Morgunblaðið - 01.07.1989, Side 16

Morgunblaðið - 01.07.1989, Side 16
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. JÚLÍ 1989 Samkomugestir í 50 ára afmælishófi Veiðifélags Miðfirðinga í Ásbyrgi. hrogn í árbotninn og hafa þær að- gerðir skilað góðum áragngri. Þetta starf hefur verið unnið í tengslum við umfangsmiklar rannsóknir á svæðinu, sem Norðurlandsdeild Veiðimálastofnar undir stjóm dr. Tuma Tómassonar hefur annast fyrir veiðifélagið. Þannig hafa verið kannaðar heimtur laxa úr sjó, að hve miklu leyti þær sveiflast milli ára og hvar sé að leita skýringa á þessum sveiflum, í þáttum á landi eða þáttum í sjó eða hvort tveggja. Þessar rannsóknir hafa notið styrks frá Rannsóknarráði ríkisins. Auk þess hefur verið fast veiðieftirlit með ánum og nágrenni þeirra í sjó. Morgunblaðið/Rafn HafnQörð Á myndinni sést þegar Böðvar Sigvaldason, formaður (t.v. á mynd- inni) tekur við fundarhamri að gjöf til veiðifélagsins frá Benedikt Guðmundssyni, fyrrv. formanni VM. „Síðan hlóð þetta utan á sig. Það kom fljótlega í ljós, að eftirspurn eftir veiðileyfiim varð meiri en hægt var að anna, bæði frá íslenskum og erlendum veiðimönn- um.“ ins að byija þetta sölustarf, þar sem félagið átti engan fastan viðskipta- vin. Margir hefðu spáð illa fyrir þessari sölustarfsemi á vegum fé- lagsins sjálfs og töldu hana algjör- lega vonlausa. Menn spurðu: Hvemig geta bændur búsettir úti á landi og úti í sveit selt veiðileyfi í Reykjavík og víðar um land? Þessar umræður voru því kannski ekki uppörvandi fyrir forystumenn VM, en þeir voru ákveðnir í að gera til- raunina og sjá hvemig til tækist. Böðvar sagði að fyrsta árið hefði sölunýting verið um 80%, og félag- ið skaðaðist því ekki á þessu, og næsta ár varð mun auðveldara. Síðan hlóð þetta utan á sig. Það kom fljótlega í ljós, að eftirspum eftir veiðileyfum varð meiri en hægt var að anna, bæði frá íslenskum og erlendum veiðimönnum. Þetta á sérstaklega við þegar vel veiðist, en breytist vemlega þegar veiðin verður minni. Ræktunarmálin Á vatnasvæði Miðfjarðarár hefur verið unnið að fiskrækt á hefð- bundinn hátt, fyrst með klakastarf- semi í tengslum við gamalt klak- hús, síðar með sleppingu stærri seiða og loks gönguseiða þegar þau komu til sögunnar. Þá varð félagið aðili að stofnun laxeldisstöðvarinn- ar Hólalax hf., þar sem það er 10% hluthafi. Frá því að Hólalax hóf starf hefur hrognum úr Miðíjarðar- ám verið klakið út þar og alin og sleppt í vatnasvæðið aftur, bæði á göngusvæði laxins og ofan ófisk- gengra fossa. Unnið er að athugun á gerð fisk- vegar um Kabsfoss í Austurá. Á seinni áram hafa verið grafin Telquöflun og byggðastyrking Böðvar Sigvaldason upplýsir, að tekjur af veiðihlunnindum í Miðfirði skipti verulega miklu máli í byggð- arlaginu, bæði heima á bændabýl- unum, sem nytu arðsins, og einnig í sameiginlegum sjóði, sveitarsjóði, sem tekur útsvar og fasteignagjöld af þessum hlunnindum sem öðrum tekjum þegnanna. Árið 1987 hafi veiðifélagið greitt í arð til félags- manna sinna rúmlega 11 millj. króna. Á þessu ári var meðalinnlegg á dilk rúml. 4 þús. krónur og jafn- gildi það því að veiðifélagið hafi greitt til félagsmanna sinna 2.822 dilksverð, sem um 40 jarðir njóta. Stjórn Fyrsti formaður VM var Friðrik Arinbjarnarson, Stóra-Ósi til 1948, þá Benedikt Guðmundsson, Staðar- bakka, sem átti sæti í stjóm í 35 ár og þar af formaður í 25 ár eða 1973. að núverandi formaður tók við. I stjóm veiðifélagsins era nú: Böðvar Sigvaldason, Barði, formað- ur, Rafn Benediktsson, Staðar- bakka, Ásmundur Smári Valdi-' marsson, Torfastöðum, Sigvaldi Siguijónsson, Urriðaá og Þorsteinn Helgason, Fosshóli. Höfundur er fulltrúi hjá stjórn Landssambands veiðifélaga. Morgunblaðið/Rafn Hafnfjörð Veiðifélag Mið- firðinga 50 ára eftirEinar Hannesson Á síðastliðnum vetri