Morgunblaðið - 04.07.1989, Page 9

Morgunblaðið - 04.07.1989, Page 9
MORGUNBLAÐIÐ f^RSyyUAGUR 4. JÚLÍ 1989 B 9 ■9---B--- SKOTFIMI / ISLANDSMOTI LEIRDUFUSKOTFIMI Einar Páll jaf naði íslandsmetið og náði ól-lágmaki EINAR Páll Garðarsson úr SR varð íslandsmeistari íleirdúfuskotfimi sem fram um helgina. Hann jafnaði íslands- met Gunnars Kjartanssonar, hlaut 184 stig af 200 mögulegum sem jafngildir ólympíulágmarkinu fgreininni. Einar Páll varð að skjóta allar 25 dúfurn- ar í síðasta hring til að verða efstur fyrir úrsiitin og það tókst. Víglundur Jóns- son náði einnig að skjóta allar dúfurnar í í leirdúfuskotfimi „skeed“ eru tvö hús, nefnist annað turn og hitt mark (háturn og lágturn). Leirdúfunum er kastað úr þess- um húsum með þar til gerðum kastvélum. Skotið er á dúfurnar frá átta skotstæðum. Skotstæð- um eitt til sjö er raðað með jöfnu bili á bogalínu, _sem dregin er á milli húsanna. I hverri umferð eða hring er skotið á 25 dúfur eftir ákveðinni röð. í keppni eru skotnar átta umferðir samtals 200 dúfur. ValurB. Jónatansson skrífar 1. hring á öðrum degi. Þetta var í fyrsta sinn sem kepp- endur ná fullu húsi á íslands- móti. Einar Páll náði að skjóta niður 184 dúfur af 200 mögulegum, eða einni meira en Emii Kárason sem varð í öðru sæti. Sigurður Gunnarsson varð þriðji með 179, Hjálmar Ævarsson í fjórða með 173, Víglundur Jónsson í fimmta með 172 og Theodór Kjartansson í sjötta með 164 stig. Sama röð var á keppendum eftir úrslit- in. Einar Páil skaut 23 dúfur og kom inn á samtals 207, Emil skaut 21 og hlaut 204, Sigurður skaut 20 og hlaut 199, Hjálmar Ævarsson skaut 23 og hlaut 191, Víglund- ur skaut 19 og hlaut 191 og Theodór skaut 19 og hlaut 183 stig. Alls voru 16 keppendur sem tóku þátt í mótinu og var skorið mjög gott í heildina. Sex efstu menn eftir 8 umferðir léku til úrslita, einn hring. Skotfélag Reykjavíkur sigraði í sveita- keppni, sem nú fór fram í fyrsta sinn. SR hlaut 400 stig af 450 mögulegum. Skotfélag Hafnarljarðar hlaut 325 stig. Ungur skotmaður úr Hafnarfirði, Alfreð K. Alfreðsson, varð í 7. sæti með 161 stig og kom það nokkuð á óvart þar sem hann er nýbyijaður að æfa. GOLF / EM ísland í 13. sæti -eftirsigurá Portúgal og Sviss ÍSLENSKA landsliðið í golfi varð í 13. sæti af 20 á Evr- ópumóti áhugamanna sem lauk í Wales á sunnudaginn. Englendingar sigruðu og Skotar höfnuðu í öðru sæti. Fyrst var keppt í höggleik þar sem árangur réði úrslit- um um skiptingu í riðla. ísland hafnaði þar í 13. sæti og lék því í B-riðli eða um 9. til 15. sætið. Úlafar Jonsson lék best íslend- inganna í höggleiknum, eða 150 höggum og var einn af 10 bestu. Sigurjón Arnarsson kom næstur með 160 högg. Þá Ragnar Ól- afsson með 163, Hannes Ey- vindsson með 166, Sigurður Sig- urðsson 167 og Guðmundur Sveinbjörnsson með 168 högg. í holukeppninni tapaði Island fyrir Ítalíu naumlega á föstu- dag, 3:4. Sigraði síðan Portúgal 5:2 og Sviss 4:3 og hafnað í 13. sæti. Lokaröðin var þessi: England, Skotland, írland, Wales, Noreg- ur, V-Þýskaland, Frakkland, Spánn, _ Italía, Holland, Dan- mörk, ísland, Sviss, Finnland, Portúgal, Belgía, Grikkland, Austurríki og Tékkóslóvakía. MJOLKURBIKARKEPPNI KSl Fótboitaveisla á Hlíóarenda íkvöldhl. 20.00 VALUR VIKINGUR Fföimennum á stórleik Heppnir áhorfendur fá Hi Tech íþróttaglaóning SJOVAHHrfALMENNAR Suðurlandsbraut 4 og Síðumúla 39. Umboðsmenn um allt land. M METRO — afburða íþróttaskór! LITSÝN Feriíaskrifstofan Vtsp hf. MONDOITALIA '90 fótboltar

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.