Morgunblaðið - 01.07.1989, Side 25

Morgunblaðið - 01.07.1989, Side 25
! MORGUNBLAíЮ (UVUGMDNGUft 3!. 'JÚLÍ [1089 25 Innkaupakarfa helgarinnar: Allt að 42% verðmunur á dýrustu o g ódýrustu innkaupakörfunni Verðlagsstofnun hefiir sett saman innkaupakörfu, sem ætlað er að sýna neyslu ijögurra manna íjölskyldu í þrjá daga á matvör- um og nokkrum snyrti- og hrein- lætisvörum. í matarkörfunni, sem er eins konar helgarkarfa, eru 45 algengar vörur og er magn hverrar vöruteg- undar miðað við þriggja daga neyslu. Verðlagsstofnun kannaði verð á vörunum í körfunni síðustu dagana í maí í 44 matvöruverslunum á höfuðborgarsvæðinu. Niðurstöð- urnar eru birtar í 10. tbl. Verðkönn- unar Verðlagsstofnunar áþessu ári. Tilgangurinn var að kanna verð innan sömu verslunar þar sem ann- ars vegar væri tekið lægsta verð á vörunum í körfunni og hins vegar hæsta verðið. í könnuninni var litið fram hjá hugsanlegum gæðamun. Könnunin leiðir í ljós, að mikill verðmunur er á matarkörfunni eftir því hvort keyptar eru ódýrustu teg- undir af hverri vöru í ákveðinni verslun eða dýrustu tegundir af sömu vöru í sömu verslun. ódýrasta Dýrasta Verðmunur innkaupakarfan innkaupakarfan Kr. % Stórm. í austurbæ Reykjav. 5.393 7.681 2.288 42% Stórmarkaður í Hafnarfirði 5.432 7.515 2.083 38% Hverfisverslun í Breiðholti 5.801 8.017 2.216 38% Hverfisverslun í Kópavogi 5.723 7.622 1.899 33% Hverfísv. í vesturbæ Reylg'av. 6.271 7.950 1.679 27% Hverfisverslun í Breiðholti 6.530 8.113 1.583 24% Hverfisv. á Seltjarnarnesi 6.504 7.665 1.161 18% Ef miðað er við ýtrasta verðmun innan verslunar á helgarkörfum og reiknað með helgarneyslu eins árs (þ.e. 50 helgarkörfur) er munurinn á dýrustu og ódýrustu 58-114 þúsund krónur. Eftirtaldar 45 vörur eru í helgarkörfunni: Matarkarfa ýsuflök vínarpylsur spægipylsa jógúrt fastur ostur, 26% grænmetissalat matlaukur kartöflur epli heilhveitibr., sneitt kornflögur kókómalt Gert er ráð fyrir mismiklu magni af hverri vöru og miðað við líklega neyslu fjögurra manna fjölskyldu í þrjá daga. Sem dæmi um neyslu má nefna að reikn- að er með 1,2 kg af ýsuflökum, 2,0 kg af lambalæri, 200 g af svínaskinku, 300 g af tómötum, 6 lítrum af mjólk, 375 g af kornflögum, 250 g af kaffi, 100 g af þvottaefni o.s.frv. kakó sardínur rósakál hveiti tómatsósa kaffi majones kóla-drykkur j arðarberj agrautur þvottaefni. klósettpappír sjampó lambalæri svínaskinka rrgólk smjörlíki á brauð súkkulaðiís tómatar kínakál franskar kartöflur kíví þriggjakomabr., sneitt maísbaunir grænar baunir rauðkál bl. ávextir niðurs. pakkasúpa, sveppasúpa tekex átsúkkulaði, hreint pilsner hreinn appelsínusafi uppþvottaefni tannkrem Mestur munur á innkaupakörf- unni í sömu verslun var 42%. Karfan með ódýrustu vöruteg- undunum kostaði 5.393 kr., en karfan með dýrustu tegundunum kostaði 7.681 kr. Verðmunurinn var 2.288 kr. Verðið á dýrustu matarkörfunni í þessum 44 verslunum var 18-42% hærra en verðið á ódýr- ustu körfunni í sömu verslun. Ef miðað er við ýtrasta