Morgunblaðið - 01.07.1989, Page 10

Morgunblaðið - 01.07.1989, Page 10
M<W0NiÍlÍðIÐ ÍiHÍÁjIÍídÁIjÍIr:’!.-Júi!íhá§9 10 Garðskriðnablóm Arabis eaucasica/albida Blóm vikunnar Umsjón: Ágústa Björnsdóttir 129 þáttur Um þessar mundir má víða í görðum sjá stórar breiður af garðskriðnablómi skarta sínu fegursta. Blómgunin er að þessu sinni í seinna lagi sakir vorkuld- anna. Garðskriðnablóm er þekju- blóm sem myndar breiður með því að leggja grágræn blöð sín eins og teppi yfir það svæði, sem því er ætlað til umráða. Blöð þess standa sígræn allt árið, en þau fara í feluleik á vorin því mjög snemma vors (apr./maí) ef árferði er sæmilegt, skrýðist jurtin ca. 15—20 sm háum snjó- hvítum blómum svo ríkulegum að heita má að laufið hyljist með öllu. Þessi hvíta blómabreiða stendur Iengi í skrauti. Garðskriðnablómið blómstrar sem sagt snemma vors og er þá mjög kærkomið með blómskrúð sitt. Þegar jurtin er afblómstruð er gott að klippa blómstönglana af henni (ef ekki á að safna fræi) og verða þá blöðin þéttari en ella. Garðskriðnablóm er auðvelt í ræktun, þrífst svo að segja hvar sem er, en kann best við sig í þurrlendri, magurri, send- inni kalkríkri mold á sólríkum stað. Það getur orðið all fyrir- ferðarmikið sé það látið einrátt um of en vandalaust er að halda því í skefjum. Til eru ýmis af- brigði af garðskriðnablómi, eins og t.d. Arabis caucasica flore plene sem er ofkrýnt. Arabis albida er með nokkuð dekkra Iauf en önnur afbrigði og eru blaðjaðrarnir gulhvítir. Síðla sumars þegar blöðin eru farin að stækka og þéttast er hún hin skrautlegasta laufjurt. Arabis rosea er með rósrauð blóm. Arabis bleopharophylla með karmínrauð blóm en Arabis rosa- bella með falleg bleik blóm. Garðskriðnablómi er auðvelt að fjölga með fræi sem spírar á um það bil 15 dögum og kemur betur upp sé fræílátið haft í Fannhvítt skriðnablóm getur farið vel með litsterkum, lágvöxnum blómum. Hér er það í samfélagi júlíulykils (Primula juliae). birtu. Því má einnig fjölga með græðlingum, sem settir eru í létta mold og skýlt gegn sól og ofþornun meðan þeir eru að festa rætur. Þá má og fjölg'a því með skiptingu á vorin. Garðskriðnablóm er fyrirhafn- arlítið í ræktun en stendur vel fyrir sínu. Næði um það að ráði er það þakklátt fyrir létt vetrar- skýli. Islenska skriðnablómið Arabis alpina má einnig rækta í görðum en sjaldan verður það langlíft. Sigurlaug Arnadótt- ir, Hiaunkoti. í síðustu grein (nr. 128) um Geitaskegg, sem einnig gengur undir nafninu jötunjurt, féll nið- ur nafn höfundar sem er Hólm- fríður Sigurðardóttir, garðyrkju- fræðingur og kennari. Rjómabúið hjá Baugs- stöðum opnað almenningi GAMLA íjómabúið hjá Baugs- stöðum, austan við Stokkseyri, verður opið almenningi til skoð- unar í sumar. Vatnshjólið og tækin í vinnslusalnum munu snú- ast þegar gesti ber að garði og minna á löngu liðinn tíma, þegar vélvæðing var að hefjast í íslenskum landbúnaði á fyrsta áratug þessarar aldar. Minjasafnið verður opið síðdegis, klukkan 13 til 18, á laugardögum og sunnudögum í júlí, ágúst og fyrstu helgina í september, einnig á frídegi verslunarmanna. Tíu manna hópar eða stærri geta feng- ið að skoða safnið á öðrum tíma Rjómabúið hjá Baugsstöðum. ef pantað er með góðum fyrirvara, segir í fréttatilkynningu. 