Morgunblaðið - 01.07.1989, Qupperneq 22

Morgunblaðið - 01.07.1989, Qupperneq 22
22 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. JÚLÍ 1989 23 Jftwguiifrlafrlfe Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Aðstoðarritstjóri Fulltrúarritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri Árvakur, Reykjavík HaraldurSveinsson. MatthíasJohannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. BaldvinJónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 83033. Áskriftargjald 900 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 80 kr. eintakið. Bændur og neytendur Islenskur landbúnaður á við mikla erfiðleika að stríða, um það er ekki deilt. Menn og fjölmiðlar geta auðvitað hnakkrifist opinberlega um það hvort við íslendingar spörum nokkra milljarða króna eða ekki á því að leyfa innflutning á land- búnaðarvörum, en skilja ekki um leið sauðina frá höfrunum. Spurn- ingin er ekki hvort innflutningur verður leyfður eða ekki, — það hlýt- ur að gerast fyrr eða síðar. Spum- ingin er ekki hvort landbúnaður verður stundaður á íslandi, því svo lengi sem land byggist verður land- búnaður einn af homsteinum at- vinnulífsins. Spumingin er um frelsi, — ekki aðeins um frelsi neyt- enda til að kaupa þá vöm sem þeir kjósa, heldur einnig um það hvort bændur fá frelsi til að njóta eigin atorku og dugnaðar. í þessum efn- um fara hagsmunir neytenda og bænda saman. Bændur hafa verið drepnir í dróma með opinberum afskiptum, tilskipunum og miðstýringu. Og ein- mitt þess vegna era vandamálin jafn mikil og raun ber vitni. Framleiðslu- stýring, fullvirðisréttur og niður- greiðslur brengla allt skyn manna á þarfir neytenda og gera það útilok- að að taka skynsamlegar ákvarðan- ir um framleiðslu og verð. Markað- urinn sem endurspeglar þarfir og óskir almennings skiptir litlu. Af- leiðingin er ekki aðeins hátt verð á landbúnaðarvöram, með tilheyrandi millifærslum og offjárfestingum, heldur einnig óánægja og tortryggni þéttbýlinga í garð bænda. í öllum þeim æsingi sem orðið hefur í umræðum um frjálsan inn- flutning á landbúnaðarvöram, heyr- ast þó skynsemisraddir og þá ekki síst frá bændum. Bændur gera sér líklegast betur grein fyrir þeim ógöngum sem landbúnaður hefur ratað í, en flestir aðrir. Það er því ánægjulegt þegar þrír bændur í Eyjafirði sameina reksturinn með því markmiði að draga úr kostnaði og reka stórbú. Benedikt Hjaltason, bóndi á Hrafnagili, einn þremenn- inganna benti réttilega á það í við- tali við viðskiptablað Morgunblaðs- ins í síðustu viku, að „aðstæður í landbúnaði hafa breyst gífurlega undanfarin ár og áratugi, og það verður æ erfiðara að reka bú með þeim aðferðum og viðhorfum sem voru víða ríkjandi um miðja öldina, og tíðkast víða enn þann dag í dag. Ég er þeirrar skoðunar að reka eigi landbúnaðinn eins og hverja aðra iðngrein og býlin nánast eins og hvert annað fyrirtæki." Þessi um- mæli Benedikts era áhugavert fram- lag til þeirra umræðna sem nú eiga sér stað um íslenskan landbúnað. Samyrkjubú vilja íslendingar ekki hafa. Þau era andstæð eðli okkar, auk þess sem slíkt kerfi er einn versti angi kommúnismans. Bændur eiga að vera sjálfstæðir. En þeir geta vel verið sjálfstæðir með svip- uðum hætti og aðsópsmiklir fram- leiðendur í iðnaði. Og samstarf og sameiginlegt átak eins og bóndinn á Hrafnagili lýsir getur skilað mikil- vægum árangri, ef tekið er tillit til þess að rekstur