Morgunblaðið - 01.07.1989, Page 20

Morgunblaðið - 01.07.1989, Page 20
Nikaragva: Ortega deilirút jörðum Managva. Reuter. DANIEL Ortega, forseti Nikaragva, segist ætla að halda áfram að fá bændum jarðir til eignar uns allir bænd- ur í landinu búi á eigin jörðum. Ortega afhenti á miðvikudag 440 bændafjölskyldum afsals- bréf fyrir jörðum sem þær hafa búið á frá því bylting var gerð í landinu árið 1979. Þá komust sandinistar til valda og gerðu upptækt mikið af landi sem Somoza, fyrrum ein- valdur landsins, og stuðnings- menn hans höfðu átt. Stjóm- völd í Nikaragva halda því fram að síðan þá hafi einni milljón hektara lands verið úthlutað á nýjan leik. Danmörk: Svíar smygla flóttamönnum Kaupmannahöfn. Reuter. TVEIR Svíar vora nýlega handteknir í Danmörku fyrir að reyna að smygla írana, ír- aka og Palestínumanni yfir landamæri Véstur-Þýskalands og Danmerkur. Svíamir földu flóttamennina í farangurs- geymslu bifreiða sinna þar sem danskir landamæraverðir fundu þá. Svíamir tveir, karl og kona, verða ákærð í Dan- mörku en flóttamennimir vora sendir aftur til Þýskalands. Að sögn sænska útvarpsins bjóða samtök írana í Svíþjóð fólki allt að 10.000 sænskum krónum (88.000 ísl. krónum) fyrir að smygla írönum frá V.-Þýskalandi til Svíþjóðar. Rushdie kynni að verða fyrir- gefið Bakú í Azerbajdzhan. Daily Telegraph. ANNAR helsti trúarleiðtogi múslima í Sovétríkjunum, Pashazade, telur að dauða- dómi yfir rithöfundinum Sal- man Rushdie kynni að verða breytt ef hann iðrast. Það gæti hann gert ef haldin yrðu yfir honum íslömsk réttarhöld í einhveiju öðra landi en Iran. Pashazade segir að samkvæmt kenningum Múhammeðs megi fyrirgefa Rushdie og að hann eigi að fá tækifæri til að verja sig. Hann segist samt vera sáttur við dauðadóminn við núverandi aðstæður. Afganistan: Bandaríkin styðja skæru- liða áfram .s.'amabad. Reuter. Sendifulltrúi Bandaríkjanna hjá afgönskum uppreisnar- mönnum, Peter Tomsen, sagði á fimmtudag að Bandaríkja- menn myndu ekki fallast á til- boð Sovétmanna um að bæði ríkin hættu vopnasendingum til Afganistans. Sovétmenn segjast ætla að leggja fram slíka tillögu í viðræðum stór- veldanna í lok júlí. Tomsen benti á að Bandaríkjamenn hefðu áður lagt fram svipaða tilllögu, sem Sovétmenn hefðu hafnað, en nú, þegar þeir hefðu komið miklum vopna- sendingum til stjórnar Naji- bullah í Kabúl, kæmi þetta til- boð fram. Hann sagði að að- stoð við afganska uppreisnar- menn yrði haldið áfram. Liðsmenn Action Directe dæmdir í lífs- tíðar fangelsi Lyon. Reuter. ÞRÍR af æðstu mönnum frönsku hryðjuverkamannasamtakanna Action Directe voru dæmdir i lífstíðar fangelsi á fimmtudag fyrir morð, sprengjutilræði og rán. Sautján liðsmenn samtak- anna hlutu styttri dóma. Það tók kviðdóm sjö stundir að úrskurða refsingu hryðjuverka- mannanna. Andre Olivier, einn af stofnendum Action Directe, og sprengjusérfræðingurinn Máx Fre- rot hlutu lífstíðar dóm. Hvorugur getur átt von á náðun fyrr en eftir 18 ára fangelsisvist. Félagi þeirra Emile Ballandras var einnig dæmd- ur í fangelsi til Iífstíðar og getur fyrst sótt um náðun eftir 16 ára vist. Tveir aðrir af hættulegustu varmennum samtakanna, Joella Crepet og Bernard Blanc, voru dæmd í 18 og 20 ára fangelsi. Fimmtán „undirmenn“ í Lyon-deild Action Directe, voru