Morgunblaðið - 01.07.1989, Page 11

Morgunblaðið - 01.07.1989, Page 11
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 1■ JÚU 1989 11 Breytingar á tekj- um sveitarfélaga eftir Birgi ísl. Gunnarsson Samhliða frumvarpi um nýja verkaskiptingu ríkis og sveitarfé- laga var samþykkt á Alþingi í vor frumvarp um tekjustofna sveitarfé- laga. Megintilgangur laganna er að gera sveitarfélög betur í stakk búin til að takast á við ný verkefni. í þessari grein verður rakið hvaða breytingar eru hér helst á ferðinni. Aðaltekjustofnar sveitarfélaga eru fasteignaskattur, framlög úr Jöfnunarsjóði, útsvör og aðstöðu- gjöld. Auk þess hafa sveitarfélög tekjur af eignum sínum, eigin at- vinnurekstri og ýmsum stofnunum sem þau eiga og selja svo og ýmsar aðrar tekjur eins og holræsagjöld, lóðarleigu o.fl. Breytingarnar nú snertu fyrst og fremst fjóra fyrst- töldu aðaltekjustofnana. Fasteignagjöld Aðalbreytingin varðandi fast- eignagjöldin er sú að aðstaða sveit- arfélaga til álagningar fasteigna- skatta er jöfnuð og undanþágum frá álagningu fækkað. Samkvæmt gildandi lögum er fasteignamat al- farið lagt til grundvallar álagning- arstofni skattsins en fasteignamatið er mjög mismunandi eftir sveitarfé- lögum. Nu er sú breyting gerð að fast- eignamat í Reykjavík verður við- miðun við ákvörðun skattstofns í öðrum sveitarfélögum. í þessu felst það að nú er gengið út frá því að fasteignaskattur sé gjald fyrir veitta þjónustu en ekki eignarskatt- ur. Sveitarfélög geta því alls staðar lagt á sambærilega fasteigna- i skatta, en rétt er að taka fram að sveitarfélög geta lækkað álagning- arprósentuna að vild. Jöfhunarsjóður sveitarfélaga Tekjuöflun Jöfnunarsjóðs sveit- arfélaga er breytt þannig að megin- hluti tekna hans verður 1,4% af skattteiqum ríkissjóðs af beinum og óbeinum sköttum sem innheimt- ir eru í ríkissjóð. Greiðslum úr sjóðnum er og breytt allmikið og einkum í þá átt að stórhækkaður er sá hluti ráðstöfunarfjár sjóðsins sem varið er til jöfnunar milii sveit- arfélaga. Er þá bæði tekið mið af sérstaklega lágum telqum einstakra sveitarfélaga og mismiklum verk- efnum. Þá eru sérstök framlög til að greiða fyrir sameiningu sveitar- félaga, til að greiða úr sérstökum fjárhagserfiðleikum og til að bæta sveitarfélögum upp aukinn kostnað vegna breyttrar verkaskiptingar. Útsvör og aðstöðugjöld Litlar breytingar voru gerðar á ákvæðum um álagningu útsvars. Var' þar fyrst og fremst um að ræða tæknilegar breytingar vegna staðgreiðslu skatta. Varðandi að- stöðugjöldin var gerð sú mikilvæga breyting að ákvæði mismunandi gjaldflokka eftir atvinnugreinum voru afnumin. Hámarksálagning verður 1,3% af aðstöðugjaldstofni, en hver sveitarstjórn getur síðan ákveðið mismunandi gjaldflokka eftir tegund atvinnurekstrar. Jafn- framt var undanþágum frá álagn- ingu fækkað. Samkvæmt þessu hafa sveitarfélög meiri sveigjan- leika en áður við álagningu aðstöðu- gjalda og felld er niður sú lögboðna Birgir ísl. Gunnarsson „Nú er sú breyting gerð að fasteignamat í Reykjavík verður við- miðun við ákvörðun skattstofhs í öðrum sveitarfélögum. í þessu felst það að nú er geng- ið út frá því að fast- eignaskattur sé gjald fyrir veitta þjónustu en ekki eignarskattur.