verðmun innan verslunar á helgarkörfunni og reiknað með helgarneyslu eins árs (þ.e. 50 helgarkörfur) er munurinn á dýrustu og ódýrustu körfunni 58-114 þúsund krón- ur. Niðurstaða könnunarinnar er sú að það er ekki síður mikilvægt að gera verðsamanburð innan sömu verslunar heldur en á milli verslana. Musl - mussli Ekki eru mörg ár síðan farið var að selja svokallað mússli hér í búðum. Ég fór að velta fyrir mér, hvenær þetta hefði verið fundið upp, en hafði ekki erindi sem erfiði. Ég á gott safn gam- alla matreiðslubóka, jafnt íslenskra sem erlendra, og sumar meira en aldagamlar, en fann ekki þetta fyrirbæri fyrr en í danskri matreiðslubók frá árinu 1953, en þar var það sem kallað var mussli allt annað en það sem við köllum því nafni. Það var haframjöl lagt í bleyti í.marga klukkutíma, síðan bætt í það rifn- um eplum og hunangi og það síðan borðað með ijóma. Nú þekkja allir mussli eða musl eins og hægt er að kalla það á íslensku, það er einnig nefnt morgunkorn enda algengast til morgunverðar .út á súrmjólk eða aðrar sýrðar mjólkurvörur. Musl er handhægt og í flestum tilfellum hollt. Margs konar heilt kom er ristað og oft er hunangi og ávöxtum bætt í. Við íslendingar borðum alls ekki nógu hollan og mikinn morgun- verð og er algengt að börnin komi matarlaus í skólann á morgnana, og þó að þau borði eitthvað, er það æði oft lítið og ófullkomið. En morgunverðurinn ætti einmitt að vera sú máltíð sem. færir okkur orku til að takast á við verkefni komandi dags. Musl stendur alltaf fyrir sínu og þegar því er bætt í sýrða mjókurmatinn fæst þarna góð máltíð með trefjum og ýmsum næringarefnum. Flestir kaupa musl tilbúið en hér birtist upp- skrift af heimagerðu musli og einnig af pönnukökum með musli og svona til gamans bjó ég til sælgæti með musli, sem hér birt- ist uppskrift af. Vonandi hefur einhver gaman af að spreyta sig á „sæmilega holIu“ sælgæti. Ég! á í fórum mínum brauðuppskrift með musli, en sökum plássleysis verður hún að bíða næsta þáttar. Musl 1 dl rúgflögur 'h dl hveitiklíð dl hafraklíð dl hirsiflögur dl hveitiflögur dl hafraflögur dl sesamfræ dl sólblómafræ 1 msk. molassi 1 msk. hunang y2 dl vatn. 1. Setjið allar mjöltegundir ásamt fræjum í bökunarskúffu. Þið getið haft færri tegundir en þarna er til tekið, eða jáfnvel aðr- ar sem ykkur dettur í hug. 2. Hitið bakaraofninn í 190°C, blásturofn í 170°C. Setjið bökun- arskúffuna í heitan ofninn, hreyf- ið öðru hveiju til með spaða. Brún- ið þannig í 7—10 mínútur. 3. Blandið saman molassa, hun- angi og vatni. Hrærið vel saman. Takið skúffuna úr ofninum og ausið þessu yfir kornið með skeið. Morgunblaðið/Einar Falur jf| |~ Sijörnu- fískur íMiðbæ Stjörnufiskur hf. heitir verslun sem tekið hefiir við af Sæveri í Miðbæ, Háaleitisbraut 58-60. Stjörnufiskur rekur einn- ig fiskbúð á Hofsvalla- götu 16. Nýr eigandi er Pétur Gísiason og af- greiðslustúlka er Halld- óra Brynjarsdóttir. Islenskur ferðamála- skóli á Mallorca ÍSLENSKUR ferðamála- og fararstjóraskóli