Morgunblaðið - 01.07.1989, Side 32

Morgunblaðið - 01.07.1989, Side 32
32 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. JÚLÍ 1989 Minning: Gunnlaugur Stefáns son frá Akurseli Það er á vordegi vorið 1975. Það er nokkuð iiðið á morgun og bless- uð vorsólin vermir með heitum kossi Öxarnúpinn og Ijailahringinn fagra og víða. Flóinn er lognvær svo að Mánáreyjar virðast móka í góðviðr- inu, þær eru varla vaknaðar af sætum blundi við vomæturskaut. Félagi min og ég óðum í morgun yfir Brunná úr Stóranesi og höfum . safnað gæsaeggjum og orðið allgott til fanga. Hann hefur boðið mér í þessa ferð og ég þegið með glöðu sinni. Nú höfum við tekið okkur hvíldarstund í vel grónum melvöxn- um hól, þar sem hlýtt er og nota- legt og dregið fram fábrotinn árbít og snætt hann. Síðan er ætlunin að láta sér líða í bijóst um stund eftir hressandi göngu. Þar sem ég nú í hálfgerðri leiðslu nýt þessarar stundar fljúga um hug mér hugs- anaslitrur sem brátt falla í stuðla og hljóðstafi og hljóða svo, ef ég man rétt: Enn skrýðir vordísir Öxarfjörð, ársólin göllin roðar. Þúsundir flytja þakkargjörð þýðróma vorsins boðar. Ilminn af skóginum blærinn ber, blandast við hrannar niður. Hljóður og seiðandi um hugann fer himneskur dýrðarfriður. Ég sendi þessar hendingar hálf hátt út í gróandi umhverfi og þær ná næmum eyrum félaga míns, sem umlar hálfsofandi. „Gott, ég er al- veg sammála" og eftir smástund heyri ég að hann hrýtur. Síðan þetta gerðist hefur margt ^fborið til tíðinda og nú síðast það sem knýr mig til að rita þessa grein. Þessi gamli og góði félagi hefur lagt upp í hinstu ferðina, ferð- ina sem allra bíður og enginn veit raunar hvar endar. Hann hét Gunn- laugur Stefánsson og var frá Ak- urseli í Austur-Sandi í Öxarfirði. Hann lést í sjúkrahúsinu á Akur- eyri þann 12. maí sl. Þar hafði ver- ið gerð á honum aðgerð vegna fót- armeins og fóturinn numinn af neð- an við hné. Þetta virtist takast vel, en skyndilega var hann svo allur, enda aldurinn orðinn ærinn, kominn á níunda tuginn og margt tekið að bila, því svafara hraustmennin sem hinir veikari þessa allra leið. Gunnlaugur var í heiminn borinn að Skógum í Öxarfirði hinn 20. nóvember 1906. Hann var kominn af kunnu ágætisfólki. Foreldrar hans voru hjónin Guðrún Árnadótt- ir af ætt Guðmundar Guðmunds- sonar frá Kollavík í Þistilfirði og Stefán Bjömsson, en hann var af ætt Styrbjarnar sterka og bjuggu þau hjón allan sinn búskapar í Ak- urseli. Þau eignuðust fjögur börn, Árna trésmið, Gunnlaug og Bjöm og dótturina Sigþrúði Rannveigu. Aðeins eitt þessara systkina giftist, en það var Bjöm er lengi var bóndi í Ákurseli. Kona hans er Gunn- hildur Bjamadóttir frá Miðfirði á Strönd og eignuðust þau tvær dæt- ur. Björn er nú látinn fyrir fáum áram. Auk þess ólu þau Guðrún og Stefán upp stúlkubam, Huldu Vil- hjálmsdóttur frá Sandfellshaga, sem hefur verið skoðuð sem systir og þeim systkinum kær og ræktar- leg. Hún er búsett syðra. Gunnlaugur ólst upp í Akurseli við svipuð kjör og bændabörn al- mennt á þeim áram. Hann var snemma gefinn fyrir bókina og nam barnalærdóm að mestu leyti í far- skóla, sem þá var títt í sveitum. Hann langaði að læra meira, en það þurfti meira til þá og varð margur að sætta sig við það nám. Með lestri góðra bóka og á samleið með fróðleiksfólki var hann orðinn allvel sjálfmenntaður er hann dreif sig í gagnfræðaskólann á Akureyri