Morgunblaðið - 01.07.1989, Side 13

Morgunblaðið - 01.07.1989, Side 13
13 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. JÚLÍ 1989 Höfuðstöðvar Evrópubandalag-sins í Brussel. Ef við lítum á íslenskan fjármagns- markað eins og hann er í dag, þá vilja margir lýsa honum sem lokuð- um og vernduðum fákeppnismark- aði. Við höfum tiltölulega opið kerfi að því er varðar vöruviðskipti, en hins vegar ýmsar takmarkanir að því er varðar hreyfingar fjármagns og fjármagnsþjónustu. Fjármagns- markaðurinn í heild sinni hefur reyndar verið eitt af stærstu deilu- málunum í íslenskum stjórnmálum á undanförnum árum. Við höfum þá sérstöðu að meginhluti banka- kerfisins er ríkisrekinn og sam- keppni hlutaíjárbanka er mjög tak- mörkuð, enn sem komið er. Verð- bréfamarkaður er tiltölulega nýr. Afleiðingar af þessu takmarkaða, lokaða kerfi eru þær að rekstrar- kostnaður þess er gríðarlega hár, vaxtamunur inn- og útlána er mjög hár og stofnanimar em of litlar til þess að geta boðið upp á fullnægj- andi þjónustu fyrir stærstu fyrir- tækin, þannig að kerfið virðist á margan hátt vera meingallað. Út frá almannahagsmunum, hagsmun- um fyrirtækja og einstaklinga gæti niðurstaðan orðið sú að það væri til góðs að opna þennan markað í auknum mæli og láta hann standa frammi fyrir samkeppni, til að draga úr kostnaði. Hætturnar samfara slíku frelsi gætu á hinn bóginn legið í því að erlendir fjármagnseigendur myndu væntanlega fyrst og fremst leita eftir eignayaðild að þeim atvinnu- rekstri á íslandi sem skilar arði. Að vísu hafa menn í eyrunum síbylju talna um það að sjávarútveg- ur á íslandi sé rekinn með bullandi halla og ætti þess vegna ekki að vera mjög fysileg atvinnugrein fyrir útlendinga. En erlend eignaraðild að útgerðar- eða fiskvinnslufyrir- tækjum hér væri þar með orðin aðild að nýtingu þeirrar meginauð- lindar sem þjóðin byggir afkomu sína á. Þetta er auðvitað eitt af því sem íslensk stjórnvöld staldra helst við og þurfa að rannsaka mjög nákvæmlega og skilgreina sína fyr- irvara í þessum viðræðum." — Hvort vega nú kostirnir eða gallarnir í þessu máli þyngra í aug- um utanríkisráðherra? „Niðurstaðan verður ekki metin fyrr en ljóst verður hvort við eigum kost á því að setja þarna fyrirvara — reisa skorður á sumum sérstök- um sviðum, svo sem því að tak- marka erlenda eignaraðild að út- gerðar- og fiskvinnslufyrirtækjum hér.“ — Ert þú á þessu stigi reiðubú- inn að útiloka það, ef um samninga milli EFTA og EB yrði að ræða á grundvelli „frelsanna fjögurra", að erlend fyrirtæki geti keypt sig inn í fiskveiðilögsögu okkar? „Á þessu stigi máls, þegar verið er að undirbúa samningaviðræður EFTA við EB fer formaður ráð- herranefndarinnar eftir sínu um- boði, sem er hin sameiginlega yfir- lýsing Oslóarfundarins, sem sagði: „Við erum reiðubúnir til óskuld- bindandi viðræðna, en við útilokum ekkert fyrirfram“. Hins vegar höf- um við í öllum viðræðum lagt ríka áherzlu á það, að vekja skilning annarra á sérstöðu íslendinga: Fá- menni þjóðarinnar, einhæfni at- vinnulífs og það, hversu afkoma þjóðarinnar er háð nýtingu auðlinda hafsins. Það er yfirlýst stefna ríkis- stjórnarinnar að tryggja að íslend- ingar einir ráði nýtingu þessarar meginauðlindar." — Hvað með áhrifin fyrir okkur Islendinga af frelsinu á vinnumark- aðnum í Evrópu? Stæðum við ekki frammi fyrir þeim möguleika að vinnuafl frá Suður-Evrópu, eins og Italíu, Spáni, Portúgal og Grikk- landj streymdi hingað í stórum stíl? „Ég spyr á móti. Finnst viðmæl- anda mínum landið og lífskjörin svo fysilegt að það væri líklegt að hing- að streymdi fólk annars staðar að til þess að setjast að á íslandi?