Morgunblaðið - 01.07.1989, Side 19

Morgunblaðið - 01.07.1989, Side 19
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. JÚLÍ 1989 19 100 launahæstu starfsmenn hins opinbera: Arstekjur á síðast- liðnu ári frá 2,9 upp í 3,6 milljónir „ A allt eins von á þetta komi til kasta tölvuneftidar,“ segir Þorgeir Orlygsson, formaður tölvunefndar Á LISTA sem fjármálaráðuneytið hefur tekið saman um tekjuhæstu starfsmenn ríkisins á síðastliðnu ári, kemur fram að 6 skrifstofusijór- ar, einn framhaldsskólakennari, 2 sendiherrar, 7 ráðuneytissO'órar og fyrrveeradi efiiahagsráðgjafi ríkissfjórnarinnar skipa þar fimm efstu sætin með árslaun í fyrra frá 3,3 milljónum króna upp í tæpar 3,6 milljónir króna. Þetta jafiigildir því að mánaðarlaun þessara manna hafa verið frá 276 þúsund krónur upp í 297 þúsund krónur í fyrra. Ólafur Ragnar Grímsson, fjár- málaráðherra sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að aðhald og eftirlit með yfirvinnu starfsmanna ríkisins væri mikið nú, „enda eru þetta tölur fyrir árið 1988,“ sagði ráðherra. Aðspurður um það hvort það samræmdist tölvulögunum að birta svona upplýsingar, þar sem þær í mörgum tilvikum jafngiltu nafn- birtingn, sagði fjármálaráðherra: „Við teljum þetta ekki vera nafn- birtingar.“ Þorgeir Örlygsson, formaður tölvunefndar var spurður hvort birt- ing þessara upplýsinga samræmdist tölvulögunum: „Ég á allt eins von á því að þetta mál geti komið til kasta tölvunefndar, og vil því ekki á þessu stigi taka af skarið um lög- mæti þessa. Tölvulögin vernda upp- lýsingar um einkamálefni og fjár- hagsmál manna. Laun og launakjör geta tvímælalaust fallið undir hug- takið fjárhagsmálefni í skilningi laganna, en mér sýnist í þessu til- viki að hér geti verið um opinberar upplýsingar að ræða. Ástæðan er sú að laun þessara manna eru ákveðin meðal annars með Kjara- dómi, sem er ávallt birtur meðal annars í fjölmiðlum. Ég held því Guðmundur Jónsson, arkítekt: Verðlaunaður í norrænni sam- keppni um raðhús GUÐMUNDUR Jonsson, arkí- tekt, var 1 gær verðlaunaður fyr- ir tillögur sínar í samkeppni um raðhús, sem haldin var í tengsl- um við norræna hönnunarsýn- ingn, Nordform 90, sem verður í Malmö í Svíþjóð á næsta ári. Um 250 arkítektar frá öllum Norðurlöndunum tóku þátt í keppninni, þar af 10 Islendingar. í dómnefndinni átti sæti einn arkítekt frá hveiju landi og var Mannfreð Vilhjálmsson fúlltrúi íslands. Auk verðlaunatillagn- anna verða keyptar nokkrar aðr- ar, þar á meðal tillaga Baldurs O. Svavarssonar, arkítekts. ^Verðlaun voru veitt fyrir bestu tillöguna frá hveiju landi og var Guðmundur valin úr hópi íslensku þátttakendanna. Að sögn Guðmundar höfðu arkí- tektarnir mjög fijálsar hendur í keppninni; breidd hússins átti að vera 7,20 metrar en lengd þess og hæð var fijáls. Lýsa átti möguleik- um raðhúsa til að fullnægja hinum margvíslegu þörfum tíunda áratug- arins. Einnig var ætlast til, að hús- in endurspegluðu hefðir og aðstæð- ur í hveiju landinu fyrir sig. Tillaga Guðmundar gerir ráð fyr- ir tveggja hæða húsi með hvelfdu álþaki. Steyptir veggirnir eru þykk- Guðmundur Jónsson, arkítekt. ir og burðarbitar úr stáli sýnilegir. í hveiju húsi er „vetrargarður“, með glerþaki. Guðmundur telur til- lögu sína raunhæfa en byggingar- kostnaður hafi ekki enn verið reikn- aður út. Reisa á hús eftir tillögu hans í Malmö fyrir sýninguna þar á næsta ári og segist hann einnig hafa mikinn áhuga á að byggja svona hús hér á Iandi. að um þetta tilvik kunni að gæta um sérsjónarmiða. Menn í störfum fyrir hið opinbera mega búast við því að launakjör þeirra séu ekki slíkt einkamál þeirra, sem ella væri.“ Aðrir á lista fjármálaráðherra eru prófessorar, yfirlæknar, sjúkra- hússlæknar, yfirmenn ríkisstofn- ana, flugumferðarstjórar, flugvirkj- ar, flugstjórar, yfirverkfræðing- ar/tæknifræðingar, yfirmenn lög- gæslu og dómarar,.forseti íslands, fyrrverandi forsætisráðherra, al- þingismaður sem jafnframt var háskólakennar og aðstoðarskóla- meistari. Árslaun þessara manna voru í fyrra á bilinu 2,9 milljónir upp í 3,3 milljónir, þannig að mán- aðarlaun þeirra voru frá 242 þús- undum króna upp í 276 þúsund krónur. © INNLENT 1.500 MIIUÓNIR KRÓNA RENNA í VASA KJÖRBÓKAREIGENDA UMMÁNADAMÓHN í FORMI VAXTA 0GVERDBÓTA o Rétt einu sinni hafa Kjörbókareigendur ríkulega ástæðu til að gleðjast. Nú um mánaðamótin leggst hvorki meira né minna en einn og hálfur milljarður króna í formi vaxta og verðbóta við innstæður Kjörbóka. En það er ekki allt talið enn: Standi innstæða á Kjörbók lengur en 16 mánuði reiknast afturvirk hækkun á vexti, og síðan aftur eftir 24 mánuði. Samkvæmt nýjum lögum um verðtryggingu verða bankarnirnú að breyta ákvæðum skiptikjarareikninga að hluta. Pað er gert á þann veg að verðtryggingar- viðmiðunin gildir fyrir þann hluta innstæðu sem stendur óhreyfður heilt samanburðartímabil. Næsta samanburðartímabil er frá 1. júlí til 31. desember. Kjörbók Landsbankans, kjörín leið til sparnaðar. Landsbanki íslands Banki allra landsmanna

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.