árin 1931-34. Dvölin þar varð honum ómetanleg og eins og margir ungir menn hreifst hann mjög af Sigurði skólameistara. Þótti honum móður- málskennsla hans afburða góð, enda unni Gunnlaugur móðurmáli sínu og þoldi illa að heyra því mis- boðið, en oft mátti hann reyna það um dagana, því miður. Hann átti mjög létt með að læra tungumál og lagði sig eftir því og náði ótrú- lega miklum árangri á ekki lengri tíma. Skrifari var hann ágætur og ef hann vandaði sig ritaði hann prýðilega snarhönd. Allt þetta kom honum að góðu gagni er hann gerð- ist verslunar- eða útibússtjóri við kaupfélag N-Þingeyinga á Raufar- höfn á árinu 1935 og var hann síðan við það starf til 1950. Fórst honum þetta prýðilega úr hendi, en þetta var á því alræmda krepputímabili og við marga erfiðleika að stríða í verslunarmálum. Þá voru og mikil umsvif í síldinni á Raufarhöfn og þurfti að útvega og birgja skipin upp af margskonar vöram. Var því mikið álag á verslunarstjóranum, sem ekki dró af sér, en vann oft nærri nótt og dag. Hann var þann- ig gerður að hann treysti sér best, þó hann hefði gott fólk og traust sér við hlið, hans sterka einkenni var einstök trúmennska og árvekni í starfi, með öllu því er hann tók að sér og verður vart lengra komist í því. Mun hann oft hafa verið orð- inn þreyttur er vertíð lauk. Á Rauf- arhafnaráram sínum hélt Gunn- laugur til í Lundshúsi og hélt hann vinskap og tryggð við það fólk æ síðan. Árið 1950 gerist Gunnlaugur verslunarstjóri við KNÞ á Kópa- skeri og gegndi því starfi til ársins 1976, en þá var hann orðinn rúm- lega sjötugur. Það er alkunna í héraði að hann vann það starf með ágætum, enda var hagur kaupfé- lagsins góður og rekstur hagstæður og kom það til af ágætri stjóm góðra manna á hveiju sviði. Vöra- rýrnun í tíð Gunnlaugs var ótrúlega lítil og var talið að hún hefði hvergi orðið svo lítil í kaupfélögum iands- ins. Oft vann hann langan vinnudag og mátti jafnan hitta hann á vinnu- stað löngu eftir lokun og kom það sér oft vel fyrir ferðafólk. Á þessu tímabili voru mikil umsvif hjá K.N.Þ. og þurfti m.a. að byrgja upp útibúin í Kelduseli og á Grímsstöð- um með vöram með mörgum öðrum umsvifum. í innkaupaferðir til Reykjavíkur eyddi Gunnlaugur ekki miklum tíma. Mun starfsmönnum SÍS oft hafa þótt nóg um kraftin á karli er hann var í ham, en dáðust jafnfr.amt að dugnaði hans. Það var metnaður hans og æðsta skylda að kaupfélagið þyrfti sem minnst að greiða fyrir ferðir hans. Skömmu fýrir 1950 reisti Árni, bróðir Gunnlaugs, íbúðarhús á Kópaskeri og bjuggu þau þar saman systkinin, en Árni lést á árinu 1966 og bjuggu þau síðan saman þar Sigþrúður og Gunnlaugur eða til ársins 1976, að Gunnlaugur hætti störfum og þau flytjást til Akur- eyrar í hús er hann hafði látið byggja þar, en hafði leigt það í nokkur ár. Á Akureyri gerist svo Gunnlaugur starfsmaður um skeið við Sambandsverksmiðjurnar og undi þar vel hag sínum. Bjó Sig- þrúður þeim þarna gott og notalegt heimili af sinni kunnu smekkvísi og myndarskap. Hinn 13. janúar 1976 varð jarð- skjálftinn mikli á Kópaskeri og þá skemmdist hús þeirra systkina og var raunar ekki íbúðarhæft um skeið. Féll Gunnlaugi jarðskjálftinn og afleiðingar hans mjög illa, eink- um þó skemmdir þær er urðu á vöram KNÞ sem þó vora að nokkra bættar. Mun þetta hafa ráðið því að hann hvarf frá Kópaskeri. Á þessu erfiðleika tímabili kynnt- ist undirritaður