011 E\A 0107A LÁRUSÞ.VALDIIVIARSSONfraivikvæmdastjóri L\ IQU " 4 lÚ/U KRISTINN SIGURJÓNSSOIM, HRL. logg. fasteignas. Til sýnis og sölu auk annarra eigna: Við Lyngás í Garðabæ nýl. steinhús tvær hæðir á um 1250 fm hornlóð. Efri hæðin er glæsil. séríb. rúmir 200 fm með 50 fm sólsv. og um 45 fm bílsk. auk kj. Hæðin getur verið tvær íb. Á neðri hæðinni eru tvær 2ja herb. íb. rúmir 100 fm hvor. íb. eru fullb. undir trév. og máln. Hentar m.a. þeim sem hafa lánsloforð. Útsýnisstaður. Teikn. á skrifst. Skammt frá Háskólanum stór og mjög góð 3ja herb. hæð 101 fm nettó í reisul. steinhúsi v/Brá- vallagötu. Nýtt parket. Nýtt gler og póstar. Sérhiti. Suðursv. Góð lán um kr. 1,6 millj. Losun eftir samkomulagi. Eign fyrir byggingamanninn Gamalt velbyggt steinhús skammt frá Hlemmtorgi. í húsinu eru tvær 3ja herb. íb. Samþ. teikn. fyrir stækkun hússins. Nánari uppl. veittar á skrifst. Góðar íbúðir - lausar strax 2ja og 3ja herb. íb. m.a. við: Laugarnesveg, Vesturberg og Vestur- götu. Vinsaml. leitið nánari uppl. Með nýrri eldhúsinnréttingu við Rofabæ 3ja herb. sólrík íb. á 3. hæð 86,4 fm nettó. Góð sameign. Sólsv. Lang- tímal. um kr. 1,6 millj. Laus í sept. nk. Glæsilegar íbúðir í smfðum í Grafarvogi og Garðabæ 2ja, 3ja og 4ra herb. Kynnið ykkur hag- kvæma greiðsluskilmála. Fjöldi fjársterkra kaupenda Sérstakl. óskast sérhæðir 4ra-6 herb., einbhús á einni hæð 120-200 fm, 3ja-5 herb. íb. m/bílsk. eða bílskrétti. Landsþekktur athafnamaður óskar eftir sérbýli á útsýnisstað með 4-5 rúmg. svefnherb. og bílsk. Nánari uppl. trúnaðarmál. Opið í laugardag kl. 10.00-15.00. Nýtölvuvædd söluskrá. AtMENNA FASTEIGHASAUH LAUGAVEG118 SÍMAR 21150-21370 Umsjónarmaður Gísli Jónsson 493. þáttur „Það er ekki drafni á nokk- urri kló.“ Þetta var haft eftir Jóhanni Helgasyni í Leirhöfn á Siéttu á því kalda vori sem við kynntumst fyrir skemmstu. Ég var ekki alveg viss um hvað þetta merkti. Leit í orðabókum bar ekki árangur. Karlkynsnafn- orðið drafni var þar ekki. Þá var að leita til þeirra á Orðabók Háskólans. Þar í seðlasafninu var drafiiinn ekki heldur, aðeins eitt dæmi um orðið sem sér- heiti, og getur þess bráðum. Ég hringdi því austur í Leirhöfn og rasddi við Jóhann bónda. Hann sagði þetta rétt eftir sér haft, og þetta merkti með öðrum orð- um: „Það sést ekki í blöðin -á nokkurri hríslu.“ Og þá vitum við það. Bæði Jóhann og Dýrleif kona hans staðfestu að þau hefðu numið þetta málfar af eldra fólki og þeim væri þetta tamt og eðli- legt. Þetta er norður-þingeyskt málfar. Þekkið þið þvílíkt tal annarstaðar? Sérheitið Drafiii, sem Orða- bók Háskólans hafði á seðli, er úr kvæði eftir Guðmund Frið- jónsson á Sandi. Það er langt og nefnist Heimreið Sæmund- ar fróða á selnum. Þetta er kjarnyrt og magnað kvæði, eins og við er að búast. Þar er meðal annars: Grábakur er otureygur. Engi á Sæmund bítur geigur, allur þó að Unnar teigur ýfist mjög við straum og rok, súpi hvelju selsa kok. Veður á bægslum Drafni ódeigur, dindli sínum vaggar, ugg og skelk um ósigurinn þaggar. Nú veit ég ekki hvernig Guð- mundur á Sandi hefur séð selinn fyrir sér, nema hvað hann var otureygur = hvasseyg(ð)ur. Kannski hefur hann hugsað sér að „selsi“ væri dröfiióttur: Drafha er lítill depill. Kannski hefur hann nefnt hann svo, af því að hann er nátengdur dröfn = sjó. En hvers vegna er þá sjór- inn kallaður dröfn? Spyr sá sem ekki veit. Sögnin