þarf að borga sig og skila arði. Sumum bændum hef- ur tekist þetta með sóma, án breyt- inga á rekstri búa sinna eða sam- starfs við aðra. Það er ekki síst fagnaðarefni. Þeir ættu að geta rek- ið bú sín án óhóflegra niðurgreiðslna og millifærslna eins og verið hafa með árangri sem vekur stórdeilur og hefur minnkað trúnað milli fram- leiðenda og neytenda. í Danmörku, sem er eitt mesta landbúnaðarland í heimi, hafa orðið miklar breytingar í þessum efnum. Þannig er búist við að bændum fækki stórlega og verði aðeins um 30 þúsund um næstu aldamót og svo virðist sem landbúnaður hjá frændum okkar sé að breytast úr því að vera hefðbundin fjölskyldubú í það að vera hlutafélög og hefð- bundin fyrirtæki líkt og í öðram atvinnugreinum. Úlfar Steingrímsson, Kroppi, og Þorsteinn Pétursson, Hrafnagili, auk Benedikts, ákváðu að sameina bú sín enda sannfærðir um að það landbúnaðarkerfí sem nú er hafí gengið sér til húðar og tími sé kom- inn til að stokka upp spilin. I áður- nefndu viðtali benda þeir félagar á það sem kalla má hafnarbakkaverð- bólgu þegar talað er um verð á inn- fluttum vörum: „Milliliðakostnaður- inn er yfirþyrmandi og tolla- og skattaálögur eru gífurlegar. Til að mynda greiða bændur 80% kjam- fóðurgjald, en ef þessir tollar og gjöld yrðu felldir niður mætti ætla að hægt væri að draga stórlega úr niðurgreiðslum." Það er ljóst að miklar breytingar verða að eiga sér stað í íslenskum landbúnaði á næstu áram. Og kannski geta einhveijir bændur snú- ið sér að ræktun nytjaskóga, líkt og hugmyndir eru uppi um á Fljóts- dalshéraði. Ríkisvaldið getur aðstoð- að þá með ýmsum hætti að hefja nýja tegund búskapar, en menn skyldu vera minnugir þess hve hrapalega hefur tekist til þegar landbúnaðarráðuneytið og aðrir op- inberir og hálfopinberir aðilar hafa reynt að beina bændum inná nýjar brautir. Við höfum ekki efni á því að endurtaka ævintýrið í loðdýra- ræktinni. Það sem skiptir mestu er að land- búnaði verði búnar þær aðstæður að geta boðið neytendum góða vöra á góðu verði. Þá þurfa íslenskir bændur ekki að óttast samkeppni frá erlendum starfsbræðram, síður en svo. Samkeppni er ekki aðeins góð fyrir neytandann heldur einnig fyrir framleiðandann. Fyrir nokkr- um áram óttuðust sælgætisfram- leiðendur til dæmis erlenda sam- keppni. Ekki verður annað séð en að innflutningur hafi styrkt inn- lenda framleiðendur og hvatt þá til dáða bæði hvað gæði og fjölbreytni varðar. Hið sama mun gerast í land- búnaði. MORGUNBL^ÐIÐ, I^AyGA^D^G^ 1, jÚLýl9^9 Fj ölmiðlaráðherrann eftir Þorstein Pálsson Embættisfærsla Ólafs Ragnars Grímssonar fjármálaráðherra hefur að vonum verið eitt helsta umræðu- efni manna á milli síðustu daga — og það ekki í fyrsta sinn a'stuttum ráðherraferli hans. Að þessu sinni beinist athyglin einkum að þeim alvarlegu mistökum sem honum urðu á við sérstaka innheimtu sölu- skatts. Jafnframt hafa yfirlýsingar ráðherrans um tvær menningar- stofnanir í eigu ríkisins vakið undr- un. Þá hafa margir staldrað við þá sérkennilegu ákvörðun ráðherrans að senda fjölmiðlum lista yfir eitt hundrað tekjuhæstu embættismenn ríkisins á síðasta ári. Að ná athygli flölmiðla Sérhver fjármálaráðherra hefur þá skyldu að fylgja eftir innheimtu álagðra skatta. Jafnframt ber fjár- málaráðherra að hafa náið eftirlit með öllum útgjöldum ríkisins og veita ríkisstofnunum eðlilegt aðhald í þeim efnum. En athafnir núverandi fjármála- ráðherra