Morgunblaðið - 01.07.1989, Page 33

Morgunblaðið - 01.07.1989, Page 33
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. JÚLÍ 1989 33 Jónas Gottskálksson íKrossavík Fæddur 16. nóvember 1902 Dáinn 25. júní 1989 í dag, laugardaginn 1. júlí, er til moldar borinn frá Garðskirkju í Kelduhverfí, Jónas Gottskálksson frá Krossavík II í Þistilfirði. Hann lést á sjúkrahúsi Húsavíkur í þann mund • sem náttúran skartaði sínu fegursta og heiðarlöndin og afréttin hans fyr- ir austan voru að íklæðast sumar- skartinu. Jónas Gottskálksson fæddist á Heiði á Langanesi 16. nóvember 1902 og var því á áttugasta og sjö- unda aldursári er hann lést. Hann var sonur hjónanna Gottskálks Frið- björnssonar og Sigríðar Arnadóttur og áttu þau einnig Sigrúnu sem fædd var árið 1900 en hún dó um tvítugt frá nýfæddum syni sínum, Sigurði Tryggvasyni sem andaðist á sl. ári. Árið 1905 fluttist Jónas með foreldr- um sínum til Krossavíkur í Þistilfirði og ári síðar dó faðir hans úr misling- um. Móðir Jónasar giftist síðar Kistni Péturssyni og eignuðust þau eina dóttur, Þórhildi, sem nú býr í Reykjavík. Þegar Jónas var 12 ára missti hann móður sína úr berklum. Þá fluttist stjúpi hans í burtu með Þór- hildi hálfsystur hans en Jónas varð eftir í Krossavík hjá móðurbróður sínum Sigurði Árnasyni sem flutt hafði á undan þeim í Krossavík. Eft- -Minning ir að móðir Jónasar dó hafði Sigurð- ur lengst af ráðskonu, Arnbjörgu Árnadóttur. Snemma varð Jónas að ganga til allra verka og vinnumaður var hann hjá frænda sínum í fjölmörg ár. Stundum var hann þó að hálfu vinnu- maður annars staðar, t.d. á Sigurðar- stöðum á Sléttu og á Ormarslóni. Ekki var atlæti alltaf upp á marga fiska og 16 ára veiktist Jónas og var að lokum sendur gangandi til læknis á Þórshöfn. Þegar þangað kom var hann svo langt leiddur af skyrbjúg að hann hné niður og lá fárveikur austur þar um sex vikna skeið meðan reynt var að vinna bug á veikindun- um. Þáð tókst að lokum og veturinn eftir var Jónas vinnumaður á Fagra- nesi á Lauganesi og var það eini veturinn sem hann var að heiman þar til hann fluttist alfarinn burtu frá Krossavík. Vorið 1940 kom Sigríður Jóns- dóttir frá Tóvegg sem ráðskona í Krossavík. Sigríður og Jónas giftust í Ásbyrgi í Kelduhverfi 28. júní 1942 en skömmu áður hafði Jónas tekið alfarið við búinu af frænda sínum. Aldrei var búið stórt, mest um 100 kindur og kýr og hestar til heimilis- nota. Reynt var _að ná saman endum með ýmsu móti. í Krossavík er sæmi- leg lending og stutt að sækja á sjó- inn. Einnig var rekinn nýttur svo og varpið í björgunum í kring. Þá sá Sveinbjörn Berents- son - Minningarorð Fæddur 2. september 1920 Dáinn 6. febrúar 1989 Þegar góðir vinir kveðja, vill oft taka langan tíma að átta sig á því, að þeir séu horfnir og svo fór með mig, þegar vinur minn Sveinbjörn Berentsson kvaddi þetta líf. Með þessum fáu orðum vil ég minnast hans, en hann var jarð- sunginn frá Hvalsneskirkju laugar-. daginn 18. febrúar. Fregnin um andlát hans kom óvænt, fyrr en nokkur bjóst