dæmdir til skemmri fangelsisvistar. Lyon-deild Action Directe er tal- in bera ábyrgð á þremur morðum og 30 bankaránum á áranum 1980-86. Réttarhöldin yfir liðs- mönnum samtakanna fóra fram í sama réttarsal og rétturinn yfir þýska stríðsglæpamanninum Klaus Barbie var haldinn í. Kína: Viðurkenna að 200 borgarar hafi látist Peking og Ottowa. Reuter. ZHAO Ziyang, fyrrum formaður kínverska kommúnistaflokksins, hefiir verið sviptur siðustu tignarstöðu sinni sem varaformaður hermálaráðs ríkisins. Kínversk stjórnvöld hafa nú viðurkennt að yfir 200 borgarar hafi látið lífið þegar herinn bældi niður mótmæli námsmanna á Torgi hins himneska friðar í byrjun júní. Kanadísk sljórnvöld hafa ákveðið að grípa til refsiaðgerða til að mótmæla aðför kínverskra sljórnvalda að almenningi. Zhao Ziyang var sviptur embætti varaformanns hermálaráðs ríkisins á þingnefndarfundi í gær að fram- kvæði Dengs Xiaopings Kínaleið- toga. Búist er við að Jiang Zemin, hinn nýi formaður kínverska komm- únistaflokksins, taki við embættinu. Miðstjóm kommúnistaflokksins svipti Zhao Ziyang öllum öðram embættum á fundi sínum síðasta laugardag. Kínversk stjórnvöld hafa nú viður- kennt að yfir 200 almennir borgarar hafi látið lífið þegar mótmæli náms- manna voru bæld niður með hervaldi í byrjun júní. Borgarstjóri Peking, Chen Xitong, skýrði háttsettum kínverskum þingmönnum frá því að 36 námsmenn og nokkrir læknar hefðu látið lífið. Einnig hefðu 3000 almennir borgarar særst þegar skrið- drekar óku inn á Torg hins himneska friðar til að bijóta mótmæli náms- manna á bak aftur. Sumir þeirra sem slösuðust hefðu verið uppreisnar- menn sem hefðu átt það skilið, en aðrir hefðu meiðst fyrir slysni og einnig hefði verið nokkuð um að læknar og aðrir, sem voru að gegna skyldustörfum, hefðu slasast. Kanadastjórn hefur ákveðið að hætta stuðningi við þijú þróunar- verkefni sem vora fyrirhuguð í Kína. Það er gert til að mótmæla aðför kínverskra stjórvalda að mótmælend- um í Peking. Kanadamenn hafa einn- ig frestað undirritun nokkurra samn- inga milli ríkjanna og diplómatísk samskipti við Kínveija liggja áfram niðri. Utanríkisráðherra Kanada, Joe Clark, sagði að leitað yrði til annarra ríkja um samvinnu um refsiaðgerðir gegn kínverskum stjórnvöldum. Frakkland: Ríkissljórnin fékk áminningu í kosningum til Evrópuþingsins Trier. Frá Steingrími Signrgeirssyni fréttaritara Morgnnblaðsins. ÚRSLIT kosninganna til Evrópuþingsins, þann 18. júni sl., verður að túlka sem nokkra áminningu fyrir ríkisstjórn sósíalista í Frakkl- andi, undir forystu Michels Rocards, þótt hæpið sé að segja að kosn- ingamar hafi verið áfall fyrir stjómina. Listi Sósíalistaflokksins hlaut alls 23,6% atkvæða en sameiginlegur listi Lýðræðisfylkingar- innar (UDF) og flokks nýgaullista (RPR) hlaut 28,7% atkvæða, eða um fimm prósentustigum meira en Sósíalistaflokkurinn. Ósigur Sósíalistaflokksins í Evr- ópuþingskosningunum er kannski fyrst og framst áfall fyrir Laurent Fabius, fyrram forsætisráðherra, sem var í forystu fyrir flokkinn í kosningabaráttunni. Vissulega er árangur Fabiusar öríítið betri en árangur flokksformannsins Lionels Jospins í Evrópuþingskosningunum árið 1984, en þess hafði þó verið vænst að hinar miklu vinsældir Franccois Mitterrands, Frakk- landsforseta, ogjafnvel