á þessum sviðum sýna að það eitt vakir fyrir honum að ná athygli fjölmiðla og auglýsa sig. Raunar ma'segja að þetta einkenni allan stjórnmálaferil Olafs Ragnars Grímssonar. Á meðan Alþýðu- bandalagið var í stjórnarandstöðu skipti þetta ekki máli. Uppákomur Ólafs Ragnars fóra kannski í taug- araar á fólki, en þær sköðuðu það ekki að öðra leyti. Nú er allt breytt og þessi sérkennilegi stjórnmála- maður er orðinn valdamesti maður- inn í ríkisstjórn íslands. Hefðbundn- ar vinnureglur ráðherra og viður- kennd grandvallarsjónarmið við framkvæmd stjórnsýslu og skatta- laga virðast hjóm eitt í augum hans. Því miður er ekki að sjá að hann kunni sér nein takmörk. Árásir Ólafs Ragnars á menningarstofnanir Á dögunum veittist fjármálaráð- herrann með sínum alþekktu stór- yrðum og svívirðingum að stjórn- endum tveggja mikilvægra menn- ingarstofnana, Þjóðleikhússins og Ríkisútvarpsins. Hann sakaði þá um óreiðu og óstjórn og gaf til kynna í samtölum í fjölmiðlum að stjóm- endur þessara stofnana vissu lítið um reksturinn og fylgdust ekki með honum. Ef til vill hafa einhveijir í fyrstu haldið að þarna kæmi hinn rögg- sami og aðhaldssami íjármálaráð- herra. En lítum aðeins nánar á málsatvik. Það er venja í þeim tii- vikum þegar fjármálaráðherra þarf að gera athugasemdir við rekstur ríkisstofnana að stjórnendur þeirra eru kvaddir til fundar og málin rædd. Fáist þá ekki niðurstaða get- ur verið nauðsynlegt að um það fari fram opinber umræða. Mál Ríkisútvarpsins og Þjóðleikhússins eiga sér hins vegar ekki slíkan að- draganda. Ráðherrann hóf árásir sínar í fjöl- miðlum án þess að hafa áður átt viðræður við stjórnendur þessara stofnana. Þegar fundi fjármálaráð- herra með útvarpsstjóra var lokið hafði í sjálfu sér ekkert gerst nema að útvarpsstjóri hafði latið fjár- málarðherra í té áætlanir Ríkisút- varpsins um fjármálastjórn á árinu og fjármálaráðherra virðist ekki hafa haft neinar athugasemdir fram að færa. Niðurstaðan var sem sagt sú að ekkert tilefni var til upp- hlaupsins! Eðlilegt er að menn spyiji, þegar þetta liggur fyrir, hvað vakað hafi fyrir ráðherrranum. Svarið er ein- falt: Fjármálaráðherrann er að missa öll tök á stjórn ríkisfjármál- anna. Hann hefur barið sér meira á bijóst en nokkur annar stjórn- málamaður og lýst því yfir að hann sé hæfari og betri fjármálaráðherra en nokkru sinni hafi komið í fjár- málaráðuneytið. Nú loksins sé kom- inn þar maður sem stjórni af rögg- semi og réttlæti! Þegar flætt hefur undan öllum stóryrðunum og hinu barnalega sjálfshóli er gripið til þess ráðs að ófrægja stjórnendur ríkisstofnana, jafnvel stofnana sem ekki era á fjárlögum eins og reynd- in er um Ríkisútvarpið. Tilgangur- inn virðist vera sá einn að draga athyglina frá eigin ráðleysi og skella að ósekju skuldinni á emb- ættismenn ríkisins. Það þarf heldur enginn að fara Þorsteinn Pálsson „Þegar flett hefiir verið ofan af vinnubrögðum Q ármálaráðherra kem- ur í Ijós, að fyrir honum hefiir ekki vakað að treysta innheimtu á jafhréttisgrundvelli. Þvert á móti hefur hann verið að brjóta þær grundvallarregiur sem nauðsynlegt er að farið sé eftir til þess að skatt- heimtan geti verið virk og eðlileg.