Gunnlaugi hvað best þó áður hefðum við unnið sam- an mörg ár. Hann svaf um tíma í húsi okkar hjóna og þá röbbuðum við oft um heima og geima og féll vel á með okkur. Nokkrum sinnum bauð hann mér með sér á æsku- stöðvarnar og veiddum við þá gjarna silung. Auðfundið var að hann var mjög elskur að átthögum sínum og var sem annar maður er hann var kominn í tengsl við þá. Hann var maður útiveru og iðkaði mikið gönguferðir og allskyns leik- fimi og átti það til að kasta klæðum og fá sér hressandi bað í köldum læk og verma sig svo með varma sólargeisla. Hann var hvannbeinn og kvikur í hreyfingum fram á elli- ár. Hann var raunar á undan samtíð sinni í ástundun sinni á hollri úti- vera, en það sem þó einkenndi hann mest var að þora að vera hann sjálf- ur í gegnum allt, sterkur persónu- t Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, BENEDIKT BOGASON verkfræðingur og alþíngismaður, lést 30. júní í Landspítalanum. Jarðarförin auglýst síðar. Unnur Magnúsdóttir, Magnús Benediktsson, Birgitta Thorsteinson, Hólmfríður Benediktsdóttir, Þorgils Ingvarsson, Unnur Ylfa Magnúsdóttir. t Ástkær eiginmaður, faðir og afi, EINAR GUÐMUNDSSSON, Njálsgötu 38, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju mánudaginn 3. júlí kl. 13.30. Þeim sem vilja minnast hins látna er bent á Hjartavernd. Pálina Bjarnadóttir, Sigrún Einarsdóttir, Einar Páll Tómasson, Bára Tómasdóttir. t Þökkum innilega auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og út- för eiginmanns míns, föður, tengdaföður, afa og langafa okkar, ALFREDS KR. OLESEN, Nökkvavogi 10, Reykjavík. Helga Halldórsdóttir, Halldór Fr. Olesen, Guðný H. Þorsteinsdóttir, Martin Kr. Olesen, Erna Jónsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Minning: Helga L. Gottskálks- dóttir, Sólheimum Fædd 18. mars 1908 Dáin 22.júní 1989 í dag, 11. júlí, kveð ég ömmu mína, Helgu Lilju Gottskálksdóttur, fædda og uppalda að Bakka i Vall- hólma þann 18. mars 1908. Foreldrar hennar voru hjónin, Guðlaug Árnadóttir, fædd 14. júní 1872, dáin 3. júlí 1862, dáin 20. ágúst 1922. Árið 1935 giftist Helga eftirlif- andi manni sínum, Jóhanni Jóhann- essyni, fæddum að Þorbjargarstöð- um á Skaga þann 9. september 1903, en hann ólst upp hjá afa sínum og ömmu að Saurbæ í Lýt- ingsstaðahreppi. Amma og afi hófu búskap sinn að Vallholti í Seylu- hreppi og voru þar í eitt ár, þá flutt- ust þau að Sólheimum í Sæmund- arhlíð og hafa búið þar síðan. Amma og afi eignuðust sex börn, þau era: Guðlaug, fædd 29. apríl 1936, búsett á Hrauni á Skaga, gift Rögn- valdi Steinssyni og eiga þau fjóra syni. Árni Sverrir, fæddur 24. janúar 1939, búsettur í Reykjavík, kvænt- ur Bryndísi Ármannsdóttur og eiga þau fimm börn og fjögur barnabörn. Eymundur, fæddur 5. desember 1942, búsettur í Árgerði í Sæmund- arhlið, kvæntur Margréti Kristjáns- dóttur og eiga þau sjö börn, áður átti Margrét eina dóttur. Sigmar Jóhann, fæddur 10. apríl 1947, búsettur í Sólheimum í Sæ- mundarhlíð, kvæntur Helgu Sigur- borgu Stefánsdóttur og eiga þau þijú börn. Ingibjörg Margrét, fædd 10. apríl 1947, búsett í Reykjavíkk, gift Sig- urði Dalmanni Skarphéðinssyni og eiga þau tvö börn og eitt barnabarn. Gísli Gottskálk, fæddur 23. mars 1950, búsettur á Seltjarnarnesi, kvæntur Guðrúnu Svövu Björns- dóttur, eiga þau þijú börn. Áður átti afi eina dóttur, Gyðu, fædd 1. júlí 1929, ekkja í Kópavogi og á hún tvö börn