndi Landssambands hafbeitar- og fiskeldisstöðva, sem haldinn var í gær, var samþykkt ályktun þar sem farið er fram á að hraðað verði endurgreiðslu söluskatts frá árinu 1988, en talið er að þar sé um 70-80 milljónir króna að ræða. Þá verði þegar endurgreiddur 6% lántökuskattur af erlendum lántökum, sem Alþingi ákvað að fella niður um síðustu áramót, en fiskeldið hefur eigi að síður þurft að greiða eftir það. Friðrik Sigurðsson, framkvæmda- stjóri Landssambands hafbeitar- og fískeldisstöðva, sagði að varðandi endurgreiðslu lántökuskattsins stæði á því að fjármálaráðherra gæf, út reglur varðandi framkvæmd endur- greiðslunnar, og á fundinum hefðu komið fram tillögur um að fiskeldis- menn fæm fram á að fjármálaráðu- neytið yrði innsiglað þar til greiðslur hefðu borist á lántökuskattinum. Á fundinum var jafnframt sam- þykkt að beina þeim eindregnu til- mælum til landbúnaðarráðherra að komið verði á afurðalánakerfi, sem sé sambærilegt við það sem gerist í samkeppnislöndum. í ályktuninni segir að afurðalánakerfið hér á landi sé í skötulíki, sumir fái engin lán, og þau afurðalán sem veitt em séu allt of dýr, en þau kosti með ábyrgð- um og tryggingum yfír 30% ofan á dollar. Þá skorar fundurinn á land- búnaðarráðherra að láta hendur standa fram úr ermum og koma á því bústofnslánakerfi í fiskeldi, sem ríkisstjómin ákvað að láta kanna fyrir nokkm síðan. Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna: Akvörðun Red Lobster veldur ekki vandræðum „SÚ ÁKVÖRÐUN Red Lobster að hætta að kaupa af okkur humar hefúr ekki valdið okkur neinum vandræðum," sagði Magnús Magnús- son, sölumaður hjá Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna, í samtali við Morg- unblaðið. Veitingahúsakeðjan Red Lobster í Bandaríkjunum ákvað í vetur að hætta viðskiptum við íslensk fyrirtæki vegna hvalveiða okkar en fyrirtækið keypti rúmlega helminginn af humarframleiðslu SH í fyrra. „Við höfum breytt um pakkningar og selt 60% af framleiðslunni til Evrópu sem heilan humar,“ sagði Magnús Magnússon. Hann sagði að SH hefði selt nokkur tonn af ferskum humri til Spánar og Sviss að undanf- ömu. „Þetta er tilraunastarfsemi sem hefur gengið þoianlega," sagði Magnús. Hann sagði að SH seldi einnig heilfrystan humar til Dan- merkur, Bretlands og Spánar, svo og humarhala til Sviss og Banda- ríkjanna. „Við erum mjög ánægðir með verðið fyrir humarinn og í er- lendri mynt er það ívið betra en í fyrra,“ sagði Magnús. Skipulagsbreytingar hjá Arnarflugi: Veruleg fækknn starfsliðs félagsins fyrir 1. október MIKLAR skipulagsbreytingar eru nú á döfinni hjá Amarflugi og af' því tilefni fengu um 30 star&menn uppsagnarbréf í gær, samkvæmt upplýsingum Harðar Einarssonar, stjómarformanns Amarflugs. Hörð- ur segir að þjónustudeild og markaðsdeild Amarflugs verði í fram- tíðinni reknar sem ein deild og eftir 1. október næstkomandi verði ekki nema liðlega 70 manns í störfúm hjá Amarflugi, í stað liðlega 100 um síðustu áramót. „Það er verið að miða að því að reka Amarflug eftir 1. október nk. með rúmlega 70 manna starfsliði. T1 þess að svo megi verða, höfum við m.a. ákveðið að sameina tvö rekstrarsvið í eitt, og það verða markaðssvið og þjónustusvið sem við sameinum. Þessar deildir eru náttúr- lega náskyldar og við teljum okkur ná fram aukinni hagræðingu með þessari sameiningu," sagði Hörður í samtali við Morgunblaðið í gær. Halldóri Sigurðssyni, sem verið hefur framkvæmdastjóri þjónustu- deildar, var sagt upp starfi í fyrra- dag, en