Morgunblaðið - 04.07.1989, Page 1

Morgunblaðið - 04.07.1989, Page 1
 maaaisfciaiCTii w—mnms m FRJALSAR / GRAND PRIX-MOTIÐ A BISLET Calvin Smith vann Lewis í fyrsta sinn Besti árangurinn í ár í mörgum greinum náðist í Osló. Carl Lewis tapaði í 100 og Cram aðeins fjórði í draumamílunni BESTI árangur ársins náðist í mörgum greinum á Grand Prix-mótinu í frjálsíþróttum á Bislet í Osló á laugardags- kvöld. Norskt met í spjótkasti kvenna sá dagsins Ijós; Carl Lewis tapaði í 100 metrunum og Bretinn Steve Cram vann draumamíluna svokölluðu ekki fimmta árið í röð. Þá þorði Marokkómaðurinn Said Aoutia ekki í Yobes Ondieki, nýja stór- hlauparann frá Kenýu, í 5 km hlaupi og norsku hlaupadrottn- ingunni Ingrid Kristiansen mis- tókst sú ætlan að setja heims- met í 10 km hlaupi kvenna. Til orðaskaks kom milli Cram og Aouita eftir mótið. Sá síðar- nefndi sagði þann breska hafa kom- ið í veg fyrir að hann gæti tekið þátt í míluhlaupinu en Cram sagði Aouita ekki hafa þorað í Ondieki í 5 km af ótta við að tapa fyrir hon- um öðru sinni á skömmum tíma. Aouita var skráður í 5 km en vildi fá að hlaupa míluna við komuna til Ósló. Hljóp hann á endanum 3 km og náði besta tíma ársins, 7:34,79. Ondieki var lengst af á heims- metshraða en hljóp einn og alveg keppnislaust síðustu fimm hringina. Náði hann 13:04,24, sem er einn allra besti tími frá upphafi. Norskur hlaupari, Are Nakkim, varð fjórði á 13:19,82 og bætti 15 ára gamalt landsmet Knuts Kvalheim (13:20,54). ■Ólympíumeistarinn í 3.000 hindr- un, Kenýumaðurinn Julius Kariuki, náði besta tíma ársins í greininni, hljóp á 8:14,39. Bandaríkjamaðurinn Johnny Gray náði næstbesta tíma ársins í 800 metrum, 1:43,39. Nýi kenýski spútnikinn Robert Kibet hafði for- ystu nær allt hlaupið og stefndi lengst af í nýtt heimsmet en varð að slaka á undir lokin og missti þá Gray fram úr sér. Kibet fékk 1:43,70. Petra Felke sigraði í spjótkastinu (71,94) eftir harða keppni við norsku stúlkuna Trine Solberg sem setti nýtt norskt met, 71,12, og kastaði í fyrsta sinn yfir 70 metra. Solberg á vallarmetið í Laugardal. Sovétmaðurinn Rodíon Gataúllín reyndi að bæta stangarstökks- heimsmet landa síns Sergej Búbka um ljóra sentimetra með því að reyna árangurslaust við 6,10 metra. Cram gaf eftlr á endasprettin- um Cram hafði forystu í draumamíl- unni á síðasta hring en aðrir áttu meiri krafta eftir á endasprettinum og varð hann íjórði. Ólympíumeist- arinn í 1500 metrum, Sómalinn Abdi Bile, var sterkastur, tók for- ystu þegar 80 metrar voru eftir og sigraði eins og meistara sæmir. Calvin Smith, fyrrum heimsmet- hafi í greininni, vann 100 metra hlaupið og sigraði landa sinn Carl Lewis, að því er þeir báðir töldu, í fyrsta sinn. „Ég hljóp eins vel og ég gat í kvöld. Var bara ekki betri,“ sagði Lewis, sem hélt upp á 28 ára afmæli sitt á laugardag. Loks reyndi norska hlaupa- drottningin Ingrid Kristiansen að gleðja heimamenn með því að slá heimsmet sitt (30:13,74) í 10 km hlaupi, sem hún setti á Grand Prix- mótinu á Bislet 1986. Hafði hún lengi vel keppni af bandarísku hlaupakonunni Patti Sue Plumer en hljóp síðustu hringina keppnis- laust og reyndist ekki í nógu góðri æfingu til að slá metið, hljóp á 30:48,51 mín., og var því um 25 sekúndur frá því. ■ Úrslit / B11 ■ Besti árangurinn í ár / B10 ItriWR FOLK ■ DAVID Jenkins, breska stjarnan í 400 metra hlaupi, var fyrr í þessum mánuði látinn laus eftir eins árs fangavist í Kali- forníu. Hann hafði hins vegar ver- ið dæmdur í 7 ára fangelsi fyrir að selja stera. Jenkins var á sínum tíma heilmikill hlaupagikkur, en þrátt fyrir að hafa játað stera- neyslu fyrir Ólympíuleikana í Montreal 1976 og Moskvu fjórum árum síðar, lenti hann einungis í 7. sæti í bæði skiptin. Hann státar hins vegar af silfurpeningi í 4x400 metra boðhlaupi frá Ólympíuleik- unum í Milnchen árið 1972. ■ JÓN ARNAR Mngnússon felldi bytjunarhæð í stangarstökku á Norðurlandamótinu í tugþraut unglinga, sem fór fram í Kaup- mannahöfn um heigina. Jón Arn- ar náði ekki að stökkva 3.50 m, en yfirleitt er hann nokkuð öruggur með að stökkva 4.00 til 4.30 m. Hann var með forustu í tugþrauta- keppninni þegar stangarstökk- skeppnin byijaði og allt leit út fyrir að hann myndi ná að veija Norður- landameistaratitil sinn. ■ DAWN Sowell frá Banda- ríkjunum er ný „Flo-Jo“ Griffith. Þessi 23 ára stúlka hefur náð best- um tíma í 100 og 200 m hlaupi í ár - 10,93 sek. og 22,04 sek. Þess má geta að Sowell hljóp 100 m í fyrra á 11,19 og 200 m á 23.13 sek. ■ ALÞJÓÐA knattspymusam- bandið, F/FArannsakar nú félaga- skipti sænska landsliðsmannsins Stefan Relin. Svissneska liðið Ne- uchatel Xamax hefur mótmælt félagaskiptum Rehn frá sænska „Dýragarðinum" yfir í Everton á þeim forsendum að hann hafi áður gert samning við þá. Talsmenn Everton segjast á hinn bóginn viss- ir um að Rehn hafi ekki skrifað undir neitt hjá Xamax og eini bind- andi samningurinn sé sá sem Svíinn gerði við Everton. ■ UNGLINGAR á vegum borð- tennisdeildar Víkings eru á förum í æfingabúðir í Ölstykke íDan- mörku. Þar verða á þriðja hundrað manns frá öllum Norðurlöndunum við æfingar og keppni næstu vik- una. ■ SIGURÐUR Jónsson, gjald- keri Golfklúbbs Suðurnesja, verð- ur mótsstjóri Landsmótsins í golfi sem fram fer á Hólmsvelli í Leiru um mánaðarmótin júlí-ágúst. Calvin Smith náði loksins að skjóta Carl Lewis ref fyrir rass. FRJALSAR / TUGÞRAUT Stefán Þór með 6.503 stig í Laugardalnum STEFÁN Þór Stefánsson, ÍR, náði 6.503 stigum ítug- þraut á innanfélagsmóti IR í Laugardal um helgina. Agnar Steinarsson, ÍR, varð annar með 5.515 stig en hann gerði ógilt í kringlu- kasti og varð þar af um 500 stigum a.m.k. Arangur Stefáns Þórs í ein- stökum greinum þrautar- innar var sá að hann hljóp 100 metra á 10,9, stökk 6,42 í lang- stökki, varpaði kúlu 10,84, stökk 1,89 í hástökki, hljóp 400 metra á 52,5,110 metra grinda- hlaup á 14,8, kastaði kringlu 35,64, stökk 3,40 í stangar- stökki, kastaði spjóti 48,78 og hljóp loks 1500 metraá 4:51,4. Agnar hlaut 6.039 stig í tug- þraut í Arendal í Noregi í apríl og af einstökum greinum má nefna að hann hljóp þá 1500 metra á 4:25,0 og stökk 3,70 í stangarstökki. í fyrstu grein þrautarinnar á laugardag, 100 metra hlaupi, tóku fleiri þátt. Einar Þ. Einars- son, Ármanni, sigraði á 10,8 sek. Síðan kom Stefán Þór, þá Gunnar Guðmundsson, UÍA, á 11,0, Agnar hljóp á 11,4 og Þórður Magnússon, FH, á 11,5. GETRAUNIR: 2 2 X 1 1 2 2 1 2 2 2 1 LOTTO: 9 11 14 15 16 /6

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.