Morgunblaðið - 01.07.1989, Side 12

Morgunblaðið - 01.07.1989, Side 12
12 MORGUNBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 1. JÚLÍ 1989 „Alverst að hér upp- vektust þjóðernisdraugar og „patentlausnarmenn““ Jón Baldvin Hannibalsson utanríkisráðherra í viðtali við Morgunblaðið í tilefni þess að í dag tekur hann við formennsku í ráðherranefnd EFTA JÓN Baldvin Hannibalsson, utanríkisráðherra tekur við formennsku í ráðherranefnd EFTA í dag, þann 1. júlí og mun leiða nefndina í störfum hennar næstu sex mánuðina, þar sem meginverkefnið verð- ur að undirbúa samningaviðræður við Evrópubandalagið um aukin og frjálsari viðskipti, tollfrelsi, sameiginlegan vinnu- og fjármagns- markað. Ljóst er að þessar viðræður eru nú á viðkvæmu stigi og á síðari hluta þessa árs eiga að liggja fyrir pólitískar niðurstöður EFTA-ríkjanna um það hvort farið verður út í raunverulegar samn- ingaviðræður við EB á næsta ári. Utanríkisráðherrann mun verða afar upptekinn af þessu verke&ii, sem mun njóta algjörs forgangs hjá honum þetta hálfa ár. I viðtali við Morgunblaðið, sem hér fer á eftir, greinir Jón Baldvin frá því að til greina komi að hann kveðji til staðgengil sinn í utanríkisráðuneytið, til þess að sinna öðrum verkefhum utanríkisráðherra en EFTA-málefiium. Hann verði á ferð og flugi það sem eftir lifi árs og þegar hafi tugir funda víðsvegar um Evrópu verið skipulagðir, sem hann muni þurfa að silja flesta hveija. Jón Baldvin Hannibalsson, utanríkisráðherra, tekur við formennsku í ráðherranefhd EFTA í dag, og mun þar af leiðandi leiða viðræður EFTA við EB næstu sex mánuðina. Kveður hugsan- lega til staðgengil sinn í Utanríkis- ráðuneytið Tungumálaörð- ugleikar munu torvelda útlend- ingum að setjast hér að Utilokar ekkert sem formaður 1 ráðherranefiid EFTA í viðræð- unum milli EFTA ogEB Nú þegar þú tekur við formennsku í ráðher- ranefndinni, hvar eru viðræður milli EFTA og EB á vegi staddar og hver eru helstu verkefnin sem blasa við þér og þínu ráðuneyti á þessu sviði? „Á þessu ári hefur dregið til mikilla tíðinda í samskiptum EFTA-ríkjanna sex og Evrópu- bandalagsins. Það var Jacques Del- ors, formaður framkvæmdastjómar Evrópubandalagsins sem átti frum- kvæðið að þeim breytingum. í ræðu sem hann flutti á þingi Evrópu- bandalagsins í upphafi þessa árs lýsti hann þeim kostum sem að hans mati væru helstir fyrir hendi í samskiptum EB og fríverzlunar- samtaka EFTA-ríkjanna. Hann hreyfði fyrstur hugmyndum um að EFTA-ríkin sem heild tækju upp viðræður um kerfisbundnara sam- starf við EB. Af ræðu hans mátti skilja að möguleikar á tvíhliða samningum milli EB og einstakra EFTA-ríkja væm ekki miklir. Það hefur verið túlkað með ýmsum hætti hvað fyrir Delors vakti. Sum- ir líta á ræðu hans sem skilaboð til þeirra EFTA-ríkja sem hugðu á inngöngu í bandalagið, þess efnis að dyram væri lokað fyrir ný aðild- arríki fram yfir 1992, eða jafnvel 1995, vegna þess að EB-ríkin 12 standa frammi fyrir svo risavöxnum verkefnum, vegna „samranaferils- ins“ að þau hafa, að margra mati, ekki orku eða tíma til þess að sinna tvíhliða viðræðum við önnur ríki um stækkun bandalagsins