við, þó svo að undanfarna mánuði hafi hann háð hetjulega baráttu við illvígan sjúkdóm. Sveinbjöm fæddist 2. september 1920 í Krókskoti í Miðneshreppi. Þar bjuggu foreldrar hans, hjónin Kristín Þorsteinsdóttir fædd 23. maí 1888, dáin 15. júní 1967 og Berent Magn- ússon, fæddur 26. desember, 1889 dáinn, 5. október 1985. Sveinbjörn var einn af sjö börnum þeirra hjóna, en þau voru auk Svein- björns, Þorsteinn, Kristín Lilja, Magnús, Vilborg, Indíana og Guðný. Af þeim eru nú látin Magnús, Guðný og Kristín Lilja. Níu ára gamall verður Sveinbjöm fyrir þeirri þungu raun að missa hægri fót, fyrir neðan hné er hann lentl í stýriskeðju um borð í Lax- fossi, er hann var á leið vestur á land, til sumardvalar í sveit. Eins og nærri má gera setti þetta slys sitt mark á svo ungan dreng og átti eft- ir að hafa sín áhrif á allt hans líf. En þrátt fyrir fötlun sína hljóp hann oftast nær við fót og hlífði sér hvergi, enda vol og víl ekki að hans skapi. Hann byrjaði ungur að vinna, á búi foreldra sinna og einnig fór hann snemma að stunda sjósókn á bátum og togurum, sem háseti eða mat- sveinn. Sveinbjörn kvæntist 7. febrúar 1948 Hólmfríði Björnsdóttur, fædd 5. september 1917, frá Reynihólum í Vestur-Húnavatnssýslu. Þau eign- uðust 9 börn, þau eru: dóttir fædd 1945, dáin í frumbernzku, Þorbjörg f. 1946, Bjarni f. 1947, Aðalheiður f. 1948, Berent f. 1950, Sveinbjörn f. 1952, dáinn 1960, Gunnlaugur f. 1954 og tvíburarnir Ingibjörg og Kristín fæddar 1956. Samtals em barnabörnin 15. Þau hjón urðu fyrir þeirri sáru sorg að missa Sveinbjörn, son sinn, á áttunda ári af slysförum 17. jan- úar 1960. Fyrr í þeim sama mánuði Kristján Th. Guðimmds- son — Kveðjuorð Fæddur 25. júlí 1920 Dáinn 25. júní 1989 Kailið er komið, komin er nú stundin, • vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinimir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof íyrir liðna tíð. Margs er að minnst, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. Grátnir til grafar göngum vér nú héðan, fylgjum þér vinur. Far vel á braut. Guð oss það gefi, glaðir vér megum þér síðar fylgja’ í friðarskaut. (V. Briem) Ættingjar og vinir Jónas um póstferðir inn í Svalbarð í meira en 20 ár, fyrst hálfsmánaðar- lega og síðar vikulega. Þessa leið fór hann gjarnan áður en fólk almennt reis úr rekkju, alltaf hlaupandi og alltaf stystu leið. Oft lenti hann í erfiðu veðri og færð. Þrisvar sinnum lenti hann ofan í Kollavíkurvatni nið- ur um ís, einu sinni á kaf en tókst alltaf að krafla sig upp aftur. Ef syrti að var símalínan oftast bjarg- vætturinn. Erfiðar samgöngur voru lengst framan af við Krossavík og þar með voru allir aðdrættir þyngri en ella. Ef um meiriháttar flutning var að ræða svo sem kol eða áburð varð að treysta á sjóleiðina allt fram til 1962 er vegurinn loksins kom niður í víkina. Fram að þeim tíma voru minniháttar flutningar gjarnan lagð- ir á bakið og margan baggann var Jónas búinn að binda á bak á meðan hann bjó í Krossavík. Hann var alla tíð grannholda og léttur upp