“ í grafgötur um að þeir embættis- menn sem þurfa að sitja undir slíkum ávirðingum af hálfu fjár- málaráðherra era valdir frá pólitísku sjónarhorni. Innanflokksátök færð inn í Stjórnarráðið Sennilega er það heldur ekki til- viljun að ráðherrann velur tvær menningarstofnanir sem heyra und- ir menntamálaráðherra til þess að skeyta skapi sínu á. Þegar hann finnur að hann hefur misst tök á stjórn ríkisfjármálanna vill hann líka koma sök á samráðherra sína og ekki síst forvera sinn í formanns- stól Alþýðubandalagsins, Svavar Gestsson menntamálaráðherra. Þessi vinnubrögð era þannig þáttur í þeim harkalegu átökum sem nú eiga sér stað innan Al- þýðubandalagsins á milli svokall- aðrar „lýðræðiskynslóðar“ og „flokkseigenda". Almenningur hlýt- ur að gera þá kröfu að slík inn- byrðis átök í Alþýðubandalaginu séu ekki færð inn í Stjórnarráðið og verði þar til þess að bijóta niður góðar og gildar starfsreglur, eðlileg vinnubrögð og almennt siðgæði. Vafalaust má gæta meira hag- ræðis í rekstri Ríkisútvarpsins og Þjóðleikhússins og haga ýmsu þar öðruvísi en nú er gert. Báðar gegna þessar stofnanir mikilvægu menn- ingarlegu hlutverki, en hitt er álita- efni hvort ástæða er til þess fyrir stofnun eins og t.d. Ríkisútvarpið að keppa við dægurmálaútvarp einkastöðvanna. En staðreyndin er sú að fjármálaráðherra hefur ekki komið fram með neinar hugmyndir um það hvernig skipa má málum þessara menningarstofnana. Hann hafði engar tillögur fram að færa í þessum umræðum. Það sýnir enn betur að á bak við upphlaupið var aðeins þörfin fyrir að auglýsa sig og upphefja. Harkaleg mismunun Sömu sögu er að segja um þá sérstöku innheimtuherferð sem fjármálaráðherra fól innheimtu- mönnum ríkisins að framkvæma með lokun atvinnufyrirtækja víðsvegar um land. Um það er ekki deilt að ganga þarf fram af festu í þessum efnum, en um leið og það er gert þarf að gæta þeirrar grund- vallarreglu að allir sitji við sama borð. Það gerði fjármálarðherrann ekki, enda var markmið hans aug- Ijóslega ekki að bæta innheimtuna heldur að koma sjálfum sér í sviðs- ljós fjölmiðla. Er herferðin hófst var ekkert til sparað í yfirlýsingum og sérstak- lega tekið fram að allt væri þetta gert til að tryggja að allir væru jafnir fyrir lögunum. Þegar betur var að gáð kom annað í ljós. Málum var þannig háttað hjá sumum fyrirtækjum að þau höfðu ekki innheimt söluskatt vegna ágreinings um skattskyldu. Úr- skurður hafði ekki verið felldur um þennan ágreining. Sum þessara fyr- irtækja þurftu að sæta lokun en önnur ekki. í bréfi flármálaráðherra til innheimtumanna er þessi mis- munun skýrt tilgreind. í öðru lagi fyrirskipaði fjármála- ráðherra að öll þau fyrirtæki sem eru til opinberrar meðferðar í hinum nýju fyrirgreiðslusjóðum ríkis- stjórnarinnar skildu undanþegin lokunaraðgerðum. Öllu rækilegar var ekki unnt að skjalfesta mismun- unina og bijóta meginreglur stjórn- sýslu og skattalaga. Þegar starfsmenn fyrirtækis, sem hefur höfuðstöðvar sínar í kjör- dæmi fjármálaráðherra og forsætis- ráðherra, höfðu mótmælt þessum aðgerðum með því að safnast sam- an fyrir framan Ráðherrabústaðinn lét fjármálaráðherra undan. En þá bjó hann til nýjar reglur. Sum þeirra fyrirtækja, sem biðu með mál sín til úrlausnar hjá Ríkisskattanefnd, vora leyst undan lokunaraðgerðum lögreglunnar án þess að setja bankatryggingu, en önnur þurftu að setja fram tryggingar. Ráðherrann viðurkenndi með öðram orðum að honum hefðu orðið á mistök, en á undanhaldinu bjó hann enn til nýja mismunun! I náðinni — eða úti í kuldanum Ekki er ástæða til að draga í efa að þau fyrirtæki sem nú eru til meðferðar hjá fyrirgreiðslusjóðum