Morgunblaðið - 01.07.1989, Page 14

Morgunblaðið - 01.07.1989, Page 14
14 MOltGUNBliAÐJÐ ÍAUGAKDAGUR 1. JÚLÍ 1989 Ferðalangarnir við fararskjótann í Móseldalnum. Kirkjukór og starfsfólk Hvamms- tangakirlqu, ásamt mökum, fóru í ellefu daga ferð til Þýskalands í byijun júní. Félagar í kirkjukómum vora 22, organistinn, Helgi S. Ólafs- son, vár með í för, og.gestur kórs- ins í ferðinni var frú Ingveldur Hjaltested söngkona, en hún starfar hjá söngmálastjóra þjóðkirkjunnar og hefur aðstoðað við raddþjálfun kórsins. Fararstjóri var séra Guðni Þór Ólafsson. Fyrstu dagana var dvalið í ná- grenni Hamborgar í boði safnaðar kirkju Natans Söderblom, sem er lúterskur söfnuður í borginni Rein- bek. Var þar sungið við messur og á safnaðarhátíð og einnig fyrir ís- lendingafélagið í Hamborg. Seinni hluta ferðarinnar var dvalið í sumar- húsilm í Bemkastel í Móseldal og farið í dagsferðir þaðan. Hugmynd að ferðinni kom frá organista við Nathan Söderblom- kirkju, Wolfgang Knut, en hann, ásamt félaga sínum, fór um ísland á sl. sumri og hélt tónleika í mörg- um kirkjum. Dvaldi hann á Melstað hjá séra Guðna nokkra daga. Hann bauð kór Hvammstangakirkju að koma til Reinbek til að taka þátt í hátíðarhöldum fyrstu helgina í júní. Var boði þessu tekið og hafin söfn- un fyrir ferðasjóð, m.a. var seld broddmjólk í Reykjavík, kaffisala var á Vorvöku um páskana og margt fleira. Hópurinn, alls 41 maður, flaug til Lúxemborgar og tók þar rútu, sem flutti hópinn alla ferðina. Kom- ið var til Reinbek undir miðnætti föstudaginn 2. júní. Flestir dvöldu heima hjá safnaðarfólki, sem skipt hafði hópnum milli sín. Tekið var á móti gestunum með kostum og kynj- um og ekkert var of gott fyrir þá. Síðdegis á laugardag söng kórinn við messu hjá kaþólskum í St. Ant- onius-kirkju í Hamborg, en þar hafði Helgi organisti fengið aðstöðu til æfinga sl. sumar. Að lokinni messu og lokasöng kórsins snera prestam- ir sér fram í kirkju og klöppuðu ásamt kirkjugestum. Mun það fátítt í þessari kirkju. Að lokinni messu var Islendingunum boðið til te- drykkju hjá ráðamönnum kirkjunn- ar. Um kvöldið var sungið fyrir ís- lendinga í Poul Gerhards-kirkju, m.a. var framflutt tónverkið „í upp- hafi“, sem Ragnar Björnsson vel- unnari kórsins hafði samið fyrir kórinn í tilefni ferðarinnar. Þar var flutt ýmis önnur tónlist og m.a. söng frú Ingveldur nokkur lög. Að því loknu var farið til heimilis Hilmars Amar Agnarssonar og Hólmfríðar Bjamadóttur, en þau höfðu aðstoðað við skipulag þessa hluta fararinnar. Þar var lagið tekið undir laufskjóli greina. Á sunnudagsmorgun var svo fjöl- skyldumessa hjá gestgjöfunum, með þátttöku ungra og eldri. Skipuðu Islendingarnir þar veglegan sess og var í messulok klappað lof í lófa. Um kvöldið var síðan safnast saman í safnaðarheimilinu, matast og skemmt sér við söng og leik og virtust ólík tungumál ekki há nein- um. Þátttakendum vora m.a. kennd þijú lög, sem sungin vora í keðju- söng, og sungið var um ánægjuíeg samskipti íslendinga og Reinbek- inga. Einnig söng unglingakór safnað- arins, m.a. trúarsöngva, eins konar negrasálma, sem nú era mjög vin- sælir þar. Einnig sungu þau á íslensku sálminn „Heyr himna smið- ur“. Kórinn mun koma til íslands í sumar. Var þetta allt hin besta skemmt- un. Á mánudag skoðaði hópurinn Hamborg og um hádegið var farið í kirkju St. Michaelis, sem er stærsta kirkja Hamborgar. Þar gafst kóm- um kostur á að taka þátt í hádegist- ónleikum, sem haldnir eru þar reglu- lega. Söng kórinn þar tvö lög við góðar undirtektir. Að morgni þriðjudags var ekið af stað til Bernkastel í Móseldal, en þar skyldi dvelja í eina viku. Búið var í sumarhúsum, þrír til sex í íbúð, á mjög vistlegum stað. Þaðan var svo ekið í dagsferðir um ná- grannabyggðimar. Á miðvikudag var farin skoðunar- ferð um Köln. Leiðsögn séra Guðna um dómkirkjuna var mjög áhrifarík og