“ — Tvímælalaust. „Við höfum ákveðna reynslu af samningum um frjálsan, opinn sam- norrænan vinnumarkað og Dan- mörk þar sem lengi hefur verið mikið atvinnuleysi er eitt þeirra landa. Engu að síður búa um 10 þúsund íslendingar' í Skandinavíu, en sárafáir Skandinavar hafa komið til íslands.“ — Er það samanburðarhæft að bera saman ásókn Norðurlandabúa, sem allir koma frá velferðarríkjum, við það sem tíðkast í mun vanþró- aðri ríkjum Suður-Evrópu, þar sem lífskjör eru miklum mun knappari og fólk sækir þaðan til Norður- Evrópu? „Það er samanburðarhæft vegna þess að hér er um að ræða lönd sem eru skyld að mörgu leyti. Atvinnu- leysi í einu landinu hefur einatt leitt til þess að stórir straumar farand- verkafólks hafa horfið til annarra Norðurlanda. Ég nefni sem dæmi að þegar mest atvinnuleysi var í Finnlandi, streymdu Finnar tug- þúsundum saman til Svíþjóðar. Þegar atvinnuleysi varð á Islandi, 1967 til 68 fóru íslendingar í þús- undatali til annarra Norðurlanda, einkum Svíþjóðar. Þrátt fyrir at- vinnuleysi í Danmörku, hafa Danir ekki streymt hingað. Það er ekki einungis um það eitt að ræða, hvort íslendingar séu til- búnir að ganga að þeim reglum sem gilda innan EB á þessu sviði heldur eru þarna líka takmarkanir. Og sú sem sennilega skiptir ókkur mestu máli er að stjórnvöldum er heimilt að takmarka innflutning fólks af tungumálaástæðum. Það væri því á valdi íslenskra stjórnvalda að segja: „ef þú kannt ekki íslensku getum við neitað þér um að setjast hér að, eða fá hér starf.“ Finnst þér líklegt, út frá þessu skilyrði að Portúgalir, Spánveijar og Grikkir muni leggja það á sig, til að full- nægja þessu skilyrði, að nema íslenska tungu? Ég hygg að það sé alveg ljóst að íslendingar myndu ekki ganga til samninga um það að fallast á grundvallarreglur 'EB í þessum efnum, nema þá með mjög sterkum fyrirvörum og takmörkun- nm “ Formaðurinn gætir hagsmuna allra EFTA-ríkjanna — Skýtur það ekki skökku við að þú sem utanríkisráðherra sért tilbúinn til þess að vera með jafn afdráttarlausa yfirlýsingu og þessa um takmörkun á innflutningi er- lends vinnuafls hingað til lands, á sama tíma og þú neitar að lýsa því yfir að þú útilokir þann möguleika að við seljum útlendingum aðgang að fiskveiðilögsögu okkar — aðgang að því sem við byggjum lífsafkomu okkar á? „Það er ekki á dagskrá að kaupa viðskiptafríðindi fyrir aðgang að fiskimiðum okkar. Nauðsynlegt er að taka fram hvað felst í því að gegna formennskunni í ráðherra- nefnd EFTA. Það færir okkur ís- lendingum út af fyrir sig, engin sérstök völd og formaðurinn hefur fyrst og fremst því hlutverki að gegna, að hafa ásamt og með ráð- inu verkstjórn á hendi, að samræma sjónarmið EFTA-ríkjanna innbyrðis og koma fram út á við gagnvart þriðja aðila sem málsvari EFTA- ríkjanna allra. Formaðurinn verður því að gæta þess að túlka ekki ein- ungis sjónarmið heimalands síns út á við, heldur samkomulag EFTA- ríkjanna allra. Hitt er svo allt annað mál, að í samningaviðræðunum sjálfum, munu samningamenn ís- lands auðvitað halda einarðlega á íslenskum málstað, eins og hann verður mótaður af stjórnvöldum.