ríkistjórnarinnar, Atvinnutrygging- arsjóði og Hlutafjársjóði, eiga í miklum erfiðleikum með að standa skil á opinberum gjöldum og öðram greiðslum. En það era mörg önnur fyrirtæki í landinu sem eins er ástatt um og þeim fjölgar raunar stöðugt eftir því sem afleiðingar stjórnarstefnunnar koma betur fram. Þessi fyrirtæki hafa sótt um lánafyrirgreiðslu hjá fjárfestingar- xKsVöWjji Mótmæli við Ráðherrabústaðinn. lánasjóðum og bönkum. Af hveiju eiga aðrar reglur að gilda um þau? Þegar flett hefur verið ofan af vinnubrögðum fjármálaráðherra kemur í ljós, að fyrir honum hefur ekki vakað að treysta innheimtu á jafnréttisgrandvelli. Þvert á móti hefur hann verið að bijóta þær grandvallarreglur sem nauðsynlegt er að farið sé eftir til þess að skatt- heimtan geti verið virk og eðlileg. Það er satt að segja ömurlegt að þurfa að horfast í augu við það, að hér eftir gildi að þau fyrirtæki sem leggja kapp á að koma sér í mjúkinn hjá forystumönnum stjórn- arflokkanna megi eiga von á því að fá aðra meðferð en önnur fyrir- tæki. Ástæða er líká til að rifja það upp, að áður en hinar sérstöku inn- heimtuaðgerðir hófust hafði fjár- málaráðherrann gert samninga við nokkur fyrirtæki, sem hann hefur alveg sérstaka velþóknun á, og gefið þeim kost á að greiða skatt- skuldir sínar með skuldabréfum. Ríkisendurskoðun gerði Alþingi grein fyrir nokkrum slíkum tilvikum í vetur. Taka má tvö dæmi. Annars vegar hafði Framsóknarflokkurinn verið leystur undan launaskatt- greiðslum og fengið hluta skatt- greiðslna Tímans settan á skulda- bréf. Hins vegar var um að ræða útgáfufyrirtækið Svart á hvítu, sem fjármálaráðherra hefur alveg sér- stakar taugar til af ýmsum ástæð- um, en það fékk rúmlega 23 millj- óna króna söluskatts- og launa- skattsskuld setta á skuldabréf. Þegar Jón Baldvin Hannibalsson formaður Alþýðuflokksins fann í fyrrasumar að hann var að missa tökin á stjórn ríkisfjármálanna eftir miklar yfirlýsingar um eigið ágæti, hóf hann að ráðast á stjórnendur einstakra ríkisstofnana. Hann tók fyrir Póst og síma og ófrægði stjórnendur þeirra, stofnunar og hótaði að hætta launagreiðslum til starfsmanna. Jafnframt hóf hann sérstaka herferð gegn stjómendum Landakotsspítala. Þessar tvær stofnanir vora án vafa valdar sem skotspónn út frá pólitísku mati. Allt var þetta gert til þess að freista þess að draga fjöður yfir eigin van- mátt og óstjórn. Ólafur Ragnar Grímsson er greinilega að leika sama leikinn. Og formaður Al- þýðuflokksins keppist nú við að hrósa honum fyrir öll axarsköftin! En af þessu er ljóst að engin munur er lengur á starfsaðferðum forystumanna Alþýðuflokksins og Alþýðubandalagsins. Og verður ekki annað sagt en að reisn Al- þýðuflokksins hafi oft verið meiri en nú um stundir. Áleitnar spurningar Árlega er tekinn saman í fjár- málaráðuneytinu listi yfir þá eitt hundrað menn sem hæstar greiðslur hafa fengið úr ríkissjóði. Er þetta iiður í venjulegu fjármálaeftirliti. Þessi listi er að sjálfsögðu trúnaðar- mál. Á miðvikudaginn fluttu fjöl- miðlar fregnir af því að fjármála- ráðherra hefði orðið að láta undan síga í einum þætti söluskattsinn- heimtunnar. Með það í huga að sókn er besta vörnin og til að dreifa athyglinni frá niðurlægingu sinni greip ráðherrann launalistann og sendi hann til fjölmiðla. Að sjálf- sögðu mætti hann síðan í sjón- varpsviðtal með sín venjulegu stór- yrði og svívirðingar. Það vakti athygli mína