fróðleg. Á leiðinni til Kölnar var komið í Fantasialand við borgina Briihl, en það er mjög stór skemmti- garður. Fóra þar nokkrir í renni- brautir og sviftæki, en flestir létu sér nægja að rölta um og skoða. í heimleiðinni var komið við hjá vínbónda, sem reyndist vera greifi, enda hinn hressasti. Dvalið var í kjallara greifabóndans í um tvo tíma, þar sem fræðst var um leynd- ardóma víngerðar, allt frá umhirðu plöntunnar til þess að hellt er í staupið. Kallaði bóndi vínið sitt „engladropa“, trúlega til að þókn- ast presti okkar, sem túlkaði fræðin af snilld. Auðvitað var lagið tekið, enda gestimir búnir að bragða á mörgum tegundum. Hirðskáld hópsins dró fræðin saman í stökur: Eðalvín á ýmsa lund, okkur var á borðin fært, ilminn kanna enn um stund og svo gá að, hvort sé tært. Svolítið má súpa á glasi, sötra vel og smjatta á, virðuleg svo verði í fasi, viskulegur maður masi, svo vitið ekki viki frá. Á fimmtudag var farið til Trier, sem er þekkt fyrir hagstæðar versl- anir, sem ýmsir notfærðu sér ríflega, en nokkur hópur fór í skoð- unarferð um borgina sér til óbland- innar ánægju. Á föstudag var ekið til Koblenz og skoðað og verslað. í leiðinni var skoðaður Marburg-kastalinn, sem stendur skammt frá borginni. Kast- alinn er í notkun og hinn reisuleg- asti. Óhugnanlegt var þó að sjá safn pyntingatækja, sem húsbænd- ur þar á bænum h'afa notað á öldum áður. Laugardagurinn fór í siglingu á Rín. Siglt var með stórri feiju og þegar farið var hjá Lorelei-klettin- um sungu kórinn og Ingveldur lagið um Lorelei, bæði á þýsku og íslensku. Siglingin endaði í bænum Riidesheim, sem flestir Rínarfarar þekkja af glaum og gleði. Farið var með kláfum upp að styttu vemdar- gyðju svæðisins og síðan var borðað á vistlegum stað í bænum. Sungið var og dansað, þótt aðeins væri rúmlega miður dagur. Þegar heim var komið var kátína fólks allnokk- ur, m.a. þurfti að reyna nýjan gítar og syngja. Olli þetta nokkra fjaðra- foki hjá nágrönnum í þorpinu. Sunnudagurinn var hvíldardagur, nokkrir fóru til kirkju, en aðrir hvíldust. HÓImfríður Bjamadóttir, skáld hópsins, og reyndar hálfur meðhjálpari, notaði tímann til að setja kveðskap ferðarinnar saman í drápu, sem hún flutti síðan á mánu- dag, á leið til Lúxemborgar. Þá kom vísa, sem félögunum líkaði vel: Söngur ómar sætlega, seiðir presta kaþólska. Förum aftur fljótlega að finna aðra söngelska. Heim var flogið síðdegis á mánu- dag, fararskjótinn og hið gestrisna land kvatt með nokkrum trega. Ferðin hafði öll gengið að óskum, en allir þó tilbúnir að halda heim á leið, minnugir hins fomkveðna „að heima er best“. Karl „ Alverst að hér upp- vektust þjóðernisdraugar og „patentlausnarmenn““ að setja fyrirvara og reyna síðan að ná sem bestum árangri. Eigum mikið í húfi Við eigum meira í húfi en flestar aðrar þjóðir að tryggja hagsmuni okkar á erlendum mörkuðum, vegna þess að við byggjum afkomu okkar á útflutningi og lífskjör okk- ar á innflutningi sem fæst fyr>r þennan útflutning. Viðskiptakjör á þessum mörkuðum, skipta sköpum í helsta verkefni þjóðarinnar í utan- ríkismálum á íslandi á þessum miss- erum.“ — En^hvað með afstöðu EB til EFTA? Áttu von á því að ef af samningaviðræðum yrði gengi allt fljótt og lipurlega fyrir sig? „Þetta er vægast sagt nokkurri óvissu undirorpið. Það er alveg skýrt hver afstaða framkvæmda- stjómar Evrópubandalagsins í Brassel er. Frumkvöðullinn að þessu viðræðuferli var Delors, for- seti framkvæmdastjómarinnar, sem er æðsti embættismaður EB. Það hefur þegar komið fram að af hálfu EB er gengið hart eftir því að EFTA tali einni röddu, að EFTA-ríkin samræmi sjónarmið sín, að EFTA verði styrkt sem samningatæki og að EFTA verði reiðubúið til þess að setja upp sam- eiginlegan dómstól til að útkljá deilumál. Evrópubandalagið hefur þá samningsstöðu að geta sagt að það sé prófsteinn á framhald