Morgunblaðið - 04.07.1989, Page 12

Morgunblaðið - 04.07.1989, Page 12
 B L A Ð A L L R A LANDSíViANNA n 1989 ■ ÞRIÐJUDAGUR 4. JÚLÍ BLAD D ÞROSKAHEFTIR Fjögur gull í Svíþjóð Islendingar unnu fjögur gull á fyrsta keppnisdegi heimsleika þroskraheftra, sem hófst í gær í Hemesand í Svíþjóð. Sigrún Huld Hrafnsdóttir fékk tvenn gull - sigraði í 50 m skriðsundi (37,06 sek.) og 100 m bringusundi (1.37,70 mín.). Guðrún Ólafsdóttir fékk gull í 200 m baksundi - 3.28,41 mín. og Gunnar Þ. Gunnarsson fékk gull í 50 m flugsundi (33,30 sek.). Gunnar Þ. fékk silfur í 400 m skriðsundi. Bára B. Erlingsdóttir fékk tvenn silfurverðlaun — í 100 m bringusundi og 50 m flug- sundi. Þá fékk Gunnar Þ. bronsverðlaun í 50 m skriðsundi. „Spuming um landsliðið" ■Sigi Held, landsliðs- þjálfari Islands. Siegfried Held til Tyridands? Tyrkneska félagið Galatasaray hefur boðið Siegfried Held 8,8 milljón kr. nettó íárslaun og auk þess villu og glæsivagn „SIEGFRIED Held, landsliðs- þjálfari íslands í knattspyrnu, er á förum til Tyrklands - til að taka við frægasta félagsliði Tyrkja, Galatasaray frá ístan- búl,“ sagði v-þýska blaðið Kic- kerfrá í gær. Blaðið sagði frá því að Held hafi farið til Tyrk- lands til að ræða við for ráða- menn félagsins. Þeir buðu hon- um tveggja ára samning, en að sögn v-þýska blaðsins vildi Held byrja á eins árs samningi. Blaðið segir að Heid eigi að fá 8,8 millj. ísl. króna í árslaun og auk þess villu og glæsivagn. Þá segir Kicker að aðeins eitt geti staðið í vegi Helds. Þ.e.a.s. að hann sé landsliðsþjálfari íslands og hann hafi verið búinn að ákveða að stjórna landsliði íslands í undan- keppni heimsmeistarakeppninnar. „Held er ekki með skriflegan samn- ing við íslendinga. Hann gerði munnlegan samning við þá,“ segir í grein blaðsins. „Það er því ekki auðvelt fyrir Held að fá sig lausan." Sagt er frá því að Held fari til íslands í vikunni til að fá sig lausan og væntanlega muni hann skrifa undir samning við Galatasaray í næstu viku. Galatasaray er eitt fjársterkasta félagslið Evrópu og er nær alltaf uppselt á heimaleiki liðsins - á Ali Sami Yen-leikvellinum, sem tekur 35 þús. áhorfendur. Jupp Derwall, fyrrum landsliðsþjálfari V-Þýska- lands, er dýrlingur hjá félaginu eft- ir að hann gerði það að meisturum 1987 og 1988. Aðstoðarþjálfari Held verður þýskur, Wolfgang Sandhowe, sem var einnig aðstoðarþjálfari sl. keppnistímabil. Þá þjálfaði Mustafa Denizli, fyrrum landliðsþjálfari Tyrklands, liðið. Eins og menn muna þá komst Galatasaray í undanúrslit Evrópu- keppni meistaraliða á dögunum, með því að slá Mónakó út. Með lið- inu leika margir kunnir kappar. Frægastur þeirra er markaskorar- inn Tanju Colaks. Það er greinilegt að glæsilegur árangur Helds með íslenska lands- liðið hefur skapað honum nafn sem þjálfari á heimsmælihvarða. - sagði Held. „Tilboð eins og liggurfyrirfær maðurekki nema einu sinni á ævinni, en ég hef ekki skrifað undir neinn samning." Til greina kemur að vera með bæði liðin „EG var í Istanbúl fyrir helgi og ræddi við forráðamenn tyrkneska félagsins Galatas- aray umtilboðið, sem þeir gerðu mér. Það má segja að tilboð eins og liggur fyrir fær maður ekki nema einu sinni á ævinni, en ég hef ekki skrif- að undir neinn samning. Það er ekkert vandamál að flytja til Tyrklands, en þetta er ekki aðeins spurning um mig, heldur einnig íslenska lands- liðið,“ sagði Siegfried Held i samtali við Morgunblaðið seint í gærkvöldi. Held kemur til íslands í dag vegna þessa máls og ræðir við Ellert B. Schram, formann Knattspyrnusambands Islands um framhaldið. Ellert segir að Held sé bundinn KSÍ út tímabilið, en sú hugmynd hefur skotið upp kollinum að Held haldi áfram með landsliðið, þó hann taki tilboði Tyrkjanna. „Allt er mögulegt“ „Ég ræði tilboð Tyrkjanna við Ellert sem og landsliðsmálin og svo sjáum við til, en ég vil ekki tala opinberlega um samning minn við KSÍ. Hvað framhaldið varðar, ,þá er alit mögulegt og vonandi komumst við að niður- stöðu, sem allir aðilar geta sætt sig við,“ sagði Held. „Ekkert hef- ur verið ákveðið með framhaldið, en við ræðum alla möguleika." Aðspurður sagði Held að æf- ingar hjá Galatasaray fyrir næsta keppnistímabil byrjuðu 17. júlí, en næsta verkefni landsliðsins er viðureign við Austurríki í Salz- burg 23. ágúst og síðan verða tveir leikir í september. Hann vildi ekki segja hvort hann yrði með liðið í þessum þremur leikjum, en sagði að allir þjálfarar vildu vera með lið í úrslitakeppni Heims- meistaramótsins. Ánægjulegur tími „Ég yrði mjög ánægður ef íslenska landsliðið tryggði sér far- seðilinn til Ítalíu og ég færi með því þangað. Tími minn með lands- liðinu hefur verið mjög ánægju- legur og ég get sagt með sanni að ég elska þetta lið. Ekkert er ánægjulegra en að þjálfa svona lið og stjórna því i úrslitakeppni Heimsmeistaramótsins," sagði Held. ■ Sjá einnig viðtal við Ellert B. Schram/B3: „Viljum að Held Ijúki verkefninu“

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.