og fjögur barna-, börn. Það var alltaf gaman að koma í sveitina til ömmu og afa, því þegar ég var lítil þá gætti hún mín oft ásamt tveimur frændum mínum, meðan foreldrar okkar voru í fjósinu eða úti á túni að heyja. Á kvöldin las amma oft fyrir okkur eða sagði okkur sögu fyrir svefninn. Á morgnana sá hún um að ég fengi mér að borða, svo ég yrði stór. Amma kenndi mér að leggja kapal, einnig spilaði hún við okkur frænd- systkinin þegar við gátum ekki gert neitt úti. Ég minnist oft ömmu þar sem hún sat á rúminu í herbergi sínu leiki, óvenjuiegur og ekki alltaf öll- um að skapi, en hlýr þeim er náðu vináttu hans og trúnaði. Á efri árum lagði Gunnlaugur sig mjög eftir ættfræðigrúski og rannsakaði gamlar kirkjubækur og hafði til þess ljóstæki og hann var tíður gestur á Amtbóksafninu á Akureyri eftir að hann fluttist þangað, þar fann hann margt við sitt hæfi. Söngmaður var hann ágætur, hafði óvenju fagra og mikla bassarödd og söng hér í karla- og kirkjukór um árabil. Nokkru eftir að hann fluttist burt hringdi hann eitt sinn sem oftar í mig og sagði mér með- al annars, að nú fyndi hann það, að hann ætti heima á Akureyri, því nú hefði verið boðið að vera félagi í karlakórnum Geysi og væri það honum ólýsanleg ánægja og eins að taka þátt í félagsstarfsemi kórs- ins. Mátti segja að gamli maðurinn væri þama barnslega glaður og lifði upp fomar og ljúfar stundir er hann átti með æskuvini sínum og góðum söngvara, Þórarni frá Skógum, er dó ungur að áram og hann talaði oft um og dáði. Eins og áður segir tók heilsu Gunnlaugs mjög að hraka fyrir svo sem tveimur árum, bar allmikið á andlegum truflunum hjá honum. Mun það hafa valdið systur hans erfiðleikum, en hún tók því með stillingu og jafnaðargeði og annað- ist bróður sinn með prýði fram til síðustu stundar og lifir nú ein þeirra systkina., hress í lund þó áranum fjölgi. Ég sendi henni og Huldu kærar kveðjur okkar hjóna með þökkum fyrir liðin ár. Ég sagði í upphafi þessara orða frá samverastund með Gunnlaugi. Þær urðu fleiri pndir svipuðum kringumstæðum. Ég er þakklátur fyrir að hafa kynnst svo dugmiklum og mætum persónuleika, sem hann var og ég veit að margir hér um slóðir senda hljóðlátar þakkarkveðj- ur fyrir vel unnin og traust störf hans í þágu sveitanna hér við Öxar- fjörð. Gunnlaugur var jarðsunginn að Skinnastað 20. maí sl. Þar hvíla hans nanustu og þar var honum áreiðanlega kærast að hvílast að síðustu. Honum var mjög kært kvæði Steingríms Thorsteinssonar, Sveitasæla, ekki síst niðurlag þess, þar sem segir „ .. .ei má eðli hagga er það Drottins gjöf/þar sem var mín vagga vil ég hljóta gröf.“ Þreyttur, gamall maður er kominn heim. Hvíli hanní helgum friði. Brynjúlfur Sigurðsson, Kópaskeri. og lagði kapal sér til dægrastytting- ar. Það verður skiýtið að fara í sveitina og sjá enga ömmu, hún sem alltaf tók svo vel á móti okkur. Amma var alltaf svo hress og kát, hún kunni svör við öllum spurn- ingum sem ég lagði fyrir hana. Skarðið sem amma skilur eftir sig mun seint verða fyllt. Ég vildi að sonur minn hefði fengið að kynnast langömmu sinni eins og ég þekkti hana. Því miður entist henni ekki tími til þess. Við söknum hennar öll og biðjum Guð að taka vel á móti Helgu ömmu eins og hún var alltaf kölluð. Elsku afi minn, Guð blessi þig og styrki í sorginni. Helga Kristín og fjölskylda

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.