á fót- inn, sást sjaldan gangandi, oftast hlaupandi. Hann var aldrei marg- máll, en traustur vinur vina sinna og ljúfur heimilisfaðir. Þau Sigríður og Jónas eignuðust saman 3 börn en áður hafði Sigríður átt Ásdísi, sem fædd var 1936 og kom með móður sinni í Krossavík og Jónas reyndist eins og besti faðir. Ásdís er nú bú- sett í Keflavík. Börn þeirra Jónasar og Sigríðar eru Sigurður, fæddur 1946 og býr í Reykjavík, Rósbjörg, fædd 1948 og býr á Akureyri, og Jón Níels sem fæddur var 1949 en hann fórst með mb. Sigurfara í Hornaíjarðarósi 17. maí 1971. Það var þeim hjónum mikið áfall að missa þannig yngsta barnið í blóma lífsins og þar með var grund- völlurinn undir frekari búskap í Krossavík brostinn því að Jón Níels var stoð og stytta foreldra sinna hvað búskapinn varðaði síðustu árin sem hann lifði. Þau fluttu því burtu úr Krossavík haustið 1971 og hafði þá Jónas átt þar heima í 65 ár. Ferð- inni var heitið að Viðarholti á Ár- skógssandi þar sem þau gátu haldið áfram búskap þótt í smáum stíl væri. Þar bjuggu þau með nokkrar kindur og Jónas vann verkamannavinnu eft- ir því sem hún féll til þar til gamall óvinur, glákan, knúði að dyrum fastar en nokkru sinni fyrr. Um 1980 var svo komið að Jónas var hér um bil blindur og síðustu 8 árin var hann í algjöru myrkri. Allan þann tíma var hann dyggilega studd- fórst Magnús bróðir Sveinbjörns með mb. Rafnkeli. Varð þetta fjölskyld- unni þung raun og varð af sár, sem seint greri. Árið 1946 kaupir Sveinbjörn sér vörubíl og eftir það verður vörubíls- akstur hans aðalatvinna. En þó var hugur hans alltaf bundinn sjónum og jafnframt akstrinum gerir hann út báta, fýrst Víking, síðan tvo Ell- iða, hvom á eftir öðrum. Sveinbjörn var rammur að afli, með sterkustu mönnum. Honum féll aldrei verk úr hendi. Hann var harð- duglegur og fylginn sér við öll þau störf sem hann tók að sér, ósérhlífinn með afbrigðum, þótt heilsan hafi ekki alltaf verið upp á það bezta. Hann var samviskusamur og heiðar- legur í hvívetna. Hann var mikið snyrtimenni og hafði allt í röð og reglu. Bílskúrinn var hans verkstæði, þar var hver hlutur á sínum stað. Hann gerði sjálf- ur yið bíla sína og vildi að þeir væru alltaf í fullkomnu lagi, hvenær sem á þeim þyrfti að halda og á hverju kvöldi eftir vinnu þvoði hann bílin hátt og lágt. Aðaláhugamál hans var spila- mennska, sem hann hafði mikla ánægju af, hvort heldur hann spilaði við böm eða fullorðna. Hann spilaði mikið lomberen aðallega spilaði hann brids. Hann var bæði í bridsfélagi í Sandgerði og Keflavík; vann þar til margra verðlaunagripa. Sveinbjörn hafði mikið yndi af söng og tónlist. Á hans bernzkuheim- ili var mikið sungið, móðir hans hafi fagra söngrödd og létti sér og öðrum störfin með söng og þau systkinin vöndust snemma á að gera það líka. Á seinni árum naut hann þess að geta, í ró og næði, hlustað á góðar hljómplötur. Allir sem náin kynni höfðu af Sveinbirni munu vera sammála um að þar fór traustur maður, sem var bóngóður og fljótur til væri til hans leitað. Og