“ — Nú hafa allir stjómmálaflokk- ar hingað til verið heldur andvígir inngöngu íslands í EB. Skoðanir virðast þó upp á síðkastið vera orðn- ar nokkuð skiptar. Sumir segja þig hættulega opinn gagnvart ÉB, Steingrímur Hermannsson, forsæt- isráðherra varaði í þjóðhátíðarræðu sinni við þessari stefnu, og boðaði einskonar hemlunarstefnu. Það er ljóst að Alþýðubandalagið er ekki meira en svo hlynnt EB, en Þor- steinn Pálsson, formaður Sjálfstæð- isflokksins varaði við því í þjóðhá- tíðarræðu sinni á Eyrarbakka að menn leituðu sér verndar í einangr- un, sem myndi þýða stöðnun og afturför þótt hann hafi síður en svo tekið undir aðild okkar að Evrópu- bandalaginu og vilji sjá hvað setur, að mér skilst. Er ekki augljóst, að hér er um svo skiptar skoðanir að ræða að ólíklegt er að pólitísk sam- staða náist hér á landi um að ísland gerist aðili af samningum EFTA við EB, verði af slíku samkomulagi á annað borð? „Það hættulegasta í þessu máli, er eins og venjulega einföldunin — það að mála þetta ýmist í svörtu eða hvítu. Að telja þetta allt af hinu vonda, nánast landráð, förgun sjálf- stæðis o.s.frv. eða að telja inngöngu í EB nánast patentlausn á öilum vanda. Það hefur enginn stjórn- málaflokkur á íslandi lýst því yfir að hann styðji inngöngu í EB, enda er hún ekki á dagskrá. Það sem er á dagskrá er að nota fríverzlunar- bandalagið EFTA sem sameiginlegt samningatæki við EB til þess að gæta hagsmuna þessara þjóða, ein- mitt vegna þess að innganga er ekki á dagskrá, hvorki hjá íslend- ingum, né neinum af þessum þjóð- um á næstu árum ef Austurríkis- menn eru undanskildir. Hins vegar eru í húfi svo miklir efnahags- hagsmunir að fásinna er að halda því fram að við getum látið þróun mála á meginlandi Evrópu sem vind um eyru þjóta og einangrað okkur frá henni. Það nægir í því sam- bandi að benda á að 80% af út- flutningi okkar, fara á þessa mark- aði eins og ég sagði. Ríkisstjórn sem lokaði augunum fyrir því og að- hefðist ekkert til þess að reyna að tryggja viðskiptakjör okkar á þess- um markaði, væri ekki vandanum vaxin. Eitt það alversta sem gæti gerzt væri að nú uppvektust þjóðemis- draugar, sem eygja hættu í hverju horni — einangmnarsinnar sem byggja fyrst. og fremst á einhverri útlendingafælni. Eða þá á hinn bóg- inn menn með einfaldar gatent- lausnir sem líta á samninga íslend- inga við þetta risavaxna bandalag, sem einhveija allsheijarlausn á þeim vandamálum sem okkur hefur hingað til ekki tekizt að leysa. Það sem er á dagskrá er einfald- lega þetta: Við þurfum að kort- leggja íslenska hagsmuni og gera okkur grein fyrir því hvað það er sem við þurfum að ná fram í samn- ingum, ef af yrði, hvar við þyrftum SJÁ NÆSTU SÍÐU Þol - þakmálning Þekur, verndar og fegrar Þarftu að mála þakið? Þá vantar þig Þol notkun. Þol þakmálningin dregur nafn af þakmálningu frá Málningu hf. Hún er sérstaklega framleidd fyrir bárujárn og aðra utanhússfleti sem þarfnast varanlegrar vamar. Þol er hálfgljáandi alkýð- málning sem er auðveld í einstöku veðrunarþoli sínu og litaúrvalið er fjölbreytt. Þol þakmálningin frá Málningu hf. cr punkmr- inn yfir vel málað hús. — Það segir sig sjálft. o«. vumMS,. Næst þegar þú sérð fallega málað hús - kynntu þér þá hvaðan málningin er imálninghlf - það segir sig sjálft -

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.