samtímis. Aðrir segja sem svo að Delors sé sjálfur fremstur í flokki þeirra manna sem vilji hraða samranaþró- uninni. Þeir túlka ræðu hans sem svo að með því að taka upp kerfis- bundnar viðræður við EFTA vilji hann nota þær sem einskonar svipu á þær EB-þjóðir sem tregastar era til þess að ganga fram af fullri ein- urð í samstarfinu innan EB. „Frelsin ljögrir" Verkefnin sem blasa við okkur nú mótast mjög af því sem gerzt hefur eftir þessa ræðu Delors. EFTA-ríkin brugðust við með því að gefa út Oslóaryfirlýsinguna á leiðtogafundi EFTA-ríkjanna í mars. Þar lýstu þau því yfír að þau væru reiðubúin til óskuldbindandi viðræðna um aðild að „frelsunum fjóram", þannig að engir kostir væra þar útilokaðir. Eftir að þessar niðurstöður höfðu verið kynntar EB fékk framkvæmdastjóm EB umboð til þess að ganga til viðræðna við EFTA-ríkin. Tímaáætlunin gerir ráð fyrir því að EFTA-ríkin hafi lokið sínum undirbúningi 25. júlí nk. og því næst að á sameiginlegum utanríkisráðherrafundi EB og EFTA sem á að halda í París þann 17. nóvember verði teknar póli- tískar ákvarðanir um framhaldið, hvort af raunveralegum samninga- viðræðum verði eða ekki. Verði nið- urstaðan jákvæð munu þær samn- ingaviðræður heíjast á árinu 1990. Eiginlegar samningaviðræður hefj- ast því ekki, ef þær á annað borð verða, fyrr en að loknu hinu íslenska formannstímabili. Verkefni formennskulands EFTA þetta tímabil snýst því um þennan undirbúning. Af hálfu EFTA hefur þegar verið sett á lagg- imar stjórnamefnd sem mun bera ábyrgð á undirbúningi og fram- kvæmd viðræðnanna. íslendingar gegna formennsku í þessari nefnd. Auk þess hafa verið settir upp fimm starfshópar, sem allir eiga að skila niðurstöðum sínum fyrir 25. júlí. Fyrsti hópurinn ijallar um vöra- viðskipti og þá með einum eða öðr- um hætti um hugmyndina um sam- eiginlegt tollabandalag þessara 18 ríkja og hindrunarlaus vöruviðskipti á þessu efnahagssvæði. Annar hópurinn fjallar um fijálst flæði fijármagns og Ijármagns- þjónustu. Það þýðir til dæmis frelsi til flutninga ijármagns, fjárfestinga á öllu svæðinu. Jafnframt verður fjallað um atvinnurekstrarréttindi, eignarrétt og samræmingu á starfs- háttum og reglum sem varða t.d. banka, fjármálastofnanir, trygg- ingastarfsemi, verðbréfamarkaði og svo framvegis. Þriðji hópurinn ijallar um hindr- unarlausa flutninga fólks innan svæðis. Það varðar búsetu og at- vinnurétt einstaklinga, ijölskyldna, sjálfstæðra atvinnurekenda, ellilíf- eyrisþega og lagalegan rétt þessara aðila gagnvart þáttum eins og vinnumarkaði, almannatryggingum og félagslegri löggjöf sem lýtur að vinnumarkaði. Fjórði hópurinn ijallar um svo- kölluð jaðarverkefni, samstarfssvið sem era fyrir utan „frelsin fjögur“, svo sem samstarf á sviði æðri menntunar, aðgang að háskólum og rannsóknastofnunum, sameigin- leg verkefni á sviði vísinda og rann- sókna og samstarf um varnir gegn umhverfismengun og umhverfis- spjöllum. Fimmti hópurinn fjallar um laga- reglur og stofnanir sem eiga að framfylgja gerðum samningum. Önnur spurningin þar snýr inn á við, að EFTA, um vinnubrögðin í samskiptum EFTA-þjóðanna sjálfra. Hingað til