Magnús Oddsson, fram- kvæmdastjóri markaðssviðs, sagði sjálfur upp starfi sínu, þegar fyrir lá hvaða ákvarðanir höfðu verið tekn- ar um skipulagsbreytingar. Sam- kvæmt heimildum Morgunblaðsins, er ekki þar með sagt að Magnús hætti störfum hjá Amarflugi. Hörður sagði að báðum þessum framkvæmdastjórum hefði staðið til boða að segja upp, þar sem ljóst væri að einungis einn maður yrði ráðinn sem yfirmaður hinnar nýju, sameinuðu deildar og stjómin þyrfti að hafa um þá ráðningu fijálsar hendur. Einungis Magnús hefði valið að segja upp, þannig að stjórnin hefði orðið að segja Halldóri upp. „Auðvitað miðar þetta allt að því að einfalda reksturinn og styrkja með því stöðu félagsins. Við teljum að með þessum breytingum sé búið að koma starfsmannafjölda fyrirtæk- isins niður í þann fjölda sem honum verður komið, en það verður haldið áfram á þeirri braut að leita hagræð- ingar í rekstrinum," sagði Hörður. Söluskattsskuldir: 16 fyrirtæki ennþá lokuð LOKUNUM fyrirtækja vegna sölu- skattsskulda var fram haldið í þessari viku, en síðdegis í gær lá ekki fyrir hversu mörgum fyrir- tækjum hafði verið lokað til við- bótar þeim 133 sem lokað var í fyrri viku. Flest þau fyrirtæki sem lokað var þá hafa nú hafið starf- semi á nýjan leik, en enn munu 16 fyrirtæki vera lokuð í Reykjavík, og eitt í Kópavogi. Fjármálaráðherra upplýsti síðast- liðinn miðvikudag að enn væri 31 fyrirtæki lokað af þeim 113 sem lok- að var í Reykjavík vikuna 18.-23. júní síðastliðinn, en samkvæmt upp- lýsingum Morgunblaðsins hafa þau nú flest verið opnuð á ný. Sömu sögu er að segja um önnur sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu. Soðningin hækkar um 10% VERÐ á ýsuflökum hækkar um 10% frá og með deginum í dag, eða úr 300 kr. í 330 kr. kílóið. Aðspurður sagði Georg Ólafsson verðlagsstjóri að ástæða hækkun- arinnar væri sú að fisksalar teldu sig hafa borið tap á sölu á ýsu undanfarna mánuði, á sama tíma og útflutningsverð hefði farið hækkandi, bæði vegna gengis- þróunar og verðhækkana á er- lendum mörkuðum. Georg sagði ljóst að þessi þróun hefði haft í för með sér sívaxandi erfiðleika fyrir físksala á því að út- vega góðan fisk til neyslu innan- lands, og nú væri reyndar svo komið að dæmi væru um stóra fiskseljend- ur, sem hætt hefðu allri sölu á innan- landsmarkað og snúið sér að því að selja eingöngu úr landi. „íslenskir neytendur vilja hafa góða ýsu á boð- stólum, og þrátt fyrir þessa hækkun verður hún áfram einn ódýrasti kost- urinn á markaðnum," sagði Georg. Verð á ýsuflökum var urn 280 kr. kílóið í ársbyijun 1988, en hækkaði í 300 kr. í lok síðasta árs, og hefur því hækkað um 18% á einu og hálfu ári. Útiskákmótið á Lækjartorgi: Þröstur Þórhallsson sigraði ÞRÖSTUR Þórhallsson sigraði í hinu árlega útiskákmóti á Lækjartorgi. Þröstur keppti fyrir Visa Island og hlaut fyrir- tækið veglegan farandbikar til varðveislu næsta árið. AIls tóku 60 fyrirtæki þátt í mótinu að þessu sinni og voru tefldar 7 umferðir eftir Monrad-kerfi. Að loknum 7 umferðum voru þeir Þröstur og Sigurður Daði Sigfússon (SVR) efstir og jafnir með 6 vinninga af 7 mögulegum. Þeir tefldu síðan 2 skákir inn- byrðis og sigrði Þröstur í þeim báðum. í 3.-6. sæti á mótinu urðu Þor- steinn Þorsteinsson (Nesti), Þröstur Árnason (Búnaðarbank- Mikil veðurblíða var er útiskákmótið fór fram. inn), Hannes Hlífar Stefánsson Ögmundur Kristinson (Ölgerð Egils Skallgrímssonar) og bókagerðarmanna). (Félag

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.