héldu veiði- eigendur við MiðQarðará í Húna- vatnssýslu upp á 50 ára afmæli. samtaka sinna með veglegu sam- sæti í félagsheimilinu Ásbyrgi. Þar var samankomið um 140 manns, félagsmenn og gestir. Böðvar Sig- valdason, formaður Veiðifélags Miðfirðinga flutti þar ræðu og sömuleiðis Benedikt Guðmundsson, Staðarbakka, fyrrv. formaður fé- lagsins, sem rakti aðdraganda að stofnun félagsins og sögu fyrri ára, auk þess sem gestir ávörpuðu sam- sætið og færðu félaginu gjafir. Fé- lagið gaf félagsheimilinu Ásbyrgi í tilefni afmælisins vandað ræðupúlt, útskorið af Halldóri Sigurðssyni frá Miðhúsum. 40jarðir Innan vébanda veiðifélagsins era um 40 jarðir, en félagið tekur yfir vátnakerfi Miðijarðarár, sem gegnt er sjógengum laxi og silungi. Auk höfuðárinnar eru á kerfínu þijár ár; Austurá, Núpsá og Vesturá, sem allar falla úr stöðuvötnum á heiðum uppi. Vatnasviðið er 790 km2. Lengd Miðfjarðarár er 15 km og öll áin laxgeng, Austurá sem á upptök í Amarvatni stóra er 41 km að lengd en laxgeng 12 km, að Kambsfossi, Núpsá á upptök í Kvíslavötnum á Tvídægra, er 22 km, en laxgeng 19 km og Vesturá, sem á efstu drög f Hólmavatni á Amarvatnsheiði, er 3 km að lengd, en laxgeng 27 km að Hymufossum. Veiðisvæði ánna er því um 73 km að lengd. Umbætur við fossa sem greiddi fýrir fiskför vora gerðar 1941 í Kistufossum, Kollafossi og Hlíðarfossi í Vesturá. Og bætt var um betur í Hlíðarfossi 1965, svo að hann varð fær laxi. Tryggja hagkvæmastan afrakstur Sem fyrr greinir hefur Veiðifélag Miðfírðinga starfað í rúmlega 50 ár, því það var stofnað 27. nóvem- ber 1938 í þeim tilgangi að vinna að fískrækt og að leggja niður neta- veiði, en taka þess í stað upp veiðar á félagslegum grandvelli og þá helst stangaveiði. Árið 1932 höfðu verið sett lög um lax- og silungsveiði og samkvæmt þeim hafði friðun verið aukin og kveðið var svo á í þeim um stofnun fískræktar- og veiðifé- laga. Böðvar Sigvaldason sagði í ræðu sinni, að „á þessum tíma hefði veiðin verið sótt af miklu kappi og mesta möguleika höfðu þeir sem bjuggu næst ós árinnar, og vora þar nálægt mestu veiðijarðimar hvað laxveiði snerti. Þessi harða sókn varð tl þess að margir hefðu óttast ofveiði og að uppeldismögu- leikar árinnar yrðu ekki nýttir sem skyldi, og jafnvel svo að veiðin gæti gengið til þurrðar, og vildu með félagsstofnun tryggja sem best örugga veiði og sem hagkvæmastan afrakstur hennar.“ Leigumálin Veiðifélagið gerði á fyrsta ári leigusamning við enska aðila sem ætluðu að nýta ána til stangveiði. Þetta var tíu ára samningur með 400 sterlingspunda ársleigu, en fyrsta árið átti aðeins að vera til reynslu, og þá greiða aðeins 300 sterlingspund og ársleiga í íslensk- um krónum fyrir þetta fyrsta ár 1939 var kr. 8:100. Verð á laxi var þá um tvær krónur kílógrammið. En vegna heimsstyijaldarinnar sem hófst 1939 varð ekki um framhald þessa samnings við Englendinga og féll hann úr gildi. Þá var tekið til þess bragðs að veiða í net á félagslegum grand- velli 1940 og 1941. En árið 1942 var gerður leigusamningur við Sig- bjöm Ármann og félaga sem gilti til ársins 1951. Þessir aðilar reistu veiðihús, um 100 m2 að flatarmáli, sem staðsett var við Vesturá. En fram að þessum tíma höfðu veiði- menn dvalist á sveitaheimilum. Frá 1952 til 1974 höfðu ýmsir aðilar, stángaveiðifélög og aðrir, svæðið á leigu um skemmri tíma í senn. En frá þeim tíma til þessa dags hefur félagið sjálft annast um sölu veiðileyfa og annan rekstur. Árið 1964 var tekið í notkun veiði- hús, 180 m2 að flatarmáli, sem leigutaki hafði byggt samkvæmt samningi. Og 1974 reisti veiðifélag- ið viðbót við eldra húsnæði, 300 m2 að flatarmáli. Þessi bygging var mjög vel úr garði gerð og sem dæmi um það má nefna að 15 áram síðar þjónar hún ennþá þeim kröf- um sem veiðimenn gera til veiði- húss við eina bestu