verður starfræktur í Palma á Mallorca 30. október til 20. desember næstkomandi. Kennd verða ýmis undirstöðuatriði almennrar ferðaþjónustu, svo sem far- seðlaútgáfa og hótelstörf, spænska, saga Spánar og menningar Mið- jarðarhafslanda, leiðsögn ferðamanna á Spáni og fleira. Náminu lýk- ur með prófurn og nemendur skírteini til staðfestinar á þátttöku og námsárangri. Skólinn verður starfræktur í samstarfi íslenskra aðila og spænskra ferðamálayfirvalda. í fréttatilkynningu um skólann segir, að hann muni starfa á hót- eli, sem hafi meðal annars sérhæft sig í að hýsa sams konar námskeið annarra þjóða, er hafi um árabil menntað fararstjóra sína og ferða- þjónustufólk á hliðstæðan hátt. Nemendur muni einnig búa og borða á þessu hóteli. Kennt verði fimm stundir á dag, alla virka daga. Þar af verði tvær kennslustundir í- spænsku fyrir byijendur og sé mið- að við að nemendur nái það góðu valdi á spænsku á þessum tíma, að þeir geti bjargað sér sómasamlega á spænsku á eftir. . Skólastjóri verður Örnólfur Árnason rithöfundur. Meðal kenn- ara og fyrirlesara verða Halldór Þorsteinsson MA, skólastjóri Mála- skóla Halldórs, Jónas Hvannberg, aðstoðarhótelstjóri á Hótel Sögu, Gunnar Eyjólfsson, leikari, Sjöfn Ágústsdóttir, sálfræðingur og Gabriel Ferrer, hæstaréttarlögmað- ur. Sérfræðingur frá Flugleiðum mun kenna farseðlaútgáfu og störf á flugvöllum auk þess sem fluttir verða fyrirlestrar um heilsufar, heilsugæslu og mataræði. Öll kennsla, sem fram fer á erlendum tungumálum verður túlkuð á íslensku jafnóðum. (Úr fréttatilkynningu) Umsjón: KRISTÍN GESTSDÓTTIR Teikningar: SIGURÐUR ÞORKELSSON r I » 4. Bakið áfram í 7—10 mínút- ur. Hreyfið enn öðru hveiju með spaða. 5. Takið úr ofninum, kælið örlítið, setjið síðan í plastpoka og myljið með kökukefli. Lummur með musli 3 egg 4 dl mjólk 3 dl musl 3 msk. hveiti 'h msk. matarolía 2 kívi nokkur vínber, u.þ.b. 30 stk. 1 dós sýrður ijómi, það fitustig sem ykkur hentar iy2 msk. hunang. 1. Setjið egg og mjólk í skál og þeytið lauslega saman. 2. Setjið musl og hveiti út í og látið standa í 10—15 mínútur. 3. Setjið matarolíu út í. 4. Hitið pönnukökupönnu og bakið lummur úr deiginu. Hafið miðlungshita og gætið þess áð lummumar bakist í gegn. 5. Blandið saman sýrðum ijóma og hunangi, smyijið yfir lumm- urnar. 6. Afhýðið kívi og takið steina úr vínbeijum. Setjið eina kívisneið ofan á hveija lummu, raðið vín- beijahelmingum í kring. „Hollustu“-sælgæti 1 dl púðursykur 3 msk. hunang 2 tsk. smjör 1 dl musl 1 dl salthnetur (peanuts) 1 msk. kókosmjöl. 1. Setjið púðursykur og hunang í pott. Hafið miðlungshita. Sjóðið síðan við hægan hita í 10 mínútur og varist að þetta brenni. 2. Setjið smjörið út í og sjóðið í 2—3 mínútur. 3. Myljið salthnetumar laus- lega, setjið þær, musl og kókos- mjöl út í og sjóðið í 2 mínútur. 4. Smyijið álbakka vel, hellið þessu í bakkann og látið kólna að mestu, en bijótið í sundur áður en það er orðið alveg kalt.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.