víst er um það að þeir sem minna máttu sín áttu í honum örugg- an skjólstæðing. Greiðvikinn var hann og gerði mörgum góðan greiða. Hann kom til dyranna eins og hann var klæddur, sagði meiningu sína umbúðalaust, en hallaði hvergi réttu máli. Þrátt fyrir ákveðni og hörku var ekki djúpt á brosið og kímnina, sem hann átti í svo ríkum mæli, enda löðuðust börn að honum, því hann var barngóður. Hann var ákaflega heimakær og gestrisinn og hafði gaman af að fá fólk í heimsókn, þangað voru allir velkomnir. Svein- björn átti létt með að halda uppi samræðum enda fróður, bæði um menn og málefni. Þau hjónin nutu þess, að veita vel, og voru veitingar þar allar af mikilli rausn. Sveinbjörn var einlægur stuðn- ingsmaður Alþýðubandalagsins og herstöðvarandstæðingur. Var ekki komið að tómum kofunum hjá honum í umræðum um stjórnmál, því hann hafði mjög sterkt minni og fylgdist vel með öllum slíkum umræðum og skrifum. Síðustu mánuðina fylgdumst við með harðri baráttu hans við veikind- in og undruðumst oft kjark hans og æðruleysi. Hann var hetja til hinstu stundar. Við leiðarlok er hann kvaddur þakklátum huga fyrir vináttu og tryggð. Fari hann í friði og friður guðs blessi hann. Vinur t Þökkum auðsýnda samúð við andlót og jarðarför YNGVA FINNBOGASONAR frá Sauðafelli. Þuríður Sigurjónsdóttir, Hulda Yngvadóttir, Arnar Laxdal Snorrason, Sigurjón Svavar Yngvason, Margrét Valdimarsdóttir, Margrét Yngvadóttir, Páll Pálsson, Inga Þuríður Þorláksdóttir, Rúnar Gunnarsson. ur af eiginkonu sinni, Sigríði, sem vék varla nokkru sinni frá honum og leiðbeindi honum og hjálpaði eins og best hún gat. 1983 fluttust þau hjón búferlum á ný og nú til Húsavík- ur þar sem þau bjuggu um skeið í Þórshamri en fyrir jölin 1986 fluttu þau í eigið húsnæði í eitt af smáhýs- v unum í skjóli Hvamms. Það var Jón- asi mikið gleðiefni að komast þannig í nýtt og gott húsnæði og áhugi hans á meðan á byggingunni stóð var mikill og ánægjan eftir því þegar flutt var inn. Hann hélt óskertum sönsum til dauðadags en árin mörgu sem hann var í myrkri hafa áreiðanlega verið horium erfið því að starfsþjálfun hafði hann enga til að vinna blindra- vinnu. Hann hnýtti spyrður og hnýtti á þegar vinna fékkst við slíkt og var ánægður ef nóg verkefni voru fram- undan á því sviði. Hann var löngu tilbúinn til brottfarar frá þessu til- verusviði og þegar heilsunni fór smám saman hrakandi gerði hann sér fulla grein fyrir að hveiju dró. Hann átti von um góða heimkomu annars staðar og hlakkaði til vista- skiptanna. „Nú sól er horfin sýnum og sjónum fyrir mínum er húm í heimi svart Þó alls án ótta sef ég því aðra sól æ hef ég minn Jesú, lífsins ljósið bjart.“ (H. Hálfd.) Blessuð sé minning Jónasar Gott- skálkssonar. Hafðu þökk fyrir samfylgdina. Birgir Sveinbjörnsson ▼▼▼▼▼▼▼▼▼▼▼ 'lMlÚk&Ptí Jcfrto© ▼ ▼▼▼ FRUMSÝNINC á Paloma Picasso matar & kaffistellum 3 mynstur ▼ ▼▼▼ sýning LAUGARDAG 1. júlí ki. u00-^00 CORUS Hufnarstræti 17 — sínii 22850 AAAAAAAAAAA

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.