Morgunblaðið - 01.07.1989, Page 44

Morgunblaðið - 01.07.1989, Page 44
Á ÞJÓÐVEGII SUMARÞÁTTUR KL. 13.30 '■N 1=Q RÁS 1 Q=1 ÚTVARPID Jj mrjgttitMiiMfr Efstir á blaði FLUGLEIDIR LAUGARDAGUR 1. JULI 1989 VERÐ I LAUSASOLU 80 KR. Jón Baldvin tekur við formennsku EFTA: Ihugar að kveðja til staðgengil sinn næstu sex mánuði JÓN Baldvin Hannibalsson tekur í dag, 1. júlí, við formennsku í ráðherranefiid EFTA og gegnir formennsku út þetta ár. í viðtali við Morgunblaðið í dag segist Jón Baldvin verða afar upptekinn af þessu verkefhi sínu næsta hálfa árið, og hafí hann því hugleitt að kveðja til staðgengil sinn í utanríkisráðuneytið, til þess að sinna öðrum verkefhum utanríkisráðherra íslands, en þeim sem snúa að EFTA. Hann segir þó enga ákvörðun hafa verið tekna, þar að lútandi. 'jm. Þess má geta að það hefur aldr- ei gerzt áður í sögu lýðveldisins að ráðherra hafi kvatt til stað- gengil sinn, til þess að sinna störf- um sínum að hluta, en sinnt sjálf- ur ákveðnum málaflokki, sem falla undir ráðuneyti viðkomandi ráð- herra. Sakadómur: .Fangapresti óheimilt að hitta fang- ana um sinn SAKADÓMUR í ávana- og fíkni- efhamálum úrskurðaði í gær að fangapresti þjóðkirkjunnar væri óheimilt að hitta þijá gæzlufanga í Síðumúlafangels- inu um sinn. Fangarnir eru í haldi vegna umfangsmikils fíkniefhamáls, en grunur vakn- aði hjá rannsóknaraðilum um að presturinn hefði borið upp- lýsingar á milli fanganna. Ásgeir Friðjónsson sakadómari sagði í samtali við Morgunblaðið að úrskurður dómsins fæli ekki í sér neina sakfellingu yfir prestin- um af hálfu dómstólsins, heldur væri fremur verið að vemda óbreytt ástand. Ásgeir sagði að ef ríkissaksókn- ara þætti ekki ástæða til að rann- saka málið frekar á grandvelli þeirra gagna, sem lægju fyrir, myndu takmarkanir þessar falla niður. Presturinn hefur frest til hádeg- ► is í dag til að kæra úrskurð saka- dóms til Hæstaréttar. Að sögn lögmanns hans hafði hann enn ekki tekið ákvörðun um það í gærkvöldi. Orðrétt segir utanríkisráðherr- ann í viðtalinu: „Þetta starf mitt verður þessa sex mánuði megin- viðfangsefni mitt. Því hefur það komið til álita að ég kveðji til stað- gengil í utanríkisráðuneytið þenn- an tíma, til þess að sinna öðrum verkefnum utanríkisráðherra, en engin ákvörðun hefur verið tekin um það enn.“ I samtali við Morgunblaðið í gær sagðist utanríkisráðherra ekkert hafa getað hugað frekar að þessu máli síðustu daga, vegna anna. Hann myndi þó gera það á næstunni. Því væri útilokað að vera með nokkrar getsakir um það hver yrði staðgengill hans á stóli utanríkisráðherra, ef um slíkt yrði að ræða. Sjá viðtal við Jón Baldvin Hannibalsson: „Alverst að hér uppvektust þjóðemisdraug- ar ...“ bls. 12-14. Morgunblaðið/Rúnar Þór Sólarlag við Eyjafjörð Hreinn hagn- aður ÍS AL 210 milljónir HREINN hagnaður ÍSAL á síðasta ári nam 210 milljónum króna. Fyrir skatta nam hagnað- ur ÍSAL 526 milljónum króna en skattar urðu 316 milljónir króna. Brúttótekjur ÍSAL á síðasta ári námu tæpum 7 mill- jörðum króna. Ragnar S. Halldórsson stjórnar- formaður ÍSAL segir að árið 1988 hafi verið eitt hið besta í sögu fé- lagsins eins og framangreindar tölur bera með sér. Og hann er bjartsýnn á framtíðina hvað rekst- urinn varðar. Verð á áli á heims- markaði hafi að vísu fallið úr 3000 dolluram tonnið sem það komst hæst, í um 1800 dollara tonnið. Verð sé þó enn viðunandi og ef það heldur sér verði 1989 ekki síðra ár en 1988. Á aðalfundi ÍSAL í gær var rætt um ATLANTAL-verkefnið. Þar kom fram að bygging nýs ál- vers hér á landi frá grunni er of óhagkvæmur kostur til að í hann verði ráðist af ATLANTAL-hópn- um. Hinsvegar heldur áfram vinna við að kanna hagkvæmni þess að stækka núverandi álver um ríflega helming. Áformaður er fundur hjá hópnum um það mál í ágúst. Nokkrar breytingar urðu á stjórn ÍSAL. í stað þeirra Magnús- ar Óskarssonar og Eggerts Hauks- sonar komu þeir Hrafnkell Ás- geirsson og Þorsteinn Ólafsson inn í stjórnina. Staða frystingar fer versnandi: Mfldl skammsýni stjómvalda að draga aðgerðir á langinn segir Jón Ingvarsson, formaður stjórnar SH „STJÓRNVÖLD hafa enn ekki efint fyrirheit sitt um viðunandi afkomu frystingarinnar. Tap- rekstur er áætlaður um 4,5% af tekjum og dráttur á lækkun geng- is eykur vandann stöðugt. Því er það mikil skammsýni af ríkis- stjórninni að draga aðgerðir á langinn og nýta ekki tækifærið til að auka útflutningsverðmæti þeirra birgða sem til eru í landinu. Á haustmánuðum verður kvóti á þrotum og útflutningur verður í samræmi við það. Þá nýtist geng- islækkunin miklu síður,“ sagði Jón Ingvarsson, formaður stjórnar SH, í samtali við Morgunblaðið. Stjórn SH fundaði í vikunni og komu þar fram verulegar áhyggjur af gangi mála. Jón segir, að hallinn á frystingunni sé, að mati Samtaka fiskvinnslunnar 4,5%. Endanlegt mat Þjóðhagsstofnunar liggi ekki fyrir, en áætla megi að samkvæmt mati hennar sé hallinn að minnsta kosti 2,5%. Það jafngildi því að gengið þurfi að lækka um að minnsta kosti 3% til að jöfnuður náist í rekstrinum og sé þá ekki tekið tillit til uppsafn- aðs rekstrarvanda síðustu missera. „Til að greiða fyrir kjarasamning- um hét ríkisstjórnin því að afkoma útflutningsgreina skyldi verða viðun- andi. Þetta fyrirheit hefur ríkis- Tap á rekstri Samvinnutrygginga 85,4 milljónir á síðasta ári: Tapið einkum vegna gjaldþrota TAP á rekstri Samvinnutrygg inga GT varð 85,4 milljónir króna á síðasta ári. Árið 1987 var 191.000 kr. hagnaður á rekstrinum, en fimm milljóna tap 1986. Stór hluti tapsins varð vegna gjald- og greiðsluþrots stórra viðskiptavina fyrirtækisins, einkum innan sam- vinnuhreyfingarinnar. Afskrifa þurfti útistandandi skuldir að upp- hæð 62 milljónir króna vegna þeirra. Tap á almennum slysatrygging- lagsins Andvöku, dótturfyrirtækis um varð 31,9 m.kr. og 23 m.kr. á endurtryggingum. Eigið fé félags- ins rýmaði um 57,7 milljónir króna milli ára. Rekstur líftryggingafé- Samvinnutrygginga, gekk hins vegar vel og varð 9,6 milljóna króna hagnaður á rekstrinum. Þetta kom fram á aðalfundi félag- anna, sem haldinn var í gær. Iðgjöld ársins hjá Samvinnu- tryggingum námu 1.402,4 m.kr. og hækkuðu um 44% milli ára. Tjón ársins námu 1.166,4 m.kr, sem er 41% meira en árið áður. Nettó umboðslaunakostnaður nam 76,3 m.kr. og hækkaði um 50% frá síðasta ári. Guðjón B. Ólafsson, nýkjörinn stjómarformaður Samvinnutrygg- inga, sagði í samtali við Morgun- blaðið í gær að tap Samvinnutrygg- inga myndi ekki hafa áhrif á hlut félagsins í sameiningunni við Brunabót. Ekki væri eingöngu far- ið eftir mati á eigin fé, heldur yrðu einnig metnir tryggingasjóðir og fasteignir. Stefnt væri áfram að því að eignaraðild félaganna í Vá- tryggingafélagi íslands yrði jöfn. stjórnin hins vegar ekki staðið við og er ljóst að eftir því, sem hún dreg- ur á langinn að efna þetta fyrirheit sitt, veður vandinn meiri og oviðráð- anlegri og gengislækkunarþörfin því rneiri," sagði Jón. „Afkomuhorfur frystihúsanna síðari hluta þessa árs era vægast sagt ískyggilegar, Framleiðsla frysti- húsanna, sem af er þessu ári, hefur verið góð. Hún jókst um 10% að magni miðað við sama tíma í fyrra vegna góðra aflabragða fyrri hluta ársins. Að sama skapi hefur fram- leiðslan verið flutt jafnharðan út og er útflutningur nú 35% meiri en á sama tíma í fyrra. Vegna minni afla- heimilda er talið fullvíst að heildar- þotnfiskaflinh muni dragast saman um 50.000 til 70.000 tonn og er þar einkum um þorsk að ræða. Það er því fyrirsjáanlegur samdráttur á heildarframleiðslunni og kemur hann allur á síðari hluta ársins. Það má því segja að mikil framleiðsla og mikill útflutningur fyrri hluta ársins hafi aukið greiðsluflæði fyrirtækj- anna, en aðeins um stundar sakir og gefur það því ekki rétta mynd af raunveralegu ástandi. Erfiðleik- amir virðast því miður vera óum- flýjanlegir á haustdögum, þegar afla- heimildir eru uppumar og framleiðsl- an flutt út,“ sagði Jón Ingvarsson.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.