“ mismunun milli atvinnugreina, sem tíðkast hefur. Með þessum breytingum sem gerðar hafa verið á lögum um tekju- stofna sveitarfélaga, og þá ekki síður með því að létta ýmsum út- gjöldum af sveitarfélögunum, á að vera tryggt að sveitarfélögin geti tekið við þeim auknu verkefnum sem þau hafa fengið með nýsam- þykktum lögum um verkaskiptingu ríkis og sveitarfélaga. Höhmdur er alþingismaður SjálfstæðisOokks fyrir Reykjavíkurkjördæmi. Eru þeir að fá 'ann ■ Glæðist nokkuð í Laxá í Leirársveit VEIÐIN hefur tekið nokkurn kipp á nýjan leik í Laxá í Leirársveit, þannig náði 5 stanga holl 20 löxum á tveimur dögum fyrir skömmu, en vikan fram að því hafði verið mjög dauf. Það fylgdi sögunni, að nýjar göngur hefðu komið, bæði vænn fiskur og smár í bland, en stærsti lax sumarsins veiddist ein- mitt um þetta leyti, Hermann Jóns- son úrsmiður nældi í 19 punda lax sem er annar tveggja stærstu laxa sem frést hefur um í sumar. Flókan fremur dauf Heldur hefur veiðin í Flóku gengið rólega fyrir sig, en þó verður að segja að þar er líf. 26. júní voru komnir 11 laxar á lánd og eitthvað sást af físki í ánni, engin ósköp þó. Flókulaxamir voru bæði smáir og vænir, upp í 12 pund. Hér og þar Nokkrir laxar hafa verið dregnir úr Andakílsá í Borgarfírði, smálax- ar, en það er býsna góð byijun þar sem áin er annáluð síðsumarsá. Silungsveiði hefur verið nokkur neðan brúar, en besti tíminn er þó framundan og svo hefur áin verið vatnsmikil. Lítið hefur aflast í Gljúfurá í Borgarfirði, en tölur vantar. Þá hefur lítið veiðst enn sem komið er i Ámessýslunni, Friðrik D. Stefánsson hjá SVFR sagði að engar fregnir af afla hefðu borist frá Gíslastöðum, Snæfoksstöðum eða Laugarbökkum, innan við 10 fískar hefðu veiðst í Soginu, ann- ars væri lítið líf enn sem komið er. Sumarið er seint á ferð á þessum slóðum sem víðar. Silungsveiði Nokkuð þokkaleg silungsveiði hef- ur verið víða í Þingvallavatni að undanfömu, ekki mokveiði, en menn hafa fengið sæmilegar tökur og bleikjan verið væn, 1-3 pund. Eitthvað er farið að bera á murtu, hörðu veiðimennimir bölva því, en bömin kætast. Veiðin í Hlíðarvatni hefur verið slök og er óhagstæðu veðri þar um að kenna. Rafn Ilafnfjörð formaður LS sagði í samtali við Morgun- blaðið, að nægur fískur væri fyrir og margt af honum vænn, en menn fengju afla einungis í glefsum þeg- ar lygndi. Þama hefðu verið lang- varandi vindar sem stæðu veiði fyrir þrifum. Veiðin í Elliðavatni og Hellu- vatni hefur verið íjörleg á köflum, en fískur tekið afleitlega á milli. Sem fyrr em það fluguveiðimenn- imir sem fá reglulega bestu veið- ina. Hafa veiðst allt að 6 punda fískar þarna í sumar, en allur þorri fiskanna er, þó miklu minni, 1-2 pund. Þá má geta þess, að það er far- ið að veiðast í vötnunum í Svínadal og í Brúará hafa stöku menn feng- ið góðan afla, stórar bleikjur. í Meðalfellsvatni hefur og verið ágæt veiði á köflum og meira að segja hafa nokkrir laxar veiðst. HONDA HEFUR VERIÐ 15 ÁR Á ÍSLANDI. GLÆSILEGT AFMÆLISTILBOÐ. HONDA CIVIC SHUTTLE 4 WD Glæsilegur og rúmgóður fjölskyldu- og ferðabíll með sítengdu fjórhjóladrifi. Vélin er kraftmikil, 16 ventla með tölvustýrðri beinni innspýtingu og 116 din hestöfl. Einstök fjöðrun („Double Wishbone"). Hæð undir lægsta punkt er 18,5 sm. Á hurðum eru samlæsingar. Vökvastýri og litað gler. (afturrúðu er hiti og þar er einnig rúðuþurrka. Farangursrýmið er ótrúlega mikið. ( bílnum er dagljósabúnaður. GREIÐSLUSKILMÁLAR VIÐ ALLRA HÆFI. 'OPIÐ I DAG KL. 1300-1600 HONDA CIVIC HATCHBACK SPORT Er framhjóladrifinn með kraftmikla 16 ventla vél fáanleg 75, 90 eða 130 hestöfl. Fjöðrunin er einstök („Double Wishbone"). Lit- að gler. Bíllinn erteppalagður í hólf og gólf. í afturrúðu er hiti og þar er einnig rúðuþurrka. Dagljósabúnaður er í bílnum. Bíllinn er fáanlegur með eða án sóllúgu. Afsláttur 135.000 Afsláttur 80.000 ÞAD MUNAR UM MINNA Hhonda Verðið var kr. 1.130.000,- Nú á afmælistilboði kr. 995.000,* UMBOÐSAÐILAR: AKUREYRI: Þórshamar hf. ® 96-22700 KEFLAVÍK: BG-bilasalan S 92-14690 Verðið var kr. 748.000,- Nú á afmælistilboði kr. 668.000,- HONDA Á ÍSLANDI, VATNAGÖRÐUM 24, S-689900

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.