að engum fjölmiðlamanni datt í hug að spyija, hvers vegna listanum var dreift á þessum tíma eða hvers vegna trún- aður var yfirhöfuð brotinn með þessum hætti. Enginn spurði held- ur, hvort það væri tilviljun að að- eins var unnt að geta sér til um nafns eins fyrrverandi embættis- manns á listanum, manns sem á undanförnum mánuðum hefur sett fram beitta gagnrýni á fjármálaráð- herra. í mínum huga leikur enginn vafi á því að Ólafur Ragnar Grímsson hefur misboðið svo almennu sið- gæði að hann hefur fyrirgert rétti sínum til að sitja í ráðherraembætti. Höíundur erformaður Sjállstæðisflokksins. Prestastefiia Islands: Kirkjan þarf að sækja út eins og sjómennimir gera • • - segir Orn Bárður Jónsson sóknarprestur í Grindavík PRESTASTEFNA íslands var haldin í safhaðarheimilinu Kirkju- hvoli í Garðabæ 27. til 29. júní síðastliðinn. Prestasteíhan var sú síðasta sem herra Pétur Sigurgeirsson, fráfarandi biskup, kallaði til. Pétur lætur af biskupsembætti í dag, laugardag, og herra Ólafiir Skúlason tekur við. Helstu mál prestastefhunnar voru upp- bygging safnaða og frumvarp um skipan prestakalla og prófasts- dæma og starfsmenn Þjóðkirkjunnar. Á prestastefhunni ræddi Morgunblaðið við Orn Bárð Jónsson sóknarprest í Grindavík, Baldur Kristjánsson sóknarprest á Höfh í Hornafirði, Huldu Hrönn M. Helgadóttur prest í Hrísey og Hjálmar Jónsson prófast á Sauð- árkróki. Örn Bárður Jónsson, sóknar- prestur í Grindavík, sagði að safn- aðaruppbygging, eða kirkjuvöxtur, sé ákveðin stefna sem byggist fyrst og fremst á guðfræði en einnig á til dæmis félagsfræði, mannfræði og tölfræði. „Safnaðarappbygging er fag sem hefur verið stundað í nokkra áratugi," sagði Örn. Hann sagði að kirkjan hefði ævinlega leit- að leiða til að ná til fólks með hjálp þekkingar og mannlegrar reynslu. „Öll skilningarvitin hafa verið notuð til að skynja Guð.“ Öm sagði að reynsluheimur manna geti hjálpað kirkjunni til að koma boðskap sínum á framfæri. „í alheimskristniboði vinna menn út frá ákveðnum markhópum. Kristniboðar vinna víða út frá þjóð- flokkum í stað þess að vinna út frá einstaklingum eins og áður var oft gert. ísland er ekki mjög stéttskipt þjóðfélag en samt má finna hér markhópa, til dæmis hjón, foreldra skírnarbarna og gamalt fólk.“ Örn sagðist líta svo á að vanda- mál Þjóðkirkjunnar væra að hluta til fólgin í sóknarskipulaginu. „Fólk á ákveðnu landsvæði á sókn til kirkju sinnar. Kirkjan þarf að sækja út eins og til dæmis sjómennirnir í Grindavík. Þeir sækja fiskinn á haf út en leggja ekki netin í höfninni." Örn sagði að þjónustan tæki æ meira af tíma prestanna en hún ætti einnig að vera á hendi ann- arra, til dæmis djákna. Þannig var það í frumkirkjunni. „Ég tel það vera lífsspursmál fyrir kirkjuna að prestar kalli menn til vikrar þátt- töku í safnaðarstarfinu. Safnaðar- uppbygging er hins vegar ekki ein- ungis bundin við einstaka söfnuði, heldur kirkjuna alla. Þá á ég ekki við þjóðkirkjuna, heldur kikju Krists ájörðu," sagði Örn Bárður Jónsson. Baldur Kristjánsson, sóknar- prestur á Höfn í Hornafirði, sagði að prestastefnan hefði verið róleg. „Vorið hefur mótast töluvert af biskupaskiptum,“ sagði Baldur. „Við kveðjum herra Pétur Sigur- geirsson sem hefur með kærleika sínum og hugarfari sett mikinn svip á íslensku kirkjuna. Við tökum hins vegar á móti nýjum hirði, herra Ólafi Skúlasyni, sem við bindum miklar vonir við og treystum til að standa dyggan vörð um kirkjuna og sækja fram á veginn." Baldur sagði að á prestastefn- unni hefði einkum verið rætt um hvernig söfnuðirnir yrðu best byggðir upp. „Að hveiju á starf okkar að beinast? Er nóg að messa eða á kirkjan að vera með margs konar starfsemi á öllum sviðum mannlífsins og hvernig á að tengja hana hinu eiginlega markmiði kirkj- unnar, það er að segja boðun Guðs orðs?