máls- ins, hvort EFTA-ríkin era reiðubúin að samþykkja „frelsin fjögur", eða hið „ljóreina frelsi“. En það merkir það ástand sem er þegar lögbundið Jacques Delors, formaður fram- kvæmdastjómar Evrópubanda- lagsins, æðsti embættismaður EB. eða samþykkt innan ríkja Evrópu- bandalagsins, að því er varðar „frelsin íjögur“. Þótt það sé jafn- framt tekið fram að umfram það að samþykktar séu meginreglur, þá hljóti samningamir auðvitað að snúast um fyrirvara eða undan- þágutilvik fyrir einstök ríki, ef slíkar óskir kæmu fram. Evrópubandalagið hefur rekið á eftir því að þetta gangi hratt fyrir sig, því tímaáætlunin er fyrst og Höfuðstöðvar EFTA í Genf. fremst undan þeirra rifjum rannin. Þær raddir hafa heyrzt að fram- kvæmdastjómin gangi þama fram af meiri ákefð, en einstök ríki EB era ásátt um. Yfírleitt hefur verið talið að ríkisstjórnir Dana, Vestur- Þjóðveija, Breta og trúlega Hol- lendinga vilji helst setja viðræður við EFTA á oddinn . Hins vegar þætti Suður-Evrópuþjóðunum sem þarna væri í of mikið ráðizt og þess hefur jafnvel gætt að þær hafi óttazt að þetta yrði til þess að samranaþróunin gengi ekki nægi- lega greiðlega fyrir sig, að því er þær varðar. Yfirleitt hefur verið lit- ið svo á að Frakkar kæmu fram sem forystuþjóð Suður-Evrópu. Þess vegna var það að fundurinn með Michael Rocard, forsætisráð- herra Frakka í Stokkhólmi var sér- lega mikilvægur. Hann sagði að Frakkar myndu setja viðræðumar við EFTA á oddinn, en með ákveðn- um fyrirvöram um að ekki væri hægt að vænta þess að samningam- ir við EFTA gengju hraðar fyrir sig en samkomulag EB-ríkjanna leyfði. Það er ekkert launungarmál að erf- iðleikarnir innan EB eru mikilr varðandi ýmis stórmál." EFTA sterk viðskiptaheild — En era EFTA-ríkin sex í sam- anburði við EB-ríkin tólf ekki held- ur lítill markaður, þannig að áhugi á auknum viðskiptum við EB, sé fremur undan þeirra rifjum ranninn en EB? „Stundum er talað í nokkram hálfkæringi um þessi sex smáríki, EFTA-ríkin, og gert lítið úr þeim í samanburði við hinn nýja Evrópu- risa tólfríkjanna: 30 milljónir innan EFTA, en 330 milljónir innan EB. En þegar Iitið er á efnahagsleg styrkleikahlutföll, kemur annað á daginn: EFTA-ríkin sex era mjög sterk viðskiptaheild. Það sézt best á því að utanríkisverzlun EB við EFTA er talsvert meiri en EB við Bandaríkin, og mun meiri en utan- ríkisverzlun EB við Japan og alla Austur-Evrópu til samans. Reyndar er hún um 23% af heildarutanríkis- viðskiptum Evrópubandalagsins. Þetta sýnir svo ekki verður um villzt, að Evrópubandalagið á auð- vitað mikilla hagsmuna að gæta í samningum við EFTA.“ — Nú þegar þú tekur við for- mennskunni, hvað er þá framund- an? Tugir fiinda framundan „Þetta starf er nú í miðjum klíðum. Núna síðustu 10 dagana í júní, hafa verið vinnufundir, sem hafa tekið nokkra daga, hjá öllum starfshópunum. í framhaldi af þeim hefjast fljótlega sameiginlegir fund- ir vinnuhópanna með fulltrúum EB. Það fer að líða að því að ríkisstjóm- ir EFTA-landanna þurfí að gefa samningamönnum umboð og ákveða hversu langt þeir megi ganga á hveiju sviði og hvaða fyrir- vara þær kunni að gera um einstök atriði, ef þurfa þykir. Ég kem til með að þurfa að sitja á milli 20 og 30 fundi á næstu sex mánuðum sem hafa þegar verið skipulagðir. Langflestir þeirra verða í Brassel og Genf, en auk þess er til þess ætlazt að formaður- inn heimsæki reglulega á formanns- tímabilinu höfuðborgir allra EFTA-ríkjanna. Fundafár og pappírsflóð virðist því nánast enda- laust framundan. Þetta starf mitt verður þessa sex mánuði meginvið- fangsefni mitt. Því hefur það komið til álita að ég kveðji til staðgengil í utanríkisráðuneytið þennan tíma, til þess að sinna öðram verkefnum utanríkisráðherra, en engin ákvörð- un hefur verið tekin um það enn.“ Viðtal Agnes Bragadóttir

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.