laxveiðiá lands- ins. Útleiga í eigin hendur Böðvar Sigvaldason sagði að Veiðifélag Miðfírðinga hafí reynt ýmsar aðferðir við útleigu árinnar og hafl þær gefíst misjafnlega, stundum vel og í annan tíma mið- ur. Oftast var vatnasvæðið boðið út og tekið tilboði hæstbjóðanda til misjafnlega margra ára, en stund- um vora samningar framlengdir án útboðs. Á almennum fundi í félag- inu 1974 var stjóm félagsins falið að sjá um sölu á veiðileyfum og rekstur veiðihússins næsta veið- itímabil. Þama má segja að hafí orðið stefnubreyting í rekstri fé- lagsins. Og árið 1975 sendi félagið út sína fyrstu verðskrá og frá þess- um tíma allt til þessa hefur félagið sjálft annast þessi mál. Vissulega má viðurkenna að það hafi verið erfitt fyrir stjóm félags- Ofbeldi í barna- eftii sjónvarpsins eftir Benedikt Jóhannsson í nútíma þjóðfélagi sinna mun fleirí uppeldi bama en nánasta fjöl- skylda þeirra. Sjónvarpið er í raun einn þessara aðila. Kannski má segja að það hafí að einhveiju leiti komið í stað ömmunnar sem sagði bömunum sögur og söng fyrir þau, og oft una börnin sér heilluð fyrir framan sjónvarpið. Forráðamenn sjónvarps hér á landi virðast í aukn- um mæli hafa gert sér grein fyrir áhrifamætti sjónvarps í lífí barna. Bamaefni hefur verið stóraukið, og áhersla lögð á að það sé á íslensku í málvemdunarskyni. Einnig er bamaefnið oft á hentugum tíma síðdegis, þegar foreldrar era upp- teknir við matargerð og þægilegt að bömin geti um stund unað sér við sjónvarpið. Sjálfur hef ég undanfarið kynnst bamaefni sjónvarpsins gegnum son minn ungan að árum. Mér hefur þótt íslenska efnið skemmtilegt og vel unnuð, einkum þó í vetur. Mikið er um erlendar teiknimyndir í barnaefninu, og sýnast mér þær vægast sagt misjafnar að gæðum. Stundum hefur sonur mirm hörfað skelkaður frá tækinu, og þegar nánar er að gætt hefur þá komið í ljós að ofbeldisatriði era á skjánum. Einkum virðast mér amerískar teiknimyndir ofbeldiskenndar. Nú með sumrinu hefur þó alveg Benedikt Jóhannsson keyrt um þverbak varðandi ofbeldi í bamatímum sjónvarpsins, enda hefur amerískum teiknimyndum fjölgað. Sumar þessara mynda ganga að því er virðist ekki út á annað en ofbeldi. Aðalpersónumar era í sífellu að finna upp nýja klæki „Mér fínnst tími til kom- inn að þeir sem bera ábyrgð á barnaeftii sjónvarpsins staldri við og hugi að fleiru en verndun íslenskrar tungu. Ekki er síður mikilvægt að vernda barnshugann. Huga verður betur að uppeld- isgildi þess efhis sem boðið er upp á.“ til að klekkja á andstæðingum sínum. í stuttri mynd er andstæð- ingnum jafnvel margsinnis komið fyrir kattarnef. Eins og í Valhöll forðum rís hann þó sífellt úr valn- um, til þess eins að vera veginn á ný, enda virðist skemmtunin felast í því. Þó held ég að framganga forfeðra okkar í Valhöll hafi verið ólíkt drengilegri en margra amer- ískra teiknimyndahetja, sem ekkert virðist heilagt annað en að ná sér niður á andstæðingnum. Mér fínnst tími til kominn að þeir sem bera ábyrgð á bamaefni sjónvarpsins staldri við og hugi að fleiru en verndun íslenskrar tungu.' Ekki er síður mikilvægt að vernda bamshugann. Huga verður betur að uppeldisgildi þess efnis sem boð- ið er upp á. Það eru bæði'gömul sannindi og ný að „það læra börnin sem fyrir þeim er haft“, en það að sjá eitthvað á kvikmynd eða í sjón- varpi kemur næst því að verða vitni að atburði af eigin raun. Ég tel að bæði vel og lengi megi án árangurs leita að uppeldislegu gildi í því ofbeldisefni sem nú er á boðstólum fyrir böm í sjónvarpinu, enda umræddar myndir ekki gerðar með slíkt í huga. Þær era fyrst og fremst söluvara, gerðartil að græða peninga. Ég fyrir mitt leiti kaupi þær hinsvegar ekki, og hef nú oft- ast slökkt á bamaefni sjónvarpsins. Höfundur er sálfræðingur.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.