hefur EFTA ver- ið fijáls samtök fullvalda þjóða og starfsreglan hefur verið samstaða, án þess að mál væra útkljáð með atkvæðagreiðslu. Niðurstaða utan- ríkisráðherrafundarins í Kristians- sand 15. júní sl. var sú að samstöðu- reglan skuli áfram vera meginregl- an í samstarfi þjóðanna, en það er til skoðunar að á tilteknunj, vel skilgreindum sviðum komi tilgreina að meirihluti ráði, enda geti þá þjóð- ir skorizt úr leik. Þá væri væntan- lega um minniháttar mál að ræða, sem ekki varða mikilvægustu hags- muni. Að hinu leytinu snýst starf þessa hóps um það með hvaða hætti samningum verði framfylgt. Það þarf að leita að einhveijum aðila sem verði úrskurðaraðili, dómstóll, sem geti leyst ágreiningsefni og kveðið upp úrskurði um hvernig skuli framfylgja gerðum samning- um.“ „Þjóðir eru unnvörpum að skerða fullveldi sitt“ — Væra einstakar þjóðir ekki að afsala sér fullveldi sínu, með því að fallast á að heyra undir slíkan dómstól? „Þjóðir era unnvörpum að skerða fullveldi sitt í öllu alþjóðlegu sam- starfi, en dómstóll af þessu tagi getur ekki skoðazt sem yfirþjóðleg stofnun, þar sem það er algilt að ef við geram alþjóðlegan samning, þá föllumst við um leið á að hlut- laus aðili skeri úr um það hvernig lögleg framkvæmd samningsins er. Ég nefni sem dæmi Mannréttinda- dómstól Evrópuráðsins.“ — Hvaða þýðingu hafa „frelsin ijögur“ fyrir okkur íslendinga? „Hvað varðar óheft vöraviðskipti og tollfrelsi, þá era íslenskir hags- munir á því sviði miklir. Megin- ástæðan er sú að Evrópubandalagið er langstærsti útflutningsmarkaður íslendinga, en þangað flytjum við 60% af útflutningi okkar. Ef um væri að ræða sameinaðan markað EB og EFTA færi það hlutfall vænt- anlega upp í 75 til 80%. Við höfum fríverzlunarsamning við EB nú þeg- ar, frá árinu 1972, sem varð virkur 1977. Hann nær til rúmlega helm- ings af útflutningi okkar, en ekki til saltfisks, saltsíldar og nokkurra annarra unninna fiskafurða. Gróf- lega má áætla að liðlega 40% af útflutingi okkar til EB sé utan þessa tollfrelsissamnings. Náist sam- komulag um hindranarlaus, toll- fijáls vöraviðskipti, þá hefði það í för með sér að allur okkar útfluting- ur á þetta stærsta viðskiptasvæði okkar væri tollfijáls og samkeppnis- staða okkar gagnvart öðram inn- fiytjendum myndi batna. Með því að hafa náð því fram innan EFTA að fá samþykkta grandvallarregl- una um tollfijáls viðskipti með fisk og sjávarafurðir höfum við styrkt samningsstöðu okkar gagnvart EB.“ Geta útlendingar smyglað sér bakdyramegin inn í fiskveiðilögsögu okkar? — Hvað með frelsið á ijármagns- markaðnum? Er ekki hætta á miklu útstreymi innlends fjármagns héðan jafnframt því sem við gætum staðið frammi fyrir því að erlendir fjár- magnseigendur gætu eignast at- vinnufyrirtæki hér á landi? Ég nefni sem dæmi þann möguleika að at- vinnufyrirtæki í Hull keypti upp eins og eitt sjávarútvegsþorp á Is- landi, t.d. Bolungarvik og væri þar með komið bakdyramegin inn í íslenska fiskveiðilögsögu. „Það er hægt að draga upp mynd af þessu með því að líta annars vegar á kosti og hins vegar á galla.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.