að dragna merkir að leysast í sundur eða hjaðna, sbr. líka draf = úrgang- ur, sori, drafli = yst mjólk og drafinn = rotinn, laus í sér. ★ Bjarni Einarsson í Reykjavík hefur nokkrum sinnum skrifað mér fróðleg bréf og skorinorð sem ég þakka honum. Hér er eitt: „Kæri Gísli, í næstseinasta þætti þínum í Morgunblaðinu [Bréfið er skrif- að 10. júní, þetta er 289. þátt- ur] nefndir þú systkinin tvö í Grímsnesi, hálfdönsk, sem eru fyrstu íslendingar skírðir tveim nöfnum svo kunnugt sé. Fyrir nokkrum árum rakst ég á áletr- un á morgungjöf Guðrúnar, dóttur tvínefnda mannsins, og er fróðlegt að sjá hvernig eigin- maður hennar hefur skrifað föð- urnafnið. Morgungjöfin er Þor- láksbiblía úr bókasafni Þorsteins M. Jónssonar, nú í bókasafni Árnastofnunar í Reykjavík. Eft- irfarandi hefur m.a. verið skrifað á saurblað (nú inni í miðri bók): Þessarar adurnefndrar Bibliu er nu Riettur Eigande ad orden Gudrun Axel Friedrichs dötter hveria hun ódlast hefur upp í Sihar Morgungiafar Nafne þan 27.da 8bris 1732 af mier under- skrifudum ad Hlídarenda í FliötzhiTd d. ita 9bris Anni 1732. Þorolfe Finssyne Sem kunnugt er láta menn nú á dögum nægja annað nafn föður í slíkum tilfellum og sanna um leið að tvínefni samræmast ekki íslenskri venju um föðurnöfn, en út yfir tekur þó þegar systkin kenna sig við sitt föðurnafn hvort eins og dæmi eru um. Bestu kveðjur!" Gaman er að þessari gömlu áletrun og fróðlegt að sjá hvernig menn reyndu að þessu leyti að bregðast við hinum framandi tvínefnasið. ★ Ég vona að um mismæli eða misheyrn hafi verið að ræða, en mér er tjáð að í sjónvarpsfréttum hafi eitthvað verið borgað „í erlendum gjaldeyrum“. Því að hvað eru „gjaldeyru“? Hvers konar eyru eru það? Kannski hefur þetta átt að vera eintala: í erlendum gjaldeyri? Eða þá gjaldaurum? En hvort tveggja er, að eyrir getur verið safn- heiti (nomen collectivum), og þá segjum við að eitthvað sé greitt í erlendum gjaldeyri, og fleir- talan af eyrir er aurar, ekki ?eyrar. Og við getum sem hæg- ast sagt að eitthvað sé goldið í erlendum gjaldaurum, ekki síst ef fleirtöluáráttan er mjög rík í okkur. Enn að gefnu tilefni: 1) Menn kaupa bensín, en „versia“ það ekki. Olíufélögin versla hins_ vegar með þennan orkugjafa. Ég hélt satt að segja, að þessa vitleysu hefðu menn að mestu kveðið niður, en því miður er ekki svo. 2) Ölunn heitir fyrirtæki á Dalvík. Við getum keypt (ekki verslað) lax hjá eða frá Ölni; rímar við Mjölni, þó það beygist hins vegar eins og jötunn. Við fáum ekki fisk frá „Ölunn“. 3) Einhver hafði heyrt að Deng Xiao Ping lægi „á banaieg- unni“. Sennilegra hefði verið að karlinn lægi á banasænginni eða lægi banaleguna. Skip geta hins vegar legið á legunni. ★ Frá Þjóðreki þaðan: Þeir vita ekki að DV er dagblað, þeir dorga ekki hákarl á lagvað, en þeir höndla við fíkla og framleiða sýkla sér til fjárgróða og valda í Bagdað. ★ Magnús Þórðarson í Reykjavík sagði mér svo frá: Þegar Páll Skúlason fyrrver- andi Spegilsritstjóri var próf- arkalesari á Morgunblaðinu bjó hann til orðið útleigubíll um það sem oftast er nefnt bílaleigubíll. Munu þessa orðs finnast nokkur dæmi í Morgunblaðinu milli 1960 og 1970. Karólína Hallgrímsdóttir á Siglufirði leggur til orðið far- andbíll. Hvað segið þið? Eru fleiri uppástungur.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.