“ Baldur sagði að gildi Presta- stefna væri ekki síst fólgið í því að þar kynntust prestar hver öðrum og hvernig þeir höguðu starfi sínu. „Á öllum tímum hlýtur kirkjan að endurskoða aðferðir sínar og Morgunblaðið/Sverrir Örn Bárður Jónsson sóknar- prestur í Grindavík. leita nýrra boðunarleiða, ekki síst nú þegar kirkjan virðist standa nokkuð ráðþrota gagnvart manni nútímans. Umræður á Prestastefn- unni nú eru liður í þessari eilífu endurskoðun,“ sagði Baldur. Hulda Hrönn M. Helgadóttir, prestur í Hrísey, sagði að sumir hefðu sagt að íslenska kirkjan væri of mikil prestakirkja og ekki hefði tekist að virkja leikmenn nógu mik- ið í þjónustu kirkjunnar. „Það era allir sammála um að við þurfum að fjölga leikmönnum í starfinu en það er spurning hvernig við förum að því,“ sagði Hulda. Hún sagði að margir prestar, til dæmis á höfuð- borgarsvæðinu, kæmust ekki yfir starfið. Baldur Kristjánsson sóknarpr- setur á Höfh í Hornafirði. „Prestar eru oft einir í starfi og einangrast," sagði Hulda. „Kirkjan er allur söfnuðurinn, ekki bara prestarnir. Þeir eiga til dæmis ekki að sjá einir um æskulýðsstarfið og þurfa aðstoð við það. Hugsanlega er rétta leiðin sú að fjölga djáknum. Þeir eru starfsmenn safnaðanna og taka þátt í þjónustuhlutverkinu." Hulda sagði að styrkja þyrfti söfnuðina með því að virkja fólkið og söfnuðirnir þurfi að ræða um hvernig þeir vilji hafa safnaðarupp- bygginguna. Hún sagði að safnað- arnefndirnar væra hins vegar mis- jafnlega virkar í safnaðaruppbygg- ingunni. Hjálmar Jónsson, prófastur á Sauðárkróki og flutningsmaður til- Hulda Hrönn M. Helgadóttir prestur í Hrísey. lögu allsheijarnefndar um skipan prestakalla og prófastsdæma og starfsmenn Þjóðkirkjunnar, sagði að prófastsdæmin væru að verða æ virkari starfseiningar. Hjálmar sagði að undanfarið hefði mikið verið rætt um niðurfellingu 7 fá- mennra prestakalla. Hins vegar hefði komið fram að prestar í þess- um köllum vildu sitja í þeim, svo og vildu söfnuðirnir hafa þá áfram. Einnig hefði ríkisvaldið ekki beinín- is óskað eftir að þessi prestaköll yrðu felld niður, enda ekki um sparnað að ræða, þar sem gert væri ráð fyrir að farprestsembætti kæmu í stað þeirra 7 embætta sem ráðgert hefði verið að leggja niður. „Okkur sýnist skynsamlegast að Hjálmar Jónsson prófastur á Sauðárkróki. innan hvers prófastsdæmis verði skapað nokkurt svigrúm, þannig að allir starfsmenn kirkjunnar komi alltaf að góðum notum og geti not- ið sín í starfi fyrir söfnuði lands- ins,“ sagði Hjálmar. Hann sagði að ástæðulaust væri að skapa spennu á milli dreifbýlis og þéttbýlis. „Þó viðurkenna allir þörfina á auknu starfsliði kirlqunnar í fyöl- mennum prestaköllum. Staða fá- mennustu byggðarlaganna, og þar með fámennustu prestakallanna, er viðkvæm og afar óheppilegt væri að kirkjan gengi fram í því að rýra hlut þeirra," sagði Hjálmar. Hann sagði að þó væri sjálfgert að leggja niður fámennustu prestaköllin ef fólki fækkaði þar enn frekar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.