ríkisstjóm- ar Michels Rocards forsætisráð- herra, myndu að einhveiju leyti koma Fabiusi til góða. Hann hefur verið gagnrýndur fyrir að hafa treyst um of á þessar vinsældir og þar af leiðandi ekki beitt sér sem skyldi í kosningabaráttunni en kosningabarátta hans var talin vera mjög máttlaus. Einnig hefur borið á þ'eirri gagnrýni að Fabius hafí ekki verið nógu trúverðugur frambjóðandi. Hann gegni nú þeg- ar embætti þingforseta á franska þjóðþinginu og óljóst sé hvernig hann eigi að geta sinnt einhveijum þingstörfum í Strassborg samhliða því starfí, jafnvel þótt hann hafi einkaþotu til umráða. Áframhaldandi fylgistap Komm- únistaflokksins hefði einnig, að öllu öðru óbreyttu, átt að koma Sósíal- istaflokknum til góða. Þeir hlutu nú 7,7% atkvæða miðað við 11,2% í síðustu Evrópuþingskosningum. Mikil innbyrðis átök hafa átt sér stað undanfarin ár í Kommúnista- flokknum og virðist lítið lát vera á þeim. Innan hans takast á harðlínu- menn, sem flokksformaðurinn Georges Marchais er í foiystu fyr- ir, og umbótasinnar, undir forystu Claude Llabrés frá Toulouse. Til skamms tíma var menntamaðurinn Pierre Juquin leiðtogi umbóta- sinnanna, en hann féll í ónáð vegna þess að hann þótti einum of hallur undir samstarf við umhverfisvernd- arsinna. Þessar deilur innan Kommúnistaflokksins urðu þó til- efni sögulegrar stefnubreytingar flokksins í þessum kosningum. í fyrsta sinn frá því að flokkurinn var stofnaður árið 1920 var ekki verkamaður í forystusæti kosn- ingalista flokksins heldur mennta- maður, Philippe Herzog, sem hlaut menntun sina í einum helsta úrvals- skóla Frakklands, Polytechnique, líkt og flestir helstu viðskiptajöfrar landsins. Úrslit kosninganna munu hins vegar eflaust hafa lítil áhrif á ríkis- stjórn Rocards, sem nú hefur setið við völd í rúmlega eitt ár. Það áttu raunar fáir von á því, þegar Mit- terrand fól Rocard stjómarmyndun eftir sigur sinn í forsetakosningun- um í maí á síðasta ári, að Rocard myndi endast jafn lengi í embætti og raun ber vitni. Þegar hann hóf störf í forsætisráðuneytinu hafði hann nánast alla á móti sér. Roc- ard og Mitterrand höfðu lengi eldað grátt silfur saman sökum valdabar- áttu innan sósíalistaflokksins og stór hluti flokksvélarinnar var á móti honum þar sem hann taldist vera of sósíaldemókratískur. Síðast en ekki síst tókst honum ekki að ná meirihluta í þingkosningunum sem boðað var til í júní í fyrra og þurfti því að mynda minnihluta- stjórn með stuðningi nokkurra miðjumanna. Á því ári sem síðan er liðið hefur Rocard tekist að sigr- ast á þessum vandamálum og fjölda annarra. Forsætisráðherrann virð- ist hafa náð góðum tökum á efna- hagslífinu, hagvöxtur var 3,7% á síðasta ári og er búist við svipuðum vexti á þessu ári, enda hefur Roc- ard kastað fyrir róða flestum þeim kreddum er áður einkenndu efna- hagsstefnu flokks hans. Afleiðing alls þessa er sú að vinsældir tvíeyk- isins Mitterrands-Rocards hafa aukist jafnt og þétt og benda marg- ar skoðanakannanir jafnvel til þess að almenningur hafi meira traust á forsætisráðherranum en forset- anum. Rocard virðist líka hafa sætt sig við að hann sé arftaki Mitterrands en ekki keppinautur og hefur það auðveldað samstarf þeirra.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.